Morgunblaðið - 20.11.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.11.1953, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. nóv. 1953 MORGUNBLAÐIÐ UM þessar mundir er haldin í Listamannaskálanum við Kirkjustræti sýning á nærri 300 þýzkum svartlistarmyndum. — Þýzk listaverk hafa verið mjög sjaldséð hér á landi. Meðan ís- land hefur haft mikil kynni af list Norðurlanda, Engilsax- nesku landanna og Frakklands, má heita að þýzkur listheimur hafi verið sem hulinn, lokaður heimur fyrir okkur. Ein skýring- in er það m. a. að á valdadögum nasista, virtist sem eyða hefði komið í þróun þýzkrar listar. En alltaf lifði þó í glæðunum undir niðri og því er það, sem sýning- in í Listamannaskálanum gefur okkur yfirlit yfir 40 ára þróun þýzkrar svartlistar frá 1910— 1950. NÚTÍMALIST EFTIR 1910 Þegar félagið Germania hóf að leifa hófanna um uppsetningu listsýningar, varð það úr að lista- mannafélag eitt í Stuttgart, sem nefnist Notgemeinschaft der Deutschen Kunst safnaði saman listaverkum og annaðist uppsetn- ingu þeirra. Framkv.stj. þessa listamannafélags dr. Ernst Thiele hefur nú dvalizt hér á landi um sinn. Hitti fréttamaður Morgbl. hann að máii og ræddi við hann um sýninguna. . — Ástæðan til þess að þessi sýning er miðuð við listaverk frá því eftir 1910, er að um þær mundir hófu ný öfl að starfa og streyma í þýzkri list. Árangur þessara nýju strauma er það, sem við nefnum nútímaiist. Hér var að'VÍsu um margár nýjar stefn- ur að ræða, ýmsir listaskólar mynduðust og einnig komu fram einstakir menn, sem hafa skagað upp úr að snilld og eru frá- brugnir öllum öðrum. Þrátt fyrir mismunandi tækni og mismun- andi stíi er sameiginlegt öllum þessum listamönnum, sem sýna hér, að þeir verða nefndir nú- tíma málarar. Þótt sumir séu orðnir háaldraðir og jafnvel komnir undir græna torfu, þá breytir það því ekki. BRÚ MILLI NORBURLANDA OG ÞÝZKAI.ANDS — Þér sögðuð að sumir hinna hinna þýzku málara hefðu ver- ið sérstæðir þannig, að erfitt sé að setja þá í flokk með öðrum. Hverja má helzt nefna. —- Mig langar fyrst til að nefna kunnan málar'a af Norðurlönd- um, sem fór þannig sínar eigin Listamennirnir voru settir á svaiíait- iista hjá nazistum, eti störfuðu í kyrr- þey og báru frjóauga iifandi listar Samtal við dr. Ernst Thieie Dr. Ernst Thiele. götur. Það var Edward Munch. Nokkuð sambærilegur við Munch er þýzki málarinn Emil Nolde og eru nokkrar myndir hans hér á aðalgafli sýningarskálans. -— Þessar myndir eru typiskar Nolde myndir, eins og t d. „Nelly“ myndin, þær eru bjartar og lit- skrúðugar. Nolde hefur í list sinni verið talinn mynda einskonar brú milli norrænnar og þýzkrar listar. Hann var upprunninn og búsettur í Slésvík og er talið að hinir glóandi björtu litir hans eigi rætur sínar að rekja til kynna af Norðurlöndum. NAFN BARLACHS ER VÍÐA ÞEKKT Er við göngum um sýningar- skálann, nemur dr. Thiele staðar við myndir Efnst Barlachs. — Barlach, segir hann, er tal- inn sá listamaður Þýzkalands, sem hæst hefur náð í listinni. Hann er fyrst og fremst stórlega dáður myndhöggvari, en hefur þar að auki gert mikið af svart- listarmyndum. Ég hef fundið, segir dr. Thiele, að þótt þýzkir listamenn séu al- mennt lítið þekktir hér á íslandi, þá eru þó margir, sem minnast þess, að hafa heyrt getið um Barlachl Á meginlandinu þekkir hver einasti maður til hans og hefur dáðst að verkum hans. Við álítum líka, að þegar tímar líða fram og aldirnar taka að jafna, áhrif samtímans, pá verði Bar-1 lach einn þeirra sem jafnan mun skaga upp úr. SVARTLIST ER EINKENNI ÞÝZKRAR MYNDLISTAR Er það algengt í Þýzkalandi, að myndhöggvarar geri einnig svartlistarteikningar? — Já, það er ákaflega algengt.1 Svartlistin eða grafíkin hefur ^ jafnan verið einkennandi fyrir, myndlist Þýzkalands, hennar hef ur gætt þar meir en í nokkru öðru landi. Bæði myndhöggvarar ^ og málarar leggja stund á hana og það eru einnig listamenn sem stunda nær eingöngu svartlist- svo nákyæmt sem hægt er t. d. rétt tala glugga á húshlið, rétt tala krónublaða í rósinni o. s. frv. Umskapandi list nefnum við það, þegar listamaðurinn sýnir enn ákveðna hluti, en gerir þá ein- faldari og sýnir aðeins aðalatrið- in jeða eitthvað sem hann legg- ur mestu áherzluna á. T. d. þegar augu konu eru falleg, þá vill hann sý’na augun sem fegurst, en t.d. handlgggir hennar hverfa, þá e. t. v. út í móðu. Undir þennan flokk fellur t. d. Mataré, sem nokkrar myndir eru hér eftir. Og svo er þriðji flokkurinn, sem við köllum óhlutræna list. Þar er listamaðurinn ekki að sýna ákveðna hluti. heldur t. d. hugsun sína eða tilfinningu. Þá málar hann ekki hús, heldur vill hann túl-ka t. d. hræðsluná, ógeð- ið, ánægjuna. ástir.a. Þetta gerir hann ekki með því að sýna andlit manns, ,sem er hræddur o. s. frv. heldur með litum með dökkum og ljósum strikum, sem sýningar- Samstilling (Komposition) eftir Ernst Wilheim Nay, sem m. a. var mikill og náinn vinur norsjka málarans Edwards Munchs og d.valdist hjá hcnum um hríð í Noregi. Því míður er ekki hægt að sýna litina hér á prenti. Á þýzku myndlistarsýningunni eru 13 myndir eftir hinn heims- fræga listamann Ernst Barlach. — Hér e? ein þeirra, sem heitir „í æsingu“. i i f; (t l , i i t, í....., oi > c m i > t'. ina. Annars er skemmtilegt að virða svartlistarmyndirnar fyrir sér, hér í salnum. Horfið þér nú á hérna — ef þér lítið á þessar myndir eftir Barlach, eða t. d. Lehmbruch, þá sjáið þér greini- lega, að þessir listamenn hafa verið myndhöggvarar. Þeir horfa á viðfangsefnin út frá sjónar- horni myndhöggvarans og leggja áherzluna á dýptina. En ef við lítum hérna fremst í salnum á t. d. verk Kate Koliwist, þá sést að þar er málari ao verki. HLUTRÆN, UMSKAPANDI OG ÓHLUTRÆN LIST Þegar ég spyr dr. Thiele nánar að þróun listar í Þýzkalandi á þessum árum, sem sýningin tekur yfir, segir hann m. a.: — Mér virðist sem þið hér á landi skiptið myndlist í stórum dráttum nokkuð öðru vísi en venja er hjá okkur. Mér virðist að þið skiptið henni fyrst og fremst niður í tvo flokka: ekki abstrakt list og hinsvegar ab- strakt list og siðan náttúrlega, hvorum þessara flokka niður i mismunandi stíla. — Það er hinsvegar komin nokkuð föst hefð á það í Þýzka- landi, að skipta þessu niður í þrjá flokka. Þetta hefur að vísu ekki aðra þýðingu en til áð glöggVa listsk'ilninginn. Við skiptúm því njður í hlutræna list, umskapandi list og óhlutræna list. Hlutræna list nefndum við það, þegar listaverkið á að sýna ákv«ðoa ihluti, og, allt skal vera gesturinn á meira að skynja held- ur en beinlínis að skilja. Margir óhlutrænir listamenn hafa komið upp í Þýzkalandi á síðari árum og eru hér á sýning- unni m. a. þrír þeirra, sem nú eru almennt viöurkenndir í Þýzka landi og jafnvel utan Þýzka- lands. Skal ég nú lítið eitt greina frá þeim: ÞRÍR MÁLARAR: ’ WINTER, MEÍSTERMANN OG BAUMEÍSTER — Hérna sjáið þér t. d. sex myndir eftir Fritz Wintsr. Hann var kolanámumaður í Ruhr-hér- aði og þóít hann sé hættur því starfi, þá • gætir áhrifanna frá því jafnan í myndúm hans. Þær eru dökkar, kolsvört strik yíir myndaflötinn, en inn á milli og bak við eins og í fjarlægð glamp- ar á Ijósið og inni : öllu myrkr- inu finnur maður þrána eftir ljós- inu. Slíkt samspil milli ljóss og myrkurs, þessara andstæðna, er líka í sál hvers manns og þanr.ig er mannlífið. Annar þessara manna er Ge- org Meistermann. Hann er nú frægasti glermálari i Þýzkalandi. Hann hefur málað kirkjurúður m. a. var honum falið að mála rúður í Schweinfurt og einnig í Köln. .Sömuleiðis eru tröppu- myndir lians .í útva.rpshöllinni i Köln víðfrægar. Meðfram stigan- um í húsinu, er samfelld röð glugga og heíur Mtnstermann skreytt allar rúðurnar. Er það fjöldi manns sem gerir sér ferð í útvarpshöllina til þess eins að skoða þessar myndir. Þriðji maðurinn, sem ekki kveður minnst að er Willi Bau- meister. Hann er orðinn 64 ára. Þegar hann var yngri, þá málaði hann hlutrænt, en hann hefur stöðugt tekið breytingum. Málar hann nú aðallega óhlutrænt. 1945 varð hann prófessoc við listaskól- ann í Stuttgart. Hefur myndast heill skóli kringum hann og gæt- ir áhrifanna meðal margra yngstu málaranna. „LIFÐU, OG LOFAÐU ÖÐRUM AÐ LIFA“ — Hver haldið þér að verði þróun listarinnar? Álítið þér, aff hin óhlutræna myndlist bægi hin- um túlkunarformunum til hliðar? — Nei, það held ég ekki. Eg held að hinar ýmsu aðferðir og' listform geti þróazt hlið við hl'.ð. Alveg eins og Kathe Kollwits teiknaði næstum alltaf aðeins í svörtu og hvítu og svo eru hér hinum megin í salnum myndir eftir Matere, sem teiknar nær allt af í litum, eins álít ég að hlutræn, umskapandi og óhlutræn list eigi að sýnast hlið við hlið í sama sal. Ég álít. það rangt þegar einsýnir listamenn benda á sínar eigin myndir og segja: — Svona og að- eins svona á að mála. — En hitt dylst mér ekki, ,seg- ir dr. Thiele, að vinsældir hinnar óhlutrænu listar eiga eftir að' aukast meðal almennings frá því sem nú er. Það er aðeins um vandamál kynslóða að ræða, og yngri kynslóðir sætt sig yfirleitt betur við þetta listform en þær eldri. LISTKÚGUN NAZISTA OG KOMMÚNISTA — Ef maður lítur yfir stutt ævi ágrip þessara listamanna, þá virð ist manni af ártölunum að frami sumra þeirra hafi stöðvast 1933 og að sumir hafi jafnvel flúið land. Voru þeir í einhverri and- stöðu við Hitlérs-stjórnina? — Já, það er óhætt að ségja, að allir, já, bókstaflega talað allir, þessir menn hafi verið í andstöðu við nasistastjórnina. Slík list sem hér er sýnd, var hvorki viðurkennd né leyfð á dögum Hitlers, Þá var það, sem ákveðin listastefna var gefin, öll málverk og myndir skyldu vera hlutrænar og nákvæmar. En um- skapandi list og óhlutræn var kölluð úrkynjuð. Sumir þessara listamanna flýðu þá úr landi, en aðrir bjuggu áfram heima, en þeir voru útilokaðir frá öllum opinberum sýningum og sófn máttu ekki kaupa verk þeirra. Þannig var það t. d. með Barlaeh. Hann lifði Hitlers árin í einrúmi, en hann átti góða vini, sem studdu hann svo sem Reemtsma, iðnrekanda einn, er keypti af honum myndir á laun. Árangur- inn af þessari opinberu liststjórn var ekki góður, því að þegar list vinnur undir þvingun, verður hún jafnan dauð og ómerkileg Og alveg hið sama er enn í Aust- ur-Þýzkalandi, listin er þar í hlekkjum og þeim mun verra er ástandið, þar sem beir listamenn er ekki hlýða fyrirmælunum eru settir bak við lás og slá. ir ★ Að lokum segir dr. Thiele frá starfi listavinafélagsins, sem hefur komið þessari sýningu hingað upp í samráði við Ger- m.ania. Félagið er samfélag manna, sem eru forustumenn í listaStarfi þjóðarinnar. Þar var stofnað fyrir tveimur árum. — Verða nú á þessu ári 70 með- limir í því, en þeir eru valdir á aðalfundum. Eftir pokkur. ár verður hámarkstölunni, sem er 200 meðlimir náð, Mar.kmið fé- lagsins er að örva áhugann fyr- ir listum m. a. með listsýningum og með því að dreifa listaskugga- myndum til skó’a. Þ. Th.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.