Morgunblaðið - 23.05.1954, Síða 16

Morgunblaðið - 23.05.1954, Síða 16
Veðurúflii í dag: SA stinningskaldi eða allhvasst. Rigning. otgtitiMftMfr 116. tbl. — Sunnudagtír 23. maí 1954. Reykjavíkurbréf er á blx. 8. Vel vorar i Eyjafirði Slátfur gæti hafizt eltir hátfan mánuð i Akureyri, 22. maí. AÐ ENDUÐUM góðum vetri eigum við hér við Eyjafjörð nú að fagna nýju vori. Lítilsháttar hret gerði í byrjun maímánaðar. Kom föl á jörðu og var nokkurra stiga frost um nætur. Fyrir þann ■tíma var þá þegar farið að grænka á ræktuðu landi. Hretið mun t>ó ekki hafa gert tjón svo neinu nemi. Ekki ber á kali í túnum : ,«vo orð sé á gerandi. Nú síðastliðinn hálfan mánuð hefur verið *«ieð ágætum góð tíð, og þýtur grasið upp. Búið er víðast hvar að 'bera útlendan áburð á þá bletti, sem fyrst verða slegnir. Málverkasýninp Qrlygs lýkur í kveld SAUÐBURÐUR GENGUR VEL Sauðburður hefur yfirleitt gengið ágætlega og er margt fé Ivílembt. í lágsveitum og út við sjó er honum víða lokið, en er að , *byrja og stendur sem hæst inn til -<iala. KARTÖFLURÆKTIN MINNKAR EKKI Bændur munu sitja niður álíka flnikið af kartöflum nú og á síð- asta vori og eru þeir t. d. á Sval- barðsströnd um það bil hálfnaðir *með garða sjpa. Gert er ráð fyrir að talsvert af kartöflum, sem nú iliggja í ge.vmslu bænda, verði að ‘litlu gagni eða jafnvel ónýtt. .Sumsstaðar hafa kartöflurnar verið notaðar til skepnufóðurs. Allmargir gerðu þó ráð fyrir að ekki væri heimilt að gefa skepn- um þær kartöflur, sem greiddar Ihefðu verið uppbætur á. KVILLAR í KÚM Nokkuð hefur borið á doða og öðrum kvillum í kúm víðsvegar í héraðinu seinni hlutann í vet- ur og vor, er þær hafa farið að tbera. Er því kennt um, hve hey #rá síðastliðnu sumri voru létt og bætiefnasnauð Bændur láta mjög vel yfir hinum nýja dýra- Jækni, er hingað kom seint í vet- ur, en hann er norskur, Gudmund iSCnudsen að nafni. Hefir hann ,haft mjög mikið að gera síðan “bann kom og þykir góður læknir ‘«g mjög duglegur. MIKIL NÝRÆKT Gert er ráð fyrir mikilli jarð- rækt í sumar. Eru allar hinar stórvirku vélar ræktunarsam- bandanna fyrir löngu komnar í gang og munu þær hafa næg verkefni í sumar. Húsdýra- áburður er lítið borinn á tún og ávinnsla því sama og eng- in, enda fer hann nær allur í nýræktarflögin. Hinn nýi ís- lenzki „Kjarna“-áburður er nýkominn hingað, en ekki mun mikið magn af honum. Þó verður hann eitthvað bor- inn á til reynzlu. SKÓGRÆKT Skógræktarfélögin eru þegar tekin að planta og er gert ráð fyrir að allmikið verði sett niður af trjáplöntum á þessu vori víðs- vegar um héraðið. ANNATÍMI Vorverekin verða nú að ganga óvenjuhratt, þegar svona vel viðrar. Mega bændur hafa sig allan við til þess að ljúka þeim fyrir slátt, en haldist tíð, eins og nú horfir, má gera ráð fyrir i að sláttur hef jist eftir hálfan! mánuð. Er það óvenju snemmt þótt ekki sé það einsdæmi. ■—Vignir. Svíarni? unnu 15:12 SÆNSKU handknattleiks- mcnnirnir kepptu sinn fyrsta Ielk i gær við úrvalslið Reykja vikmrfélaganna. Leikar fóru syo að Svíarnir unnu með 15 mörfcum gegn 12. — Leikurinu var mjög skemmtilegur og tvisýnn og stóð 8:8 í hálfleik. I fcvöld leika Svíarnir á Há* logalandi við íslandsmeistar* ana Ármann. Hæsti báturinn við Faxaílóa HÆSTI báturinn yfir vetrarver- tíðina úr verstöð við Faxaflóa varð Mummi frá Sandgerði. Var hann með 852 tonn af fiski. — Skipstjóri á Mumma er Garðar Guðmundsson. Síðasti dagur málverkasýningar Örlygs Sigurðssonar í Listvina- salnum er í dag og lýkur kl. 11 í kvöld. Aðsókn að sýningunni hefir verið ágæt og 25 myndir selzt. — Myndin hér að ofan sýnir hluta „Iávarðadeildarinnar“. Sjást þar, talið frá vinstri: Steingrímur Davíðsson, skólastjóri á Blönduósi, Jessen, vélstjóraskólastjóri, sr. Ólafur Magnússon, Arnarbæli og Guðmundur Erlendsson, hreppstjóri, Núpi. logarafélagið ísfirðingur greiddi 5,7 millj. í vinnulaun s.1. ár Aflaverðmæti togaranna 10,1 millj. kr. ÍSAFIRÐI, 21. maí. AÐALFUNDUR togarafélagsins ísfirðingur h.f., var haldinn í skátaheimilinu á ísafirði 18. maí síðastl. Formaður stjórnar íélagsins, Matthías Bjarnason, flutti skýrslu stjórnarinnar- um framkvæmdir og afkomu félagsins á starfsárinu 1953. Sjálfstæðiskvenna- j félag Képavogs- | hrepps sfofnað ! I FRAMHALDSSTOFNFUNDUR, | Sjálfstæðiskvennafélags Kópa* | vogshrepps verður haldinn | barnaskólanum þar n.k. þriðju* t dag og hcfst kl. 8,30 e. h. Áríð* andi er að allar Sjálfstæðiskon* ur, sem vilja yerða stofnenduli félagsins, mæti á fundinum. Iimbrötsþjófur handtekiiin í FYRRAKVÖLD handtók lög- reglan utanbæjarmann í sam- bandi við innbrotsþjófnaðinn í skrifstofu íþróttavallarins. Mað- urinn hefur nú játað að hafa framið þjófnag þennan. Hér er um tvítugan mann að ræða, sem einu sinni áður hefur komizt í kast við lögregluna vegna þjófn- aðarmála. Ki nattspyriiu viðburður: r i Urvalslið Hamhrgar og Reykjavíkur keppa á fösfudag 1 Þjóðverjarnir hér í boði Akurnesinga FYRSTI stórviðburður sumarsins á sviði knattspymunnar nálg- ast nú óðum. Um miðja þessa viku kemur hingað til lands 'úrvalslið Hamborgar í knattspyrnu. Koma þeir í boði Akurnesinga og leika fjóra leiki hér á landi — 3 í Reykjavík og 1 á Akranjesi. Fyrsti leikurinn verður hér í Reykjavík á föstudaginn og leikur þá -ói valslið Reykjavíkur við Þjóðverjana. Verður það eins konar hæjakeppni milli Reykjavíkur og Hamborgar. LEIKIRNIR Á sunnudaginn léika „Ham- borgararnir" á Akranesi. Verðnr hentug skipsferð héðan úr bæn- um og til baka. Annan þriðjudag Jeika þeir við nýbakaða Reykja- víkurmeistara, sem enn er ekki vitað hverjir eru. Og síðasti leik- tirinn er milii Akurnesinga og Þjóðverjanna hér í bænum. Heimsóknir þýzkra knatl- spyrnumanna hingað hafa alltaf verið hinar ánægjulegustu og skemmtilegar. Þjóðverjar hafa öðrum þjóðum fremur sýnt vil.ia til að skipta við ísl. íþróttahreyf- ingu á algerlega gagnkvæmum grundvelli — þeir koma hingað í okkar boði og héðan fara gest- gjafarnir til Þýzkalands i þeirra boði. Þannig munu Akurnesingdr fara til Harnborgar í haust. ÓHAGSTÆÐARI REKSTUR A árinu stunduðu togarar fé- Iagsins að mestu leyti saltfisk- veiðar og lönduðu þeir samtals 2439 smálestum af saltfiski á ísa- firði og 517 lestum í Esbjerg. For- maður gat þess að rekstur fisk- verkunarstöðvarinnar hefði ver- ið mun óhagstæðari á þessu ári en áður sem stafaði af lækkuðu verði á saltfiski, ógreiðari afskip- un, meiri geymslukostnaði ög ó- hagstæðara mati á fiskinum. Voru 50,8% af fiskinum í 1. flokki en 87,0% árið áður. HÆRRI VINNULAUN Vinnulaun á skipum námu 3.638 þús. kr. en alis greiddi félagið 5.750 þús. kr. í vinnu- laun á árinu og er það 875 þús. kr. hærri upphæð en árið áður. Síðan skýrði formaður frá skreiðarframleiðslu félagsins og framkvæmdum við bygg- ingu fiskverkunarstöðvarinn- ar, sem var hafin á síaast liðnu sumri. AFLAVERÐMÆTI l 10.1 MILLJÓN Þá las Ásberg Sigurðsson, framkvæmdastjóri upp sund- urliðaða reikninga félagsins og skýrði þá í einstöku liðum. Aflaverðmæti skipanna nam 10.1 milljón. Framkvæmda- stjórinn ræddi einnig nokkuð versnandi afkomu togaraút- gerðarinnar og útlit og horf- ur útgerðarinnar á þessu ári. STJÓRN FÉLAGSINS I stjórn félagsins voru kosnír Matthías Bjarnason, framkv.stj. og Kjartan J. Jóhannsson, alþm. frá hluthöfum, en frá bæjarstjórn eiga sæti í stjórninni: Ásberg Sig urðsson, framkvæmdastjóri, Stef- án Stefánsson skósmiður og Gutt- ormur _ Sigurbjörnsson, skatt- stjóri. f varastjórn voru kosnir: Hannes Halldórsson, framkv.stj., og Símon Helgason, hafnarvörð- ur, frá hluthöfum en frá bæjar- stjórn Marzellius Bernhardsson, skipasmíðameistari, Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri og Ragn ar Ásgeirsson, héraðslæknir. End urskoðendur voru kosnir Jón Ö. Bárðarson kaupmaður og Sveinn Elíasson fulltrúi, en til vara Stef- án Sigurðsson, fulltrúi. — J. Friðrik átti að fara í gærdag FRIÐRIK ÓLAFSSON mun hafa tekið sér far með Gull- faxa síðdegis í gær til Kaup- mannahafnar, en hann keppir fyrir ísland í „svæðakeppm" þeirri sem fram fer í Tékkósló- vakíu 29. maí til 7. júní. Friðrik, sem í vetur hefur verið í fimmta bekk Mennta- skólans, fékk undanþágu til þe .s að ljúka bekkjarprófi í nokkrum námsgreinum á hausti komanda. gj í för með Friðrik héðan var Einar Þ. Mathiesen skrif- stofumaður frá Hafnarfirði, en í Kaupmannahöfn kemur til móts við þá Guðmundur Pálmasoa, sem stundar efnafræðinám í Stokkhólmi. Þeir Guðmundur og Einar munu verða Friðrik til að- stoðar á mótinu. Enj*in skattskrá gefin út í ár VEGNA dráttar er varð á af- greiðslu Alþingis varðandi breyt- ingarnar á skattalögunum er álag útsvara og skatta í seinna lagi miðað vlð fyrirfarandi ár. Af þeim sökum er ekki búizt við að nein skattskrá komi út á þessu ári. Skatlskrámar verða eins og lög gera ráð fyrir látnar liggja frammi og skattgreiðendum til- kynnt bréflega hvaða opinber gjöld séu á þá lögð. Er skattskráin verður lögð fram, verður það gert í sama formi og manntal Reykjavíkur- bæjar, þ e. a. s. ekki eftir staf- rófi heldur eftir götuheitum. Bjargaði þrið ja barnhiu frá drukkuuuí Njarðvík UM KLUKKAN tvö í gærdag féll þriggja ára drengur Guðjórn Brynjar Sigmundsson fram af hafnargarðinum í Njarðvík, eis hann var þar að leik með nokkr- um börnum. Kristinn Steindór Steindórsson, Nýbýlavegi 48 Reykjavík, var staddur á garðinum er slysið vildi til. Kastaði hann sér strax til sunds eftir drengnum og bjarg aði honum að landi. — Er þetta þriðja bamið, sem Kristján bjarg ar frá drúkknun. — Hin fyrrí voru drengur er féll fram a£ bryggju í Reykjavík og stúlka er féll milli báts og bryggju á Akranesi. Guðjón Brynjar er sonur hjón- anna Önnu Magnúsdóttur og Sig- mundar Baldvinssonar í Njarð- vík. — Ingvar. * i Samið við mat- sveina- og fram- reiðslumenn SAMKOMULAG hefur náðst um kaup og kjör matreiðslu- og framreiðslumanna, sem starfa við veitingahús bæjarins, að einu undanskildu. Samningafundurinn hófst á föstudaginn klukkan 3 síðd. og stóð samfleytt yfir til kl 7 í gær- morgun að samningurinn var undirritað.ur af samninganefnd- um, með þeim fyrirvara að trún- aðarmannaráð aðila samþykkti samninginn. Það er Hótel Borg, sem ekki er aðili að samkomulaginu. — Mat- reiðslu- og framreiðslumenn hafa boðað til verkfalls frá og með mánudeginum.__________ KKISTNES I VÍFTLSSTAÐIR | 25. lcikur Vífilsstaða: 1 Kei-g2 J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.