Morgunblaðið - 23.09.1953, Page 14

Morgunblaðið - 23.09.1953, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. sept. 1953 3 Framhaldssagan 40 Ég var of upptekin af Wes til til þess að veita því athygli að 21. afmælisdagurinn minn nálgaðist. Ég mundi ekki eftir honum fyrr en ég fékk bréfmiða frá Andrési, )þar sem hann minnti mig á að ég ætti að fá að sjá erfðarskrá Mathíasar Purfoy, þegar ég yrði i«yndug. Það væri nauðsynlegt fyrir mig að koma á skrifstofu tians, þar sem Whidby og Poteat yrðu viðstaddir. Ég gladist yfir bréfi Andrésar, |»ví við Mitty höfðum undanfarið ■orðið að spara mikið til þess að geta keypt allar nauðsynjar til húshaldsins, því það hafði verið heldur lítið sem Wes hafði látið húshaldinu á Hickory Hill í té. Og ef það væru peningar sem Matthías Purefoy ætlaði að arf- leiða mig að þá gæti ég víst ábyggilega notað þá. Nú varð ég að reyna að sjá um að Wes væri í standi til þess að koma með mér þennan umrædda dag til þess að hitta Poteat og Whidby á skrifstofu Andrésar. Til allrar hamingju hafði hann drukkið frekar lítið og þegar við lögðum af stað, var Wes rétt eins og hann átti að sér að vera, eins og hann var í gamla daga. I fyrsta skipti í margar vikur vorum við eins og góðir vinir, a. m. k. í einn dag. Ég var stolt af því að vera með Wes, stolt af því að ganga við hliðina á Wes og fítolt af því að vera eiginkona hans. Þegar við komum að skrifstofu dyrunum varð ég undrandi: Nú átéð ekki lengur bara Whidby og Poteat, — heldur Whidby Poteat og Hardee. Að hugsa sér, Andrés Var orðinn meðeigandi. i Hann kom út í fordyrið til þess að heilsa okkur Wes og ég tjáði honum gleði mína yfir þessu. Hann varð hálf vandræðalegur Og sagði að Whidby og Poteat væru að bíða eftir okkur. Skrifstofan var ríkmannleg og rúrrigóð. Hr. Poteat stóð upp þeg- ar við komum inn og heilsaði okkur alúðlega. Ég veitti því at- hygli að hann var ekki eins og áður, skjótur í hreyfingum, held- ur sjálfandi og óákveðihn, og síð- ar komst ég að því að þannig voru einnig hugsanir hans. Hr. Whidby hafði verið mikið veikur síðari ár, þá virtist honum ekkert hafa hrakað, hann virtist aðeins svolítið þurrari á manninn. Það var Andrés sem settist í stólinn sem var á bak við skrif- borðið, og opnaði skjalamöppuna sem beið á borðinu. Mér datt í hug um leið og ég horfði á hann framkvæma þetta, hve góð áhrif hann hefði á mann og hve virðu- legur hann væri orðinn. „Til að byrja með“, sagði hann, „er nauðsynlegt fyrir mig að segja þér frá Mathiasi Purefoy, sem þú sást og talaðir við hér í þessari skrifstofu. Þegar hann lézt var hann ríkur maður á okk- ar mælikvarða. Hann hélt í við sjálfan sig, *og það voru sumir sem sögðu að hann væri ákaf- lega nízkur. En hann hélt ekki í við barnið sitt.“ „Barn?“ endurtók ég. „Mathias Purefoy átti son“„ hélt Andrés áfram. „Einka- son. En ég veit ósköp lít- ið um hann, því að Mat- hias Purefoy sagði mér lítið um hann. En ég geri ráð fyrir að hann hafi verið gáfaður og lag- legur drengur. Þessi ungi Pure- foy átti sína eigin hesta og lifði og skammti sér eins' og ríks manns sonur, vegna þess að fað- ir hans lét allt eftir honum, meira heldur en hann hafði gott af. Hann andaðist áður en hann hafði náð þrítugsaldri, eftir að hann hafði lent í leiðinlegu ævin- týri, sem hann kvaldist út af.“ Hann þagnaði augnablik, en hélt svo áfram. „Þetta skýrir fyr- ir þér Jess, hvers vegna þú varst alin upp á þennan máta. Hann vildi ekki láta peningana sína eyðileggja þig eins og þeir höfðu eyðilagt son hans“. Ég fann hvernig eftirvæntingin fyllti herbergið og ósjálfrátt velti ég fyrir mér hvað þetta kæmi mér allt við. Ég leit alvarlega í augu hans og spurði rugluð: „Hvers vegna ertu að segja mér allt þetta um son hr. Purefoy? Var ....?“, ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að segja, en hélt áfram. „Var hann ....?“ Ég gat ekki lokið við setninguna vegna geðshrær- ingar. „Já, Jess“, sagði hann vingjarn lega. „Sonur Mathiasar Purefoy var faðir þinn. Mathias Purefoy var afi þinn.“ „Veiztu nokkuð um móðir mína, Andrés?" spurði ég og það virtist ofur eðlilegt að mig lang- aði til þess að vita eitthvað um hana. Það kom annarlegur svipur á andlit hans og hann tók upp lít- inn silfurhníf af borðinu, lék sér að honum stundarkorn, en lét hann síðan aftur á sama stað á borðinu. „Mathias Purefoy lagði svo fyr- ir að þú mættir aldrei gera neitt til þess að reyna að hafa upp á móðir þinni, hvort sem hún er nú lífs eða liðin.“ „Hvers vegna er mér bannað að vita eitthvað um móðir mína? Gat hr. Purefoy — afi minn — um nokkra ástæðu fyrir því?“ Munnur Andrésar varð eins og strik á fölu andlitinu. „Vitneskj- an um móður þína gæti ekki hvorki orðið þér til góðs né ills, en það gæti verið að hún hefði slæmar afleiðingar fyrir ein- hverja sem eru saklausir. Það gæti jafnvel orðið einhverjum til vansæmdar.“ Wes þýsti hendi mína hug- hreystandi. „Þú notar orðið vansæmd, Andrés. Eftir því sem ég bezt man, þá hlýtur það að þýða að ég hafi verið óskilgetin? Er það satt?“ „Já, Jess. Það er satt“, sagði hann hæglega. 5 Um leið og hann talaði minnt- ist ég þess, að eins lengi og ég mundi eftir mér, þá hafði mig dreymt um að einhverntíman myndi ég finna móður mína. En mér hafði aldrei dottið í hug, að ég gæti orðið henni til vansæmd ar ef ég loks kynni að finna hana. Og nú varð ég, af þessari ástæðu að hlýða boði Mathiasar Purefoy, hvort sem mér líkaði betur eða verr. ■ i: i: t: Allt í einu veitti ég því eftir- ; tekt hve lengi ég hafði setið ■ þögul. Ég sá að andlit Wes var | ; fullt af ás ttil mín og reiði til ; þeirra sem höfðu sært mig. i Andrés beið rólegur og þögull og ; er ég mætti augum hans sá ég i þar aðeins umhyggju og góðvilja , ; til mín. „Og nú skulum við snúa okkur : að síðasta liðnum í erfðarskrá ■ ■ Matthíasar Purefoy", sagði hann. J „Og þú Jessica Kildare ert einka ; erfingi afa þín, og þá virðist mér ; þú vera velstæður ungur kven- ; maður.“ : • Ég lamaðist við þessar upplýs- ; ingar, því arfurinn kom mér al- H gjörlega á óvart. Ég gladdist ; samt yfir honum, því nú þyrftum við Mitty ekki að vera með fjár- hagslegar áhyggjur og þyrftum Lppreisnin á Pintu Eftir Tojo 18‘ Óánægja hásetanna yfir meðferð yfirmannanna á sér og litlum og lélegum mat, varð stöðugt meiri með hverjum deginum, sem leið. Eitt sinn þegar James sterki var á vakt og var við stýrið, kom matsveinn hlaupandi inn í stýrishúsið og var mikið niðri fyrir. „Það hefir verið stolið mat,“ muldraði hann. „Maturinn, sem ég ætlaði skipstóranum, er horfinn. Það hefir einhver stolið honum,“ sagði hann og skalf eins og hrísla í hvass- viðri. „Hver fjandinn er á seiði. Ertu genginn af gölfunum, mað- ur?“ mælti Philip, fyrsti stýrimaður, sem staddur var í stýrishúsinu. „Matnum hefir verið stolið,“ næstum því hrópaði nú mat- ■ sveinninn. „Það hefir einhver læðst inn í eldhús, á meðan 1 ég skauzt eftir vatni.“ Um leið og matsveinninn sleppti orðinu, birtist skipstjór- inn í dyrunum. „Hvað er hér á seyði?“ sagði hann og leit í kringum sig. Hann var bersýnilega undir áhrifum áfengis, því að hann skjögraði til sitt og hvað þegar hann gekk. I Matsveinninn skýrði honum frá matarstuldinum með hálf-] um huga. Þegar hann hafði lokið máli sínu, gekk skipstjór- inn að honum og sló hann með flötum lófanum á aðra kinn- ina. Því næst gekk hann að James, þar sem hann stóð við stýrið, og tók þéttingsfast í treyju hans og sagði: „Ég hefi grun um, að þú sért að egna til uppreisnar hér um borð. Þú veizt líklega hvaða refsing er fyrir slíku? Ef það reynist rétt vera að matnum hafi verið stolið að þínu , frumkvæði, sem ég hefi grun um, skaltu fá að kenna á því,“ hreytti hann út úr sér um leið og hann sleppti hendinni af James, sem ekki sagði eitt einasta orð og brá ekki hið minnsta við þessar hótanir skipstjórans. Fluorescent perur j í eftirtöldum stærðum, fyrirliggjandi: ■ ■ ■ ■ 24” 40 watta ■ ■ ■ ■ 36” 30 — m ■ ■ 48” 50 — ■ m m ■ 60” 80 — J4.lL A/ | Austurstræti 14 — Sími 1687 j Múluskólínn Mímir Túngötu 5, annari hæð, sími 4895. • *' Námskeið í ensku, frönsku og þýzku byrja um næstu mánaðamót. Kennslustundir verða 30 í hverju tungumáli, 3 í hverri viku. Nám- skeiðunum lýkur fyrir jól. Áherzla verður lögð á: 1) Að hjálpa nemendum til að skilja og tala, eins fljótt og auðið er, þau tungumál, er þeir leggja stund á. 2) Að kenna þeim nemendum, sem þegar hafa fengið undirstöðu, til þess að hagnýta sér hana, rifja upp hið gleymda, bæta við orðaforðann og æfa talmálið. Kennsla í framhaldsflokkum, fer að mestu fram á viðk. tungumálum. 3) Að kenna nemendum góðan framburð. Innritun og upplýsingar kl. 5—7 daglega. Einar Pálsson. Halldór P. Dungal. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■•! Hef kaupanda að 4ra herbergja íbúð eða einbýlishúsi á hitaveitusv. eða í Skjólunum. — Útborgun allt að 300 þús. kr. ARNI GUÐJONSSON, lögfr. Garðastræti 17 — Sími 5314. Viðtalstími 5—6,30. Ungan reglusaman mann vantar til afgrciðslu í bókaverzlun. — Umsóknir, ásamt ; mynd, merkt: „Bókaverzlun — 701“, sendist blaðinu ; fyrir föstudagskvöld. Sendisveinn óskast við hcildverzlun. — Lysthafcndur scndi umsóknir ; til afgreiðslu blaðsins, merkt: „Ábyggilegur •— 684“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.