Morgunblaðið - 01.11.1953, Blaðsíða 9
Sunnudagur 1. nóv. 1958
MORGUNBLAÐ1Ð
g 1
Reykjavíkurbréf:
Laugardagur 31. október
Vítaverð hroðvirkni við verkun sjávarafurða — Landhelgisdeil-
an og lausn hennar — Samtal um afstöðu bænda til stjórn-
arsamstarfsins — Sveitafólk vantrúað á „vinstri stjórn“
Vöruvöndun
og markaðir
UNDANFARIÐ hafa ýmsar fregn
ir verið á kreiki um, að mis-
brestir hafi orðið á verkun ým-
issa sjávarafurða okkar. Hafa
þær því miður við veruleg rök
að styðjast. — Töluverðir gallar
hafa komið í Ijós á saltaðri
Faxasíld og hafa kaupendur
hennar, Rússar, jafnvel neitað
að taka á móti sendíngum frá
einstökum verstöðvum.
Frá Póllandi hafa einnig bor-
izt kvartanir yfir frystu síldinni.
Kröfur um skaðabætur hafa þar
verið gerðar.
Á hraðfrystum fiskí og salt-
fiski hafa einnig reynzt gallar,
sem kvartað hefur verið yfir. —
Svo langt hefur þetta sleifarlag
gengið, að einstakir frarnleiðend-
ur hafa notað vitlausar vogir við
vigtun saltfisksins. Á pökkun
fisksins hafa einnig verið mis-
brestir.
Atvinnumálaráðuneytið hefur
S sumar og haust unnið að rann-
sókn á þessum málum. Er að
sjálfsögðu allt gert, sem unnt er
af þess hálfu til þess að kippa
þessari óreiðu í lag.
Hér er nm svo alvarlegt
mál að ræða, að fyllsta ástæða
er til þess að hreyfa þvi. Þeir
framleiðendur aðalútflutnings
vöru landsmanna, sem gera
sig seka um slika hroðvirkni,
eiffa sannarlega þunga dóma
skilið.
Afkoma þessarar þjóðar
veltur á því að hún geti aflað
sér nægra og öruggra mark-
aða fyrir afurðir sínar. Það
getur henni aldrei tekizt
nema því aðeins, að hún vandi
þá vöru, sem hún hefur að
hjóða. — Við verðum því að
leggja megináherzlu á fyllstu
vandvirkni við verkun afurða
■okkar. AHt frá því að lína er
lögð í sjó, vörpu kastað eða
net lagt, þar til fiskurínn hef-
ur verið afhentnr kaupendum,
verður f ramleiðandinn að
hafa það í huga að á vand-
virkni hans og trúmennsku
veltur ekki aðeins afkoma
hans, heldur þjóðarínnar í
heild.
Landhelgisdeilan
og lausn hennar
FNDA þótt íslendingar hafi rof-
ið löndunarbannið í Bretlandi
fer því þó víðsfjarri að ennþá
bylli undir raunverulega lausn
landhelgisdeilunnar við Breta.
bar situr allt við það sama.
Nutting, aðstoðar-utanríkis-
váðherra Breta, hélt fyrir
skömmu ræðu, þar sem hann
'minntist á þetta mál. Hafa þau
ummæli verið höfð eftir honum
í blöðum, að Bretar hefðu gert
Islendingum fjögur miðlunartil-
boð í deilu þessari, en íslenzka
stjórnin hafi hafnað þerm öll-
um. Þessi ummæli hafa að vísu
ekki verið staðfest opinberlega,
að því er vitað sé. Þrátt fyrir
það er ástæða til þess að gera
þau lítillega að umræðuefni.
í raun og veru hefur brezka
stjórnin aðeins sett fram eina
tillögu í sambandí við lausn
landhelgisdeilunnar. Hún er
sú, að íslendingar leggi hluta
af deiluefninu fyrir alþjóða-
dómstólinn í Haag, án þess að
löndunarbannið í Bretlandi
sé afnumið og án þess að
brezka stjórnin treysti sér til
þess að tryggja að það verði
afnumið síðar þó að Haag-
dómur gengi Islendingum í
vil.
Þetta er eina uppástungan, sem
frá brezku stjórninni hefur
heyrzt um hugsanlega leið til
þess að leysa deilu þá, sem risið
hefur vegna viðleitni íslenzku
þjóðarinnar til þess að hindra
eyðileggingu fiskimiða sinna.
Engin von til þess að
íslendingar æski
slíkrar „lausnar“
ÞAÐ er sannarlega ekki við því
að búast að íslendingar hafi mik-
inn áhuga fyrir slíkri „lausn“
landhelgisdeilunnar. Ástæða þess
er einfaldlega sú, að hún er eng-
in raunveruleg lausn. Þó íslend-
ingar hefðu faliizt á að leggja
deiluna fyrir alþjóða dómstól,
þá hefði lítið upp úr því hafst,
ef löndunarbannið átti að standa
eftir sem áður, hver sem úrslitin
urðu fyrir dómstólnum.
Niðurstaðan varð því eðlilega
sú, að íslenzka stjórnin hafnaði
þessari uppástungu brezku stjórn
arinnar. Og við það situr og mun
sitja að óbreyttri afstöðu brezkra
stjórnarvalda.
í merkri ræðu, sem Ólafur
Thors sjávarútvegsmálaráðherra
flutti á sjómannadaginn s.l. sum-
ar tók hann af öll tvímæli um
afstöðu ríkisstjórnar íslands til
hinnar brezku uppástungu. En
þar komst ráðherrann m. a. að
orði á þessa leið:
„Engin íslenzk ríkis-
stjórn myndi fallast
á liana“
„ÉG fullyrði því, að jafnvel
þótt íslendingar féllust á til-
lögu Breta, um að leggja
Faxaflóalínuna eina fyrir
Haagdóminn, mundi málið
litlu eða engu nær þeirri
„raunhæfu" lausn, sem stjórn
Bretlands nú lýsir eftir. Og
það er einmitt vegna þess, að
sú málsmeðferð er óraunhæf
en ekki raunhæf, að engin is-
lenzk ríkisstjórn mun fallast
á hana — — —“.
Og nokkru síðar í ræðu
sinni komst Ólafur Thors enn
svo að orði:
„Nei, íslendingar eiga á því
óvéfengjanlegan rétt, að
trygging fáist fyrir því
tvennu: Að deilan verði lögð
fyrir dómstólinn með réttum
hætti, og að dómsúrslit verði
raunveruleg málalok. Fyrr en
þessu fæst framgengt getur
enginn krafizt þess, að íslend-
ingar samþykki að skjóta
málinu til dóms. Og sá aðili,
sem því getur fullnægt en
gerir það ekki getur í þessum
efnum engum ásökunum
stefnt að ríkisstjórn íslands“.
Enda þótt þessi ummæli Ólafs
Thors séu nokkurra mánaða
gömul felst þó í þeim skýrt og
skorinort svar við þeim' ummæl-
um, sem höfð hafa verið eftir
hinum brezka aðstoðarutanríkis-
ráðherra fyrir skömmu.
Bændur og
s t j órnarsamstar íi ð
FYRIR nokkrum dögum hitti ég
einn af dugmestu og mikilhæf-
ustu bændum landsins að máli.
Talið barst eins og oft vill verða
að stjórnmálum.
— Hver heldur þú að afstaða
bænda sé til hins endurnýjaða
samstarfs Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins um ríkis-
stjórn í landinu? spurði ég hinn
merka búhöld.
— í mínum landshluta held ég
að bændur hafi almennt fagnað
því, að tveir stærstu lýðræðis-
flokkarnir skyldu halda áfram
samstarfi um stjórn landsins. —
Meðan enginn einn flokkur hef-
ur hreinan þingmeirihluta verð-
ur ekki komizt hjá samsteypu-
stjórnum, ef sæmileg festa á að'
ríkja um stjórnarframkvæmdir.
Og okkur bændum finnst eðli-
Nutting aðstoðarutanríkisráð-
herra Breta: — Hann bætti því
við, að brezka stjórnin hefði lagt
fram fjórar málamiðlunartillög-
ur, hverja af annarri og hefði
þeim ýmist verið hafnað eða ekki
virtar svars.“
Ólafur Thors forsætisráðherra:
„Ég fullyrði því, að jafnvel þótt
íslendingar féllust á tillögur
Breta um að leggja Faxaflóalín-
una eina fyrir Hagdóminn myndi
málið litlu eða engu nær þeirri
„raunhæfu“ lausn, sem stjórn
Bretlands nú lýsir eftir. Og það
er einmitt vegna þess, að sú máls
meðferð er óraunhæf en ekki
raunhæf, að engin íslenzk ríkis-
stjórn mun fallast á hana. —“
legast að fulltrúar framleiðslu-
stéttanna til lands og sjávar
vinni saman. Með því verður að-
staða okkar til þess að koma
fram hagsmunamálum landbún-
aðarins áreiðanlega sterkust. I
Sjálfstæðisflokknum eru margir
af dugmestu og raunsæjustu leið-
togum bændastéttarinnar. Með
samvinnu þeirra og beztu manna
Framsóknarflokksins er óhætt
að treysta því að mál bænda
njóti skilnings og velvildar. —
Enda er það líka þannig, að ýmis
merkustu framfarasporin í þágu
sveitanna haía verið stigin síðan
slík samvinna tókst.
Sá bóndi er þess vegna
vandfundinn nú orðið, sem
trúir þeim áróðri Tímans, að
Sjálfstæðisflokkurinn sé ein-
hver dragbítur í málum land-
búnaðarins.
Vantrúaðir á
„vinstri stjórn“
— HELDUR þú þá ekki að sum-
ir Framsóknarbændur hafi held-
ur viljað að samvinna tækist um
„vinstri stjórn“ Framsóknar og
Alþýðuflokksins?
— Það getur verið að einhverj-
ir þeirra hafi heldur kosið slíka
stjórn. En ég hef þó engan bónda
hitt, sem talið hefur slíka stjórn-
armyndun æskilega. Hver ein-
asti bóndi úr Framsóknarflokkn-
um, sem ég þekki í mínum lands-
hluta hefur megna vantrú á sam-
starfi flokks síns við Alþýðu-
flokkinn.
— En hvað segja þessir Fram-
sóknarbændur þá um hin stöð-
ugu skrif Tímans um nauðsyn
þess að skapa möguleika á sam-
starfi við kratana?
— Þeir trúa því naumast að
þar sé af fullri einlægni mælt,
gera nánast ráð fyrir að þar sé
um pólitísk látalæti að ræða.
Sannleikurinn er sá, að í sveit-
unum ríkir vaxandi andúð á rík-
isrekstrarbrambolti sósíalista. —
Bændur hallast stöðugt meira að
því, að sjálfseignarbúskapur og
einstaklingsframtak sé eina færa
leiðin til þess að byggja iandið
upp og skapa nægilega sterk
tengsl milli svéitafóiksins og
eigna þess og óðala.
Sú stefna sem Framsóknar-
menn fylgdu um skeið, mikið
fyrir áeggjan Alþýðuflokks-
ins, að láta ríkið kaupa jarð-
irnar og bændur vera ríkis-
leiguliða, er á greinilegu und-
anhaldi. — Flestir ábúendur
þjóðjarða vilja helzt eignast
jarðir sínar og búa sjálfseign-
arbúskap. Á þeim grundvelli
telja þeir vænlegast að skapa
ræktartilfinningu unga fólks-
ins gagnvart jörðum feðra
sinna og trú á framtíð sveit-
anna. — Þess vegna þarf að
greiða fyrir ungu fólki til
þess að það geti eignazt jarðir
og hafið búskap við sæmi-
leg skilyrði. En á því eru enn
mikil vandkvæði.
Menn líía róleg'ar á
málin
— HVAÐ viltu annars segja um
afstöðu bænda til stjórnmálanna
almennt um þessar mundir?
— Fyrst og fremzt það, að í
sveitunum ríkir nú minni beiskja
í þjóðmálunum en tíðkaðist fyrir
10—20 árum. Menn líta rólegar
á málin. Sá timi er að mestu
liðinn er Framsóknarbændur
trúðu t. d. þeim fullyrðingum
blaða sinna, að Sjálfstæðisflokk-
urinn væri bændum óvinveittur.
— Reynslan hefur sannað það
gagnstæða. Auðvitað finnast
ennþá öfgamenn sem trúa áróðri,
hversu gegnsær og heimskulegur
sem hann er, eins og nýju neti.
En flestir greindari bændur í
Framsóknarflokknum hafa séð,
að vaxandi áhrif Sjálfstæðis-
flokksins á stjórn landsins hafa
haft í för með sér bætta aðstöðu
fyrir landbúnaðinn. — Bændur
telja það yfirleitt nauðsynlegt,
að framleiðslustéttirnar til lands
og sjávar starfi saman, en vinni
ekki hver gegn annarri.
Þess vegna byggja þeir
miklar vonir á hinni nýju
ríkisstjórn og þeirri stefnw,
sem hún hefur markað, og"
miðar meðal annars að aukn-
um raforkuframkvæmdum i
þágu strjálbýlisins, útvegun.
fjármagns til lánastofnana
landbúnaðarins og atvinnu-
öryggi við sjávarsíðuna.
Þetta sagði hinn greindi
bóndi um afstöðu almennings
í sveitum landshluta síns til
samstarfs núverandi stjórnar-
flokka og stefnuskrár hennar.
Er ekki ólíklegt, að þessi orS
hans gefi nokkuð rétta mynd
af viðhorfi bænda um land
allt til stjórnmálanna í dag.
FRAM ER komin á Alþingi tillaga til þingsályktunar um varnir
gegn landspjöllum af völdum Dyrhólaóss í Mýrdal. Þingályktunar-
tillagan er borin fram af Jóni Kjartanssyni þingmanni Vestur-
Skaftfellinga og er á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina að láta rannsaka, hvað tiltækilegast sé að gera til að
hindra frekari landspjöll af völdum Dyrhólaóss í Mýrdal.“
ÓSINN GETUR FLÆTT
YFIR ALLAR LEIRLR
í greinargerð með tillögunni
segir flutningsmaður svo:
Dyrhólaós hefur útfall austan
,við Dyrhólaey. Öðru hverju kem-
ur það fyrir, að sandi kastar í
útfallið, svo að það teppist alveg.
Vex þá ósinn mjög, því að ár
renna í hann, og í stórbrimi flæð-
ir mikill sjór inn yfir fjöruna
beggja vegna Dyrhólaeyjar og
inn í ósinn. Getur ósinn þá orðið
það mikill, að hann flæði yfir
allar leirur og langt upp á engja-
lönd. Fer. þá oft svo, að ósinn ber
sand og möl á engjar og brýtur
landið og veldur stórfeíldri eyði-
leggingu.
TIJGIR HEKTARA LANDS
HAFA EYÐILAGZT
Það munu vera 25—30 býli,
sem eiga engjalönd að ósnum, og
öll hafa þau orðið fyrir meiri eða
minni eyðileggingu af hans völd-
um. Kunnugur maður, sem um
langt skeið var einn helzti fröm-
uður búnaðarmála í Mýrdal, seg-
ir í bréfi til mín um þessi land-
spjöll: „Ég fylgdist nokkuð með
þessum landbrotum þau 38 ár,
sem ég veitti Búnaðarfélagi
Hvammshrepps forstöðu, því að
félagið reyndi að fá einhverju um
þokað. En þótt ég hafi ekki nein-
ar skýrslur til sönnunar eyði-
leggingunni, fullyrði ég, að hér
er um að ræða tugi hektara af
ágætustu engjalöndum með
hundruðum hestburða af heyi, og
miða ég þá við 70—80 síðustu
árin.“
KOMIÐ VERÐI í VEG
FYRIR LANDBROT
Á síðasta aðalfundi Búnaðar-
félags Hvammshrepps var gerð
svo hljóðandi ályktun: „Aðal-
fundur Búnaðarfélags Hvamms-
hrepps, haldinn í Reynisskóla 17.
maí 1953, skorar á þingmann kjör
dæmisins að vinna að því eftir
megni, að komið verði í veg fyrir
landbrot þau, sem Dyrhólaós
veldur á engjum milli Reynis-
fjalls og Steigarháls, með því að
fá af hendi hins opinbera alhliða
rannsókn og tillögur, er gætu orð
ið til bóta.“
Með þáltill. þessari er stefnt að
því, að þessi rannsókn fari fram.