Morgunblaðið - 09.06.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐ1D Miðvikudagur 9. júní 1954 ~j Iðnfræðingafélagið vill aðild ú Iðnaðarmálastofiumiiuii NÝLEGA efndi Iðnfræðingafélag íslands til almenns félags- fundar, þar sem rætt var meðal annars um undirbúning að Iðnaðarmálastofnun íslands og tilgang hennar. — Félagið hefur sent iðnaðarmálaráðherra Ingólfi Jónssyni, og nefnd þeirri, «em á að undirbúa löggjöf um stofnunina, ályktun fundarins og greinagerð um félagið. Iðnfræðingafélag íslands var sslofnað 4. april 1950 og hefur að- setur sitt í Reykjavík. Að félags- skap þessum standa menn, sem íengið hafa iðnfræðingaréttindi «amkvæmt lögum frá 1937 um rétt til að kalla sig verkfræðing, húsameistara og iðnfræðing. Iðnfræðingur er sameiginlegt starfsheiti þessarar stéttar, en til hennar heyra ýmsar sérgrein- ar, og bera menn svo starfsheiti eftir sérgrein sinni, svo sem: vél- fræði, raffræði, byggingafræði, flugfræði o. s. frv. Iðnfræðinga mega þeir einir kalla sig, sem lokið hafa burt- fararprófi frá tekniskum fram- haldsskólum, en þó að fengnu lcyfi váðherra, eins og lögin mæla fyrir um. Flestir iðnfræðingar, sem hér ■eru, hafa að loknu 4 ára iðnnámi, gagnfræðaprófi eða vélstjóra- prófi, stundað nám við tekniska skólr á Norðurlöndum, en slíkt nám tekur 2‘4—3'4 ár og veita þeir skólar þá að loknu prófi ingeniörgráðu, hver í sínu landi. Nám þetta er allt bóklegt, því vtða er iðnnám inntökuskilyrði 4 skólana (t. d. Danmörk). Iðnfræðingar hafa starfað hér á landi í mörg ár og hafa sumir vcrið brautryðjendur á sviði nýrra iðnfyrirtækja og stutt að ýrnsum nýjungum á sviði iðnað- ar. Hinum stóru fyrirtækjum, Framh. af b's. 1 a) Að yfir húsinu hvíli menn- ingarleg helgi, sem ógjarnan fikuli rofin, b) Að gamla skólahúsið sé traust hús og gott. c) Að staðurinn við Lækjar- .götu. sé betri en nokkur annar fáanlegur og liggi betur við sam- göngum. L60AKAUP Vel mætti leita eftir kaupum á húseign KFUM til þess að auka lóðir skólans og húsrými. Sama væri um húseignina Amtmanns- stíg 2, sem orðið gæti byggilegt rektorshús eða kennarabústaður, húseignirnar við Bókhlöðustíg 6 og 7 og leita mætti eftir kaup- um eða skiptum á Olíuportinu. Væri með þessum ráðstöfun- um fengið fullnóg húsrými til að l»yggja nýtt og veglegt skólahús á hinni gömlu lóð. Þá vísar skýrslan á bug þeirri röksemd, að hentugra sé að hafa skólana tvo en einn, bendir á að menntaskólum í landinu fari nú fjölgandi og í nágrannalönd- um rými menntaskólar almennt meira en 500 nemendur. REKTOR ANDVÍGUR Þá gaf forseti Nemendasam- fcandsins Pálma Hannessyni rektor orðið. Óskaði hann eftir t>ví, að umræðum og ákvörðun fundarins um mál þetta yrði frestað til hausts, m.a. þar sem yfirvöldum skólans hefði ekki gefizt neinn tími til að kynna sér. álit stjórnar sambandsins, né heldur fengið að kynna sér það. Kvað hann skýrsluna fela í sér vantraust á sig sem formann byggingarnefndar og rektor skólans og benti fundarmönnum á, að hinn nýja menntaskóla ætti -tð byggja fýj’ir óbornar kynslóð- ir við nóg landrými, en ekki fyr- ír þá, sem þegar Uefðu útskrif- azt úr skólanum. Að loknu máli rektors var sam- þylckt að fresta ákvörðun og um- ræðum um málið til hausts. Um 30 manns sóttu fundinn. Rafha og Héðni er t. d. stjórnað af iðnfræðingum. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna íslenzkra iðnfræðinga, efla samstarf þeirra og kynningu félagsins út á við, og stuðla að aukinni fræðslu félagsmanna. Fé- lagsstarfið hefur verið með þeim hætti, að flutt hafa verið fræðslu- erindi og skoðuð ýmis mannvirki, svo sem Sogsvirkjunin og Áburð- arverksmiðjan. Hér starfa 60—70 iðnfræðingar við ýmsa þjónustu, og auk þess við kennslu við iðnskóla og vél- skóla. Fjölgar þeim nú ört og er oft leitað til félagsins um iðn- fræðinga til ýmissa starfa innan iðnaðarins. Nú stendur yfir rannsókn á vegum félagsins um kaup og kjör iðnfræðinga á Norðurlörd- um til samanburðar við kjör hinna íslenzku iðnfræðinga. Er þess að vænta að þeir njóti svip- aðra launakjara í réttu samræmi við menntun sína og störf. Iðnfræðingafélag íslands vænt- ir þess, að þeir stéttarbræður, sem standa nú utan við félagið, gerist félagar hið fyrsta. Félagið óskar þess, að mega hafa vin- samlegt samstarf við önnur fé- lög, stofnanir, fyrirtæki og ein- staklinga um starfsemi félagsins, og þá, sem vilja stuðla að auk- inni verknýtingu, vöruvöndun og tæknilegri þróun í landi, íslenzk- um iðnaði til handa, undir hvers merki sem það kann að vera. Stjórn félagsins skipa: Formaður: Sigurjón Sveinsson, byggingafræðingur, ritari: Stein- ar Steinsson, vélfræðingur, gjaldkeri: Björn Einarsson, raf- fræðingur, varamaður: Daníel Einarsson, byggingafræðingur. Bam stérsiasast i Sonardóttir Matthíasar Jechums- sonar heldur hér söngskemmtanir í GÆRADAG varð tveggja ára gamall drengur fyrir bíl vestur I á Kaplaskjólsvegi og hlaut mik-| inn áverka á höfði. Drengurinn heitir Magtiús Þórarinsson til heimilis að Knoxbúðum G-8 við Kaplaskjó'sveg. — Hann er nú í Landsspítalonum. Maðurir.n sem ók bílnum var á leið vestur eftir Kaplaskjóls- vegi og var á móts við Jófríðar- staði, er slysið varð. Maðurinn hafði rétt sem snöggvast litið af veginum, þareð hann sá enga um ferð framundan. En um leið og hann horfði fram á veginn aftur sá hann htla barnið framan við bílinn og hemlaði strax. Laus I möl var á veginum og bíllinn ' nam ekki staðar samstundis, og ránn á drenginn. Hann mun hafa komið upp úr vegarskurði, sem þarna er. Drengurinn vai strax fluttur í Landsspítalann og kom þar í ljós að annað eyrað hafði því nær rifnað frá. Hann mun hafa sloppið við höfuðkúpubrot. Var líðan barnsins eftir öllum vonum seint í gærkvöldi. Rannsóknarlögreglan óskar ein- dregið eftir að hafa tal af þeim er nærstaddir voru, er slysið varð. Heíyr sungið í sjónvarpi og kvikmyndum vesfra ASUNNUDAGINN kom hingað flugleiðis vestan frá Bandaríkj- unum, frú Þóra, sonurdóttir Matthíasar Jochumssonar, ásamt manni sínum og föður, Gunnari. Hún hefur lagt stund á söng- nám vestanhafs, og sungið bæði í útvarp og sjónvarp, auk þess sem hún hefur haldið sjálfstæðar söngskemmtanir. Frú Þóra mun halda eina söngskemmtun hér í Reykjavík, og e. t. v. aðra r.orður á Akureyri. Hún syngur í Gamla bíói n. k. föstudag með undir- leik Jórunnar Viðar. Próf. Richard Beck mun þfogið á ísafirði ÍSAFIRÐI 8. júní. — Stórstúka íslands hefur boðið prófessor Richard Beck hingað til ísafjarð- ar til að sitja stórstúkuþing sem hér hefst á ísafirði eftir komu ms. Heklu á fimmtudaginn. Hefur prófesorinn og kona hans ákveðið að koma hingað til ísafjarðar með flugvél á miðvikudaginn, en það er afmælisdagur prófessorsins. Til að hitta hér kunningja og vini um kvöldið heldur prófessor Richard Beck erindi í Alþýðuhús- inu um íslendinga í Vesturheimi. Áður en erindið hefst, munu þeir Jóhann Gunnar Ólafsson bæjar- fógeti og Þorleifur Bjarnason námsstjóri ávarpa prófessorinn, en síðan mun karlakór ísafjarðar syngja undir stjórn Ragnars Þ. Ragnar. ■—J. Hvífosunnudapr hlýjasfi dagur sum- arsins á S Vesfurl. SAMKVÆMT upplýsingum frá Veðurstofunni var hvítasunnu- dagurinn hlýjasti dagur sumars- ins á Suðvesturlandi. Komst hit- inn víða upp í 22 stig. í Reykja- vík var hiti 21 stig er hlýjast var. Var sólskín og blíða um allt land, en þoka var fyrir norður- og austurströndinni. Er útlít fyrir áframhaldandi hæga austan og norðáustanátt hér á landi, Sýniug á teikning- um barna opnuð í dag HANDÍÐA- og myndlistaskólinn hefur fengið til sýning hér í Reykjavík teikningar frá alþjóð- legri teiknisamkeppni barna, og verður sýningin opnuð í kvöld. Það var danska hjálparstofn- unin „Red Barnet“ (Bjargið barn- inu), sem undirbjó og sá um teiknisamkeppni þessa. Fór hún fram í 45 löndum heims, um teikningar í ævintýri eftir H. C. Andersen. Fræðslumálastjóri og sendi- herrja Dana hér á landi hafa unn- ið máli þessu ásamt Handíða- skólanum. Mörg skip í Reykja víkur Um hvítasunnuna lagðist við festar á ytri höfninni hvítmálað skip, mjög fallegt að sjá og vel hirt. — Þetta er spánskt fisktöku- skip, sem lestar hér í Reykjavík og víðar saltfisk til Spánar. — Skipið er líkast farþega- og vöru flutningaskipi og heitir Monte de la Espansana. Um hvítasunnuna kom einnig belgískt eftirlitsskip, léttvopnað og heitir það Adrian de Girlache. Mjög mikill fjöldi skipa er í höfninni og mun spánska skipið ekki hafa lagst að bryggju í gær, þar eð ekkert bryggjupláss var til. Söngur frú Thebom vakfi geysfhrifniitgu ÓPERUSÖNGKONAN Thebom frá Metrópólitan óperunni í New York söng við mikinn fögnuð áheyrenda í fyrrakvöld í Austur- bæjarbíói Er hér um afburða- söngkonu að ræða, sem hefur jafnt vald yfir lýriskum lögum og óperuaríum. Röddin geysi mikil og túlkunarhæfileikar á mjög háu stigi. Varð frúin að syngja 7 aukalög að lokum. ■— Verður nánar skýrt fra söng hennar hér í blaðinu síðar. Rússnesk olía PESHAWAR — Ríkisstjórnir Rússlands og Afganistans eru nú sagðar eiga í samningaumleitun- um varðandi lagningu olíuleiðslu milli landanna. Munu þá verða trýggð olíukaup Afganistans í Rússlandi. ÞRIGGJA BARNA MOÐIR Blaðamenn áttu viðtal við frú Þóru, eiginmann hennar og föður í gær. Þau hjónin eru búsett í Los Angeles, en maður hennar bandarískur er verkfræðingur hjá flugvélafirma þar í borg. — Þeim hefur orðið þriggja barna auðið og segir frú Þóra ag söng- urinn sé í rauninni hjáverk sitt með heimilisstörfunum. ÓPERUHLUTVERK Hún hóf fyrst að syngja þegar hún var í gagnfræðaskóla og tók þátt í söngleikjum, sem skólinn setti á svið. Síðan hefur hún lagt stund á söngnám hjá beztu kenn- urum og náð langt á tónlistar- - Hörmulegt slys Framh. af bls. 1 hafi strax lokað uppgöngunni upp á loftið og stíginn brotnað niður, vegna þess hve mjög hann var brunninn, er Kristjana fór niður hann. Hún mun ekki hafa áttað sig á því hvað um var að vera er hún vaknaði, við að frú Helga, dóttir hennar, kallaði á hana. MÓÐIR OG BARN í ELDHAFINU Ekki varð komizt upp stig- ann aftur til þess að vekja eldri stúlkurnar, en þær munu báðar hafa verið í svefni enda magnaðist eldur- inn skjótt í þurru timbrinu og veggfóðruðum þiljum. — Helga, móðir telpnanna, gerði tilraun til að bjarga yngstu dóttir sinni, Sigrúnu, sem mun hafa vaknað og komizt fram á ganginn á loftinu. — Stóð frú Helga í eldhafinu þar til Sigtryggur bóndi bjargaði henni út úr hinu brennandi húsi, skað- brenndri á höndum og í and- liti, — en hann mun ekkert hafa vitað um eldsvoðann fyrr en sonur hans kom út í fjósið til hans og kallaði á hann. — Sigtryggur rauf gat á þekju hússins og ætlaði að freista að bjarga dætrum sínum upp um það, en það reyndist árangurslaust svo magnaður var eldurinn orð- Nágrannar þustu á vettvang til hjálpar og slökkvilið og lækn- ar komu frá Akureyri. Úr húsinu varð engu bjargað, en það tókst að verja útihúsin, sem voru úr torfi sem fyrr segir. Þær mæðg- ur Helga og Kristjána voru flutt- ar í sjúkrahúsið hér á Akureyri og munu þungt haldnar af bruna- sárunum. HJÁLPUM S ANDHÓL AFÓLKINU! Akureyrardeild Rauða Kross íslands hefir ákveðið að beita sér fyrir fjársöfnun til hjálpar hinu bágstadda fólki. Páll Sigurgeirsson, gjaldkeri Rauða Krossdeildar Akureyrar, mun veita fjárframlögum við- töku. Rauði Kross íslands í Reykja- vík mun aðstoða Akureyrar- deildina við fjársöfnun þessa og verður gjöfum veitt viðtaka í skrifstofu hans í Thorvaldsens- stræti 6, Reykjavík. — Vignir. brautinni. Hefur hún blæfagra og þýða sópranrödd. Hún hefur m.a. sungið einsöng með sinfóníu hljómsveitunum í Pasadena í Þóra Mattíasson. Kaliforníu og Seattle, sungið í „Brúðkaupi Fígarós“ og „Sögum Hoffmanns“. í KVIKMYNDUM Þá hefur hún sungið í útvarp með A1 Jolson, Bing Crosby, Frank Sinatra og öðrurn frægum dægurlagasöngvurum vestra, auk þess hefur hún starfað við! kvik- myndir í Hollywood. — Fyrir nokkru hélt frú Þóra söngskemmt anir í mörgum borgum Kaliforníu við hinar beztu úndirtektir. ÍSLENZK LÖG Á föstudagskvöldið mun frú Þóra m.a. syngja lög eftir Handel, Debussy og Gounod, Auk þess eru lög eítir tvö íslenzk tónskáldi á efnisskránni, þá Sigfús Einars- son og Sigurð Þórðarson. Frú Þóra og maður hennar, munu halda norður til Akureyr- ar og mun hún ef til vill halda þar söngskemmtun. Að því búnu munu þau ferðast um landið áð- ur en þau hverfa aftur vestur, eft ir mánaðartíma. Möimum bjargað frá dnikkimii VALDASTÖÐUM í Kjós — S.L laugardag voru 2 menn úr Reykja vík við veiðar á báti á Meðalfells- vatni. Mun annar þeirra hafa far- ið ógætilega í bátnum, sem olli því, að bátnum hvolfdi. Féllu mennirnir báðir úr bátnum S vatnið. Svo vel vildi til, að annar bátur var nærstaddur. Var einn maður á honum og kom hann mönnunum til bjargar. Sá, sem bjargaði mönnunum er Jón Jak- obsson, trésmiður úr Reykjavík, Er það talið vel og giftusamlega gert að bjarga í þessu tilfelli, og mun ekki hafa verið á allra færi, eftir því sem kunnugir menn herma. — Ekki er mér kunnugt, hvort mennirnir tveir voru synd- ir. En talið er víst að ekki hefðu þeir getað; bjargað rér af eigirs ramleik. — St. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.