Morgunblaðið - 20.11.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.11.1953, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 20 nóv. 1953 j LJONID OC LAMBID EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM kj uð Framhaldssagan 34 Maður að finna hana. Hún átt- aði sig ekki einusinn á því, að henni hafði láðst að spyrja um j nafn mannsins. Það var bara einn sem viss um dvalarstað hennar, auk þeirra austurfrá, og enginn ■ þeirra myndi koma. Hún reyndi að líta í blað og láta sem ekkert væri. Árangurslaust; hún fleygði því frá sér. Hvað gerði það til? Látalæti voru fjarstæða. Hún þráði David. Hún þráði að sjá hann meir en nokkurn annan á allxi æfinni. Og nú var hann að koma. Hvað það var fallegt af honum! Því hafði hann ekki strax lofað henni þvi að koma. Nú var dyrabjöllunni hringt. Hún reyndi að gera sig rólega. „Kom inn!“ Dyrnar að lyftunni voru opn- aðar. Hún beið grafkyrr. Það, sem gerðist var svo óvænt að jafnvel vonbrigði urðu að þoka. Þarna stó lítill, látlaus maður, skolhærður og freknóttur — maður sem hún hataði þegar í stað fyrir að vera annar en sá, sem hún þráði. „Hver eruð þér?“ tókst henni að^pyrja. „Hvað viljið þér mér?“ „Ungfrú Belle Morgan", sagði hapn og hneigði sig lítið eitt. Nafn mitt er Milson. Eg hef gerzt svo djarfur að heimsækja yður í einkaerindum, í þeirri von að þér viljið svara einni eða tveimur spurningum." „Hvað eigið þér við með einka- erindum?" spurði hún. „Hver er- uð þér? Ég tek ekki á móti fólki, sem ég þekki ekki“. Hann lagði nafnspjald á borð- ið. „Ég er Milson leynlögreglu- maður frá Scotland Yard, ung- frú“, tilkynnti hann. „Ég var í Johnstræti 17A, lokaður inn í J llaranum, þegar þér heimsótt- j Newberry lávarð." , Sagði hann yður frá dvalar- stað mínum?“ „Hann gerði það ekki, ungfrú Og honum var svo umhugað um að við hittumst ekki, að með hjálp sinni greip hann til mjög frumstæðra ráða, og lokaði mig inni. Ég hefði getað sagt honum strax að það tæki því naumast, en hann hefði sennilega ekki trúað mér“. „Hvað eigið þér við með „tæki því naumast"? spurði hún. „Og hvernig dirfist þér að koma hingað? Ég hef ekkert við yður aé tala.“ „Ég vona, ungfrú“, sagði hann „að þér skiptið um skoðun. Það var mjög auðvelt að finna yður. Newberry lávarður er undir eftir liti lögreglunnar, vegna þess að háin hefur neitað að veita upp- lysingar, sem við eigum heimt- ingu á að fá. Þessvegna höfum vio líka eftirlit með þeim, sem hmmsækja hann. Bíl yðar var vaitt eftirför hingað. Ég vissi fyr- ram að það yrði gert. Þess- ?na sætti ég mig við að vera ^aður inni.“ t,Væri yður sama þó þér segð- u^ mér blátt áfram til hvers þér ei-iið kominn?“ spurði hún. „Mér lelðist þetta tal.“ f,Ein ástæðan er sú, að mér Íí hug, að yður væri ekki g sama hvað kæmi fyrir berry lávarð.“ „Mér er alveg sama“, sagði hýn. „Mig skiptir engu hvað um hann verður". „Hversvegna heimsóttuð þér hann þá?“ spurði Milson. a.Hvaða leyfi hafið þér til að klma hér inn og spyrja mig per- sqpulegra spurninga?" |,Óbeinlínis, ungfrú, hef ég laialegan rétt til þess. Ég skal þó vitfurkenna, að éi er ekki kom- inn hingað í embættiserindum. Þessvegna bið ég yður að hlusta á mig, því þér getið þannig kom- ist hjá meiri óþægindum." „Ég hef ekki aðhafst neitt ó- löglegt“, hreytti hún úr sér. „Mér hefur verið tilkynnt“ svaraði Milson rólega, „að þér væruð í félagsskap lögbrjóta Það eitt er nóg til að sakfella yður“. Hún fleygði sér í stól og horfði ólundarlega á hann. „Ég er búin að fá nóg af þessu“ sagði hún geispandi. „Ég veit ekki hvað þér viljið, og er ekki forvitin. Það eina, sem þér getið gert mér til þægðar, er að fara. „Ég kom hingað“, sagði hann, „af því mér kom til hugar að yður væri ekki sama um New- berry lávarð, eins.og ég sagði áð- an. Ég vil fá yður til að bjarga lífi hans“. „Á þessari stundu“, sagði hún næstum sannleikanum sam- kvæmt, „er mér alveg sama hvort hann lifir eða deyr“. „Þá viðurkenni ég að mér hef- pr skjátlast í því að biðja um hjálp yðar“, sagði hann. „Mætti ég spyrja hvenær þér hugið yður að fara aftur til vina yðar?“ Hún hló háðslega. „Aðferðir yðar eru vafalaust afar glúrnar. Reyndar hef ég aldrei talað við leynilögreglu- mann áður, en ég er enginn græn jaxl. Þér álítið auðsjáanlega að ég eigi að hringja eftir bíl og vísa yður leiðina til mannanna, sem yður er svo mikið í mun að þefa uppi. Farið og finnið þá sjálfur hr. hvað þér nú heitið. Þér hafið nógu lengi spurt mig bjánalegra spurninga. Þó ég viti eitthvað um bófaflokkinn, segi ég yður það aldrei.“ „Ekki einu sinni til að bjarga lífi vinar yðar?“ spurði hann. „Ég hef þegar sagt yður, að mér er sama hvort hann lifir eða deyr“, svaraði hún hvatskeyt- lega. Milson tók hatt sinn. „Meðal annara orða, það er heitið tveimur þúsund pundum fyrir upplýsingar, sem leiða til handtöku morðingjanna í íþrótta skólanum“, sagði hann. „Álíka merkilegt og þurrt brauð“, sagði hún háðslega. XXIV. KAFLI Belle starði á bakið á þjón- inum, sem komið hafði hljóðlega inn og var að raða nokkrum glös'um á borðið í stofunni henn- ar. Það var eitthvað við hann, sem henni kom svo undarlega kunnuglega fyrir. Hún færði sig nær. ,,Reuben!“ hrópaði hún. Hann leit til dyranna til að fullvissa sig um að þær væru lokaðar, snéri sér síðan glottandi að henni. „Laglega af sér vikið, he?“ sagði hann rogginn. „Tottie Green getur náð þeim úr dauðs- mannsklefanum, að því er hann segir sjálfur, svo þetta ætti ekki að þvælast lengi fyrir honum.“ „Segðu mér, Reuben, hvernig þú komst í þessa stöðu. Ég er að verða taugaóstyrk. Það er litið eftir mér hérna og Davids er gætt bæði af lögreglu og okk- ar mönnum. Þeir hafa lengi ver- ið að snuðra eftir okkur og ég held að þeir fari að þefa okkur) uppi. Segðu mér nákvæmlega hvernig þú fórst að þessu “ „Enginn vandi“, svaraði hann drjúgur. „Þú þarft ekki að fjarg- viðrast um það. Ég kom að bak- dyrunum í dag með grænmeti. | Tim kom því til leiðar. Ég á kunningja, sem er þjónn hérna og fór til hans. Hann lánaði mér búning og kaffibakka, og ég fór hingað. Það kann að vera fullt af leynilögreglumönnum í gisti- húsinu, en enginn þeirra hefur litið á mig.“ „Þetta virðist gott og blessað“, viðurkenndi hún, „en þeir eru hérna, það get ég sagt þér. Líttu á nafnspjaldið þarna á borðinu.“ Hann tók það og las: „Milson umsjónarmaður í leyni íögreglunni Scotland Yard. „Það lítur ekki sem bezt út“, sagði hann og brá snögvast. „Hve f nær kom hann?“ j „Hann veitti mér eftirför frá i David Newberry.“ Kvenfatnaður Barnafatnaður Kápur, verð frá kr. 750.00 Prjónakjólar, verð frá 650.00 Síðdcgiskjólar Takkar, m. 2 pilsum Samkvæmispils og blússur Vatteruð pils Ullargaberdine-pils, slétt og plíseruð Nælon blússur Peysur, 18 tegundir Náttföt Náttkjólar Undirkjólar, 24 tegundir Undirpils Undirbuxur, 22 teg. verð frá kr. 15,00 Nælon sokkar BómuIIar sokkar Stönguð brjóstahöld Magabeltí, allar stærðir Silkislæður UHarhanzkar Nælon hanzkar Regnkápur Regnhlífar Útigallar, 17 teg. Kápur Telpukjólar Flauels skokkar Vatteraðir skokkar Flauels pils Vatteruð pils Peysur Buxur Undirkjólar Náttkjólar Náttföt Matros-kjólar Matros-föt Drengja sportskyrtur Drengja manchetteskyrtur Drengja peysur Drengja buxur Sokkar Mynda vettlingar S.mábarnafatnaður Telpu regnkápur og margt, margt fleirg. Eros Hafnarstræti 4 — Sími 3350 HVOR TVÍBURINN NOTAR TONI? HVOR NOTAR DÝRA HÁRLIÐUN ? (Sjá svar að neðan) Uppreisnin á Pintu eftir Tojo 17. Blæjalogn var og svarta myrkur. Þegar þeir áttu eftir um 10 metra að Pintu, hættu þeir að róa og lögðu við hlustirnar. Ekkert hljóð heyrðist. Eftir nokkra stund héldu þeir áfram róðrinum. Skipafélagarnir lögðu nú að Pintu og fikuðu sig hægt og hljóðlega upp á skipið. — Þeir læddust hljóðlega aftur á. Allt í einu datt einn hásetinn um eitthvað á dekkinu. Þegar betur var að gáð, reyndist það vera látinn skipsfé- lagi. — Eftir því, sem þeir fikruðu sig aftar eftir skipinu, urðu þeir varir við æ fleiri menn, bæði skipsfélaga og villimenn, sem voru þó miklu fleiri. Þarna hafði auðsjáanlega átt sér stað ofsalegur bardagi milli manna þeirra, sem um borð höfðu verið og villimanna. — Skipsmennirnir höfðu orðið að lúta í lægra haldi fyrir ofbeldinu. Þegar James kom aftur að stigaopinu, þar sem gengið var niður í káetuna, heyrði hann lága stunu, sem virtist koma frá einhverjum manni, sem var niðri. — James fikr- aði sig niður stigann og hinir félagar hans komu fast á hæla honum. Þegar niður kom, sá hann smáljósglætu inni í skipstjóra- herberginu. Hann læddist hljóðlega að herberginu og leit inn. —• James rak upp undrunaróp þegar hann leit inn á gólfið. Á því lá enginn annar en Philip stýrimaður og virtist vera hálf rænulaus. — Mennrmir voru nú allir komnir niður, 3 om ffenr Láriíí mjúlt ocj e^íiíeat Fleiri nota TONI , en nokkurt annað permanent. Þér munið sannfærast um, að TONI gerir hár yðar silkimjúkt. Hárliðunin verður falleg og end- ist eins lengi og notað væri dýr- asta permanent, en verður mörg- um sinnum ódýrara. Engin sérstök þekking nauð- synleg. Fylgið aðeins myndaleið- beiningunum. Permanent án spóla kr. 23,00 Spólur ........... kr. 32,25 Munið að biðja um T Með hinum einu réttu TONI spólum, er bæði auðveldara og fljótlegra að vinda upp hárið. Komið lokknum í spóluna, vind- ið og smellið síðan. Þetta er allt og sumt. Þér getið notað sþólurnar aft- ur og aftur, og næsta hárliðun verður ennþá ódýrari.. Þá þarf aðeins að kaupa hárliðunarvökv- ann. Jafnvel fagmenn geta ekki séð mismuninn. Dorothy Coggins, sú til vinstri, notar Toni. Heima permanent með hinum einu réttu spólum og gerir hárið sem sjálfliðað. H E K L A H.F. Austurstr*ti 14. Sími 1687.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.