Morgunblaðið - 07.09.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1954, Blaðsíða 1
16 siður 41. árganzor. 203. tbl. — Þriðjudagur 7. sept. 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsina. Umræður um áframhaldandi gjaldeyris- íarf EvrópuþjáSa hefjas! í okióber Segir Per Jaeobsson, víðkimnur f jár - málamaðnr, er Iieldur hér tvo háskóla- fyrirlestra um efnahagsmál Evrópu ÞAÐ er nú ákveðið að starfsemi Greiðslubandalagsins ljúki 1. júlí næsta ár. Greiðslubandalagið hefur mjög orðið til þess að auðvalda verzlun og viðskipti milli Evrópulanda. Margir álíta því að nauðsynlegt sé að hafa áfram einhvern sameiginlegan gjald- eyrissjóð. Munu umræður um það hefjast í október n.k. Þannig komst sænski hag-1 LAUSNIN EF. EKKI fræðingurinn Per Jacobsson að máli á fundi með frétta- mönnum í gær. Ilann er víð- kunnur fjármálamaður, efna- hagsráðunautur Alþjóða- greiðslubankans í Basel. Er hann hingað kominn í boði L.andsbankans og Háskólans. Mun hann flytja tvo háskóla- fyrirlestra í 1. kennslustofu Háskólans. Annan í dag kl. 6, sem fjallar um Jafnvægi í gjaldeyris- og bankamálum og hinn á morgun, miðviku- dag, kl. 6 síðdegis, sem fjallar um vandamál sem upp koma í sambandi við frjáls kaup og sölu á gjaideyri. Er það ó- venjulegt en mjög til fyrir- myndar að Háskólafyrirlestr- ar séu haldnir um efnahags- mál og f jármál. Á fundinum með fréttamönn- unum gat Jacobsson þess að þeg- ar starfsemi greiðsluþandalagsins yrði felld niður um mitt næsta ár, væri til þess ætlazt að Ev- rópuþjóðirnar væru orðnar það sterkar fjárhagslega að gjaldeyr- issala yrði að mestu leyti frjáls. Enda væri það nú orðin ríkjandi skoðun í Evrópu, að þótt skortur sé á gjaldeyri, þá þeri ekki að setja takmarkanir á gjaldeyris- sölu, höft né hömlur, heldur sé aðalatriðið að stjórnarvöldin hagi efnahagsmálastefnu sinni skyn- samlega. GJALDEYRISERFIÐLEIKAR DANA — En hvernig lítið þér þá á gjaldeyrisvandræði Dana, sem mjög hafa verið til umræðu að undanförnu? spyrjum vér. — Já, það vill svo til, að ég dvaldist fyrir nokkru í Dan- mörku og kynnti mér efnahags- mál þeirra, svaraði Per Jacobs- son. Skýringin á vandræðum Dana er í stuttu máli þessi: — Þegar fregnirnar af afturkipp í efnahagsmálum Bandaríkjanna bárust til Evrópu s.l. vetur, ótt- uðust margir að það kynni að hafa nokkur áhrif á efnahagsmál Evrópuríkjanna. Þess vegna ákvað danska stjórnin að gera sérstakar ráðstafanir til að auka fjárfestingu og skapa þannig mótvægi gegn hugsanlegum á- hrifum af amerískum afturkipp. En nú þegar kemur fram á sumarið, þá er það ljóst, að samdrátturinn í Bandaríkjun- um ætlar engin áhrif að hafa í Evrópu. Þvert á móti hafa verziunarviðskipti aukizt og' þegar þar við bætast hinar sérstöku ráðstafanir dönsku stjórnarinnar, þá veldur þetta of mikilli fjái’festingu og yfir höfuð of mikilli eyðsiu innan- lands, sem hefur þau áhrif að innflutnings- og gjaldeyris- þörfin vex gífurlega eins og raun ber vitni. TAKMORKUÐ GJALDEYRISSALA Það er t. d. athyglisvert, hvern- ig danska stjórnin bregzt við þessu. Hún hefur ekki í hyggju að takmarka sölu erlends gjald- eyris, heldur gerir hún sérstak- ar ráðstafanir til að draga úr eyðslunni, draga úr ríkisútgjöld- um, hækka bankavexti o. s. frv. Er bað í samræmi við efnahaes- málastefnu flestra Evrópuríkja nú á tímum. ALÞJÓÐA- GREIÐSLUBANKINN Eins og áður er sagt starfar Per Jacobsson sem efnahags- ráðunautur Alþjóðagreiðslubank- ans í Basel. Skýrði hann frá að banki þessi hefði verið stofnaður árið 1930 og hefur verkefni hans jafnan verið að auðvelda gjald- eyrisyfirfærslur milli landa. — Hann hefur sambönd við aðal- banka allra Evrópuríkjanna og er Landsbanki ísland m. a. hlut- Framh. á bis. 2 Per Jacobsson kjarnorku I Vashington, 6. sept. RÆÐU sem Eisenhower for- seti Bandaríkjanna héit í dag skýrði hann frá því að nú væri hafin bygging fyrsta kjarnorku- versins í Bandaríkjunum. Fram- ieiðir orkuver þetta rafmagn og getur séð borg með hálfri milljón íbúa fyrir rafmagni. ■Á í ræðu sinni sem bæði var sjónvarpað og útvarpað, lýsti for- setinn því yfir að nú væri hafið samstarf milli þjóðanna um frið- i'Vamh. á bls. 9 Kristjón hershöfðingi loks á leið heim HanHaráSstefnan hófs! i gær Sfofnun varnðrkandafags Suðausfurasíuþjóða gerð innan skamms Manila Ö. sept. — NTB. FULLTRÚAR þeirra þjóða er aðild eiga að Manilaráðstefnunni komu saman á fund hér í borg í morgun .Ráðstefnan var sett formlega er fulitrúarnir höfðu flutt ávörp sín. Fulltrúarnir lögðu allir áherzlu á það í ræðum sínum að varnabandalagið fvrir Suð- austur-Asíu yrði eingöngu varnarbandalag, og því væri ekki stefnt gegn nokkuiri þjóð né þjóðasamsteypu. HERNAÐARLEGT OG VI?)- |fulltrúi Filipseyja vildu, að SKIPTALEGT ÖRYGGI : kommúnistar væru sérstaklega Fulltrúarnir voru á einu máli tilgreindir sem óvinir bandalags- um að Seato, eins og hið fyrir- ins, en fulltrúi Pakistan lagðist hugaða bandalag er skammstaf- gegn því að minnzt væri á nokk- að, eigi ekki síður að starfa á urn sérstakan óvin í sáttmálan- viðskiptalegum og hagfræðileg- um. um grundvelli, en hernaðarleg- um. KOMMÚNISTAR ÓVINIR NR. 1 Fulltrúi Thailands sagði í ræðu sinni, að hið fyrirhugaða banda- lag ætti ekki síður að láta til sín taka uppreisnir, sem gerðar væru innan landanna sjálfra en utanaðkomandi árás. Hann og Dulles utanríkisráðherra USA sagði í ræðu sinni, að eitt aðal- verkefni Seato yrði að vernda indokínisku löndin Laos og Kam- bodsía. Er fulltrúarnir höfðu flutt ávörp sín voru haldnir lokaðir fundir í dag og hafa engar opin- berar tilkynningar verið gefnar út um árangur af þeim. Búizt er við áframhaldandi fundum á morgun. Fyrirskipar Mno innrás á Formósu? Bandaríski flotinn í hafi Washington, Taipek 6. sept. — Reuter. AMERÍSKIR hernaðarsérfræðingar héldu um helgina hern- aðarráðstefnu um hvaða afstöðu bæri að taka til hinna auknu hernaðaraðgerða Kínverja á eyjum þeim, er umhverfis Formósu liggja, og hvert hernaðarlegt mikilvægi þeirra er fyrir vörn For- mósu, en sem kunnugt er hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að beita hervaldi til að koma í veg fyrir að kommúnistar geri innrás á Formósu. FYRIRSKIPAR MAO INNRÁS? Það er álitið mögulegt í Was- hington, að strandhögg og loft- PARIS, 6. september. — Grá- hærður, niðurbrotinn og tærðui maður kom til Hanoi á laugar- daginn. Það var Christian greifi af de Casteries, hershöfðinginn sem stjórnaði hinni hetjulegu vörn Frakka við Dien Bien Phu, De Casteries hefur nú verið í fangabúðum kommúnista í fjóra mánuði. Er hann kom til Hanoi hné hann grátandi í faðm yfir- manna sinna. Búizt er við að hann fái geysilegar fagnaðarmót- tökur er hann kemur til Frakk- lands. Kona hans er í París, en hún hefur ekki fengið vegabréfs- áritun svo hún gæti farið til Saigon til móts við mann sinn. ,• ★★ • í sambandi við þessa fregn má geta þess, að fréttarit- ari Daily Mail hefur hitt konu De Castries að máli, og lét hún í ljósi við hann ótta um að reynt yrði að ráða hann hennar af dög- um, áður en hann kæmist til Par- ísar. Er fréttaritarinn spurði um ástæðuna fyrird þessum einkenni lega ótta hennar, sagðihún, að hann ætti óvini bæði í Indó-Kína og Frakklandi sem einskis myndu svífast til að koma í veg fyrir, að hershöfðinginn gæti leyst frá skjóðunni um hernaðarástandið í franska Indó-Kína. Er frúin var minnt á, að maður hennar væri undir hervernd, sagði hún kald- hæðnislega: „Það er alltaf mögu- leiki á slysi“. <S>- Stéttarsombandsfund- inum lnuk á laugard. Sbatti í\ jeppabifreiðum snótmælt AÐALFUNDI Stéttarsamands bænda, sem haldinn var að Laugum í S.-Þing., lauk á laugardagskvöldið. Komu sunn- lenzku fulltrúamir hingað til Reykjavíkur á mánudagsnóttina. — Mörg hagsmunamál bændastéttarinnar voru rædd á fundinum og hefur margra þeirra þegar verið getið hér í blaðinu. Fundarstjóri var Jón Sigurðsson alþm. á Reynistað. BOÐ TIL MÝVATNS I tillaga um að skipa fimm manna Á laugardaginn bauð Búnaðar- j millifundanefnd. Hlutverk nefnd- samband Suður-Þingeyjarsýslu arinnar er að rannsaka hvað sé fulltrúunum til kaffidrykkju að þess valdandi, að mikill mismun- Reykjahlíð við Mývatn. Voru ur er á útborgunum mjólkurbú- þar allmai’gar ræður haldnar og anna til framleiðenda. var sú för hin bezta. TILLÖGUR Á laugardagskvöldið var fund- SKATTI MÓTMÆLT arstörfum haldið áfram og voru | Loks var og samþykkt tillaga þá m. a. samþykktar tillögur um í einu hljóði, að mótmæla ein- verðlagsmál landbúnaðarafurða, dregið fyrirhuguðum skatti á breytingar á verðlagsgrundvell- jeppabifreiðar. inum, tillögur um garðávaxta o. fl. söluskipan VERÐJOFNUN MJÓLKUR Þá var samþykkt á fundinum árásir á eyjarnar Kinmen og Quemoy séu ekki málamynda- árásir heldur virkilegur undir- búningur innrásar á Formósu sjálfa. EKKI FORMÓSA EIN ... Dulles utanríkisráðherra USA lýsti því yfir 24. ágúst að Banda- ríkin myndu ekki takmarka af- skipti sín við Formósu eina, held- ur líka verja eyjarnar í sundinu. Almennt er þó lagður sá skiln- ingur í þessi ummæli að Banda- ríkin munu því aðeins skipta sér af töku smáeyjanna, að slíkt sé þáttur í stærri innrásarfyrirætl- unum. TVEIR BANDARÍKJAMENN DREPNIR Samkvæmt síðustu fregnum frá meginlandi Kína hafa komm- únistar nú safnað saman að minnsta kosti 100 þús. manna her á ströndinni á móti Formósu. Er það skoðun hernaðarfræðinga Chang Kai-Sheks að kommún- istar muni beina þessum herafla til Kinmen. Undanfarið hafa kommúnistar gert nokkrar loft- árásir á eyna og m. a. drepið tvo bandaríska hermenn. FLOTINN í HAFI Á Formósu bíða menn nú í ofvæni eftir því hverja fram- vindu málin taka. Það hefur vak- tið jnikla athygli í þessu sambandi hað aðstoðar-vamarmálaráðherra Miklu nánar verður frá Íund-JUSA Seaton lýsti því yfir um inum sagt hér í blaðinu á morg-^helgina að Bandaríkjastjórn væri un og þá birtar allar þær tillögur,v.ljóst hernaðarlegt mikilvægi sem samþykktar voru á fundin-’ Quemoy og þess vegna væru um. ^vissar deildir flotans látnar í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.