Morgunblaðið - 22.09.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1953, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. sept. 1S53 j rjogofr ný leikrit a dotmni hjá Þjóðleikhúsinu 4M)*> 15 faslráðnir leikarar — Bidsfeds-hjónin i væntanleg á ný til balletskólans u’pj ■ JhJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI, Guðlaugur Rósinkranz, kvaddi fréttamenn á sinn fund í gærdag og skýrði þeim frá ýmsu varðandi starfsemi JÞjóðleikhússins á komandi vetri, en það er nú um það bil að hefja lúð 5. starfsár sitt og verður fyrsta viðfangsefni þessa leikárs leik- ritið „Einkalíf“, sem getið er á öðrum stað í blaðinu. JKOSS I KAUPBÆTI Eftir að sumarleyfum lauk tiafa verið teknar upp sýningar á ný á leikritinu „Koss í kaup- gæti“ og hefir það sem áður fengið ákaflega góðar viðtökur á hinum þremur sýningum þess jaú í haust. VÓPAZ 73 SINNUM „Tópaz“ hefir verið sýndur 4tta sirinum utan Reykjavíkur í jttaust og hefir honum hvarvetna ¥érið tekið með miklum kostum «og kynjum. Hafa þessar leiksýn- ángar Þjóðleikhússins út um land iriælzt mjög vel fyrir og þykir lún ánægjulegasta ráðstöfun, — „Topaz“ hefir nú verið sýndur ækki sjaldnar en 73 sinnum og í láði er að hafa á honum tvær sýningar hér í Reykjavík, þegar Jjann „kemur heim úr sveitinni" eins og þjóðleikhússtjóri komst að orði. Verður fyrri sýn- ingin njc. laugardagskvöld. NÝ LEIKRIT Næsta leikrit á döfinni verður leikritið „Sumri hallar" (Summ- •ei and Smoke) eftir Tennessee Williams undir leikstjórn Indriða Ýifaage. Þá eru og æfingar hafn- -ai á íslenzka leikritinu „Valtýr á grænni treyju“ eftir sam- nefndri skáldsögu eftir Jón Björnsson. Hefir höfundurinn sjálfur fært hana í leikritsform. JLárus Pálsson mun annast leik- íitjórn á þessu leikriti. Síðan kemur amerískt leikrit, „Harwey" eftir Mary Chase. — Hefir verið gerð eftir því kvik- snynd og leikritið náð miklum •vinsældum. Jólaleikritið verður í ár „Pilt- •ur og stúlka“ eftir skáldsögu Jóns Thoroddsens, óskabarnsins meðal íslenzkra skáldsagna. — Emil heitinn Thoroddsen færði áöguna í leikritsform. <JÓÐAR FRÉTTIR Þjóðleikhússtjóri sagði þær góðu fréttir, að von væri aftur á Erik Bidsted og konu hans, sem Xslendingum eru að góðu kunn íyrir hið mikla starf, sem þau unnu hér s.l. ár með stofnun ball- dttskóla Þjóðleikhússins og stór- inerkum árangri í danskennsl- iinni. Hjónin eru væntanleg nú um mánaðamótin og mun starfsemi ■ballettskólans þá hefjast á ný. Sagði þjóðleikhússtjóri, að vonir stæðu til að hægt yrði að taka aftur upp sýningar á íslenzka ballettinum „Ég bið að heilsa", sem féll niður fyrr en skyldi í fyrra vegna meiðsla dansmeistar- ans Bidsteds, sem lesendur mun reka minni til. Bidsted er nú fullkomlega jafngóður orðinn eft jr slysið. 15 FASTIR LEIKARAR Leikskóli'þjóðleikhússins mun og starfa, þ.e.a.s. síðari deild ,.hans, með sjö nemendum. Hins ' vegar munu engir nýir nemend- rrur teknir í skólann í vetur og er Tsú ráðstöfun ætluð til að koma í veg fyrir of mikið framboð af “leikurum. Allir fastráðnir leikarar verða þeir sömu og í fyrra að einum viðbættum, Baldvini Halldórs- syni. Eru þeir nú 15 talsins og auk þeirra eru svo 9 aðrir leik- arar, sem ráðnir eru samkvæmt svokölluðum B-Samningi, þ.e.a.s. þeií- hafa tryggða greiðslu miðað við vissan fjölda sýningarkvölda. í þann hóp bætist einn nýr leik- ari, Rúrik Haraldsson. Þá hefir og Thorolf Smith, blaðamaður, verið ráðinn fastur starfsmaður þjóðleikhússins frá 1. sept. að telja. Mun hann ann- ast ritstjórn leikskrár, vörzlu bóka- og myndasafns og sjá um kynningu leikhússins og starf- semi þess í hinum daglega rekstri. Framh. á bls. 12. Tvennir ténleikar Dielric Fischer- Dieskau „Einkalíf" - fyrsfa ve á leikári Þjoðlsi Fruir&sýnirag ann<b5 kvöSd LEIKÁR Þjóðleikhússins hefst að þessu sinni með enska leikritinu „Einkalíf“ (Private Life) eftir Noel Coward, sem frumsýnt verður annað kvöld. Sigurður Grímsson þýddi leikritið. FJÖLIIÆFUR RITHÖFUNDUR Coward, sem er einn af kunn- ustu núlifandi leikritahöfundum Breta, er óvenjulega fjölhæfur maður. Auk leikritagerðar hefur hann fengizt við skáldsagnagerð, leikstjórn og leikstarfsemi, samn- ingu kvikmyndahandrita og einnig er hann söngvari göður og tónskáld. Leikritið „Einkalíf“ skrifaði hann árið 1930 og hefur það náð miklum vinsældum bæði í Lon- don, þar sem það hefur gengið ár eftir*ár og í Kaupmannahöfn var það sýnt fyrir nokkrum ár- um og hlaut þar sérstaklega góð- ar viðtökur. Einnig hefur það verið leikið á hinum Norðurlönd- unum. 530 kr. fyrir 9 réfta VEGNA þess hve úrslit margra leikjanna á síðasta getraunaseðli urðu óvænt, voru 9 réttar ágizk- anir bezti árangurinn, sem náð- ist. Var það á 2 seðlum og var annar úr Skágafirði með 2 fasta- röðum. Af röðum með 8 rétturn var fullur þriðjungur á föstum seðlum, enda skapa mjög óvænt úrslit mesta möguleika fyrir það þátttökuform, en fastir seðlar geta gilt óbreyttir allt árið. TONLEIKAR Dietrich Fischer- Dieskau, sem Tónlistarfélagið hélt fyrir styrktarfélaga sína miðvikudaginn 16. og föstudag- inn 18. þ. m., munu vafalítið vera stórfenglegasti viðburður sinnar tegundar, sem nokkru sinni hefir orðið hér í Reykja- vík. Sá, sem þessar línur ritar, hefir um nokkurt árabil hlýtt á mikinn fjölda söngskemmtana hér og erlendis, en telur sig þó aldrei hafa heyrt söngvara, sem ekki mundi geta lært eitthvað af þessum 28 ára gamla listamanni. Rödd hans býr yfir undraverðri mýkt annars vegar og miklum dramatískum þrótti hins vegar, og vald söngvarans yfir röddinni og margvíslegum blæbrigðum hennar er fullkomið. Þó er það | aðeins í byrjun, sem þetta vekur sérstaka athygli. Fljótlega verð- ur ljóst að röddin er fyrir söngv- aranum algert aukaatriði, -— að vísu atriði, sem verður að vera í góðu lagi, — en aðalatriðið er túlkun ljóðs og lags, hin list- ræna meðferð viðfangsefnanna. Þess vegna er ekkert lag valið og enginn tónn sunginn til þess að lofa ljóma raddarinnar að njóta sín sérstaklega, eins og því miður vill of oft brenna við hjá söngvurum. Allt miðar að einu marki: mótun hinnar listrænu heildar. Þetta sker úr um það, að hér er ekki aðeins á ferð á- gætur raddmaður og söngvari, heldur gáfaður og þaulmenntað- ur listamaður. Ekki aðeins mað- ur, sem í vöggugjöf hefir hlotið gott barkakýli og hefir ástundað að seiða fram úr því fagra tóna, misháa og missterka, heldur maður, sem býr yfir ríkri og þrautræktaðri tónlistargáfu og hefir skygnzt djúpt í leyndar- dóma tónlistarinnar. Meðferð Dietrich Fischer- Dieskau á „Vetrarferðinni" eftir ' Schubert hlýtur að verða öllum ógleymanleg sem heyrðu. Þar var enginn blettur eða hrukka á, ! og hin ljúfsára viðkvæmni í söngvum Schuberts hlýtur að hafa snortið hvert hjarta. Sá, I sem orðið hefir fyrir þeirri snert ingu eins náinni og hér varð, i verður aldrei samur maður. Á síðari tónleikunum voru flutt lög eftir Beethoven, Schu- bert og Hugo Wolf við ljóð eftir Göthe. Hér reyndi á fleiri hliðar söngvarans, en allir strengirnir á hörpu hans reyndust hafa jafn hreinan, djúpan og sannfærandi tón. Þe^sir tónleikar eins og hixi- ir fyrri voru samfellt ævintýri. Minningin um þá máist ekki úr hugum þeirra, sem á hlýddu. Árni Kristjánsson annaðist undirleik á báðum tónleikunum j af djúpu innsæi og næmum skiln ingi. J. Þ. i GAMAN OG ALVARA Leikritið gerist á vorum dögum á baðstað í Suður-Frakklandi og í París. Persónur þess eru tvenn hjón og gengur á ýmsu í hjóna- bandinu — þau skilja, taka sam- an aftur og skilja enn á ný. — Leikurinn er gamansamur, sem þó fylgir nokkur alvara og ádeila. Hann er í þremur þáttum og tekur rúma tvo klukkutíma á sviði. Leikstjóri verður Gunnar R. Hansen, sem íslenzkum leikhús- gestum er þegar að góðu kunnur fyrir starfsemi sína undanfarin þrjú ár hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Er þetta í fyrsta skipti, sem hann fer með leikstjórn við Þjóðleikhúsið. Með aðalhlutverk fara Einar Pálsson, Inga Þórðardóttir, Ró- bert Arnfinnsson og Bryndís Pét- ursdóttir í hlutverkum hjónanna tveggja og auk þess Hildur Kal- mann í hlutverki franskrar þjón- ustustúlku. Einar Pálsson leikur hér sem gestur Þjóðleikhússins. Áður hef- ur hann komið fram á sviði þess í leikritinu „Konu ofaukið", sem leikið var á fyrsta starfsári leik- hússins. Leiktjöld eru gerð af Magnúsi Pálssyni. ÓvenjugéSnr heysksporí S.-Þingeyjarsýslu ÁRNESI, S-ÞING, 21. sept. — Nú er heyskap lokið hér almennt. Hirtu menn heyin í ágætum þurrkum fyrir göngu. Heyskap- ur mun að þessu sinni vera bæði meiri og betri en áður heíur þekkzt. Er áætlað, að töðufengur sé einum þriðja meiri en síðast- liðið ár. — Telja bændur þetta sumar betra og blíðviðrasamara en komið hefur um langt skeið, þar sem varla hefur komið hvass- veðursdagur, frostnótt eða ill- viðriskast síðan fyrir sauðburð í vor. Fyrstu fjallaleitir fóru fram í síðustu viku og gaf ágætlega, baeði bjartviðri og stillt. I dag hófst slátrun í Ilúsavík. Mun þar verða slátrað 13000 fjár í haust. Það er með færra móti, því að bændur hyggja fjárfjölg- un vegna hins óvenjugóða hey- skapar. Sunnlendingar kaupa hér 500—600 lífgimbrar af svæðinu milli Jökulsár og Vaðlaheiðar. Standa nú þessi fjárkaup yfir þessa daga. Dilkar eru taldir fremur vænir. — Vænleiki þeirra virðist þó ékki framúrskarandi. — Kenna bændur því um, að snemma hafi sölnað í afréttinni vegna þess hve óvenju fljótt greri í vor til fjalla í hitunum. — Fréttaritari, Sjúkraflugvél Björns Pálssonar. Hann notaði aðeins 30—40 metra til að hefja fluguna á loft. Fkigsýningin í tilefni af 50 ára afmæli flugsins tókst mjiig vel á fyrirfram án aðstoðar FLUGDAGURINN 1953 var hald- jarðar og lentu inn s.l. sunnudag á Reykjavíkur- ákveðnum stað flugvelli. Þetta var 5. flugdagur- hreyfilsins. inn, sem hér hefur verið haldinn. Douglasflugvél Flugfélags ÍS' Fjöldi fólks var s«man kominn' lands, flugmaður Gunnar Fred' á flugvellinum. Meðal gesta voru riksen sýndi 1 c~: ”~1 : ’ hæfni vélarinnar forsetahjónin. RAKTI SÖGU FLUGSINS Agnar Kofoed Hansen flug- vallastjóri ríkisins setti hátíðina, sem var að þessu sinni haldin í' minningu um 50 ára afmæli vél-' flugsins. — Hinn 17. des. 1903 flaug Orvill Wright fyrstur manna. Flaug hann yfir Kitty Hawk hæðinni fyrir utan borg- ina Dayton í Bandaríkjunum. — Flugvallastjóri rakti síðan helztu atriði úr sögu flugsins fram á þennan dag. Dagskráin hófst með því, að allmargar vélflugur hófu sig til flugs, og flugu lágt yfir áhorf- endum, en Björn Jónsson yfir- flugumferðarstjóri skýrði jatn- framt frá því, sem fram fór. Magnús Guðbrandsson flug- maður sýndi listflug á svifflugu, af mikilli leikni. Sigurður Jónsson handhafi flugskírteinis númer eitt sýndi listflug á vélflugu. Tvær flugvélar frá flugskólan- um Þyt sýndu marklendingar. en flugmennirnir stöðvuðu hreyfla vélanna í lofti og svifu síðan til með aðeins einum hreyfli. BALDUR OG KONNI í FLUGFERÐ Baldur og Konni fengu sér flugferð og var henni útvarpað áhorfendum til mikillar skemmt- unar. Björn Pálsson sýndi flugtak og lendingu og undrðust margir, hve flugvél hans þurfti lítið svæði, eða um 30—40 m., til lend- ingar og flugtaks. Einnig komu 4 þrýstiloftsflug- vélar frá Keflavík. í heimsókn, og flugu þær í fylkingu yfir flugbrautinni. Bandarísk björgunarflugvél sýndi flugtak með aðstoð tveggja rakettna, sem styttir flugtakið mjög mikið. Einnig sýndu banda- rísku flugmennirnir með mikilli nákvæmni, hvernig vistum ei! kastað úr flugvél. Flugdagur þessi heppnaðisti mjög vel og varð öllum, sem a'ð honum stóðu til sóma. — Munu áhorfendur, sem voru mjög margir, ekki hafa orðið fyrir: vonbrigðum. Ameríska björgunarflugan í flugtaki. Sjást reykjarstrókarnir úr rakettunum, sem komið er fyrir sitt hvorum megin á flugunní, — Ljósmyndirnar tók ljósm. Mbl.: Ól. K. M,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.