Morgunblaðið - 26.11.1953, Side 9

Morgunblaðið - 26.11.1953, Side 9
Fimmtudagur 23. nóv. 1953 M O R G V ff B L .4 D 1 Ð 9 THQB THORS SENDIHERRA FIMMTUGUR í DAG AljtinQismaintinn Thor Thors ÞAÐ varð gifturíkt hlutskipti Thor Thors, sendiherra íslands í Bandaríkjunum, að stuðla öðrum. fremur að mikium framkvæmd- um hér í íæðingarbæ sínum, til hagsbóta fyrir okkur Reykvik- inga. Flestum er það kunnugt, að allar vonir um hituveituí'ram- kvæmdir hér í Reykjavík, urðu að vonbrigðum vorið 1940, þegar Danmörk var hertekin — og bann lagt við flutningi margskon ar efnisvara til hitaveitunnar frá Danmörku til íslands. Hinsvegar hefir það ekki verið rómáð sem skyldi, hvernig úr rættist, svo að hitaveitan varð fullbúin haustið 1943, í stað þess að ella hefði orðið að bíða fram yfir stríðslok. Kunnugir vita, að þar nutum við fyrst og fremst Thors sendi- herra. Eftirá er kannske hægt að segja, að þessu hefði hver sendi- maður getað til ieiðar komið. Við, sem fylgdumst með því svo til daglega, hvað var að gerast, vit- um hinsvegar vel, að þá þurfti harðduglegan eftirreksturmann, fyrst og fremst til þess að fá leyfi til kaupa á efnivörum til hita- veitunnar. Og svo þurfti að afia leyfa til flutninga hingað. Og enn þurfti að fyigja málinu eftir. Tvisvar sinnum týndist all- verulegur hluti efmsins til hita- veitunnar. Þá reyndi mest á um- boðsmann Islands — þar vestra. Einmitt í þann mund voru Bandaríkjamenn að gerbreyta framleiðsluháttum sínum, í átt- ina til hernaðarframleiðslu. Eigj að síður tókst sendiherr- anum að fá fyllt í skörðin, svo að hitaveitan varð staðreynd, þægi- Jeg staðreynd, þrátt fyrir ýmis- konar annmarka, að þvi, er nú eru taldir. Með sama áhuga, sömu árvekni um okkar hag, stóð Thor á verði um kaup og fiutninga á vélasamstæðunni til Bjósafossstöðvarinnar 1942—1943. Um þessi verkefni og mörg ■önnur hagsmunamál okkar ís- lendinga — var reyndar enginn I ágreiningur á stríðsárunum, og 1 þá voru allir kunnugir sammála um ágæta fyrirgreiðslu Thors í hvívetna. Þó að síðar hafi dregið til á- greinings um stöðu íslands og1 hlutskipti í samtökum vestrænna þjóða, þá hefi ég aidrei heyrt dregið í efa,að Thor standi jafnan vel á verði um hagsmuni íslands í þeim skiptum öllum, og er skemmst að minnast Sogsvirkj- unarinnar nýju, Laxár, Áburðar- verksmiðjunnar, fyrirhugaðrar sementsverksmiðju o. s. frv. Um öll þessi mál hefír Thor staðið í ístaðinu fyrir íslands hönd, og enda þótt margir aðrir hafi lagt á gjörva hönd, þá skal enginn vanmeta þann skerfinn, sem vafalaust hefir orðið einna drýgstur, er til úrslita kom. ★ Thor Thors er fimmtugur í <dag. Hann fæddist hér í Reykjavík, nánar tilgreint rétt hjá Austur- velii, hjarta bæjarins, sem kallað hefir verið. Hann fæddist í húsi, sem nú stendur inni á Laugarnesi, en stóð áður um langan aldur þar sem nú er Hótel Borg. Allir Islendingar, sem komnir <eru til vits og ára, þekkja skil á Thor Thors og ætterni hans. Þó má enn einu sinni taka fram, að faðir hans, Thor Jen- sen, var einn mikilhæfasti land- námsmaður hér á Islandi, og langmestur brautryðjandi, ef um skal ræða tækni þessarar aldar; en móðir af góðum og gsldum toændaættum. Þegar í æsku fór eltki á milli mála, að Thor Thors væri af- bragð jafnaldra sínna. Allur námsferill hans var með mestu ágætum. Hann var dux við stúdentspróf 1922 og síðan kandidat í lögfræði frá Háskóla fslands í ársbyrjun 1926, eftir Thor Thors sendiherra óvenju skammt háskólanám, en þó með mun hærri einkunn eri^ nokkur annar hafði hlotið til þess tíma. Það er oft svo, að menn, sem ná miklum afrekum 1 við nám, koma síður við sögu á öðrum sviðum skólalífsins En því fór fjarri um Thor. Á námsárunum var hann jafn- an hrókur alls fagnaðar, i beztu merkingu. Og svo var hann for- ystumaður skólafélaga sinna um öll meiri háttar félagsmál. Hann var t.d. formaður Fram- tíðarinnar, hins gamalfræga mál- fundafélags Menntaskólans og á öðru námsári við Háskólann var hann kjörinn formaður stúdenta- ráðsins. Þar bar fundum okkar saman til aivarlegra hluta, og þar kunni ég vel að meta áhuga hans fyrir málefnum stúdentanna og hæfni til oddvitastarfa um þau mál- efni. Frá þeim árum má minnast þess áhugamáls stúdenta að safna fé til stúdentagarðs. Ekki hvarflar að mér að bera hlut annarra fyrir borð, en ég veit að Thor Thors átti drjúgan þátt í þeirri fjársöfnun, drýgri þátt en haldið hefir verið á lofti. Eftir formennsku í stúdenta- ráði gegndi Thor ýmsum trúnað- arstörfum fyrir stúdenta. Hann I var fulltrúi á norræna stúdenta- mótinu í Osló 1925 og framsögu- maður íslendinganna þar. i Hann var einnig formaður í I Stúdentafélagi Reykjavíkur 1928 ' —’30, og norræna stúdentamóts- ins 1930, og var að orði haft, að sú forysta hefði verið til sóma. ★ Það kom því engum á óvart, þeim er höfðu kynni af Thor Thors á yngri árum hans, að hann yrði kallaður til æ meiri og mikilvægari starfa. Það teljum við eðlilegt og eftir því sem efni stóðu til. Það var einmitf gæfa íslands, þegar við þurftum Jyrirvaralítið að taka í okkár hendur að fullu og öllu meðferð utaiiríkismál- anna, að eigá þá völ nokkurra úrvalsmanna, til að hafa þár í fremstu víglínu. Engum er gert rangt til, þó að því sé haldið fram, að þar í flokki hafi Thor staðið „primus inter pares“, svo að ekki sé sterkara að orði kveðið. Aðrir, sem betur þekkja til, munu geta skýrt fyrir þjóðinni hin margþættu og erfiðu við- fangsefni, sem Thor hefir orðið að glíma við síðan hann gerðist sendimaður okkar í Vesturheimi. Hann heíir nú um 12 ára skeið verið sendiherra í Bandaríkjun- um og í fjölmörgum öðrum ríkj- um þar vestra, og aðalfulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum frá önd- verðu. Hann hefir hvað eftir annað verið kjörinn framsögumaður stjórnmálanefndar á allsherjar- þingi S. Þ., og ætla ég, að þar í felist órækur dómur um mat þingfulltrúanna á hæfni Thors. Það er mjög ósennilegt, að full- trúi smæstu smáþjóðarinnar sé valinn til slíkra trúnaðarstarfa, nema vegna persónulegs mats. Og það er reyndar vitað, að all- ur starfsferill Thors þar vestra hefir verið með miklum ágætum. Þó er ótalið það, sem margir munu vilja minnast nú, á merkis- afmæli Thors. En það er viðmót hans og þeirra hjóna við fjöl- marga landa, sem komið hafa á fund þeirra þar vestra. Ég hefi bæði reynt það sjálfur og heyrt um það vitnisburð margra, hversu mjög þau hafa jafnan lagt sig fram um að taka á móti og greiða götu hinna mörgu Islend- inga, sem léituðu vestur um haf, í margvíslegum erindagerðum, einkum á striðsárunum. Kunnugir vita og, að svo mjög sem Thor lætur sér annt um allan almennan erindisrekst- ur fyrir þjóð sína, þá þykir hon- um ekki síður vænt um að geta greitt fyrir mönnum persónulega. Höfðingsskapur og bein greið- vikni eru mjög rikir þættir í fari hans, og nýtur hann þar fulls stuðnings frúarinnar. Það verða margir, sem senda þéim hjónum og börnum þeirra hlýjar kveðjur og árnaðaróskir um þessar mundir. Tómas Jónsson. ÞEGAR merkir afburðamenn standa á timamótum æfinnar og eiga að baki glæsilegan feril, frá einu nytjastarfi til annars, þá verður vinum og frændum og samstarfsmönnum hugsað til lið- inna daga og genginna gleði- stunda. Svo er það í dag þegar Thor Thors sendiherra, er 50 ára, enda þótt hann sé nú staddur á fjarlægum slóðum. Svo bar til fyrir fullum 20 árum, árið 1933, að við komum í fyrsta sinn á Alþingi sem ný- liðar. Hann 30 ára að aidri en ég 15 árum eldri. Nokkuð höfðum við kynnst áður og varð ég brátt hrifinn af hinum glæsilega unga manni, sem var hlaðinn af áhuga og björtum framtíðarhug- sjónum. Þegar á Alþingi kom tókst með okkur ágæt samvinna þrátt fyrir aldursmun og á hana bar engan skugga á því 7 ára tímabili sem hún stóð. En eins og kunnugt er hætti Thor þingmennsku og gerð- ist sendiherra árið 1940. Mér varð það fljótt ljóst, að Thor var sá maður sem mikill fengur var að vinna með og njóta góðra geisla frá. Hann var líka einhver allra skörulegasti og glæsilegasti þingfulltrúi, sem verið hefir á okkar þingi á sið- ustu áratugum. Veit ég, að þetta viðurkenna flestir ef ekki allir sem voru hans samþingsmenn. Kjósendur hans í Snæfellsnes- sýslu elskuðu hann og virtu, enda fór fylgi hans ört vaxandi, og hvar sem hann kom fram var hann flokki sínum, kjördæmi sínu og þjóðinni til sæmdar og prýði. Til þessa lágu orsakir sem kunnugum eru Ijósar, en ókunn- ugir vita minna um. Þær eru: gneistandi mælska og rökfimi, glæsilegt útlit og aðlaðandi fram- koma, en þó fyrst og fremst ein- beittar framfarahugsjónir, bjart- sýni og frjálslyndar skoðanir, samfara sterkum áhuga á því að vérða landi sinu og þjóð að sem mestu liði. Þegar þessi maður hvarf af þingi var mikill sjónarsviftir að, en sú ein bót var í máli, að hann tók við öðru þýðingarmiklu starfi. Hefir hann á því sviði orðið mikill nytjamaður, en á þann þátt minnist ég ekki frekar hér. Ef segja ætti frá öllum þehn störfum, sem Thor Thors vanrrífð á Alþingi, þá yrði það of langt mál hér. Þetta er heldur -ekki neinn æfisöguþáttur, sem ekki stendur til, um hraustan mann-á miðjum aidri. Þau málin sem hann lét mest til sín taka voru f jármál, atviwm mál og samgöngumál. Sjávarút- vegsmálin voru honum af eðH- legum ástæðum hugstæðust Ei> hann var strax í byrjun mjög vinveittur okkar landbúnaði og öllum hans framfaramálum og ein var sú hugsjón sem honum var sérstaklega hjartfólgin, civ það var að raforkuna væri hægt að leiða um allar byggðir okkar lands. Átti hann líka hlut að merkilegum áfanga á því sviðt með stofnun raforkusjóðs sero hann flutti frumvarp um. Án efa hefir hann unnið þess- um sínum áhugamálum mikið gagn síðan hann fór af þingi og er það merkileg saga. Á því tímabili sem Thor Thors átti sæti á Alþingi, áttu vinir hans margar ánægjulegar stund- ir á hans ágæta heimili. Þar fór saman skörungsskapur og vin- semd húsfreyjunnar og húsbónd- ans samfara fágætri rausn. Munu og fá eða engin heimili þessa bæjar hafa verið fjölsóttari af gestum á þeirri tíð. Og þar var andrúmsloftið hreint og heil- næmt. Dagurinn 26. nóvember var þar alltaf hátíðisdagur á ári hverju og hann var jafnan minni- stæður sem mikill gleðidagur. Alls vegna leita nú hugheilar þakkir, fyrir liðinn tíma, og ein- lægar hamingjuóskir vestur um haf á þessum degi, til hins glæsi- lega fulltrúa íslands sem nú á 50 ára afmæli, og til hans ágætu frúar og allrar fjölskyldu. Þær þakkir og óskir eru af minni hálfu fluttar hér. í blaðinu nú, þó að þær verði alltof lengi á leiðinni. Og ég veit, að undir þær taka margir mínir þingbræð- ur og aðrir vinir. Við óskum þess að hamingju- dísin verði Thor Thors og allri hans fjölskyidu eins brosmild á komandi tíma, eins og verið héf- ir til þessa. Af því mundi leiða meira en persónuleg gæfa. Það yrði íslandi og allri okkar þjóð líka til ham- ingju. Jón Pálmason. Sendiherrann Thor Thors FATT segir af einum, er íslenzkt máltæki, og þó að undarlegt kunni að virðast á það ekki hvað sízt við um íslenzka sendiherra. Því að oftast þégar þeir unnu sína sigra fyrir málstað eða hag landsins, voru þeir einir að verki fyrir hönd þess, enginn landi þeirra til frásagnar um hvernig þeir beittu hæfileikum sínum, við hverja örðugleika var að glíma, hvernig það ávannst, sem að var keppt. Verkfræðingur reisir mannvirki, og allir geta séð það, höfundur skrifar bók, allir geta lesið hana, en um hitt er sjaldn- ar nokkur til frásagnar hvernig íslenzkum sendiherra, og konu hans oft ekki síður, tekst að skapa virðing fyrir landi sínu, og góðvild í garð þess. Þó að segja megi að verk og árangur tali sínu máli um ágæti hvers sendiherra,' þá er hins vegar flestu í þeim efnum, sem mestu skiítir, þann veg farið, að ekki verður um það | rætt opinberlega — fyrr en þá seint og síðar meir. Þeir, sem bezt þekkja til, munu þó á einu máli um, að Thor Thors sé einn þeirra manna, sem gert hafa þjóð sinni flesta og stærsta greiða síðan ísland fór að hafa beint stjórnmálasamband við höfuðþjóðir heimsins. Staða hans hefur gefið honum meiri tæki- færi en flestum öðrum. Þó að á ýmsu gangi finnst manni stundum einhver ham ingja fylgja íslandi, þar sem mest á veltur. Við erum svo fáir,svo fáliðaðir af afbragðsmönnum, að það má í rauninni engu muna, að illa fari. Það hefur áreiðanlega verið mikil hamingja fyrir Island að eiga á að skipa þessum vilja- mikla, alvörumikla, vitmikla og" höfðinglega manni, sem fyrsta sendiherra landsins hjá voldug- asta ríki heimsins, og fyrsta stöð- uga fulltrúa okkar á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Aðrir eru, fyrir kunnáttu sakir á verki hans sem sendiherra, mér færari að þakka það sem hann hefur afrekað fyrir land sitt Ö[ Washington. Ég gríp pennan í dag af því, að mér finnst það skylda einhvers okkar, sem höfum setið með Thor Thors á þjóðaþinginu, að þakka honum fyrir þani* sóma, sem við höfum haft af hon- um í því sæti. Ég get sþarað mér öll lýsingarorð með því að minna á það eitt, að hann hefur nú f jór- um sinnum verið einróma kosinn framsögumáðúr stjórnmálanefnd Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.