Morgunblaðið - 18.07.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.07.1954, Blaðsíða 9
MORGtl ííBLABIB Sunnudagur 18. júlí 1954 R ^ Laugardagur 17. júlJ fSSfí^ílÖ'Stl ■ •.•i;.!ti!.n".»<ti.v.vui-i;tf;í./, •nit t wfi m mfrf fit.it t«r«r;ry;W mr+mivi :| |föwiw».;t)}ri[ia iff* mmMgio r, Skálholtskirkja flutt af grunni — Biskupsstóll rís úr öskustó' — Glaðnar til fyrir norðan — Þannig sparar Framsókn — Ríkisfé Skálholtskirkja flutt af grunni HIN rúmlega hundrað ára gamla kirkja í Skálholti hefur nú verið flutt af grunni sínum. Hefur rannsókn verið hafin á kirkju- grunninum, en talið er að kirkja í Skálholti hafi lengstum staðið á þessum stað. Er það ætlan þeirra manna, sem forgöngu hafa um endurreisn staðarins að freista þess, að kynnast bygg- ingarsögu kirkju þar eins og frekast er kostur, þannig að ekk- ert óleyst rannsóknarefni liggi fyrir er ný kirkja verður reist. En áformað er að hún verði byggð á hinum gamla grunni. Lítið hefur ennþá verið að- hafzt til endurreisnar Skálholts- stað. Nokkuð hefur þó verið gert að kirkjugarðinum. Einnig má segja að rannsókn sú, sem yfir stendur sé nauðsynlegur undir- búningur að byggingu nýrrar kirkju. En það hefur frá upp- hafi verið aðal áhugamál Skál- holtsfélagsins, sem hafið hefur baráttu fyrir endurreisn hins forna biskupsseturs, sem ræktar- leysi og vanhirða hefur leikið hart á liðnum tíma, að ný og myndarleg kirkja hafi risið þar árið 1956 á 900 ára afmæli bisk- upsstólsins. Mikil áhugaalða hefur risið um land allt fyrir framkvæmd Hra í þessu máli. Töluvert fé hefur safnazt og Alþingi sam- þykkti hinn 13. april s.I. að veita 1 millj. kr. til kirkju- byggingarinnar. Hér er um menningarmál að ræða. Hinn forni biskupsstóll verður að rísa úr öskustó hirðuleysis og sofandaháttar. Skálholt var um margar aldir andlegur höfuðstaður íslands. Þar sátu biskupar og þar var æðsta menntastofnun þjóðar- innar. Hvað á að gera? EN hvað á að gera £ Skálholti eftir að staðurinn hefur verið endurreistur og ný kirkja byggð þar? Um það hefur verið uppi nokkur ágreiningur. Sumir hafa talið að þar ætti biskupinn yíir íslandi að sitja. Með bættum samgöngum væri slíkt mjög vel framkvæmanlegt. Umboðsstörf þau, sem nú heyra undir bisk- upsembættið mætti vel vinna í ráðuneyti því, sem fer með kirkjumál. En meirihluti klerká mun vera þessari tillögu mótfallinn. Hins vegar hefur verið rætt um, að vígslubiskup Skálholtsbiskups- dæmis gæti setið þar. Virðist sú tillaga njóta meira fylgis. Hvað sem verður ofan á í þessum efnum er það þó víst, að endurreisn Skálholts ber að hraða. Þetta fagra höfuð- ból í hjarta Suðurlandsundir- lendisins verður að rísa til þess vegs, sem þvi ber sam- kvæmt sögu sinni. í barátt- unni fyrir því ber ekki ein- ungis Sunnlendingum að taka höndum saman, heldur og landsmönnum öllum. í dag er Skálholtshátíð haldin. Mun mikill fjöldi fólks þá sækja hið forna biskupssetur heim. Glaðnar til fyrir norðan SÍLDVEIÐIHORFUR hafa glaðn- að nokkuð síðustu daga. í gær var búið að leggja upp í bræðslu um 56 þús. mál og saltaðar höfðu verig um 11 þús. tunnur. Heildarafköst síldarverksmiðj - anna á öllu landinu munu nú vera um 105 þús. mál síldar. Þar af munu verksmiðjurnar á Norð- urlandi geta brætt um 77 þús. mál á sólarhring. Afborganir Malenkovs misnotað í flokksþágu — Dagdraumar um „lýðræðisjafnaðarmannaflokk“ Þannig spara þá leiðtogar Fram sóknarflokksins!!! En þetta atferli er ekki aðeins vítavert vegna þess, að með þvl er beinlínis verið að misnota rík- isfé í flokksþágu.^ Með því er sýnd slík rangsleitni og ósvífni að til fádæma verður að telja, Dugandi embættismaður er bein- línis rekinn úr starfi undir fölsk- um forsendum til þess eins aS koma pólitískum gæðingi á jöt- una. Meðan slíkt ranglæti og yfir* gangur er framinn af æðstu ráða- mör.num þjóðarinnar verður erf- itt að sannfæra almenning um að heiðarleiki og réttlæti eigi upp á pallborðið hjá þeim flokki, sem lætur leiðtoga sína haga sér þannig-. Þessi framkoma er Framsókn- arflokknum til hinnar mestu minkunar. Hann mun áreiðan lega ekki vinna sér traust og álit fyrir hana, hvorki hjá Siglfirð- ingum né öðrum landsmönnum. Á þessari mynd, sem ljósm. Mbl. tók í Skálholti í fyrradag sést kirkjan á hinum nýja grunni. Menn- irnir sjást að verki á gamla grunninum, þar sem í ráði mun vera að reisa hina nýju Skálholtskirkju. Skurðurinn, sem sést á myndinni er grafinn eftir endilöngum kór miðaldakirkjunnar, sem verið er að rannsaka. Þegar þessa er gætt sézt, hversu sorglega lítill aflinn hefur verið það, sem af er þessari síldar- vertíð. Framsókn sparar EINS OG áður hefur verið skýrt frá lögðu Sjálfstæðismenn til fyrir skömmu, að embætti húsa- meistara ríkisins og skipulags- stjóra yrðu sameinuð. Var sér- staklega auðvelt að koma sam- einingunni við og spara rikis- sjóði þar með töluvert fé, þar sem embættismanni þeim, sem farið hafði með skipulagsstjóra- embættið hafði verið veitt em- bætti húsameistara. Hér sést legsteinn Þórðar biskups Þorlákssonar og konu hans, Guðríðar Gísladóttur. Þórður biskup dó árið 1697. — Undir gólfi kirkjunnar voru einnig geymdir legsteinar biskupanna Jóns Vída- líns, Jóns Árnasonar, Finns Jónssonar og Hannesar Finnssonar. Þessir steinar hafa nú komið fram í dagsljósið við kirkjuflutning- inn. Ilafa ekki birzt myndix af þeim fyrr. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Framsókn vildi þetta ekki. Hún þurfti að koma góðum og gegnum flokksmanni sín um í stöðu skipulagsstjóra. Þá var úti um allan sparnaðar- áhuga!! Þá þurfti ekki að draga ríkisbáknið saman. En nú hefur nýlega gerzt ann- ar atburður, sem sýnir-sparnað- arvilja Framsóknarflokksins e»n- þá betur. Hann gerðist norður á Siglufirði. Þar hefur skattstjór- inn á Akureyri haft fulltrúa und- anfarin ár. í því starfi hefur ver- ið mjög dugandi -og samvizku- samur maður. En s.l. vor var honum tilkynnt, að honum væri sagt upp starfi sínu, þar eð fjár- málaráðuneytið hefði ákveðið að leggja það niður. Nú var Fram- sókn byrjuð að spara fyrir al- vöru. Var ekkert við því að segja. En skömmu síðar gerast ein- kennilegir hlutir. Fjármálaráðu- neytið ákveður að setja á stofn sérstakt skattstjóraembætti á Siglufirði. í það embætti er síðan settur maður, sem verið hafði kjötbúðarforstjóri við lítinn orð- stí, svo litinn að honum hafði verið tilkynnt af yfirmönnum sínum að hann yrði að láta af því. En þessi maður var Fram- sóknarmaður, meira að segja í bæjarstjórn fyrir Framsóknar- flokkinn. Einstæðar aðfarir HÉR ER vissulega um ein- stæðar aðfarir að ræða. I)iig- andi embættismanni, sem þekktur er að dugnaði og áhuga er sagt upp fulltrúa- starfi undir þvi yfirskyni að leggja eigi það niður til þess að spara fyrir ríkissjóð. Síðan stofna Framsóknarmenn nýtt embætti og leggja undir það sömu störf og undir fulltrúa- embættið heyrðu. Loks er svo einum flokksmanni þeirra veitt embættið. Óþarfi er að taka fram, að hið nýja skatt- stjóraembætti er töluvert bet- ur launað en hitt, sem lagt var niður. KOMMÚNISTAR hafa nú skýrt frá því í blaði sínu, að „söfnun“ þeirra um daginn hafi endanlegá numið rúmlega 1,3 millj. kr. E!n þar af hafi aðeins einn þriðji hluti safnazt í peningum, „en af - gangurinn í undirrituðum skuld- bindingum, sem greiðast fyrir áramót og stöðugt er verið að greiða.“ Þannig kemst kommúnista- blaðið að orði um „söfnun“ sína í gær. Nú velta menn því fyrir sér, hvers vegna Malenkov hafi þurft að grípa til afborgunarfyrirkomu lagsins í stuðningi sínum við „félagana" hér heima. Telja sumir ekki óhugsandi að einu þriðji hluti „söfnunarfjárins" hafi raunverulega safnast. Hitt, sem greiða á með afborgunum sé hið beina framlag frá Moskvu. Um þetta er hinn mesti óþarfi að bollaleggja. Meet allt féð, sem kommúnistablað- ið segist hafa „safnað“ er borgun frá Malenkov til kommúnistadeildarinnar hér á landi. Hún þarf á styrk að halda, því hærri sem hún nýt- ur stuðnings færri íslendinga. Það er kjarni málsins. Formið, staðgreiðsla eða afborgun, skiptir engu máli. „Lýðræðisjafnaðar- mannaflokkur“ FORMAÐUR Alþýðuflokksins ræðir nú mjög um nauðsyn þess í blaði sínu, að íslenzkur verka- lýður „sameinist í einum lýðræð- isjafnaðarmannaflokki". — Era þetta fögur orð og frc mar óskir. En þeir, sem fylgjast með mál- unum vita, hvað á bak við ligg- ur. Um langt skeið litfur einn. þingmaður kommúnista, sern einnig er oddviti í Kópavogi og bróðir formanns Alþýðuflokks- ins, verið látinn spila sameining- arplötu og leggja net fvrir „sam- einingarsinnaða“ menn í Alþýðu- flokknum. Hefur hann dregið upp glæsimyndir af nýjum flokki sem myndaður yrði af „Samein* ingarflokki alþýðu, sósíalista- flokknum", „Þjóðvarnarflokkn- um“ og „vinstri" mönnunum i Alþýðuflokknum. Slíkur flokkur mundi verða sterkur „lýðræðisjafnaðarmanna- flokkur“ segir oddvitinn í Kópa- vogi. í hann ber öllum sönnurn jafnaðarmönnum að ganga. Þessa flugu hefur bróðir RúcS gleypt í heilu lagi. Þess vegna notar hann Alþýðublaðið eftir megni til þess að fegra tilboð oddvitans fyrir Alþýðuflokks- fólk. Fyrir það er „Þjóðviljinn1* Framh. á bls. 12 ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.