Morgunblaðið - 21.01.1954, Side 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. janúar 1954
SIAKSItlMB
© —--------- ® ____ @
ENN UM HÆRING
Kommúnistablaðið segir s. 1.
Jiriðjudag að „Jóhann Hafstein
feafi flogið vestur til Ameríku,“
«g samið um kaupin á Hæringi.
Þarna hefur Hæringsáhuginn
blaupið illa með kommúnista í
gönur. Jóhann Hafstein fór aldrei
'til Ameríku í sambandi við kaup-
In á síldarbræðsluskipinu. Það
Toru þeir Ólafur Sigurðsson
ekipaverkfræðingur og Jón
Gunnarsson framkvæmdarstjóri,
Bem undirbjuggu kaup skipsins.
Það sýnir svo heiðarleik
kommúnista í meðferð stað-
reynda, að nú halda þeir því
hlákalt fram að Jóhann Hafstein
bafi flogið til Bandaríkjanna í
l»essum erindagjörðum!!
Annars er óþarfi að fjölyrða
írekar um Hæring. Kommún-
istar og glundroðaliðið allt hafa
J»egar bakað' sér almenna fyrir-
litningu í bænum fyrir hinar yf-
irborðskenndu umræður sínar
lim þetta skip. Því fer víðs
ijarri að þær hafi sakað Jóhann
Hafstein eða Sjálfstæðisflokk-
inn.
VIÐ SUNDIN BLÁ
Aðaládeiluefni Tímans á Jó-
liann Hafstein er að hann sé að
hyggja sér hús á stað, þaðan sem
útsýni sé út yfir „sundin blá“.
Og auðvitað má Jóhann Hafstein
«kki hafa slíkt útsýni. Tíminn
minnist ekkert á það, að nokkur
þúsund Reykvíkinga njóta nú
þegar þeirra „forréttinda" að
hafa slíkt útsýni. Hann lætur
einnig hjá líða að segja frá því
að um þessar mundir og á kom-
andi vori, mun nokkur hundruð
lóðum verða úthlutað í Laugar-
neshverfi og Laugarási. Einnig
£aðan mun verða útsýni út yfir
„sundin blá“. Jóhann Hafstein
«r hinsvegar slæmur maður, af
l»ví að hann er byrjaður að
hyg&ja sér lítið hús uppi í Öskju-
hlíð, og einnig þaðan er útsýni
út yfir „sundin blá“!!
Þannig er nú málflutningur
*Tímans, Reykvíkingar góðir. Það
«r ykkar að dæma hann og meta,
sunnudaginn 31. janúar n. k.
ER ÞETTA MENNTA-
SKÓLINN NÝI?
Fyrir nokkrum dögum voru
hörn að leik inni í Öskjuhlíð, rétt
l»ar hjá, sem Jóhann Hafstein er
að byggja sér hús. Börnin stað-
næmdust við stóra byggingu,
sem er að rísa í nágrenninu.
•— Er þetta nýi menntaskól-
Snn? sögðu börnin og horfðu á
búsið, sem var verið að byggja,
l»eim sýndist það vera svo stórt
•og glæsilegt.
Nei, þetta var ekki nýi mennta
skólinn. Það var hús, sem ríkið
«r að byggja fyrir fyrrverandi
hæjarfulltrúa Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík, Pálma Hannes-
son rektor.
Tíminn hefur ekkert minnzt á
þessa byggingu. Hann hefur
heldur ekki orðað „snobbhill"
neiít í sambandi við hana. Það
«r bara húsið hans Jóhanns Haf-
stein, sem verður helmingi
ininna, sem er þessu fróma blaði
þyrnir í augum!!
Sjá nú ekki Reykvíkingar
bve skrif Tímans um „snobbhiII“
«g útsýnið yfir „sundin blá“ eru
þrxmgin af einlægum áhuga á
velferð almennings í bænum?!!!
Fjórir Hainarfjarðar-
béfar rérw
HAFNARFIRÐI — í fyrradag
Teru fyrstu línubátarnir héðan á
þessari vertíð. — Þeir komu að í
gærkvöldi, og var frekar treg
veiði hjá þeim. Fagriklettur fékk
15—16 skipd., Fiskaklettur 5—6
Og Hafbjörg 10—11.
Bjarni riddari kom af veiðum
á þriðjudagsmorgun með 113
tonn af karfa. —G.
Reykvíkinpr og Hafnfirðingar
ksppa í handknattleik
FÖSTUDAGINN 22. og sunnudaginn 24. þ. m. fer fram keppni í
handknattleik milli Reykvíkinga og Hafnfirðinga. Keppnin fer
fram að Hálogalandi og hefst kl. 8.30 báða dagana. Keppt verður
í öllum aldursflokkum karla og kvenna. — Reykjavík sendir þau
lið til keppninnar, sem sigruðu á meistaramóti Reykjavíkur 1953.
Það eru Valur í meistarafl. og 2. fl. karla; KR í þriðja flokki karla.
í kvennaflokki keppir Valsliðið í meistaraflökki en lið Þróttar í
2. fl. — Hafnfirðingar senda úrvalslið í alla flokka.
Stöðva Spásiverjar
LEIKIRNIR
Leiktími verður 2x25 mín. í
meistarafl. karla, 2x20 mín í 2.
fl. karla og 2x15 mín í öðrum
flokkum. Á föstudag leika 2. fl.
kvenna, 3. fl. karla og 2. fl. karla.
— Á sunnudag leika meistarafl.
kvenna og karla.
Til keppninnar hefur verið
gefinn bikar, sem vinnst til eign-
| ar nú. Gefin verða tvö stig fyrir
hvern leik og vínnur sá bær er
fleiri stig hlýtur. Bikarinn er
gefinn í tilefni af 50 ára afmæli
Hallsteins Hinrikssonar kennara.
Það er 2. fl. F.H. sem bikarinn
1 gefur. — Keppni sem þessi hefur
| ekki farið fram áður en fullyrða
' má að hún verður hörð og
' skemmtileg'.
.glanos-
drottningu
LUNDÚNUM 20. jan. — Brezka
utanríkisráðuneytið vísaði í dag
á bug ásökunum um að ráðuneyt-
ið hefði látið í það skína, að
Spánverjar hefðu lagst eindregið
gegn því, að Elísabet Englands-
drottning kæmi í heimsókn til
Gíbraltar í maímánuði.
Var víða sagt, að ráðuneytið
hefði iátið uppi það, sem Eden
og sendiherra Spánar í Lundún-
um hefði farið á milli. Sagði
orðrómurinn einnig, að ummæli
spánska sendiherrans hefði verið
á þá leið, að ráðandi menn ú
Spáni teldu fráleitt að Elísabet
drottning kæmi í heimsókn til
Gíbraltar. —Reuter—NTB.
œjarbókasafnið cpnað í gær
Þessi mynd var tekin um daginn í bókaútlánadeildinni, er bóka-
verðir voru að raða í hillur deildarinnar.
<!'>'amh á bls 2.
AF SKÓLAVÖRDUSTÍG
í INGÓLFSSTRÆTI
Af Skólavörðustígnum flutti
safnið í stærra og betra húsnæði,
í Ingólfsstræti 12. Síjórn safnsins
kynnti sér á þessum árum starf-
semi almennings bókasafna er-
lendis og kom þá í ljós að Reyk-
víkingar sóttu bókasafn sitt bet-
ur en íbúar höfuðborga, sem
töldu margfallt fleiri íbúa. Á ár-
inu 1924 var komið á fót sérstakri
barnaless^ofu og eins var þá á
vegum safnsins sett smábókasöfn
í fiskiskipin.
BREYTING Á STJÓRN
BÓKASAFNSINS
Á árinu 1932 varð breyting á
stjórn safnsins, er bæjarráð kom
til sögunnar og tók stjórn þess
í sínar hendur.
Eftir nokkur ár kom í Ijós, að
í Ingólfsstræti væri safninu of
þröngur stakkur skorinn. Reynt
var þá að fá húsið allt keypt til
afnota fyrir Bæjarbókasafnið, en
eigendur hússins vildu ekki selja
það. Kom að því að safninu var
sagt upp húsnæðinu. Meðan á
þessu stóð lét bæjarstjórnin und-
irbúa framtiðar byggingu Bæjar-
bókasafnsins.
BERG KEYPT
Árið 1952 þurfti að flytja safn-
ið út úr Ingólfsstræti 12. — Var
auglýst eftir hentugu húsi til
kaups fyrir safnið. Ekkert tilboð
barst. — Nokkru síðar kom í
ljós, að unnt myndi vera að fá
húsið Berg við Þingholtsstræti
keypt. — Forstjóri Bæjarbóka-
safnsins, Snorri Hjartarson og
Sigmundur Halldórsson arkitekt,
töldu hús þetta mjög hentugt
fyrir bókasafn og lögðu til að það
yrði keypt. — Matsmenn voru
fengnir til að meta það. — Þrír
þeirra skiluðu samhljóða áliti, en
sá f jórði taldi mat þeirra of lágt.
— Var Berg síðan keypt fyrir
1.5 milljón krónur og var það
kaupverð nokkru lægra en mats-
mennirnir þrír höfðu metið húsið
á. — Hér gat borgarstjóri þess,
að 1200 ferm. lóð fylgdi húsinu
og því miklir stækkunarmögu-
leikar með viðbyggingu við húsið
sjálft þegar að því rekur að þess
gerist þörf.
Húsinu sjálfu, þar sem safninu
hefur nú verið komið fyrir, hefur
ekki verið breytt, en innrétting
er ný. Allt fyrirkomulag safnsins
var ákveðið eftir tillögum Einars
Sveinssonar húsameistara bæj-
arins, forstjóra safnsins, Björns
Sigfússonar háskólabókavarðar
og Sigmundar Halldórssonar
arkitekts. — Innréttingarnar eru
smíðaðar í Áhaldahúsi bæjarins,
en húsgögn hjá Friðrik Þorsteins-
syni. Aðalsteinn Richter húsa-
meistari hafði umsjón með fram-
kvæmdum.
Borgarstjóri gat þess, að á s.l.
ári hefði verið veitt til Bæjar-
bókasafnsins 750 þús. krónur og
hefði framlaig bæjarsjóðs til þess
fimmtugfaldast á þeim 30 árum,
sem Iiðin eru frá því það tók til
starfa.
Að lokum mælti borgar-
stjóri eitthvað á þessa leið:
Bæjarbókasafnið hefur miklu
og merkilegu hlutverki að
gegna. — Við íslendingar er-
um taldir mikil bóka-þjóð.
Sterkasti þáttur íslenzkrar
menningar er alþýðumenning-
in. Bæjarbókasafnið mun
stuðla að aukinni menningu
alþýðumanna með því að gefa
henni greiðan aðgang að góð-
um bókakosti. — Hér í safn-
inu mun og æskan fá góð skil-
yrði til náms og starfa. Megi
Bæjarbókasafnið blómgast og
dafna í þessum nýju húsa-
kynnum, sagði Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóri að lokum.
í BÓKASAFNINU
Þessu næst bauð Snorri Hjart-
arson gestunum að skoða safnið.
— í kjallara hússins er bóka-
geymsla og þar er íbúð húsvarð-
ar, Kristínar Guðmundsdóttur.
Þaðan og upp á efri hæðir er
bókalyfta, sem spara mun mikla
vinnu bókavarðanna við safnið.
Eins er innanhússími til mikilla
þæginda og tímasparnaðar. — Á
fyrstu hæð er bókaútlánsdeildin.
Yfir hverri hyllu, sem er merkt
sínum bókaflokki, er lampi, og
er útlánsdeiidin mjög aðgengi-
leg fyrir viðskiptavini safnsins.
— Bjart er þar, allir veggir í
ljósum litum og öilu mjög smekk
lega fyrirkomið. Höfðu gestirnir
orð á því, hve öllu væri vel og
haganlega komið fyrir, til þæg-
inda fyrir þá sem safnið sækja.
Lamparnir • yfir bókaskápunum
og leslamparnir vöktu athygli en
þeir eru smíðaðir í Rafha. — Á
efri hæðinni er lesstofan. Þar
geta samtímis setið að lestri við
góða birtu, 21 maður. Þar uppi
er líka bókageymsla og skrif-
stofa Snorra Hjartarsonar for-
stjóra.
GOTT SAFN Á BEZTA STAÐ
f stuttu samtali við Snorra
lýsti hann ánægju sinni yfir að
þessu langþráða marki sem nú
hefði verið náð, með því að Bæj-
arbókasafnið er komið í eigin
byggingu. Betri stað var ekki
hægt að fá hér í bænum fyrir
safnið, sagði forstjórinn. — Þá
eru miklir stækkunarmöguleikar
er fram líða stundir, sagði
Snorri. — Hann gat þess og að
alls störfuðu nú níu manns við
safnið. — Bæjarbókasafnið á nú
50.000 bækur, upplýsti forstjór-
inn.
Bæjarbúar fagna því að bóka-
safn þeirra tekur nú til starfa í
hentugu og vistlegu húsnæði sem
er samboðið slíkri menningar- og
fræðslumiðstöð. Reynt hefur ver-
ið að ófrægja bæjarstjórnina og
borgarstjóra, fyrir það að hafa
ráðizt í þessar framkvæmdir.
Vera má að því verði haldið
áfram. — Aftur á móti skilur al-
menningur, hve mikils virði það
er fyrir Reykvíkinga að eiga að-
gang að góðu bókasafni. Það er
prófsteinn á menningarlíf höfuð-
borgarinnar hvernig hún býr að
bókasafni sínu. — Þeim dómi er
bæjarstjórnin vafalaust viðbúin
að hlýta er þeir kveða hann upp
sem í safnið koma með opin
augu, en ckki full af pólitískum
stírum.
★
Morgunblaðið samfagnar bæj-
arbúum með að Bæjarbókasafnið
er aftur tekið til starfa. — Það
verður framvegis opið sem hér
segir: alla virka daga frá kl. 10
árd. og kl. 6—10 á kvöldin. Á
laugardögum kl. 1—7 og sunnu-
dögum kl. 2—7.
Úf um víða veröld
HÉR birtist yfirlit yfir Iönd
og viðkomustaði skipa Eim-
skipafélagsins á undanförn-
um árum.
ENGLAND: London, Hull,
Grimsby, Immingham, Liv-
erpool, Newcastle-on-Tyne,
Middlesborough, Chatham,
Cardiff, Swancoumbe.
SKOTLAND: Leith, Aber-
decn.
ÍRLAND: Dublin, Belfast,
Londonderry, Cork.
FÆREYJAR: Tórshavn, Klaks
vig, Skálafjörður, Sörvaag,
Kollafjörður, Waag.
DANMÖRK: Kaupmannahöfn,
Aalborg, Nakskov, Köge,
Nyborg, Frederikshavn.
NOREGUR: Oslo, Bergen,
Kristiansand, Halden,
Flekkefjord, Haugesund,
Sarpsborg, Odda, Husberg-
öya, Álesund, Larvik,
Frederiksstad, Dimmelsvik,
Egersund, Heröya, Pors-
grunn.
SVÍÞJÓÐ: Göteborg, Stock-
holm, Malmö, Áhus, Lyse-
kil, Gravarne, Karíshamn,
Halmstad, Uddevalla,
Smögen.
FINNLAND: Helsingfors, Ábo,
Kotka, Borgá, Patenienne,
Hamina, Rauma, Jakobs-
stad, Kemi, Kosko.
ÞÝZKALAND: — Hamborg,
Bremen, Bremerhaven,
Rostock, Grauerort, Brake,
Warnemúnde, Wismar.
HOLLAND: Rotterdam, Am-
sterdam, Dordrecht, Delf-
zilj, Yjmuiden.
BELGÍA: Antwerpen.
FRAKKLAND: — Boulogne,
Bordeaux, La Rochelle-La
Pallice, Sété, Nice.
PÓLLAND: Gdynia, Gdansk,
Stettin.
EISTLAND: Ventspiels.
RÚSSLAND: Leningrad.
SPÁNN: Barcelona, Cartagena
Ceuta, Palamos.
PORTÚGAL: Lissabon.
ÍTALÍA: Napoli, Palermo,
Genova, Savona.
GRIKKLAND: Patres, Piræ-
us, Minamo.
ALGIER: Alger.
MAROKKO: Casablanca.
EGYPTALAND: Alexandria.
ISRAEL: Haifa.
CANADA: Halifax, Stephens-
villa, Botwood.
U.S.A.: New York, Baltimore,
Norfolk, St. George Harbor.
SUÐUR-AMERÍK A: Rio de
Janeiro, Santos (verður í
þessum mánuði).
Síðan stríðinu lauk hafa
skip Eimskipafélagsins komið
á 113 hafnir í 26 löndum í
Evrópu, Asíu, Afríku, Norður-
og Suður-Ameríku.
Velkomnir
PANMUNJOM 20. jan. — í dag
afhentu indversku fangaverðirrw
ir í Kóreu herstjórn S. Þ. aftujj
þá 22 þús. N-Kóreumenn og Kín^
verjar, sem teknir voru höndurnj
af S.Þ. en vilja ekki hverfa heirr^
350 Bandaríkjamenn og S-Kór^
eumenn meðal fanganna verðaj
áfram hjá Indverjunum. Þei^
vilja ekki hverfa heim Og kom«
múnistar sem tóku þá fasta, neitg
að taka við þeim. i
Þegar dyr fangabúðanna vortj
opnaðar, gengu fangaarnir úí
syngjandi. Þeir gengu í áttinsj
til yfirráðasvæðis S. Þ. ög elj
þeir komu þangað, gengu þeifl
undir skilti, sem á var letra?S
á ensku, kínversku og norðu^
kórönsku: VELKOMNIR.
Kínverjaarnir, um 14 þús. talg^
ins, eru nú á leiðinni til Formós^
Norður-Kóreumennirnir vorg
fluttir til Seoul.