Morgunblaðið - 01.11.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1953, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 40. argangur 249. tbl. — Sunnudagur 1. nóvember 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsins © /F iákn hinnar sambeppni Þess vegna er hann hefja hrezkra húsmæSra, segir .Sunday Chronicle/ í FORUSTUGREIN Suriday Chronicle fyrir skömmu var rætt um fisklandanir Dawsons. Er blaðið hlynt Dawson, og segir að hann sé bezli vinur brezkra húsmæðra. Fara hér á eftir nokkrir kaflar iir greininni: VINUR HÚSMÆBEA Bezti vinur og hetja brezkra húsmæðra er George Dawson. En hví er það svo? George Daw- son, ssm er harðskeyttur kaup- sýslumaður. Ekki hefur hann far ið að stunda fisksölu, einvörð- ungu vegna blárra augna og brosa brczkra húsmæðta. Hann aetlar sér að hagnast á sölu ís- lenzka fisksins. En það sem skiptir húsmæðurnar mestu máli er að Dawson er tákn frjá’srar samkeppni í heimi, sem er heftur og takmarkaður af opinberu eftir liti og' einkasamtökum. ritJÁLS SAMKEPPNI En það er einmitt hin frjálsa samkeppni, sem jafnan gerir pen inga húsmóðurinnar verðmeiri en ella. Það getur verið að við getum aldrei horfið til fulls aftur til gömlu daganna, þegar öll verzl- un var frjáls og samkeppni var algerlega ótakmörkuð. — Getur líka verið að slíkt sé ekki æski- legt, vegna þess að verzlunar- mönnum beri nokkur trygging og öryggi. En samt má koma að miklu meiri, heilbrigðri samkeppni. — Þess vegna óskum við Dawson gæfu og gengis. Hann má lækka fiskverðið, ef hann getur og hann mætti líka koma við sölu grænmetis, þar sem milliliða- kostnaðurinn er alltof mikill. IViorgunblaðið á 40 ára afmæli á morgun preisiiarmenn Viet-minli osigui SAIGON 31. okt.: — Hersveit- ir Frakka og Viet-nam manna hafa unnið sigur yfir upp- reisnarmönnum á einu svæði við ósa Rauðár. Eftir bardag- ann hafa rúmlega 2000 falln- ir uppreisnarmenn verið tald- ir og þykir það benda til þess að allt að 5000 hermenn upp- reisnarliðsins hafi orðið óvirk- ir. Frakkar og bandamenn þeirra biðu aðeins óverulegt tjón, enda beittu þeir mest- megnis flugvélum. — Reuter. klí NORTH BAY, Ontario 31. okt. — Maria Ðionnet sem er ein hinna heimsfrægu fimmbura- systra gekk í dag í kaþólska klausturreglu. Móðir hennar og systurnar fjórar fylgdu henni til klaustursins. — Reuter. llfferlega mótfallinn brott- tninsri herliðs frá Súez O I ONDON, 31. okt. — Paul Williams, sem er þingmaður brezka íhaldsflokksins, sagði í dag, að brezkt herlið hlyti að hafa bæki- stöð áfram við Súez-skurð. .Minnisl þess með 44 síðu afmælisblaði. MORGUNBLAÐIÐ á 40 ára afmæli á morgun. — Hinn 2. nóvember árið 1913 kom fyrsta tölublað þess út. Stofnendur þess voru tveir ungir menn, þeir Ólafur Björnsson ritstjóri ísafoldar og Vilhjálmur Finsen, sem áður hafði stundað blaðamennsku við ýmis erlend blöð. Morgunblaðið minnist fertugsafmælis síns með útgáfu afmælisblaðs, sem kemur út á morgun. Bregður það því venju sinni og kemur út á mánudegi. Þetta afmælisblað er 44 blaðsíður að stærð, auk litprenU aðrar kápu. Birtast þar þættir úr sögu blaðsins frá upphafi og gerð er grein fyrir starfi þess og uppbyggingu. Jafnframt er reynt að bregða upp myndum af því fyrir lesendum, hvernig blaðið verður daglega til, einstökiun þáttum í útgáfu þess og sambandi þess við almenning í landinu. Ennfremur er rakin þróunarsaga íslenzkra atvinnuvega í 40 ár. Min viðskipfi MONTREAL 31. okt. — Nýlega hefur verið stofnað verzlunar- fyrirtæki sem annast viðskipti milli Kanada og ísraels. Fyrsta sending um 10 þús. smál. af kandísku hveiti er lögð af stað austur til ísraels ríkis. Þá er ver- ið að ferma 20 þús. tonnum hveit- is í skip í Vancouver. — Reuter. HÆTTA FYRIR HAGSMUNI BRETA Þingmaðurinn harmaði ýmis ummæli undanfarið, sem fjallað hafa um það, að brezka herliðið verði flutt á brott frá skurðinum. Sagði hann, að það skyldi aldrei á sannast, að ríkisstjórn íhalds- flokksins stofnaði hagsmunum Bretlands og alls brezka heims- veldisins í hættu með brottflutn- ingi liðsins. MEÐAN STYRJALDARVOFAN ER Ef við erum ekki alveg hárviss um að hægt verði að forðast þriðju heimsstyrjöldina, þá má alls ekki til þess hugsa að skilja Súez-skurðinn eftir varnarlaus- an. Þjóðemissinna?lir Skotar sakaðir um samsænsbrölt Sprengdu burt merki Elísabetar snnarrar. EDINBORG, 31. okt. — Fjórir þjóðernissinnaðir Skotar hafa verið handteknir og leiddir fyrir rétt, sakaðir um samsæri gegn brezku krúnunni. ; MÓTI NÚMERSRÖÐ DROTTNIN G AR Allt eru þetta berlega mótþróa, þegar stóð á krýningarhátíðarhöldunum. — Vildu þeir ekki fallast á að Elísa- eru þetta ungir menn, þeirra á meðal tveir stúdentar be* Bretadrottning væn numer- uð nr. 2, vegna þess að fyrri 22 og 24 ára. Þeir sýndu opin- Tungufoss - nýlt skip Eimskipalélagsins. Elísabet var ekki drottning Skot- lands. HÖFÐU SKOTVOPN OG SPRENGIEFNl Sprengdu þeir niður ýmis minnis- og skrautmerki, með tákninu Elísabet II. Var gerð hús rapnsókn hjá þeim og fundust þar birgðir af skotfærum, hand- sprengjum og sprengiefni. í málaferlum, sem nú eru að hefj- ast eru Skotarnir sakaðir um samsæri og að hafa haft ólöglega í vörzlum sínum skotvopn og sprengiefni. AVARPSORÐ OG SAGA Á kápuforsíðu afmælisblaðsins er mynd af uppdrætti af hinu fyrirhugaða Morgunblaðshúsi við Aðalstræti 6. Hefur skipulags- nefnd ákveðið hæð þess, en ekki er endanlega afráðin stærð þeirra hæða hússins, sem ná upp fyrir húsalínuna við Aðalstræti. Gunnar Hansson arkitekt hefur gert uppdrætti hússins. Er bygging þess aðeins hafin. Var upphaflega að því stefnt að blaðið yrði flutt þangað á fer- tugsafmæli sínu. Atburðanna rás hefur hindrað það áform. Hefur það valdið blaðinu, lesendum þess og öðr- um viðskiptavinum stórkostlegu óhagræði og tjóni. En eins og kunnugt er býr það nú við mjög ófullkomin^ og þröng húsakynni í gömlu ísa- foldarprentsmiðju. Á fyrstu lesmálssíðu blaðsins er svo forystugrein, sem ber tit- ilinn Morgunblaðið og þjóðin. —• Þá ritar Ólafur Thors forsætis- ráðherra, formaður Sjálfstæðis- flokksins, stutta grein þar er hann nefnir Árnaðaróskir. Næst er grein, sem nefnist Þættir úr sögu 'Morgunblaðsins. Eru þar raktir þættir úr sögu þess, getið stofnendanna, rit- stjóra, blaðamanna og útgefenda. Þá ritar Bjarni Benediktsson grein er hann nefnir Morgun- blaðið og Valtýr Stefánsson. Síðan er grein eftir Valtý Stefánsson ritstjóra, er nefnist Samstarfsmenn við ritstjórnina og kveðja frá Jóm Kjartanssyni alþingismanni, fyrrverandi rit- stjóra. Þá er grein eftir Sigurð Bjarna- son stjórnmálaritstjóra er nefnist Sólarhringsvinna við Morgun- blaðið. Næsta grein er eftir Sigfús Jónsson framkvæmdarstjóra blaðsins. Nefnist hún Bættur Framh. á bls. 2. S. 1. fimmtudag afhenti skipasmíðastöð Burmeister og Wains Eimskipafélaginu nýtt flutningaskip,1 sem nefnist Tungufoss. Skipið er 1727 smálestir dead-weigt og er lögun þess svo sem algengt er á flutningaskipum með þeim hætti að vcl, vistarverur, stjórnpallur o. s. frv. er á afturenda þess. | Hið nýja skip Tungufoss er hið smekklegasta í alla staði og er hentugt til vöruflutninga. 1 AUGLÝSENDUR Auglýsingar, sem birtast eiga í blaðinu n. k. þriðjudag, þurfa að afhendast auglýsingaskrifstofunni fyrir kl. 2 á mánudag. Jiorgimlilaíiiö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.