Morgunblaðið - 14.05.1954, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIB
Föstudagur 14. maí 1954
1
Aðeins með Oxydol getið þér
gert þvottinn svo gjörsam-
lega hvitan að hvorki sér á
Skugginn og tindnrinn
SK LDSAGA EFTIR RICHARD MASOM
F ramhaldssagan 36
minnis og fór að tala tóma vit-
leysu. Enginn gat látið hann
þagna og það endaði með því að
íara varð með hann á geðveikra-
hæli“. Hann brosti til Douglas.
„Það eina sem ég hef mér til
minnis á handlíninu er þessi
saga. Vandræðin eru bara þau
að þegar ég er búinn að segja
hana, veit ég ekkert hvað ég á að
jsegja næst. Nema ég svali for-
vitni minni og spyrji yður, hváð
þér gerið“.
Douglas sagði honum það og
sagði honum frá skólanum.
„Eg átti frænku, sem var í
skóla sömu tegundar í Englandi",
sagði maðurinn. „Hún var ódæl
og illkvittin þegar hún fór þang-
að, cn ennþá verri var hún þegar
hún kom þaðan aftur. — Fimm
árum síðar fyrirfór hún sér“. —
Hann lék einglyrnið og bætti svo
við: „Auðvitað hefði kannske far-
ið eins fyrir henni, ef hún hefði
sótt einhvern veginn öðru vísi
skóla. Það er ómögulegt að vita
nokkuð um það“.
Douglas spurði hann hvernig
barnaskóla hann hefði sótt sjálf-
Ur.
„Lélegan og lítinn einkaskóla í
Midlands. Ég veit ekki hvort það
voru nemendurnir eða kennar-
' arnir sem voru andstyggilegri. Ég
var ofsóttur af þeim öllum fyrir
það að vera Gyðingur".
„Og þér hafði ekki orðið bitur
af því?“
„Þvert á móti. Ég fékk af því
góða refsingu. Ég lærði það að
Jramkoma mannfólksins er aldrei
í samræmi við skynsemi og þar
með var mér forðað frá ævilangri
hlekkingu. Það var ódýrt að fá
svo góða reynslu á brem árum“.
„Við verðum að innleiða of-
sóknir í reglugerðina á Bláfjalla-
skólanum“, sagði Douglas.
„Vissulega. Mætti ég stinga
upp á því að þið gættuð þess að
óknyttum væri aldrei refsað en
í stgð þess koma á illgirnislegum
refsingum á saklausu börnunum
og láta þau varpa hlutkesti um
þau? Það væri mjög fróðlegt að
vita, hver árangurinn yrði“.
Douglas fannst gaman að tala
við þennan Gyðing. Honum þótti
gaman að glettninni í augum
hans og hann hefði haldið sér við
hlið hans allt kvöldið, en síðdegis
samkvæmin eru með sama sniði
allt frá Shanghai til Valpariso,
svo hann missti sjónar af honum
og var allt í einu farinn að tala
við einhverja konu, sem spurði
hann hvort hann hefði komið til
Montego Bay til að horfa þar.á
polo-leikina. Hann sagðist ekki
hafa það og þá sagði hún að sér
leiddist líka polo. Hún spurði
hann þá hvort hann hefði verið
við síðustu móttöku landsstjór-
ans. Hann sagðist ekki hafa það,
og þá sagði hún að hún skildi
heldur ekki, hvers vegna fólki
. fyndist svo mikill heiður að því
að vera boðið þangað, sérstak-
lega þar sem ómögulegt var að
vita um það fyrirfram, hvers
konar fólk maður mundi hitta.
Hún sjálf mundi þá daga, þegar
kynblendingar voru þar aðeins
sem þjónandi. Nú sátu þeir við
borð landsstjórans Sennilega
rnundi að því koma að hinir hvítu
gengu um beina fyrir þá svörtu.
Douglas velti því fyrir sér,
hvernig skáldsagnahöfundar virt-
ust hafa góða hæfileika til að
lýsa enskum konum í nýlendun-
um. Lýsingar þeirra voru auð-
sjáanlega alveg hárréttar. At-
hygli hans vaknaði aftur á því
sem hún var að segja, þegar hún
sagði að sér þætti leiðinlegt hans
vegna, að hann skyldi hafa séð
sig nauðbeygðan til að skilja við
konu sína. Hún sagðist vita hver
hann væri vegna þess að mynd
hafði birzt af honum í The Glean-
er. En þar hafði þó varla staðið
nokuð um skilnað hans við konu
sína, svo þær upplýsingar hlaut
hún að hafa aflað sér annarg
staðar. Hún flýtti sér að bæta því
við að hún liti ekki niður á fólk,
sem hafði lent í skiinaði.
| Hann þakkaði henni fyrir það
og fékk sér annað glas af bakk-
anum, sem borinn var fram hjá
honum. Hún spurði hann þá
hvernig hann færi að því að af-
bera það að búa svona náið við
Pawley-hjónin. Aður en honum
vannst tími til að bera í bæti-
fláka fyrir þeim, hélt hún áfram
og sagði að hún hefði svo sem
ekkert persónulega út á þau að
setja, nema hvað þau væru bæði
sérstaklega leiðinleg, og að herra
Pawley hefði líklega þetta skegg
til að hylja ör eða vörtu eða eitt-
hvað á hökunni og að frú Paw-
ley væri greinilega mikil höfð-
ingjasleikja. Hún hafði líka
heyrt það, þó ómögulegt væri að
vita, hvort nokkur fótur væri
fyrir því, vegna þess að svo
margt væri skrafað á Jamaica,
að frú Pawley væri ekki alveg
laus við að hafa áhuga fyrir karl-
mönnum yfirleitt. Það var skrít-
ið að svona fólk skyldi velja sér
það hlutverk að ala upp ungviði.
Þá var hún búin að gleyma því,
að hún hafði spurt hann hvernig
hann gæti afborið að búa hjá
þeim, en bað hann að segja sér,
hvort það væri satt, að einn eða
fleiri af drengjunum við skólann
væru með holdsveiki.
„Það er ekki satt“, sagði hann.
Hún brosti undirfurðulega,
eins og hún vissi betur. Hún var
rúmlega þrítug, eftir útlitinu að
dæma, en hélt sig auðsjáanlega
alveg ómótstæðilega.
,.Þið viljið auðvitað halda því
leyndu“, sagði hún. „Fvrirgefið,
ég hefði auðvitað ekki átt að
spyrja".
„Ef einhver drengjanna hefði
holdsveiki, þá væri honum senni-
lega ekki haldið í skólanum",'
sagði hann.
„O, þessi Pawley-hjón hafa svo
skrítnar hugmyndir".
„Þær eru þó ekki svo skrítnar",
sagði hann og bætti því við að
honum mundi þykja gaman að
vita, hvar hún hefði heyrt þá
sögu. i
Hún yppti öxlum og deplaði
augunum.
„Það hlýtur bara að hafa verið
einhver kjaftasaga sem gengur.
Það er undarlegt hvaða sögur
komast á kreik“. |
Douglas fjarlægðist hana eins
fljótt og hann gat. Þetta holds-
veikital gerði honum meira en
svo gramt í geði. Hann hafði
ekkert heyrt um það síðan Paw-
ley hafði fengið nafnlausa bréfið
og hann var næstum búinn að
gleyma því. En sagan gat ekki
gert John holdsveikan, og ef í
hart færi þá væri hægt að aug-
lýsa í blöðunum, að um tóman
þvætting væri að ræða.
Loks rakst hann á Gyðinginn
aftur og spjallaði við hann það
sem eftir var þangað til frú
Pawley kom aðsvífandi.
„Ó, þarna eruð þér, kæri
Douglas. Ég var farin að undrast
um yður. Ættum við ekki að
fara?“
o—O—o
Garðurinn hafði verið vel upp-
lýstur og hann hafði varla veitt
því eftirtekt að orðið var al-
dimmt. Tunglið var ekki komið
upp en bílljósin vörpuðu sterku
ljósi fram á veginn.
„Ég er glorhungruð", sagði frú
Pawley eftir dálitla stund.
„Varla eftir allt sælgætið sem
borið var um“. Hann hafði að-
eins bragðað nokkrar olívur.
„Maður verður að fá sér
almennilega máltíð. Við komum
allt of seint í kvöldmatinn
heima“.
„Mér væri sama þó að ég fengi'
engan kvöldmat".
„Nei, það er alveg ómögulegt.
Ég verð að sjá um að þér sveltið
ekki. Við skulum koma til
Mount Mansfield“.
KOFFORTIÐ FLJtJGANOI
6
— Já, þar lifði ég æsku mína hjá fjölskyldu, sem hafði
hægt um sig. Þar voru stofugögnin fægð og gólfin þvegin
og hengd upp ný gluggtjöld tvisvar í mánuði.
— En hvað þér segið vel frá, sagði ryksópurinn. — Það
er undir eins auðheyrt, að það er kvenmaður, sem segir frá.
Það er einhver hreinlætisbragur á því.
— Já, það er auðfundið, sagði vatnsfatan og hoppaði
dálítið upp af gleði, svo að small í gólfinu.
Og grýtan hélt áfram að segja söguna og niðurlagið varð
upphafinu samboðið.
Allir diskarnir glömruðu af fögnuði og ryksópurinn tók
græna steinselju upp úr sandholinu og krýndi með grýtuna,
því að hann vissi, að það myndi verða hinum til'gremju, og
svo hugsaði hann líka með sjálfum sér: — Ég krýni hana
í dag, þá krýnir hún mig á morgun.
„Nú vil ég dansa,“ sagði eldtöngin og hún dansaði.
Það kynpi nú að vera, að hún gæti spennt upp annan fótinn
í háa loft. Gamla stólsetuverið lengst úti í horni rifnaði af
því að horfa á það.
„Mætti ég svo verða krýnd?“ sagði eldtöngin — og var
það látið eftir henni.
„Þetta er þá ekki annað en skríll,“ sögðu eldspýturnar.
Nú átti temaskínan að syngja, en hún sagðist vera kvefuð,
hún gæti ekki sungið, nema þegar syði á sér. En þetta voru
eintóm hefðarlæti, því að hún vildi ekki syngja, nema þegar
hún stóð á borðinu hjá húsbændunum. '
blett eða hrukku. Eftir þvott-
inn úr Oxydol verður línið
hvitara en nokkru sinni fyrr,
og leyndardómurinn er ein-
ungis hve geysilega það
freyðir með sínu ekta sápu-
löðril
OXYDOL eitt
gerir þvottinn drif-
hvítan og dásamlegan
KAUPIÐ OXYDOL — og sjáið þvottiim
yðar skína í allri sinni dýrð!
Einkaumboðsmenn
Agnar Norðfjörð & Co. h.f.
Lækjargötu 4 — Reykjavik
Tökum upp í dag
Gardínuefni
(Jersey-Velour)
í fallegum litum.
Nýjar vörur daglega.
LKO\)
■■•■■■snaapaaaaaatfBaaaaaaaBBaauaaakaauaaaaavaaaaaaaaaaaaaBaBaaaaaaaBa)
Morgunblaðið með moigunkaffinu —