Morgunblaðið - 01.11.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.11.1953, Blaðsíða 11
Sunnudagur 1. nóv. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 11 Jón Sigmundsson sparisjóðs yjaldkeri sextugur í iaij Ferm.in.gar ®ra hlúkskaparafmælí 1 dag MÉR ER TJÁÐ, að vinur minn ©g samsveitungi á uppvaxtarár- um okkar beggja, Jón Sigmunds- son, sparisjóðsgjaldkeri á Akra- nesi, sé sextugur í dag. Þetta kemur mér raunar harla ein- kennilega fyrir sjónir. En þegar ég hvarfla huganum til löngu liðins tíma og rifja upp æsku- minningarnar, sé ég í hendi mér, að slíkt muni þó mega til sanns vegar færa. En hver skyldi trúa því af þeim, sem umgangast Jón Sigmundsson að staðaldri og hafa við hann samskipti, en þeir eru býsna margir, svo sem störf- um hans er háttað, að hann væri orðinn sextugur? Það hefur löndum verið talið, að þeir menn séu komnir af létt- asta skeiði, sem orðnir eru sex- tugir. En það fer fjarri því, að þessu sé svo háttað um Jón Sig- mundsson. Hann bíður enn byrg- inn öllu því í fari manna, sem hefur á sér svipmót kyrrstöðu, að ég nú ekki nefni afturfarar eða hrörnunar. Enginn maður getur merkt nokkurn bilbug á starfsþreki hans. Áhuginn er hinn sami, dugnaðurinn og af- köstin, allt er þetta honum jafn- tiltækt og áður var. Enn leikur hann sér að tölum, einingum, tugum, hundruðum, þúsundum og tugþúsundum. Er hann á því sviði jafnvígur, hvort heldur hann handleikur tækni hins nýja tíma, eða hann beitir þar leikni síns eigin hyggjuvits. Allt liggur honum þetta svo í augum uppi, að reikningsfærsla hvers konar, skýrslugerð og annað, sem að skrifstofustörfum lýtur, er hon- um leikur einn. Flókin vandamál í þessum verkahring leysir hann auðveldlega . fljótt og vel af skarpskyggni og raunsæi. Þegar þess er gætt, að samfara þessari hæfni hans fer frábær reglusemi og vandvirkni í öllum hlutum, trúmennska og ráð- vendni, er það sízt að undra, þótt honum hafi um dagana verið falin fjöldamörg og mikilvæg trúnaðarstörf. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum við landbúnaðarstörf á hinu forna prestssetri Görðum á Akranesi. Hafði hann því fast tmdir fæti á uppvaxtarárunum, svo sem þeir hafa, er á grasi ganga og mótast í æsku af þeim viðfangsefnum að erja jörðina og gæta búsmala. Hefur mörg- um reynzt það veganesti hald- drjúgt, sem þeir hafa haft með sér út í lífið úr þeim skóla. Jón Sigmundsson aflaði sér á æsku- skeiði staðgóðrar mnentunar. — Ungur réðst hann til verzlunar- starfa hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga í Borgarnesi. Var hann við þau störf um nokkurt árabil. En hugur hans var jafnan nátengdur æskustöðvunum og hinu næsta nágrenni þeirra. Fluttist hann því aftur til Akraness. Þá voru hafin þáttaskipti í atvinnulífi staðarins. Gjörbreyting var í að- sigi á útgerð og útgerðarháttum. Nýtt líf hafði þá færzt í verzlun og viðskipti. Samgöngur þokuð- ust óðum til betra horfs. Við þessi skilyrði vaxtar og þróunar stóðu hinum unga hæfileika- manni allar leiðir opnar til starfs og athafna. Enda hefur hann ekki setið auðum höndum um dagana. Störf hans hafa lengst af verið umfangsmikil og marg- þætt. Á sviði atvinnulífsins hefur hann unnið að verzlunarstörfum, haft á hendi framkvæmdastjórn útgerðarfyrirtækja, gegnt gjald- kera- og bókfærslustörfum Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness frá stofnun þessa stóra fyrirtækis. Á félagsmáiasviðinu hefur hann innt af hendi fjöl- mörg störf. Verið hefur hann um langt skeið umboðsmaður Bruna- bótaféiags íslands. Þá hefur hann og haft á hendi reikningshald og fjárgæzlu vátryggingarfélags fiskiskipa á Akranesi. Um nokk- urt árabil var hann oddviti Ytri- Akraneshrepps, en það var stærsta hreppsfélag landsins áð- ur en Akranes fékk bæjarrétt-' indi. Nú hefur Jón um alllangt skeið verið gjaldkeri Sparisjóðs 1 Akraness, sem nú er orðinn stór , lánsstofnun. Er hér þó ekki talið nema fátt þeirra viðfangsefna, er falin hafa verið forsjá Jóns Sigmundssonar. Jón er söngvinn maður og mjög áhugasamur um söngmennt, svo sem um getur á öðrum stað í blaðinu. Jón Sigmundsson hefur frá æsku verið mikill áhugamaður um bindindismál. Hefur hugur hans mjög hneigzt að því að leiða æskuna inn á þær brautir. For- ustu hans hefur mjög gætt í barnastúku staðarins. Þar hefur jafnan verið fjölskipað, því að lag hefur hann haft á því að laða börnin að þessum félags- skap. Æskulýðsleiðtogahæfileikar hans hafa notið sín þar vel. — Mörgum frækornum göfugrar hugsunar og trúrækni hefur hn-i á löngum starfst’ma sáð i hjö, n þess fjöimer.na barnahóps, sótt hefur þcssar samkomur. Og engar stundir r*"n Vr-v ilis hans, munu honum kærari en þær, sem hann hefur dvalizt inn- an um þennan barnaskara. Jón Sigmundsson er kvæntur Hendrikku Ólafsdóttur Finsens, héraðslæknis, mikilli ágætis- og röskleikakonu. Fjöldi vina og kunningja þeirra hjóna munu minnast þessa fjölhæfa og afkastamikla dreng- skaparmanns á sextugsafmæii hans og árna þeim allra heiila og blessunar. Pétur Ottesen. ★ 1 DAG á Jón Sigmundsson, einn af mætustu borgurum Akraness sextugsafmæli. Hann hefur um áratuga skeið staðið framarlega í félagsmálum bæjarins og lagt þar margt gott til málanna. Ég ætla þó aðeins að minnast á eitt þátt Jóns í félags- málum, sem sé, söngmálin. Það verður tæpast minnst svo á söngmál á Akranesi síðastliðna fjóra áratugi, að Jóns sé bar ekki verulega getið, svo mjög hefur hann látið þau til sín taka. Hann er einn af stofnendum Karlakórs ins „Svanir“ og sá eini þeirra, sem enn er virkur þátttakandi og er nú formaður kórsins og hefur verið það undanfarin 3 ár. Jón hefur hlotið í vöggugjöf ó- venju mikla og góða bassarödd og hygg ég að leitun sé á betri bassa manni en honum. Það væri Iíka rangt að segia að hann hafi graf ið pund sitt í jörð, því hann hef- ur frá því hann var innan við tvítugt verið virkur þátttakandi ekki aðeins í karlakórnum, heldur og kirkiukórnum líka. Það vill stundum brenna við hjá <róðum söngmönnum að ástundun- in er ekki að sama skapi o<? radd- gæðin. — En það verður ekki sagt nm Jón, þær munu ekki margar míingarnar sem hann hefur látið sig vanta frá því fyrst hann fór Frainh. á bls. 12. í Dómkirkjnnni kl. 11 f.h. (Séra Jón Þorvarðsson). Drengir: Halldór Pétur Halldórsson, Barmahlíð 26 Jóhann Hjálmarsson, Barma- hlíð 26 Jónas Kristjánsson Drápuhlíð 27 Kjartan Norðahl, Stangarholti 28 Magnús Kristján Halldórsson, Sólvallagötu 19 Róbert Páll Pétursson, Barma- hlíð 45 Stúlkur: Elin Norðahl, Stangarholti 28 Kristín Ragnarsdóttir, Meðal- holti 19 Margrét Helga Pétursdóttir, Barmahlíð 45 Ragnheiður Kristín Jónásdóttir, Bergstaðastræti 67 Rannveig Jónasdóttir, Stangar- holti 6 Sigfríð Elín Sigfúsdóttir, Stór- holti 43 Sigrún Gréta Guðráðsdóttir,' Barmahlíð 3 Sigurbjörg Guðmunda Jóns- dóttir, Hrauni við Kringlumýr- arveg 1 40 ÁRA hjúskaparafmæii eiga í 1 dag merkishjónin Þuríður Guð- mundsdóttir og Ólafur Péturs- son, útvegsbóndi, Stóra-Knarrar- nesi á Vatnsleysuströnd. I Fyrst bjuggu þau í Tumakoti i Vogum, en fluttust síðan að Stóra-Knarrarnesi og hafa búið þar síðan. Þau hafa eignazt 14 börn og af þeim eru öll á lífi nema drengur, sem þau misstu. Hét hann Ólafur, var föngulegur piltur og mörgum harmdauði. Þau hjónin komu öllum sínum börnum upp með dugnaði og án hjálpar og eru þau hin mann- vænlegustu. Gestrisin hafa þau hjón verið með afbrigðum, en margir hafa lagt leið sína að Stóra-Knarrar- nesi um dagana. Þuríður og Ólaf- ur hafa alltaf verið einkar giað- vær, og ekki bera þau það með sér, að þau hafi átt erfiða daga um ævina. Ólafur hefur stundað sjó- mennsku auk búskapar. Einnig gerði hann oft út sjálfur. Mínar beztu árnaðaróskir fyigi ykkur um ókomin ár. — F. fflá í Fríkirkjunni kl. Z e.h. (Séra Þorsteinn Björnsson) Drengir: Finnbogi Trausti Finnbogason, Hofsvallagötu 23 Guðni Steinar Gústafsson, Bjark argötu 8 Hallgrímur Daníelsson, Lauga- vegi 24 B Kristinn Adólf Gústafsson, Fálka- götu 19 ( Kristján Kristjánsson, Öldugötu 9 Siggeir Siggeirssosn, Grettis- götu 92 Tómas Tómasson, Bjarkargötu 2 Þórir Þórarinsson, Laugavegi 76 Þorleifur Oddur Magnússon, Miklubraut 11 Stúlkur: Aldís Þorbjörg Kervants Guð- björnsdóttir, Bergþórugötu 41 Anna Margrét Marísdóttir, Ár- bæjarbletti 66 Birna Thorlacius, Nýlendugötu 20 A. Esther Stefanía Guðmundsdóttir, Suðurlandsbraut 71 Eyja Sigríður Viggósdóttir, Mávahlíð 43 Fjóla Jóhanna Halldórsdóttir, Suðurpól 47 Guðrún Álfgeirsdóttir, Akur- gerði 50 Guðrún Ólafía Jónsdóttir, Skeggjagötu 9 Hjördís Jensdóttir, Hjallavegi 26 Magnea Magnúsdóttir, Hverfis- götu 83 Valgerður Pétursdóttir, Melgerði 20, Sogamýri Þorbjörg Jónsdóttir, Njálsgötu 75 Þorbjörg Signý Höskuldsdóttir, Hverfisgötu 60 Þórdís Númadóttir, Laugarnes- búðum 14 Þrúður Guðrún Sigurðardóttir, Skaftahlíð 5 f Laugarneskirkju kl. 11 f.h. (Séra Garðar Svavarsson) DRENGIR: Ásgeir Kristinsson, Staðarhóli, Dyngjuveg. Björn Þorvaldsson, Sigtúni 29. Guðmundur K. Waage, Lauga- teig 30. Hákon S. Magnússon, Hofteig 6. Ólafur M. Waage, Laugateig 30. STÚLKUR: Ásgerður Ásmundsdóttir, Selby- kamp 5. Bryndís Ólafsson, Hrísateig 20. Edda Aspelund, Laugateig 22. Kristín Jónsdóttir, Seljabraut 10, Kópavogi. Vestur-Húnvetningar vilja virkjun Víðidalsár ú Kolufoss HVAMMSTANGA, 21. okt. — Að tilhlutan fulltrúa Vestur- Húnvetninga á aðalfundi Stéttar- sambands bænda var haldinn fundur um raforkumál héraðsins í samkomuhúsinu „Ásbyrgi“ á Laugabökkum hjá Reykjum í Miðfirði laugardaginn 17. okt. s. 1. Fundinn sóttu 13 af þeim 14 kjörmönnum, tveimur frá hverju búnaðarfélagi, er kjósa fulltrúa á Stéttarsambandið, allir oddvitar sýslunnar og alþingis- maður kjördæmisins Skúli Guð- mundsson. Fundurinn samþykkti ályktan- ir um: 1. Að hann teldi með öllu óvið- unandi hversu héraðið hefur til þessa verið og er enn með öllu afskift um raforku frá ríkisins hálfu. 2. Að brýna nauðsyn beri til að hefjast nú þegar handa um að bæta úr rafmagnsþörfinni og að virkjun Víðidalsár við Kolu- foss sé æskilegasta lausnin. 3. Að hann teldi um svo mikið nauðsynjamál að ræða að finna beri nú þegar bráðabirgðalausn í málinu og skori á stjórn raf- orkumálanna að vinna ötullega að því, ef einhver dráttur kynni að verða á framkvæmdum til virkjunar við Víðidalsá. 4. Að auka beri stórlega opin- bert framlag til raforkufram- kvæmda i þeim héruðum, sem enn eru afskift um raforku frá ríkisveitunum. Næsta dag, 18. október, var almennur þingmálafundur hald- inn á Hvammstanga. Hafði Skúli Guðmundsson, alþm., boðað til þess fundar. Þar voru raforku- málin aðalumræðuefnið. Alþingis maðurinn rakti ýtarlega það, sem þegar hefði verið gert til undir- búnings í því efni, og skýrði frá tillögu raforkumálastjórnar um hugsanlegar leiðir til fram- kvæmda. ■ Eftir talsverðar um- ræður var svofelld tillaga, flutt af fulltrúum Hvammstanga- hrepps á fundinum í Ásbyrgi dag inn áður, borin upp og samþykkt með samhljóða atkvæðum. „Almennur þingmálafundur haldinn á Hvammstanga, sunnu- daginn 18. október 1953, lýsir því yfir, að hann telur óviðun- andi að héraðið skuli vera með öllu afskift um rafmagn af ríkis- ins hálfu. Telur fundurinn brýna nauðsyn að hafizt verði handa nú þegar í því efni, og virkjun Víði- dalsár samkvæmt fyrirliggjandl lagaheimild æskilegasta leiðin til að sjá héraðinu fyrir rafmagni. Skorar fundurinn á stjórn raf- orkumála að leysa þetta nauð- synjamál á þann hátt án frekari dráttar. Fundurinn telur lausn þessa máls svo aðkallandi, að finna verði, nú þegar bráðabirgða úrlausn á raforkuþörf héraðsins, verði nokkur dráttur á virkjun- arframkvæmdum við Viðidalsá. Þá skorar fundurinn á rikis- stjórn og Alþingi, að auka fjár- framlög ti-1 raforkumálanna svo að tryggt sé, að rafmagnsþört þeirra landssvæða, sem ríkisraf- veitunum er ætlað að ná til verði fullnægt á sem allra skemmstum tíma. Ennfremur verði þeim aðil- um, sem ekki hafa möguleika á að fá rafmagn frá aðalrafveitum tryggt lánsfé til að reisa litiar vatnsaflsstöðvar eða til kaupa á mótorrafstöðvum. Ennfremur samþykkir fundur- inn að kjósa fimm manna nefnd til að vinna að fragangi þessa máls fram að »æsta sýslufundi“. Síðan var nefndin kosin og sam kvæmt uppástungu Guðbrandar ísbergs sýslumanns skipuð þess- um mönnum: Karli Hjálmars- syni kaupfélagsstjóra, Hvammst., Sigurði Tryggvasyni hreppstj., Hvammst., Birni Guðmundssyni, Hvammst., Sigurði Líndal bónda Lækjarmóti og Benedikt Guð- mundssyni bónda Staðarbakka. „Undir djömum og $ól" Á MORGUN kemur út ný Ijóða- bók eftir sr. Sigurð Einarsson d Holti, er nefnist „Undir stjörn- um og sól“. Er þetta þriðja ljóða- bókin, sem kemur út eftir sr. Sigurð. (Hamar og sigð 1930 og Yndi unaðsstunda 1952). Kvæðin í þessari bók eru að heita má öll orkt á árunum 1959 —1953, flest síðustu tvö árin, segir höfundur í eftirmóla. Rangæingaútgáfan gefur ljóða- bókina út, en aðalumboð hefir Leiftur h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.