Morgunblaðið - 31.07.1954, Page 11

Morgunblaðið - 31.07.1954, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 f [ Laugardagur 31. júlí 1954 — Kanínurnar Framh. af bls. 10 um kanínum, færðu þær heim á ibýli sín og slepptu þeim þar Jausum, til þess að þær gætu sýkt þær kanínur sem þar héldu sig. f>að kvað svo rammt að þessu að svartamarkaðsverzlun fór fram á sýktum kanínum, og þær voru seldar á 20—30 kr. stykkið. Þeir hvöttu dr. Delille til þess að sýkja Sem flestar kanínur og unnu ötul- Jega að því með honum, Um miðj- sn október síðastliðið ár, kvað svo rammt að pestinni að 8 þús. ekru landssvæði lágu dauðar 20 þúsund kanínur. Vegirnir voru þaktir veikum kanínum, sem ekki gátu forðað sér undan bifreiðum, sem óku yfir þær í þúsunda tali og fiuttu sýkina þannig með hjól- unum í fjarlægar landsbyggðir. Dffl vorið 1953 gerðu yfirvöldin tilraun til þess að girða af sýkt svæði og láta drepa þar allar kan- fnur, sýktar sém ósýktar, en veik- Sn vrr þá komin á svo hátt stig, að þcssi tilraun gagnaði ekki hið minr.sta. & '^GBF BOLIJSETNING GEGN VEIKINNI Stjórnarvöldin fengu þá fræg- an Irrknir að nafni dr. Pierre Lépine, til þess að leggja til hlið- ar hin daglegu störf hans til þess að fást við að finna upp eitthvað bólusetningarmeðal gegn þessari ægilegu plágu. Honum tókst að gerá þetta og tilraunir þær sem hann gerði, sýndu að ef heilbrigð kanína var bólusett. með þessu efni var hún hérumbil örugg fyrir veikinni, en það var enginn hægðarleikur að handsama allar þær milljónir kanína sem til voru í landinu og bólusetja þær. í ffyrrasumar var veikin komin um allt landið, og enginn möguleiki Sengur til þess að bjarga villtu kanínunum, en þá voru bólusett- ar 4 hundruð þúsund tamdar kanínur. SÝKIN BREIDDIST LAND ÚR LANDI En það var ekki aðeins Frakk- Jand, sam fyrir þessu tjóni varð. í fyrra sumar barst veikin yfir til Belgíu, Hollands og til Luxem- borgar og síðla á sumrinu fór hennar að verða vart í Rínarhér- uðunum í Þýzkalandi. Þá þótt- ust Bi etar ekki lengur öruggir fyrir þessum vágesti og voru farnir að gera ráðstafanir gagn- yart veikinni, og þess þurfti lika með, því nokkru seinna gaus hún upp á bóndabæ nokkrum í Kent. Býlið var þegar sett í sóttkví, og flokkur skotmanna fenginn til þess fð skjóta þar hverja kanínu sem í sjónmál kom. En þeir voru of seinir, veikin var komin víðar í landinu, og sverðið virðist einn- jg ha.iga yfir kanínustofninum þar. VEIT.NGAHÚSIN LOKUÐ VEG A KJÖTSKORTS I Frakklandi hafa mörg veit- inga! ús orðið að hætta starf- rækslu sinni vegna kjötskorts, en kanínukjöt hefur verið mikið matrcitt á slíkum stöðum. Skot- færaframleiðendur liggja með skotfcerabirgðir sínar, því kanínu yeiðarnar voru stærsti liðurinn í íramleiðslu þeirra. Útflutningur á kanínuskinnum er enginn. En mestur skaðinn er þó í kjötinu sjálfu. Ekkert land stenzt við að missa margar milljónir kílóa af ódýru kjöti, án þess að það komi ekki illa við það efnahagslega. ÐR DELILLE SÉR EKKI EFTIR ÞVÍ, SEM HANN HEFUR GERT Ef til vill á kanínustofninn eft- sr að ná sér upp aftur í Frakk- landi. Komið hefur til mála að flytja inn í landið amerískar kanínur, en sá stofn er mjög skildur þeim sem var í Frakk- iandi. Frönsku bændurnir eru eamt sem áður ekki mjíig hrifn- ir af því, vegna þess að þeir hafa heyrt því fleygt, að þær séu mjög lystugar á allt grænmeti, ekki síður en þær frönsku voru. Marg- ir Frakkar eru ánægðir með ástandið í kanínumálunum eins og það er nú, og einn af þeim er dr. Delille sjálfur, þrátt fyrir mikið aðkast sem hann hefur fengið út af þessu og dýravinir þar í landi brýni hann með því að enginn maður í heiminum hafi jafn mörg dýralíf á samvizk- unni og hann. Hann hélt fyrir- lestur fyrir nokkru um það, að Frakkland væri á ýmsan hátt betur sett án kanínanna en áður. Matjurtagarður dr. Delille hef- ur ekki um margra ára skeið staðið í þvílíkum blóma og þetta ár. Minnismerkl um ilug afrek á Homafirði í ’álLEFNI þess að n.k. mánud. 2. igúst eru iiðin 30 ár frá því aðíyrsta flugvélin lenti á íslandi, verður afhjúpað minnismerki austur á Hornafirði. Hinn 2. ágúst 1934 lenti Erik Nelson, sem er sænskur Amerik- ani, flugvél sinni austur á Horna firði. Kom hann á flugvél sinni frá Orkneyjum og var ásamt fleirum á hnattflugi. Varð hann fyrstur þeirra, sem þátt tóku í fluginu, til þess að lenda hér og um leið var flugvél hans fyrsta flugvélin, sem kom til íslands. v»i Flugmálafélag íslands hyggst nú að minnast þessa merkilega atburðar með því að reisa minnisvarða austur á Hornafirði. En Loftleiðir h.f. hefur boðið Erik Nelson hingað til lands í tilefni afmælisins. Talsverð síld í Breiðafirði en ógæfl- ir hamla velðam STYKKISHÓLMI, 29. júlí. — Fjórir bátar héðan frá Stykkis- hólmi stunda síldveiði héðan og ieru þeir með reknet. Voru þeir með 80—190 tunnur í gærdag, en í dag gaf ekki á sjó. Er norð- austan strekkingur hér í dag og rok er út í flóann kemur. Síldin sem nú hefur veiðzt hefur verið tekin til frystingar og í bræðslu. Var send síld til Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum til þess að láta mæla fitumagn hennar og reyndist það vera 18%. Síldin er fremur stór sem hér veiddist, og virðist vera nóg af henni hér í flóanum, en sjaldan hefur gefið á sjó. -— Árni. RAFGEYMAR Heavy duly 6 volt: 140 amperst. 1G0 ---- 230 ---- venjulegir 6 volt: 105 amperst. 120 —— 150 ---- 180 — 12 volt: 75 amperst. 98 ---- VfLA- 0G RAFTÆKJAVERZLUNIN Tryggvagötu 23. Sími 81279 5ær§usf á síðusfu sfundu Eftir að ákvörðun hafði verið tekin í Genf urn vopnahlé í Indó-Kína héldu hersveitir kommúnisfa uppi harðvítugum árásnm á liðsveitir Frakka til þeirrar stundar er bardögum skyldi hætt. Varð þá allmikið mannfall af beggja hálfu og margir særðust. Hér sjást særðir franskir hermenn flutíir Undir merki menntaðs mnnns ÉG HELD EKKI, en ég veit, að drykkjuskapur er nú eitthvert mesta mein menningarinnar. Ég held ekki, en ég veit, að hann veldur meiri eymd á fleiri heimilum, en nokkuð annað. Ég held ekki, en ég veit, að hann spillir sál og líkama, að hann slítur ætta- og sifjabönd, gleypir auðæfi manna og að drykkjurútur lamar og skelfir hug barna sinna og veldur þeim varanlegu meini. Ekkert barn nokkurs drykkju- manns getur nokkurntíma orðið alveg eins og það á að sér, eða algerlega hamingjusamt. Þar koma syndir feðranna öldungis niður á börnunum. Ég þekki þessa hluti. Það get- ur enginn frætt mig neitt um drykkjuskap og ég vonast til þess að enginn reyni nokkru sinni til þess. VÍNVEITINGANEFND FÆRDAR ÞAKKIR Úr því að ég hefi gert þessa játningu, þá langar mig til þess að tjá vínveitinganefnd Lundúna borgar hjartans þakkir fyrir að hafa veitt Battersea-skemmti- garðinum (Battersea Fun Fair) vínveitingaleyfi. . Þetta var skref í rétta átt. Höfuðborg vor, þótt grá og vatn- sósa sé, er þá því fetinu færari um að keppa við glæstari borgir í álfunni. Þær borgir vita hve sterkan þátt ferðamannastraum- ur á um fjárhagsafkomu þjóða. Battersea-skemmtigarðurinn er einhver hugþekkasta nýbreytni, sem gerð hefir verið í Lundún- um. Hann tekur jafnvel fram Prater-garðinum í Vínarborg, ; eins og sá garður var fyrir styrj- öld. Ég fór þangað með hjónum frá Canada að kvöldlagi fyrir skömmu. Hjónin voru himinlif- I andi. Þau sögðu að garðurinn I töfraði þau með litbrigðum, hljóm list og skáldskap. Hann væri allt í öllu. Það nær engri átt, að slík gleðihátíð ætti að snúast um ávaxtasafa eða að menn ættu að hoppa upp í loft af kæti yfir kjötsoði. Það er blátt áfram heimska. ■ • Það eru þönpulhausar, sem koma með slíkar tillögúr. Það eru menn sem blanda saman drykkju og ofdrykkju. HEIMSKULEG MÓTBÁRA Séra M. Hicks, fulltrúi Frí- kirkjuráðsins í Battersea, bar fram heimskulega mótbáru gegn vínveitingaleyfinu, þegar málið var rætt í nefndinni. Hann benti á að í garðinum stæðu fjölmargar bifreiðar og spurði svo: „Eigum vér að selja sterka drykki fyrir ökumenn þessara bifreiða, áður en þeir aka heim á kvöldin?" Slíkar og þessháttar spurning- ar bera þess ljósan vott að herra Hicks er einn þeirra fágætu manna, sem hafa ekki minnstu hugmynd um hvað drykkjuskap- ur er, og að hann er algerlega fákunnandi um sálarlíf drykkju- manns. Ég öfunda hann. Ég öfunda hann af því að hann þekkir alls ekki Ijótu söguna um „gin“-ið í tannburstaglasinu, á pelanum í bakvasanum, né held- ur leynibirgðirnar í neðstu skúff- unni. Það eykur ekki drykkjuskap, þótt vín sé á almannafæri. Eng- inn drykkjurútur leggur út á sína hálu braut til helvítis, þótt hann sjái menn sitja undir tré og drekka létt öl, glas af víni eða jafnvel wisky og sódavatn. Drykkjurútur fær áfengi jafn- vel þótt hann þurfi að vaða eld og eimyrju til þess að ná í það. Það er hans mein. Það er engin ástæða til að láta það varpa skugga á líf allra annarra manna. VIÐ GERUM ÉKKI FERÐAMENN AÐ OFDRYKKJUMÖNNUM Vér hænum ekki ferðamenn til lansins í því skyni að gera þá að ofdrykkjumönnum, enda lítil von um að slikt væri hægt, vegna þess að i fáum löndum eru lagð- ar slíkar hömlur á veitingar áfengra drykkja sem hjá oss. Ég undanskil þó Indland, þar er næstum algert bann við þeim. En vér viljum gjarna að ferða- mennirnir fari svo héðan, að þeir viti, að vér berum eitthvert skyn á menningarlíf, en vínið er einn þáttur þess. Hvað tel ég menningarlíf? Það er að sitja undir tré við lítið borð á veitingastað úti í skógi og dreypa smátt og smátt á koníaks- staupi og tala um alla heima og geima. Staupið endist ef til vill allt kvöldið, en heimurinn dálítið 1 lengur. En litla staupið hefir áhrif á heiminn og álit þitt á honum. Það eru ógnar þægileg áhrif. Það mætti segja mér að þetta staup hefði áhrif á lifrina og það væri sjálfsagt rétt, ef drukkin væri heil flaska. En það gera ekki vel menntir menn í menningarborg. Þar er vínið hvorki talið til eiturs né ólifnaðar. Þar þarf ekki að hrifsa það af mönnum og læsa það inni í skáp, heldur smakka menn á því og virða það eins og hvern. annan ávöxt jarðar. MENNINGARLÍF EKKI SAMA OG RÍKISMANNALÍF Einhverjir kunna ef til vill að segja, að menningarlíf sé sama og ríkismannalíf eða bílífi. En 1 það er langt frá því að svo sé. Þeir sem blanda saman menn- ingu og auðæfum, sýna með því sína eigin vanþekkingu. Þeir ættu að fara til Austur- ríkis í lok vínuppskerunnar og setjast hjá bændunum í blóm- skrýddum veitingahúsum og taka með þeim iagið um leið og smakkað er á nýja víninu. Þar er sungið um ást og æsku og allt sem gott er til. Geta menn ímyndað sér að þau kvæði hljóm- uðu eins vel yfir kakóbolla? Það væi'i hlægilegt að halda því fram, að það væri jafn hátíðlegt að hleypa bryndreka af stokkunum. með því að brjóta á honum tómat sósuflösku. Ég tek ofan fyrir vínveitinga- nefnd Lundúnaborgar og lyiti glasinu. (Greinarkorn þetta er eflir Beverley Nichols, kunnan rit- ’nöfund enskan og blaðamann. Hann ritar að staðaldri í Sundoy Chronicle og þaðan er greinin komin). Lögreglubátur hverí- ur við Hcng Kong HONGKONG, 29. júlí. — Flug- vélar frá brezka flughernum hafa árangurslaust leitað í allan. dag að lögregluhraðbát frá Hong kong, sem hefur horfið með 10 manns innanborðs. Er óttast að kínverskir kommúnistar kunni eitthvað að vita um afdrif báts • ins. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.