Morgunblaðið - 20.11.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1953, Blaðsíða 1
16 síður 40. árgangur 265. tbl. — Föstudagur 20. nóvember 1953. Prentsmiðja Morgunblaðsins Ríkisstjómin leggur fram frumvarp um afnám Fjárhagsráðs Athfnafrelsi stórlega aukið fer Chnrchill á fund Malenkovs? Um þöS veröur rætt á Bermúdafundinum Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB PARÍS, 19. nóv. — Almennt cru stjórnmálamenn þeirrar skoð- unar, að Sir Winston Churchill snúi sér á morgun til Auriols Frakk- landsforseta og Laniels forsætisráðherra til að fá samþykki þeirra við því, að hann fari til Moskvu innan skamms og ræði óformlega við Malenkov forsætisráðherra Rússa. Ævinutmingar MÁLIÐ RÆTT Á BERMUDA Búizt er við, að á Bermuda- fundinum verði mikið um það rætt, hvort Churchill skuli halda á fund Malenkovs í Moskvu. Sennilegt þykir og, að Laniel leggi mikla áherzlu á, að Indo- Kína málin verði rædd á fund- inum og reynt verði að komast að einhverju samkomulagi við Sovétstjórnina um Suðaustur- Asíu mál. T • r *\ 1 • \» 1 L|onio bjargaoi liti húsbónda sins Réðisf á fígrisdýr effir að tamningamaðurinn hafði falfið á gélfið — Einstæður atburður á Italíu ACQUI, 19. nóv. — Sá einstæði atburður gerðist í ítölsku fjöl- leikahúsi í gær, að ljónynja bjargaði lífi tamningamanns síns, Leonida Castartelli, þegar tígrisdýr réðist á hann. — Tamninga- maðurinn féll við árásina sem gerð varð, er hann var að æfa nýjar listir með 3 ljónum og 3 tígrisdýrum. PARÍS, 18. nóv. — De Gaulle hershöfðingi, hefur nú ákveðið að gefa út endurminningar sín- j ar. Fyrsta bindið mun koma út j næsta vor. Hann hefur látið í það skína, að hann muni m. a. ' svara ýmsum athugasemdum Winstons Churchills úr styrjald- arsögu hans. —Reuter. r Ibúðabyggingar frjálsar og aSrar venjulegar fjárfesfingar RÍKISSTJÓRNIN hefur nú lagt fyrir Alþingi frumvarp, þar sem lagt er til að Fjárhagsráð verði lagt niður, afnumið verði fjár- festingareftirlit með öllum venjulegum fjárfestingum einstaklinga og eftirlit með innflutningi þeirra vara, sem enn verða um sinn að vera háðar innflutningsleyfum, gert miklum mun einfaldara og kostnaðarminna. Er frumvarp þetta í samræmi við það atriði í stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar að leggja Fjárhagsráð niður og afnema öll þau höft á eðlilegu athafnafrelsi landsmanna, sem ríkj- andi ástand í viðskipta- og efnahagsmálum ekki gera óumflýjanleg. SLO TIGRISDYRIÐ MEÐ LOPPUNNI Sterkasta og villtasta tígris- dýrið stökk skyndilega á meðan á ævingunni stóð niður af stól sínum og bjó sig undir að stökkva á Leonida, sem var algerlega varnarlaus, enda ekki undir slíka árás búinn. — En þá gerðist kraftaverkið: — Ljónynjan Sui- tana sem Leonida hafði tamið um langt skeið réðist á tígrisdýrið, sló það heljarhögg með loppunni, svo að það féll í gólfið og lagðist síðan fyrir framan húsbónda sinn, ef til þess kæmi, að þyrfti að verja hann frekar. FÓR SÍÐAN A SINN STAÐ Þegar tamningamaðurinn var staðinn á fætur aftur og hafði náð valdi yfir dýrunum, sem far- in voru að ókyrrast, gekk Sui- tana á sinn stað, eins og ekkert hefði í skorizt. Nota sprengjuflugur NÆROBI — Bretar eru nú ný- lega byrjaðir að nota sprengju- flugvélar í baráttunni við upp- reistarmenn í Kenia. Loftbelgur! o • LUNDÚNUM, 19. nóv. — Brezki flugherinn hefur gef- ið út tilkynningu þess efnis, að það hafi verið loftblegur, sem menn sáu yfir Suður-Englandi hinn 3. nóv. s.l. og héldu vera „fljúgandi disk“. — Athugunar- og radarstöðvar fylgdust með ferðum belgsins um himinhvolfið í fullar 16 mínútur, eða þangað til hann var kominn í 20 þús. metra hæð. — NTB-Reuter. Gefa 5 þú s. norskar krónnr til stofn- unar sjómannakeimilis á Seyðisfirði BJÖRGVIN, 19. nóv. — Síldarút- vegsmenn hér í borg hafa ákveð- ið að veita skipshöfninni á að- stoðar- og rannsóknarskipinu Nordkyn 5 þús. norskar krónur, sem viðurkenningu fyrir störf hennar í þágu síldveiðisjómanna á íslandsmiðum í sumar. • Enn fremur segir í skeyti til Mbl. frá NTB að síldarútvegs- menn i Björgvin hafi gefið 5 þús. norskar krónur til sjómanna- heimilis, sem þcir vilja reisa á Seyðisfirði hið fyrsta. Franski jafnaðarmannaílokkur- inn klofinn í Evrópuhersmálinu Mollet, leiðtogi þeirra, \ ill, að Frakkar eigi aðild að hernum Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. PARÍS, 19. nóv. — Þegar franska þingið hóf aftur umræður um Utanríkismál í dag, kom það í ljós betur en nokkru sinni áður, að jafnaðarmannaflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni til Evrópu- hersins. — Leiðtogi flokksins Mollet var hlynntur því að setja Evrópuherinn á stofn, en þó með þeim skilyrðum, að varnarbanda- lag Breta og meginlandsþjóða Vestur-Evrópu verði endurskoðað hið fyrsta. FLOKKSAGINN Hins vegár vilja aðrir jafnað- armannaþirigmenn alls ekkj sam- þykkja aðild Frakklands að Ev- rópuhernum, en þó et álitið, að þeir sem þcirrar skoðunar eru séu í minnihluta í þingflokknum. — Er nú mikið um það rætt meðal stjórnmálamanna, hvort flokksaginn getur þvingað jafn- aðarmannaþingmennina til að greiða atkvæði með leiðtoga sín- um, Mollet, — eða hvort flokk- urinn klofnar í máli þessu. SÍDASTA TÆKIFÆRI Annað kvöld heldur Bidault utanríkisráðherra Frakka síðustu ræðu sina áður en gengið verður til atkvæða um aðild Frakka að Evrópuhernum og verður það síðasta tækifæri hans til að hvetja þingmenn til að greiða atkvæði með aðild Frakka að væntaniegum- Evrópuher. • - - -* FJARHAGSRAÐ HÆTTIR STÖRFUM Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að Fjárhagsráð hætti störf- um, en í stað þessa fimm manna ráðs komi sérstök innflutnings- skrifstofa, sem tveir menn veita forstöðu. Þar sem innflutnings- skrifstofan mun hafa miklu minna verkefni en Fjárhagsráð hafði, mun starfsmannahald hennar verða að öðru leyti mikl- um mun minna en hjá Fjárhags- ráði. Innflutningsskrifstofan hefur með höndum leyfisveitingar fyrir þeim vörum, sem ekki eru enn komnar á frílista og eftirlit með þeirri fjárfestingu, sem ekki er gjfin frjáls í frumvarpinu. FJÁRFESTING AÐ MESTU FRJÁLS í 8. gr. frv. segir svo: „Frjálst skal vera að byggja íbúðarhús, þar sem hver íbúð, ásamt tilheyrandi geymslu, þvottahúsi og þess háttar, er allt að 520 rúmmetrum, svo og peningshús, heyhlöður, ver Þjóðverjar og Japanir skæðir keppinautar Breta LUNDÚNUM, 19. nóv. — í um- ræðum í brezka þinginu sagði verzlunarmálaráðherra Breta, Torneycroft, að eftir því sem hann bezt vissi hefðu Bretar pantað 100 þús. tonn af mangani í Ráðstjórnarríkjunum. • Harold Davis, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði, að Bretar ættu að afnema að mestu leyti hömlur á útflutningi til Rússlands fyrst Rússar yildu selja þeim svo mikið af þessum dýrmæta málmi. — Kvað hann það nauðsynlegt, ef Bretar ættu að standast hina hörðu verzlun- arsamkeppni við Þjóðverja og Japani í Suð-Austur-Asíulönd- um. — NTB-Reuter. 45 lömunarveikitilfelli STOKKHÓLMI, 19. nóv. — Síð- ustu daga hafa komið 45 ný lömunarveikitilfelli í Svíþjóð, og hafa sumir sjúklihgarnir , lamazt •ilMlegaj ....... m i II i • ■ i : : búðir og veiðarfærageymsiur. Ennfremur eru undanþegnar fjárfestingarleyfum fram- kvæmdi er kosta samtals allt að 40 þúsund krónum. Með þessu ákvæði er létt öll- um höftum af íbúðabyggingum og ýmsum öðrum fjárfestingum einstaklinga, en þessi höft hafa valdið hvað mestri óánægju hjá almenningi. Ekki þótti fært að gefa strax frjálsar byggingar stórhýsa til þess að valda ekki hættu á því að byggingarefni skorti til þeirra bygginga almenn ings, sem frjálsar eru gefnar. AUKIÐ FRJÁLSRÆÐl UM INNFLUTNING í 1. gr. frv. segir, að frjáls skuli vera innflutningur til landsins á þeim vörum, sem ríkisstjórnin ákveður með reglugerð. — Er þannig gert ráð fyrir, að ríkis- stjórnin hafi án lagabreytinga mjög rúmar hendur til þess að draga úr eftirliti með innflutn- ingi, eftir" því sem aðstæður leyfa. Vegna viðskiptasamninga og af ýmsum öðrum ástæðum er óumflýjanlegt að hafa enn um skeið eftirlit með innflutningi nokkurra vörutegunda, en ætl- unin er að hafa vöruinnflutning svo frjálsan sem unnt er. ÁKVEÐIÐ STEFNT TIL AUKINS FRELSIS I athugasemdum við frum- varpið segir svo m.a.: „I samningi þeim, sem gerður var við myndun núverandi ríkis- stjórnar, var ákveðið, að Fjár- hagsráð yrði afnumið, enda yrðu gerðar nausynlegar ráðstafanir af því tilefni. Frumvarp þetta er byggt á samkomulagi, sem náðst hefur í ríkisstjórninni um framkvæmd þeirra mála, sem verið hafa í höndum Fjárhagsráðs og deilda þess. MeS frumvarpi þessu er létt af ýmsum þeim höftum, sem hafa bundið atvinnu- og viffskiptalíf landsins um langt árabil. Er hér um aff ræða framhald þeirrar frjálslyndu stefnu í efnahagsmálum, sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur markað undanfarin ár, en á- vextir hennar eru afnám allr- ar raunverulegrar skömmtun- ar neyzluvara, útrýming svarta markaðsins, nægilegt vöruframboff, efflilegar vöru- birgðir, aukið verzlunarfrelsi og meira athafnafrelsi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.