Morgunblaðið - 01.11.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.11.1953, Blaðsíða 7
Sunnudagur 1. róv. 1953 MORGWNBLAÐIÐ Veruleg stækkun Landspítalans er hafin ÞEIR, sem leið eiga fram hjá Landsspítalanum, sjá, að allmik- ið jarðrask er orðið á lóðinni og að þar eru menn og vélar daglega að verki. Er þar hafinn undirbúningur undir stækkun Landsspítalans. — Tiðindamaður blaðsins leit inn til forstjóra Landsspítalans Jóhanns Sæ- mundssonar, prófessors, til að ræða við hann um fyrirhugaðar framkvæmdir. — Hvenær hófst undirbúning- Ur um stækkun spítalans? — Vinna við að grafa fyrir stækkuninni hófst seinast í ágúst, en forsaga málsins er löng, ef á allt er litið, því að í upphafi var ætlazt til að spítalinn yrði helm- ingi stærri en hann er nú. Fyrir 31 ári birti Læknablaðið myndir af fyrirhuguðum Landsspítala, er átti að rúma 200 sjúklinga, en horfið var að því ráði að byggja aðeins helminginn í fyrsta áfanga. Segja má því, að stækk- unin hafi alltaf verið á döfinni siðan, og oft hefur verið um mál- ið rætt og ritað, einkum síðustu árin. Landlækriir gerði áætlun um frakvæmdir í sjúkrahúsmál- unum árið 1946 og sendi ríkis- stjórninni. Lagði hann þar m. a. til, að Landsspítalinn yrði stækk- aður mun meira en nú er ráðgert, en ekkert bólaði á framkvæmdum fyrr en í fyrra sumar, er Steingrímur Steinþórs- son, fyrrverandi forsætis- og heilbrigðismálaráðherra, skipaði nefnd til að vinna að undirbún- ingi málsins og skipuleggja stækkunina. Eins og kunnugt er, hafði Kveníélagið Hringurinn boðið fram barnaspítalasjóð sinn til stækkunar Landsspítalans gegn því, að fullkominni barna- deild yrði ætlað þar rými og verkinu hraðað sem mest til að bæta úr mjög brýnni þörf. Tel ég, að þetta boð, sem var þakkað og þegið, hafi mjög ýtt undir framkvæmdir, iíklega fremur en flest annað, en fyrrverandi ríkis- stjórn sýndi málinu mikinn og góðan skilning og áhuga. VINNA HAFIN — Hvernig miðar undirbúningi verksins? — Eins og þér sjáið, er vinna hafin við grunninn, og verður að telja, að vel miði áfram, ef þess er gætt, hve grunnt er á klöpp, en fyrst var tekinn fyrir erfiðasti hluti g’runnsins. Teikn- ingum miðar mjög vel áfram, þótt þær séu ekki fullgerðar í smáatriðum, sem ekki er von eft- ir 1 árs undirbúningsvinnu að öllu skipulagi stækkunarinnar hið innra og ytra. — Hve miklu nemur stækkun- in og hvernig er hún ráðgerð? — Ráðgert er, að stækkunin fari fram í 2 áföngum. Þegar lokið er fyrri áfanga, bætast við Um 105 sjúkrarúm, en 50 í þeim seinni. Fjölgun rúma verður því um 155, þegar viðbótin er full- byggð. — Hve marga sjúklinga tekur spítalinn nú? — Deiidirnar — handlækninga- og lyflækningadeild— eru gerðar fyrir 40 sjúkl. á hvorri hæð, eða 80 sjúklinga alls, en vegna skorts ins á sjúkrarúmum hefur orðið að þrengja mjög að sjúklingum, taka af dagstofur og leggja sjúk- linga j hverja nothæfa kitru, oft í vinnuherbergi starfsliðsiris. Með þessu móti getum við holað nið- ur um 55 sjúklingum á hvorri deild, í stað 40, en þetta er hrein óhæfa. — Hvernig verður stækkuninni komið fyrir? Hefur komið til mála að byggja ofan á spítalann, eins og flogið hefur fyrir? — Nei, alls ekki. Slíkt væri alls ekki ráðlegt, enda yrði það aldrei leyft sökum nálægðar við flugvöllinn. Og fyrst þér minnizt á þetta, ætla ég að biðja yður að leggja til skeleggrar baráttu gegn þeirri hugmynd, sem er uppi um áð stækka flugvöllinn. Hann á að minnka, en ekki stækka, svo áð hann verði aðeins nothæfur fyrir litlar vélar í innanlands- viðhót, seiií gerð verður í tveim áföngum fjölgar sjúkrarámum um 155 Sðintðl við dr. Jóhann Sæmundison. flugi — en þetta er nú víst utan dagskrár. Stækkuninni verður hagað þannig, að lengd verður til muna álman norður úr spítalanum. Við skulum kalla hana tengiálmu, því að fyrir enda hennar á að ganga álma til austurs (austur- álma) og önnur til vesturs (vest- urálma). Verður spítalinn full- byggður líkt og (H á hliðinni) í lögun. Ætlunin er að byggja nú í-fyrri áfanga tengiálmuna og vestur- álmuna, en láta austurálmuna bíða, nema kjallarann. Að vísu væri ráðlegast og ódýrast að steypa allt í einum áfanga, þótt innanhúss vinna í austurálmunni yrði látin bíða eitthvað. BÆTT ÚR MARGVÍSLEGUM ÞÖRFUM Ég skal nú lýsa fyrir yður skipulagi nýbyggingarinnar, sem verður kjallari og 3 hæðir. Kjallari verður undir allri ný- byggingunni. í kjallara undir tengiálmu verður komið fyrir: Miðstöð, vinnustofum fyrir tré- smíði, málningarvinnu, rafmagns vinnu og járnsmíði, ásamt nauð- synlegum birgðageymslum fyrir þessa starfsemi. Enn fremur er umsjónarmanni spítalans ætluð þarna herbergi. í kjallara undir eystri sjúkra- álmunni er gert ráð fyrir að verði borðsalur starfsfólks spít- alans, fatageymsla fyrir hjúkr- unarkonur og starfsstúikur, þar sem þær geti geymt íveruföt sín, en klætt sig í starfsbúninginn. Þar verða og nauðsynleg snyrti- herbergi, framreiðsluherbergi við hlið borðsals, en hinum megin þess uppþvottaherbergi. Norðan kjallaragangsins er birgðageymsl um spítalans ætlað rúm. í kjallara undir vestari sjúkra- álmunni er æfinga- og fysiur- giskri deild ætlað húsrými. Gert er ráð fyrir æfingasal, lítilli sundlaug, herbergi til hveraleðju lækninga, herbergi fyrir lyfja- böð, rafmagnslækningar, ljósböð, hljóðbylgjulækningar, rannsókna herbergi, biðstofu, ásamt bún- ingsklefum fyrir bæði karla og konur, og loks herbergi fyrir lækni og nuddkonur. Vestast í kjallaranum er gert ráð fyrir, að yfirlæknar og deildarlæknar spítalans fái húsrými til að taka á móti sjúklingum. Á 1. hæð tengiáimunnar yrði komið fyrir tveim kennslustof- um fyrir læknanema, samliggj- andi, er breyta mætti í einn sal ef þörf krefði (læknanemar eru I nú þrefalt fleiri en 1930 er Lands spítalinn tók til starfa), herbergi til afnota fyrir stúdentana milli kennslustunda, tannlækninga- deild með biðstofu, snyrtiher- bergi og fatageymslu, vannsókn- arstofum fyrir allan spítalann, herbergi fyrir rannsókna-aðgerð- ir, lyfjabúri fyrir allan spítalann, herbergi fyrir yfirlækni lyfja- deildar, öðru fyrir aðstoðarlækna hans, hinu þriðja fyrir prófessor- inn í tanniækningum. Loks er | ætlunin að þarna verði herbergi, er geymi bókasafn sjúklinga. — (Það er nú í kaidri kompu við kjailaratröppurnar, en því er vel I haldið við og síaukið við það. Viðgang þess má þakka nokkr- um fórnfúsum góðgjörnum kon- um, sem efla það með ráðum og dáð og stjórna útlánum í sjálf- boðavinnu. Margir hafa fæít safninu stórar bókagjafir. | Á 1. hæð vestari sjúkra-álmu er gert ráð fyrir 24 sjúkrarúm- um, er mundu falla í hlut lyf- læknisdeildar. Barnadeildinni er ætlaður Prófessor Jóhann Sæmundsson. staður á 2. og 3. hæð þessarar álmu. Stálpuð börn verða á 2. hæð, 30 talsins, en ungbörn á 3. hæð og er þar gert ráð fyrir 26 rúmum. — Barnadeildin er því áætluð fyrir 56 börn. Skipulag ungbarnadeildarinnar er um ýmsa hluti frábrugðið því er tíðkast á deildum fyrir fullorðna. Ge&t er ráð fyrir sólbaðsskýli, mjólkureldh.úsi, brjóstgjafaher- bergi og loks herbergi, þar sem móðir gæti fengið að vera hjá barni sínu, ef sérstaklega stend- ur á. Á 2. hæð tengiálmunnar er gert ráð fyrir auknu húsrými fyrir skurðdeildina. Gert er ráð fyrir 2 skurðstofum, aðgerða- stofu fyrir háls-, nef- og eyrna- lækni og augnlækni, umbúða- og verkfærageymsium, dauðhreins- unartækjum, svæfingaherbergi, herbergi þar sem sjúkiingar geti jafnað sig eftir aðgerð áður en þeir fari í sjúkrastofurnar og loks eru herbergi með steypi- baði, þar sem yfirlæknir, aðstoð- arlæknar hans og hjúkrunarkon- ur er vinna á skurðstofunum, geti skipt um föt og haft athvatf. Á 3. hæð tengiáimunnar verði sjúkradeiid, þar sem 25 sjúkling- um er ætlað pláss og fellur þessi aukning handlæknisdeildinni í skaut. Ráðgert er, að á 1. og 2. hæð austuráimu fáist pláss fyrir 50 sjúklinga, 25 á hvorri, en á efstu hæð verði skurðstofur til að- gerða á fólki með bæklunarsjúk- dóma. BÆTT ADBÚÐ SJÚKLINGA. BÆTT NÁMSSKILYRÐI LÆKNA-, TANNLÆKNA OG HJÚKRUNARKVENNA Ég hef nú lýst í stórum drátt- um, hvað vinnst, þegar Lands- spítalinn hefur verið stækkaður samkvæmt tillögum sem fyrir úggja. Aðalatriðin eru þessi: 1. Sjúkrarúmum fjölgar um 155. Við það skapast fjölbreytt- ara og meira námsefni fyrir læknanema og hjúkrunarnema. 2. Sérstöku barnadeild tekur til starfa, en þess er brýn þörf og alls ekki viðhlítandi, að um 30% landsbúa, sem að nokkru hafa sérstöðu um sjúkdóma og sóttar- far, skuli ekki séð fyrir sjúkra- hússdeild við þeirra hæfi. Einnig þetta yrði mikill ávinningur lækna- og hjúkrunarnemum. 3. Húsrými skurðdeildar yrði stórum aukið og bætt og mundi hafa hliðstæða aukningu afkasta í för með sér. 4. Sérstakri deild yrði komið upp fyrir fólk með bæklunar- sjúkdóma. 5. Aukning fæst á húsrými fyr- ir rannsóknastofur spítalans, sjúklingum hans til hagsbóta og læknanemum til aukins gagns og æfingar við námið. 6. Tannlæknaskólinn gæti flutzt í Landsspítalann til hag- ræðis fyrir sjúklinga þar, vænt- anlegum héraðsiæknum til lær- dóms og því næst landsfóikinu í heild til gagns, menningarauka og sparnaðar, er það gæti. leitað til héraðslækna um einfaldar tannviðgerðir. 7. Nauðsynlegar vinnustofur til viðhalds og viðgerða á mun- um spítalans og til ýmiss nýsmíð- is fengju inni í spítalanum sjálf- um. 8. Komið yrði upp sæmilega fullkominni deild til æfinga og lækninga fyrir slasað fólk, gigt- arsjúklinga, lamaða og fatlaða, þar sem beita mætti æfingum, ljósböðum, sundi, hveraleðjuböð- um, lyfjaböðum, rafmagnslækn- ingum og hljóðbylgjuiækningum, eftir því, sem bezt þætti henta. 9. Ráðið yrði fram úr geymslu- vandamáli spítalans, starfsfólki séð fyrir borðsal og fataskipta- herbergjum. 10. Þá er og fyrirhuguð stækk- un á eldhúsi spítalans. MIKIL OG ASKALLANDI ÞÖRF — Þetta er vissulega myndarleg stækkun, sem mun bæta úr margvíslegum þörfum, og allar virðast þær aðkaiiandi. En teljið þér vera þörf fyrir öll þau sjúkrahús, sem ýmist eru þegar komin upp eða ákveðin? — Já, alveg tvímæialaust. — Þörfin er' miklu meiri en fólk gerir sér aimennt grein fyrir. Þótt þessi viðbót við Landsspít- alann væri komin upp í dag, gæt- um við hvergi nærri tekið við öllum þeim, sem eru á biðlista. Margir hafa orðið að biða jafn- vel mánuðum saman. Vinnandi menn verða oft að leggja niður störf til að stunda konur sínar í heimahúsum veikar. — Mæður koma börnum sínum fyrir og þíða síðan stundum tímunum saman eftir plássi. Þetta er óþol- andi ástand og þjóðhagsiegur voði. Fólk utan af landi, langt að komið, verður ,oft að bíða vik- um saman í dýrum gistihúsum, hjá ættingjum, eða það gefst upp, fer heim og reynir svo að koma aftur seinna. FÁ HJÚKRUN 4 HEILSU- VERNDARSTÖÐINNI — Haldið þér að Akureyrar- spítalinn nýi bæti ekki mikið úr? — Jú, áreiðanlega nokkuð, að- allega fyrir Norðlendinga. Nýi spitalinn þar mun rúma um 116 sjúklinga, sá gamli tók 60 sjúlk- linga, svo að viðbótin er í raun- inni 56 sjúkrarúm, og það mætti segja mér að þau yrðu ekki lengi að fyllast, en að auki verða í notkun allt að 10 rúm í gamla spítalanum fyrir geðsjúk- iinga. — Er ekki mikið af langlegu- sjúklingum hjá ykkur? — Jú, alltaf nokkuð margir. Sumir hafa verið hér árum sam- an, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafa engan viðunandi stað að hverfa til, þar sem þeir gætu notið nauðsynlegrar aðhlynning- ar. En í þessu efni rofar þó til. í heilsuverndarstöðinni nýju er gert ráð fyrir að koma megi fyr- ir til bráðabirgða 55—60 sjúk- lingum af þessu tagi, þar til bæj- arsjúkrahúsið getur tekið til starfa. Vonir standa til, að þetta pláss geti orðið^ tilbúið á næsta ári. Þá er nýja hjúkrunar- og elliheimilið i Hafnarfirði, sem nú er að taka til starfa. Heilbrigðis- stjórnin mun vera að semja við stjórnendur þess um að það taki við langlegusjúklingum héð- an. Veit ég ekki hve mörg piáss verður þar um að ræða. — En nýja bæjarsjúkrahúsið, hve stórt verður það? — Það er áætlað fyrir um 325 sjúklinga og verður sízt Of stórt. Það tekur nokkuð langan. tíma að byggja það, lengri fyrir þá sök, að byggja verður allt frá grunni. Þar er enginn kjarni, er byggt verði utan um. Sagan um Landsspítalann sýnir, að ekki er byggt eða stækkað á hverju ári. Þegar hann tók til starfa, voru landsbúar 108 þúsund. Nú, þegar hafizt er handa um stækkune hans, eru þeir um 150 þúsund. Árið 1960 verða þeir líklega um 170 þúsund, en 1970 líklega um eða yfir 200 þúsund, ef ekk- ert óvænt kemur fyrir. Og þang- I að til eru aðeins 17 ár. 1980 má áætla íbúafjöldann 230—250 þús. Mér kæmi ekki á óvart, þótt fljót- lega yrði að hefjast handa um | stækkanir, er byggingu væri lok- ið. Okkur hættir til að miða um of við þaarfir dagsins í gær, en. | ekki þarfirnar eftir 10—20 ár. i VANTAR ÖRYRKJAHÆLI — Teljið þér þá, að þörfum sjúklinga verði sæmilega full- nægt, þegar iokið hefur veri5 i við þessar framkvæmdir? J — Nei. Það er einn hópur sjúk- linga, sem orðið hefur illa út- , undan og það eru öryrkjar meíF I nokkra vinnugetu, aðrir en. berklasjúklingar. Að því er varð- ar berklasjúklingana, hefur SÍBS sýnt og sannað, hvað gera skal, og þjóðin sýnir, að hún kann af? meta það. Það á ekki að loka öryrkja með nokkra vinnugetu inni á hælum og stofnunum í að- 1 gerðaleysi, heldur búa þeim starfsskilyrði, annaðhvort með vinnumiðlun og útvegun hæfi- legs starfs á almennum vinnu- markaði, eða í samfélagi á borð við SÍBS. Ég skal ekki fara nán- ar út í þetta núna, enda hef ég j gert grein fyrir skoðunum mín- i um um það áður í riti okkar ! Jóns heitins Blöndals um Al- mannatryggingar á íslandi, sem . félagsmálaráðuneytið gaf út | 1945. — Hvenær teljið þér að hægt j muni verða að taka hin nýju 1 húsakynni Landsspítalans í notk- un? — Eftir tvö ár, ef vel gengur, en eftir þrjú ár, ef illa gengur. Allt er undir fjárveitingum kom- ið. En ég trúi þvi að þetta gangi fljótt og vel. Margar útréttar hendur bjóða ríkinu aðstoð sína. Fyrst og fremst er það Hringur- inn, þá Styrktarfélag lamaðra og" fatlaðrá og loks Krabbameins- félagið. Er ætlunin að koma á fót deild fyrir sjúklinga, er þarfnast geisla lækninga, á 3. hæð gamla spítal- ans, þar sem nú búa hjúkrunar- nemar. Má koma þ; r fyrir 20—25 sjúklingum. M. 1 - X - 2 ÚRSLIT í getraununum í gær urðu þessi: Aston Villa 2—Bolton 2 x Blackpool 4-W.B A. 1 1 Cardiff 5—Carlton 0 1 helsea 5—Liverpool 2 1 Huddersfield 0—Manch. Utd 0 x Manch. City 3—Burnley 2 1 Sheffield Utd 3—Newcastie 1 1 Sunderland 4—Tottenham 3 1 Bristol 3—^Luton 3 x Bury 1— Fulham 3 2 Derby 2—Birmingham 4 2 Everton 1—Leicester 2 2 Úrslit annarra leikja urðu þessi: Arsenal 4—Sheffield W. 1 Portsmouth 0—Middlesbro 2 Wolves 1—Preston 0 Blackburn 2—Leeds 2 Brentford 1—Nottingham 1 Doncaster 2—West Ham 0 Hull 1—Rotherham 0 Lincoln 2—Plvmouth 0 Notts Co 3—Swansea 0 * Oldham 1—Stoke 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.