Morgunblaðið - 23.09.1953, Síða 16

Morgunblaðið - 23.09.1953, Síða 16
Veðurúliit í dag: Norðaustan gola, lcttskýjað. unlilatiií) 215. tbl. — Miðvikudagur 23. scptcmber 1953. Fjárflutninganiir úr Þing- eyjarsýslu eru hálfnaðir Haf narf ja rSarbáta r öfluðu vel um belgina . HAFNARFIRÐI — Affli neknetja- Skipaí var út í fyrsiu báfana á Veslfjörðum í ir þeirra hátt á asraiaSS ihíandrað Á ÞESSU hausti verða um 20 þús. líflömb flutt á fjárskiptasvæðin j tunnur. í gær vaar hefdvrr minni '1* Árnes- og Rangárvallasýslum og Mýrdalinn, 6—7 þús. úr Þing- j veiði. — Röskar 5000 tunnur •t-yjarsýslu, 8-—9 þús. frá Vestfjörðum og nokkuð austan úr Síðu hafa nú verið saltaðar hér I bæ. og Öræfum. — Flutningarnir að norðan hófust s.l. laugardag, og var um helmingur fjárins lagður af stað þaðan í gær, samkvæmt upplýsingum, er blaðið fékk hjá Sæmundi Friðrikssyni, fram- •'kvæmdastj óra Sauðf j árveikivarnanna. l/M 60 BILAR í FLUTNINGUM Líflömbin úr Þingeyjarsýslu '■eru tekin á svæðinu milli Fnjósk- -ár og Jökulsár á Fjöllum. Fá það bændur í Árnessýslu til viðbótar 'fjárstofni þeim, er þeir fengu í •fyrra haust. — Flutningarnir fara fram með bílum, og er þeim eins Fjölbreytt skemmtun í Austurbæjar- bíoi í kvöld í KVÖLD kl. 11,15 verður fjöl- breytt skemmtun í Austurbæjar- bíói, þar sem fram koma lands- kunnir skemmtikraftar. En auk þess mun hinn brezki óperusöngv ari Ronald Lewis syngja á skemmtun þessari vinsæl óperu- lög og óperuaríur með aðstoð Fritz Weisshappels píanóleikara. Aðstoðarprestur að Hvanneyri BORGARNESI, 22. sept. — Guð- mundur Sveinsson, prestur að Hvanneyri, hefur fengið frí frá StörfiSn í nokkra mánuði. Ráðinn hefur verið aðstoðar- prestur til að gegna störfum sókn arprestsins, cand. theol. Árni Sigurðsson, og mun hann hefja starf sitt í október, strax að lok- inni vígslu.________ Fleusborgarskóli HAFNARFIRÐI — Flensborgar- skóli var settur í gær. — Um 200 nemendur verða í skólanum 'í vetur og er það svipuð tala og í fyrra. Fastir kennarar verða hinir sömu og í fyrra, en þrír stunda- kennarar bætast við, þeir Hall- dór Halldórsson dósent, Magnús Már Lárusson prófessor og Eirík- ur Smith listmálari, sem kennir teiknun. —G. háttað og s.l. ár. Um 60 bílar eru notaðir við flutningana og tekur hver þeirra 50—60 lömb. FLUTNINGAR AÐ, VESTAN HÓFUST í GÆR Á Vestfjörðum verða líflömbin tekin á svæðinu vestan Kolla- fjarðar og ísafjarðar, og fara þau í Rangárvallasýslu austan Ytri Rangár, en þar hefur verið fjár- laust síðan í fyrra haust. Nokkur hluti lambanna verður fluttur með bílum frá Djúpi á ákvörð- unarstað, en annars fara flutn- ingarnir fram sjóleiðis, og hófust þeir í gær. Var þá skipað út í fyrstu bátana á Þingeyri og Flat- eyri. Gekk útskipunin vel eftir því sem blaðið frétti að vestan í gær. Lömbin eru sett í stíur bæði í lest og á þilfari. Allt að 500 lömb Verða flutt í ferð. Vestfjarðalömbunum, sem flutt eru með bátum, verður skipað upp hér í Reykjavík, en farið verður með þau austur á bílum. Þá verður fé flutt austan af Síðu og úr Öræfum á fjárskipta- svæðið í Mýrdalnum og eitthvað í Rangárvallasýslu. Togarinn Júní kom síðastlið inn mánudag af Grænlandsmið- um með 360 lestir af fiski, sem verður hertur. Hann fór aftur á veiðar í gærkvöldi. — Bjarni riddari seldi nýlega í Þýzkalandi 218 lestir fyrir 72 þúsund mörk. _________________— G. Námssfyrkir á vegum Brifish (ouncil THE BRITISH COUNCIL hefur gefið út tilkynningu um náms- styrki fyrir námsárið 1954—55. Veittur verður styrkur til handa einum íslenzkum námsmanni eða konu, æskilega á aldrinum 25— 35, og sem útskrifazt hafa frá Háskólanum, eða hafa samsvar- andi menntun. — Ekki eru sett nein takmörk unj námsefni og verða umsóknir frá t. d. læknum, kenrmrum, listfræðwagum o. fl. teknar til greina. Til greina get- ur komið að námsstyrkurinn verði framlengdur um eitt ár. Aðeins þeir umsækjendur, sem hafa góða enskukunnáttu koma til greina. Umsóknir skulu sendar til Brezka sendiráðsins, Templara- sundi, Reykjavík, fyrir 30. nóv. n.k. — Umsóknareyðublöð má fá í sendiráðinu. Ólafsfjarðarmúli. — Þar sem strikin eru dregin þvert yfir mun vegarstæðið vera fyrirhugað. Niður í sjó eru um 200 m. — Ljósm.: Guðmundur Ágústssom Gera þarf víðfækari rannsóknir á vegastæðinu fyrir Ólafsfjarðarmúla Hrikalegasta vegastæði á landinu SamtaS við Snæbjðrn jónsson, verkfræðing AKUREYRI, 22. sept. — í gær kom hingað til Akureyrar Svein- björn Jónasson verkfræðingur vegamálaskrifstofunnar, eftir að hafa skoðað fyrirhugað vegarstæði fyrir Ólafsfjarðarmúla. 1 gær- morgun fór hann til Dalvíkur, en þangað var hann sóttur á trillubáí frá Ólafsfirði. í fylgd með Sveinbirni var Guðmundur Benedikts- son vegaverkstjóri. „Iðnvarninpr, sem ekki er leyfður innflutningur í FÍI óskar eftir athugun á meinhun brolum á tollalöggjöfinni FÉLAG íslenzkra iðnrekenda hefur skrifað fjármálaráðuneytinu bréf, þar sem skorað er á hlutaðeigandi yfirvöld að „skerast tafar- laust í leikinn um það, að ekki sé á boðstólum í verzlunum iðnaðar- varningur, sem ekki er leyfður innflutningur á“. Óskar félagið eftir því að upplýsinga verði aflað á hinum meintu brotum á tolla- löggjöfinni og „bundinn endi á allt misferli, sem koma kann í ljós við þá athugun.“ — Frá þessu er skýrt í síðasta blaði „íslenzks iðnaðar“. Til stuðnings tilmælum sínum ’ selja sælgæti í Reykjavík og víða bendir félagið m.a. á amerískt úti á landi er nú til sölu amerískt tyggigúmmí. Segir um það: • | tyggigúmmí, sem eigi er leyfður „I flestum verzlunum, sem innflutningur á. Að vísu munu Verð osfa og skyrs hækkar — en mjólkur- og smjörverð steradur í stað FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðarins hefur tilkynnt nokkra verð- hækkun á skyri og ostum. Mjólkurverð og smjörverð mun hins vegar haldast óbreytt. Stafar hækkunin á smjöri og ostum af því að verðlagsvísitala landbúnaðarafurða hækakði um 3,2%. AUKNAR NIÐURGREIÐSLUR Mbl. átti í gærkvöldi tal við Svein Tryggvason framkv.stjóra og skýrði hann svo frá að mjölk- orverð og verð á smjöri myndi haldast óbreytt frá því sem verið hefur vegna þess að niðurgreiðsl- ur úr ríkissjóði á þessum vörum myndu aukast. Greiðir ríkið nú hvern líter mjólkur niður um 96 j aura í stað 86 aura áður. OSTAR OG SKYR HÆKKA Ostar hækka um 3%. Hvert kg af 40% osti kostar því nú 24,80 í stað 24,10 áður. — Skyr hækkar, einnig í verði. Það kost- ar nú 5,85 kr. pr. kíló í stað 5,70 kr. áður. sjómenn fyrir alllöngu síðan hafa fengið tollafgreitt nokkuð af þessu sælgæti og eitthvað mun hafa verið tollafgreitt vegna mis- skilnings í sambandi við frílist- ann, en þó má ætla að mest af því magni, sem nú er á boðstólum í verzlunum, muni vera smyglað. Þá fæst nú í sælgætisverzlunum hér í bænum átsúkkulaði með ýmsum erlendum merkjum, þótt engin innflutningsleyfi hafi ver- ið gefin út fyrir þeim vörum“. Þá er bent á súkkulaðiduft, sem tollafgreitt hafi verið sem kakaó, brjóstahaldara frá Banda- ríkjunum, ýmsar fatnaðarvörur frá Bandaríkjunum, sem fluttar væru inn á „bátalista", en bundn ar væru við clearing-svæði, eða væru háðar leyfum, og að allvíða í bænum hafi verið til sölu nátt- föt og ýmiskonar bómullarnær- fatnaður, sem aðeins væri leyfð- ur innflutningur á utan dollara- svæðisins. Fleira er og getið. Frá Ólafsfirði héldu þeir félag- ar gangandi í fylgd með Birni Stefánssyni kennara, en hann er ásamt Sigurði Ringsted bílstjóra og fleirum þar á staðnum, mikill áhugamaður um lagningu vegar fyrir Múlann. STUTT LÝSING Á LEIÐINNI Þeir þremenningarnir voru 6 klst. til Dalvíkur og gerðu nokkr- ar mælingar og athuganir á leið- inni sem er 18 km löng. Fyrst er um það bil 3 km langur kafli frá Ólafsfjarðarkaupstað og út að svonefndri Ófærugjá. Eru þetta gilskornar grjótskriður, nokkuð grónar næst kaupstaðnum, en verða brattari er utar dregur og því sem næst gróðurlausar. — Ófærugjá er mikið klettagil með grjótskriðu í hotninum ofan til í fjallshlíðinni, en neðst á annað hundrað metra þverhnýpt kletta- skora. Þarf að sprengja stall í gjárvegginn fyrir veginn og ann- að tveggja að brúa yfir gjár- botninn eða fylla hann með grjóti. Norðan Ófærugjár tekur við sjálft bjargið, er liggur fyrir Múlann og er víða um 200 m hátt. Ofan bjargbrúnarinnar er snarbrött klettahlíð með smá- skriðum um 900 m löng út að svonefndu Flagi. Þar þarf víðast að sprengja veginn í klettahlíð- ina, sem og víða annars staðar á leiðinni. Flagið er nokkurra metra breið móhelluhlíð, sem erfitt er að fóta sig í, sökum þess hve hörð hún er. Aðeins mótar fyrir fjárgötum í hellunni. Er þetta glæfralegasti kafli leiðar- innar gangandi manni, að sögn Snæbjarnar. Innan við Flagið tekur svo við skriðuhlíð suður Múlann en framan við hlíðina er veggbratt bergið og fer lækkandi eftir því, sem nær dregur Dal- vík. Kaflinn frá Dalvík og út að Flagi er sæmilegt vegastæði, fyrst um nokkuð gilskorna bakka út að skriðunum. GLÆFRALEGUR VEGUR Snæbjörn telur veg fyrir Ól- afsfjarðarmúla mun glæfralegri heldur en Óshlíðarveginn á leið- inni frá ísafirði til Bolungarvík- ur. Sérstaklega er kaflinn frá Flagi og nokkuð inn fyrir Ófæru- gjá um VA—2 km, erfiður til vegargerðar. — Segir Snæbjörn leiðin fyrlr Ólafsf jarðarmúla hættulega gangandi mönnum, eo Björn Stefánsson kennari er leið- inni kunnugur og var þeim fé- lögum öruggur leiðsögumaður. Gömul sögusögn ségir það af- rek mikið, er kona gekk fyrir Múlgnn með prjóna sína í hönd- um og prjónaði á leiðinni. —« Ekki fara sögur af því, að önnur kona hafi gengið fyrir Ölafsfjarð- armúla. Þessi ferð þeirra Snæbjarnar er ekki sú fyrsta sem farin er á vegum vegamálaskrifstofunnar, því að í hitteðfyrra fór Sveinn K. Sveinsson verkfræðingur, þessa sömu leið og nokkrir menn með honum. VEGUR RUDDUR í HAUST í Ólafsfirði er ríkjandi mikill áhugi fyrir vegarlagningu þessari og hefur verið efnt til fjársöfn- unar til byrjunarframkvæmda við hana. Munu hafa safnazt um 12.000 krónur og hefur jarðýta verið að verki að undanförnu og rutt út hlíðina frá kaupstaðnum. Nú ætlar vegagerð ríkisins að leggja fram 10 þús. krónur til viðbótar, og er áætlað að það muni nægja til að ryðja veg út að hinum snarbröttu skriðuns sunnan Ófærugjár. — Snæbjörn Jónasson segir, að frekari fram- kvæmdir vcröi látnar bíða til næsta vors og þá athugað hver áhrif snjóflóð og skriðuföli hafi haft á veginn rudda eftir vetur- inn, en að sögn þeirra, sem búa norðan megin Ólafsfjarðar sjá þeir snjóflóð falla þarna af og til. Ekki kvaðst Snæbjörn hafa orðið var við nýfallnar skriður á leið sinni fyrir Múlann. VÍÐTÆKARI RANNSÓKNIR Að lokum sagði Snæbjörn Jón- asson verkfræðingur að gera þyrfti miklu víðtækari rannsókn- ir á vegastæðinu áður en endan- lega væri hægt að ráðast í lagn- ingu fnllkomins vegar fyrir Ól- afsf jarðarmúla eða gera um hann nákvæma kostnaðaráætlun. Engum blandast hugur um hina miklu þýðingu vegarins sem samgöngubót fyrir Ólafsfirðinga og raunar fleiri. Hitt er vitað, að vegarstæði þetta er hættulegt, og milljónum króna þarf að kosta til þess að fullgera þarna sóma- samlegan veg. — Vignir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.