Morgunblaðið - 20.11.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.1953, Blaðsíða 8
8 MOKGVNBLAÐIÐ Föstudagur 20. nóv. 1953 atttMnMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. { ÚR DAGLEGA LÍFiNU | Ábyrgðarleysi þjóðvarnariMinna MEÐ umræðunum um þings-| ályktunartillögu Þjóðvarnar- manna um uppsögn varnarsamn- ingsins milli íslands og Banda- ríkjanna, er útvarpað var í gær- kvöldi, gafst þjóðinni kostur á að kynnast afstöðu stjórnmála- flokkanna til þessa máls og heyra og meta rök þeirra með og móti samningnum. Við umræðurnar kom í ljós greinilegar en nokkru sinni áður hversu gjörsamlega Þjóðvarnarmenn tala tungum húsbænda sinna, kommúnista, í þessu máli. Krafa þeirra um að varnarliðið verði þegar á brott héðan og þjóðin þar með látin varnarlaus, hversu uggvænlega sem horfir í alþjóðamálum, er rökstudd með sömu blekkingun- um, sömu svívirðingunum í garð þeirra manna sem farið hafa með varnarmálin af hálfu ís- lands og kommúnistar hafa viðj haft frá því er samningur þessi var gerður árið 1951. Þessi afstaða Þjóðvarnar- manna og kommúnista er reyndar eðlileg því að menn þessir eru fyrir löngu orðnir svo ánetjaðir valdhöfunum í Kreml að þeir telja sér skylt hvar og hvenær sem er að ganga fram fyrir skjöldu þar sem þeir álíta að rússneskir hagsmunir séu í veði. Ábyrgð- arieysi þessara manna í varn- armálum þjóðarinnar er þvi ekkert nýtt fyrirbrigði. Þeir stjórnast í því efni sem svo oft endranær af ótta við hina ströngu erlendu húsbændur sína, sem krefjast skilyrðis- lausrar hlýðni. Engum vitibornum manni blandaðist hugur um það, eftir síðustu styrjöld, að þýðing ís- iands fyrir hernaðaraðila á ófrið- artímum var gjörbreytt orðin frá því sem áður var. Það var vit- að, að ef til átaka kæmi á ný með stórþjóðum heims, þá mundi ísland ekki fá að standa utan við þau átök. Staðreynd þessi réði mestu um það að íslendingar gerðust á sínum tíma aðilar að Norður Atlantshafsbandalaginu, varnarsamtökum hinna vestrænu lýðræðisríkja. Þess var heldur ekki langt að bíða að með þeim þjóðum er börðust sameiginlega gegn naz- istum, gerðust þær greinir sem enn hefur ekki tekizt að jafna, mest fyrir óbilgirni og yf- irgang Ráðstjórnarríkjanna. Auk þess hófu kommúnistar Kóreu- styrjöldina, sem kunnugt er. — Þar eð svo ófriðlega horfði í heiminum tók hin varnarlausa ís- lenzka þjóð að athuga hvar hún væri á vegi stödd, ef til ófriðar dragi. Fulitrúar þjóðarinnar ræddu þetta mikla vandamál og hverjar ráðstafanir væru nauð synlegar til þess að bægja stríðsvoðanum frá dyrum landsins. Voru allir lýðræðis- fiokkarnir á einu máli um það, að með varnarleysi sínu væri þjóðin að bjóða hættunni heim. Komu þeir sér því saman um að ieita samninga við Bandarík- in um að þau önnuðust varnir landsins af hálfu Atlantshafs- bandalagsins, meðan svo tví- sýnt væri um að friður héld- ist með stórþjóðunum. Þessi samningur við Banda- ríkin hefur nú staðið í 2Vz ár. Ekkert var eðlilegra en að með reynslunni mundi ýmislegt koma í ljós er þyrfti lagfæring- ar og leiðréttingar við, einkum það er lýtur að samskiftum þjóð- J anna, íslendinga og varnarliðs- > ins. Báðir aðilar hafa reynt að bæta úr ýmsum misfellum í þessu j efni, sem vitanlega er sjálfsagt. Þó að eitthvað hafi farið öðru vísi en bezt hafði verið ákosið, réttlætir það ekki, það fullkomna ábyrgðarleysi og þá hættulegu ráðstöfun að segja varnarsamn- ingnum upp á þessum uggvæn- legu tímum og svifta þjóðina þannig því öryggi sem varnarlið- ið veitir. Enda er það sem betur fer ekki krafa annarra flokka og manna en þeirra er láta sig ann- að meira máli skifta en hag ís- lenzku þjóðarinnar. ★ ★ FLESTIR hafa heyrt getið um „Vespurnar", litlu ítölsku mótorhjólin sem fram- leidd hafa verið í Italíu undan- farið og farið hafa sigurför um heim allan á þessum síðustu og verstu tímum. Gífurlegur hávaði heyrist í þessum litlu „kvikind- um“ og setur hann sannarlega sinn svip á stórborgir Evrópu um þessar mundir. — En ekki alls fyrir löngu var hafin framleiðsla í Pavía á hljóðdunkum fyrir ,,Vespurnar“, svo að þær vekja nú ekki eins mikla atHygli og í fyrstu. Hins vegar virðist það alls ekki vinsælt í föðurlandi þeirra, Ítalíu, að láta þær aka um götur stórborganna svo til hljóðlausar, og eru nýju hljóðdunkarnir síð- ur en svo vinsælir þar í landi, enda eru Italir hávaðamenn mikl ir, ef svo ber undir og kunna illa við sig í deyfð og drunga. lcmó jf^iacjújioó „ 'Ueópumar ★ ★ SVO MIKIL hefur eftir- spurnin verið eftir „Vesp- unum“, að verksmiðjur hafa ver ið settar upp í fjórum Evrópu- löndum auk Italíu — Bretlandi, Frakklandi, Þýzkalandi og Spáni — og er áætlað, að um 10 þús. ,,Vespur“ verði framleiddar á mánuði hverjum næsta ár. Brezku „Vespurnar" eru fram- leiddar í Bristol og eru þær til sýnis á mótorhjólasýningu sem opnuð var í Lundúnum hinn 14 nóvember siðastliðinn. —★— ★ ★ „VESPURNAR“ eiga upp- runa sinn að rekja til lítill- UeíuaLandi ábrifar: Ki í Hlufverk i FYRIR nokkru ákváðu Svíar að kaupa í Bretlandi 80 þunga skrið- dreka af svonefndri Centurion- gerð. Þeir kostuðu hvorki meira né minna en 300 milljónir ísl. kr. Þessi kaup eru sannarlega mikil fjárhagsleg byrði á allri sænsku þjóðinni og samt er hún öll sam- mála um að leggja þessar byrð- ar á sig og aðrar enn þyngri til að halda uppi sterkum landvörn- j um. I Nei, bíðum við. Það eru ekki allir sammála um þetta í Sví- þjóð. Þarna er lítill hópur manna (sem þó fer óðfluga minnkandi), sem vill engar landvarnir. Það eru kommúnistar. Hvers vegna hafa þeir þessa sérstöðu? Er það ( vegna þess að þeir eru svo miklir friðarsinnar? I Fyrir tveimur árum varð uppvíst um stórkostlegt njósnamál í Svíþjóð. Komm- , únistinn Niels Enbom og stór klíka annarra kommúnista hafði haldið uppi skipuiögð- um njósnum í þágu Rússa. Er það svo tilviljun að það eru einmitt fylgismenn þessarar sömu austrænu ofbeldisstefnu, sem voru handteknir í Norður- Noregi fyrir 10 dögum sannir að því að hafa njósnað fyrir erlent stórveldi. — Og síðustu fregnir segja frá hernaðarnjósnum í Jyveskyle í Finnlandi. Það eru nú liðin 10—14 ár síð- an fylgismenn annarrar skyldr- ar hernaðar- og ofbeldisstefnu gerðust föðurlandssvikarar víða í hlutlausum smáríkjum Evrópu og opnuðu hliðin innanfrá að næturlagi fyrir árásarliðinu. Nú er það að gefnu tilefni, sem almenningur í smáríkjunum krefst svars af kommúnistum, hvort þeir séu nú reiðubúnir á sama hátt að gegna hlutverki ■ svikaranna, Þetta er nærgöngul spurning en fylgismenn komm- únismans standa sakaðir og grun- aðir meðan þeir reyna ekki að þvo hendur sínar. Meðan kommúnistum tekst ekki að hreinsa sig af þessum grun, hlýtur allur almenning- ur og að líta það alvarlegum augum þegar fylgismenn ann- arra flokka gerast „samstarfs- menn“ og „erindrekar“ komm únista. ...I Slæm hegðun í leikhúsi. ÆRI Velvakandi- Stundum kemur fyrir, að ég fer í leikhús. Ég er iðulega sár- óánægður með leikritið, sem sýnt er, einnig oft mjög ánægður. Hinsvegar hafa áhorfendurnir sjálfir — eða leikhúsgestir hing- að til ekki valdið mér neinnar sérstakrar umhugsunar. Fyrir nokkrum dögum fór ég ásamt kunningja mínum að hoi'fa á leikritið „Sumri hallar“ sem mjög hefir verið hrósað í leik- dómum dagblaðanna (Ég undan- skil þó Tímann, þ. e. mér er ór kunnugt um skoðanir þess blaðs í menningarmálum). Ég skal hreinskilnislega játa, að ég varð fyrir nokkrum von- brigðum með leikritið. Einkum þótti mér nokkuð skort á góða leikstjórn. — Engu að siður hefði ég alls ekki viljað missa af leikn- um. Endemis framkoma. HINSVEGAR var framkoma leikhúsgesta með þeim endemum, að ekki getur sæmi- legt talizt að þegja með öllu yfir því. Á ótrúlegustu stundum heyrð- ist hví utan úr salnum, líkast hljóði því, sem merar gefa frá sér á vordegi, og fylgdi því sam- stundis kurr og gjamm nokkurra % ■ fylgisveina ,,hvímeistarans“. Hér var því auðsjáanlega að verki skipulagður flokkur óeirðar- manna. Mér er ókunnugt um, hvaðan fólk þetta kom. Senni- legast hefir það verið úr einum skóla eða öðrum — en mér leik- ur forvitni á að vita það. Með þakklæti fyrir birtinguna. Leikhúsgestur“. Bréf frá ísrael. MÉR hefir borizt bréf frá Tel- Aviv höfuðborg Israelsríkis, frá 15 ára gömlum pilti, sem hefir mikinn áhuga á að kynnast Islandi, og óskar eftir að komast í bréfasamband við jafnaldra sinn á íslandi. „Astæðan til þess — segir hann í bréfi sínu — er sú að ég dáist að íslandi og þykir vænt um það vegna þess að það hefir jafnan sýnt landi mínu vináttu og veitt því aðstoð, þegar það hefir staðið í valdi ykkar íslendinga. Auk þess held ég, að ísland sé sérstak lega merkilegt land fyrir margra hluta sakir og mig langar mjög til að kynnast einhverjum, sem þar á heima.“ Israels-búinn heitir Meir Shin- itzky og heimilisíang hans er: 17 B, Gordon Street, Tel-AViv, Israel. — Hann vill helzt skrifa á ensku, hefir áhuga á landa- fræði og frímerkjasöfnun og að kynnast sögu og menningu ís- lands — og láta í té samskonar upplýsingar um sitt eigið land og þjóð. Þarna er gott tækifæri fyrir þá, sem vilja kynnast fjarlægu landi, og mörgu ólíku því, sem við eig- um að venjast á íslandi. Ætti að vera opinn lengur. A ¥ skrifar: ,,Hví er söluturn- J inum á Lækjartorgi lokað svona snemma? Mér finnst að hann ætti að vera opinn á meðan strætisvagnarnir ganga — eða að minnsta kosti eitthvað fram eftir kvöldinu, svo sem allir almenni- legir söluturnar, eins og þeir al- mennt gerast. Það væri mikið hagræði að því að þessi háttur væri hafður á. Það er oft, sem mann vanhagar um eldspýtur, sígarettur, eða annað smá- vegis, sem turninn hefir á boð- stólum, þegar allar búðir eru lokaðar og ekki gefst tími til að hlaupa niður í Austurstræti í turninn þar eða á næstu „sjoppu“ — Takist góðfúslega til athug- unar — og það snarlega.“ Ólund. HÁUM helzt und öldum, hafs á botni köldum, vil ég lúin leggja bein, á hálu hvílast þangi í hörðum sjávargangi, undir höfði unnarstein. Og þó enginn gráti yfir mínu láti i hvorki sveinn né svanni neinn, mun yfir mér þó dynja mar — og þungan stynja dökkur bylgjubarinn steinn. (Grímur Thomsen) t-<aasvj! Hafðu tungu þína að þjóni en ekki hús bónda. ar borgar er stendur miðja megu milli Pisa og Florence, Pontedera að nafni. Og það var á þessum óþekkta stað sem 500. þúsundasta „Vespan“ var send á markað ekki alls fyrir löngu. Var henni fagn- að mikillega af bæjarbúum sem eru mjög hreyknir af litlu „Vesp- unum“ sínum. —★— ★ ★ EIGANDI „Vespna“-verk- smiðjanna er ítalinn dr. Piaggio. — Þjóðsagan segir, að signor Piaggio hafi í stríðinu séð á berangi tvö flugvélahjól og lítinn mótor meðal hrúgalds úr flugvélaflaki. Hafi hann þá feng- ið hugmyndina að þessu litla vélhjóli sínu, sem svo mjög hef- ur komið við sögu umferðar- tækja upp á síðkastið. — En sann leikurinn í málinu er ekki alveg eins skáldlegur. í styrjöldinni voru verksmiðjurnar í Pontedera jafnaðar við jörðu, en eftir þrot- lausa vinnu og miklar fórnir voru þær endurreistar eftir styrjöld- ina. Eigandi þeirra dr. Piaggio var þá skuldum vafinn og sá ekki fram á annað en gjaldþrot, ef hann fyndi ekki upp á einhverju sem hægt var að græða á með lítilli fyrirhöfn. — Hann fékk engan stuðning frá hinu opinbera og aðstæður allar voru hinar erf- iðustu, er fyrsta „Vespan“ var framleidd. — Fékk hún þegar hinar prýðilegustu móttökur og árið 1946 framleiddi verksmiðja signors Piaggios 2500 ,,Vespur“, næsta ár voru þær komnar upp í 11 þúsund, 1948 var framleiðslan orðin um 20 þús. „Vespur“, og áður er getið væntanlegrar fram leiðslu næsta árs. — í verksmiðju Piaggios vinna nú um 4000 verka menn og hefur hún um 40 hekt- ara lands til umráða. —★— ★ ★ ÞAÐ þótti ekki til neinna tíðinda í Italíu, þegar erki- biskupinn í Pisa blessaði yfir einni ,,Vespunni“, er hann eitt sinn hélt útiguðsþjónustu, — og mátti jafnvel sjá tár á kinnum sumra bæjarbúa. Bað hann guð að halda verndarhendi sinni yfir verkamönnunum — og „Vespun- um“. Má og geta þess, að hann ekur nú í sinni eigin „Vespu“ til allra embættiserinda. —★— ★ ★ SIGNOR Piaggios nýtur geysilegra vinsælda verka- manna sinna og ekki að furða, eins og hann hugsar um þá og skyldulið þeirra. — Hefur hann byggt yfir þá lítil, en nýtízkuleg hús. Hefur því risið þarna upp smáþorp, og ekki nóg með það, heldur hefur Piaggios einnig kom ið upp verzlunum og skemmti- stöðum í þorpinu fyrir verka- mannafjölskyldur sínar. — Og ykkur er óhætt að trúa því, að atvinnuleysi þekkist ekki í Pontedera. „Vespurnar“ sjá fyrir því! Boðað !il béka- synmgar DAGANA 1.—12. maí 1954 verð- ur haldin alþjóðasýning bókiðn- aðar og prentverks í Grand Palais, Champs Elysées í París. Verður þar sýnt allt, er lýtur að prentun blaða, bóka og auglýs- inga, þar á meðal vélar, tæki og pappír, auk fullgerðra sýningar- muna. Þeim, sem taka vilja þátt í sýningu þessari, ber að snúa sér til undirbúningsnefndar: 4e Salon International des Techni- ques Papetiers et Graphiques, Commissarriat General, 40 rue du Colisée. Paris 8e.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.