Morgunblaðið - 01.11.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1953, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐlÐ Sunnudagur 1. nóv. 1953 i Þjóðleikhúsið kwimmk filtý ú grænni treyji I m ■Irtl TJPP úr miðri þessari viku verð- ur frumsýning í Þjóðleikhúsinu á leikriti Jóns Björnssonar, rit- höfundar, Valtýr á grænni •treyju. En það er, eins og kunn- ugt er samið eftir samnefndri skáldsögu hans, sem kom út fyrir tveimur árum. Jón Björnsson er eins og kunn- ugt er einn af þekktustu og vin- sælustu núlifandi rithöfundum ■okkar. Mbl. hitti hann nýlega að máli í tilefni þess, að frumsýning á fyrsta leikriti hans stendur nú íyrir dyrum, og ræddi við hann um hitt og þetta úr æviferli hans. JETTAÐUR ÚR V.-SKAFTAFELUSSÝSLU — Ég er fæddur að Holti á Æííðu 12. marz, árið 1907, segir Jón Björnsson. — Dvaldi ég þar Jieima fram til ársins 1929. Þá íór ég utan til No'regs til náms í lýðháskólanum á Voss. Þar «Jvaldi ég svo einn vetur og kom Jieim aftur að honum loknum. Árið 1930 hélt ég áfram námi í lýðháskólanum í Askov í Dan- anöiku og var þar tvo næstu vet- ur. Síðan settist ég að í Kaup- jnannahöfn og dvaldi var til um jsumarið 1945. TYRSTA SMÁSAGAN BIRTIST í LESBÓK MBL. — Hvenær byrjaðir þú að skrifa skáldsögur? — Fyrsta smásagan mín var .skrifuð heima í Holti. Birtist hún i Lesbók Morgunblaðsins árið 1927. Á skólaárunum á Voss og Askov skrifaði ég svo nokkrar smásögur á dönsku og fáeinar á nýnorsku. Á árunum 1933—’42, lifði ég á því að skrifa smásögur fyrir dönsk blöð og tímarit. — En hvenær kom svo fyrsta skáldsagan þín út? — Árið 1942. Það var Jordens Magt, sem kom út í Kaupmanna- höfn á dönsku. Næsta skáldsagan var Slægtens Ære, sem kom út 1944 og þá Kongens Ven, skáld- saga um Jón Gerreksson, sem lcom út árið 1946. Á þessum árum komu einnig út á dönsku eftir mig 3 unglinga- hækur. HEIM TIL ÍSLANDS AÐ NÝJU — En svo fluttir þú hingað heim aftur? — Já, ég flutti hingað heim þegar heimsstyrjöldinni lauk og hef verið búsettur hér síðan. Það fyrsta, sem ég gerði eftir heimkomuna var að þýða fyrr- gteindar þrjár skáldsögur á ís- lenzku. Komu þær út undir titl- Tinum Máttur jarðar, Heiður ætt- arinnar og Jón Gerreksson. Næstu nýju skáldsögurnar, sem komu út eftir mig hér voru Buddhamyndin árið 1948, Dagur fagur prýðir veröld alla, árið 1950, Valtýr á grænni treyju árið 1951 og Eldraunin, fyrri hluti árið 1952. — Hver verður svo næsta skáld sagan? — Það verður framhald Eld- xaunarinnar, sem koma mun út á næsta ári. Ennfremur mun leik Titið Valtýr á grænni treýju koma út nú í haust um mánaðarmótin nóvember og desember. — Hafa ekki skáldverk þín verið þýdd á önnur mál? — Jú, nokkrar af unglingabók- um mínum hafa verið þýddar á sænsku og þýzku. LEIKRITIÐ BYGGT Á AUSTFIRZKRI ÞJÓÐSÖGU — Hvað viltu segja um Valtýr á grænni treyju? — Leikritið og sagan eru byggð á gamalii austfirzkri þjóðsögu, sem sennilega á rætur sínar að rekja til raunverulegra atburða, þó erfitt sé að fullyrða nokkuð um það. Varnsennska og drenij' skapur togasf þar á Rætl viS Jón Björnsson rithöhmd. Framh. af bls. 1. véla- og húsakostur aðkallandi nauðsyn. Þá skrifar Árni Óla, ritstjóri Lesbókarinnar. grein urn Morg- unblaðið og Reykjavík. UM EINSTAKA ÞÆTTI STARFSÍNS Síðan koma greinar og samtöl um einstaka þætti í starfsemi. blaðsins. Þorsteinn Thorarensen skrifar um erienda fréttaþjón- ustu þess, Sverrir Þórðarson um samgöngurnar, Morgunblaðið og dreifingu þess, Þorbjorn Guð- mundsson um Prentmyndir h.í' , Matthías Johannessen sámtal við Eggert P. Briem um afgreiðslu- störfin árið 1914, Atli Steinars- son greinina: Þeir gerðu garðinn ; frægan, sem fjallar um íþróttir,1 Bjarni Sigurðsson greinina Blaða ; maðurinn og tungutak fólksir.s og Þorbjörn Guðmundsson grein-1 ina Á fréttasíðum blaðsins fyrir 40 árum. Þá er kvennasiða með grein- unum Tízkan — spegill tíðar- j andans, eftir Sigurlaugu Bjarna-’ dóttur og Yfirlit yfir þróun kven- j réttinda hér á landi s.l. ,40 ár eftir Önnu Bjarnason. Næst eru samtöl, sem Matthías Johannessen ritar við tvö blað- burðarbörn. Þá ritar Ólafur Björnsson pró-< fessor yfirlitsgrein um þróun ís- lenzkra atvinnuvega í 40 ár og Sigurður Bjarnason tvö samtöl við tvo starfsmenn í prentsmiðju Morgunblaðsins, þá Karl A, Jónasson vélsetjara og Guðbjörn Guðmundsson prentara. Næst er æskulýðssíða, Gunn- ar G. Schram skrifar for- ystugreinina Óleyst verkefni og samtal við Magnús Jónsson al- þingismann, formann Sambands ungra Sjálfstæðismanna, um ál',’-'”~'ál íslenzkrar æsku. Síðan er skákþáttur eftir Árna Snævarr og Baldur Möller, myndagetraunin: Hver er mað- urinn og loks er birtur listi yfir fréttaritara og útsölumenn Morg- unblaðsins um land allt. Á 2. HUNDRAD MYNDIR í þessu afmælisblaði Morgun- blaðsins eru á annað hundrað myndir. Ennfremur eru þar aug- lýsingar. Blaðið verður á morgun borið til fastra kaupsnda og auk þess selt í lausasölu á 2 krónur. Fimm ættliðir í kvenlegg frá 9 mán. til 192 aldurs Jón Björnsson rithöfundur Annars hafði ég upprunalega í huga, að nota þetta efni í leikrit þó annað yrði úr. VARMENNSKA OG DRENG- SKAPUR TOGAST Á Aðalefni leikritsins er morð- mál. Snýst það nær eingöngu um rannsókn þess. Koma þar margar persónur við sögu, svo sem Val- týr bóndi og kona hans, sýslu- maðurinn, presíurinn, heldri bændur, flækingar og vinnufólk. Umhverfið og viðhorf fólksins til atburðanna ber svip fáfræði og hjátrúar aldarinnar. En inn á milli skýtur upp baráttunni fyrir nýjum og betri tíma. Margvíslegum manngerðum bregður þarna fyrir. Varmennska og drengskapur togast á og sig- ur valdsins verður ósigur rétt- vísinnar. — Fylgir leikritið nákvæmlega frásögn sögunnar? — Já, í aðalatriðum. — Á hvaða tíma gerizt það? — Það er látið gerast nokkrum árum eftir miðja 18. öld. Ber það, að svo miklu leyti, sem unnt er svip þeirra umbrotatima, þegar ennþá var að vísu dimmt í lofti á íslandi, segir Jón Björnsson rithöfundur að lokum. MARGIR ÞEKKTUSTU LEIKARAR LANDSINS í þessu leikriti Jóns Björnsson- ar, sem frumsýnt verður í þessari ^ j viku koma fram ýmsir af þekkt- ustu leikurum landsins. Hafa æf- ingar þess staðið yfir í rúman mánuð. — Leikstjóri er Lárus Pálsson. i Fyllsta ástæða er til þess að j fagna því að Þjóðleikhúsið skuli hafa tekið þetta leikrit Jóns Björnssonar til sýninga. — Þeir sem hafa lesið Valtý á grænni treyju og vita að skáldsagan er spennandi frá upphafi til enda, bíða þess með eftirvæntingu að sjá það á sviði hins íslenzka Þjóð- leikhúss. S.Bj, FIMM ættliðir kvenleggsins í sömu fjölskyldu er næsta sjald- gæft hér á landi. Myndi þessi er tekin fyrra sunnudag, er sú elzta, Guðrún Torfadóttir, sem fæddist Þjóðfundarárið 1851, varð 102 ára. Þó hin háaldraða kona sé nú að mestu við rúmið, hún varð fyrir áfalli rúmlega níræð, klæddis’t hún þennan dag og var hin reifasta. Minni og heyrn er mjög farið að dofna, en stundum rifjar hún upp löngu liðna daga vestur í Breiðafjarð- areyjum. STUNDADI SJÓSÓKN Gamla konan á langan vinnu- dag að baki og fram yfir nírætt féll henni aldrei verk úr hendi. Er hún var ung og hraust stund- aði hún sjóróðra á opnum bátum frá Hvallátrum og Oddbjarnar- skeri við Breiðafjörð. Nokkrar vertíðir reri hún norðan úr Steingrímsfirði. Sótti hún þá sjó- inn fast með handfæri og lóð. Hún var farsæl í skiprúmi. Henti. aldrei óhapp á þeim skipum, sem' hún var svo vitað sé. Er hún hætti sjósókn vann hún að tó- og ullarvinnu og öðr- um heimilisstörfum, en allt fram yfir nírætt var hún í Breiðafjarð areyjum, Skáleyjum og Svefn- eyjum. Hún mun sjálf hafa láLð þau orð falla að hinn hái aldur og góða heilsa fram yfir nírætt, væri því að þakka að hún hefði haft mikið að starfa, enda var hún fádæma afkastamikil við hverja þá vinnu, sem hún gekk að. — Hér í Reykjavík býr Guðrún hjá dóttur sinni, sem komin er yfir sjötugt, frú Guðrúnu Pálma- dóttur Clausen, Skipasundi 18 manni hennar Hirti Clausen. A myndinni hér að ofan situr Guðrún til hægri, dóttir hennar Guðrún Pálmadóttir, við hlið hennar. Er hún með yngsta barn kvenleggs ættarinnar, níu mán- aða stúlku, sem er óskírð. — Er hún dóttir Ragnheiðar Guðráðs- dóttur, sem stendur fyrir aftan stól langömmu sinnar, Guðrún- ar. Við hlið Ragnheiðar stendur móðir hennar Rannveig, en hún er dóttir Guðrúnar Pálmadóttur. og Hjartar Clausens. Sagnaþætfir Fjafikonunnsr komsiir úi í SAGNAÞÆTTIR Fjallkonunnar, nefnist bók, sern nú er komin út á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs. — Eins og nafnið bendir til, er meginefni þessarar bókar íslenzkar sögur og sagnir, sem komu út í „Fjallkonunni", blaði Valdimars Ásmundssonar. Birtust þær á árunum 1885—97 og urðu mjög vinsælar, eins og ýmsir eldri menn muna. Varð og Fjallkonan víðlesið blað ,og má ætla, að sagnaþættir þessir hafi með öðru stutt að gengi hennar. Fjallkonan gamla er nú í fárra höndum, en sagnaþættir hennar eru enn i sama gildi og þá, er þeir birtust þar fyrir meira en hálfri öld. Er þess því vænzt, að þeim verði vel tekið og þyki girnilegir til fróðleiks og skemmt unar nú sem fyrr. Er og efni þeirra allfjölbreytt. Þar eru þættir um höfðingja og valds- menn fyrri tíða og um afreks- menn, einkennilega menn, lista- menn og skáld. Þar er harmsaga, Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, og mál Bjarna og Steinunnar á Sjö- undaá er þar rakið eftir máls- skjölum. Ritgerð er þar eftir Jón- as Hallgrímsson, sem fáum mun kunn. Einnig má kynnast þar nokkuð vinnubrögðum Jónasar um ljóðagerð. Sagnaþættir Fjallkonunnar eru 216 bls. í Skírnisbroti, með ítar- legri nafnaskrá. Jón Guðnason skjalavörður hefir séð um útgáf- Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.