Morgunblaðið - 07.09.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.1954, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: A og NA kaldi, skýjað, dálítil rigning með köflum. Lögíræðingamóf í Osló. Sjá grein á blaðsíðu 9. i Banaslys á Hafnar- fjarðarvegi Hafnarfirði 6. sept. UM þrjúleytið síðastliðna sunnudagsnótt varð banaslys í brekk- unni, sem er skammt frá Bessastaðaafleggjaranum á Hafnar- fjarðarvegi. Magnús Karl Lindal Þorsteinsson að Hellubraut 9 liér í bæ varð fyrir stórri flutningabifreið af Keflavíkurflugvelli og beið þegar bana. Hann var 31 árs að aldri. Flutningabifreiðin var að koma frá Reykjavík, og voru í henni um 30 manns. Segist bif- xeiðarstjórinn hafa dregið úr ferð bílsins, þegar hann kom í brekkuna, því að ofarlega í henni á vinstri vegarkanti, hafi hann 6éð bifreið, sem stóð þar kyrr. Skipti það svo engum togum, að þegar hann var kominn á móts við fyrrnefndan bíl, hafi maður komið skyndilega út á veginn, þvert fyrir bílinn. Bifreiðarstjór- inn snögghemlaði, en það dugði ekki til. Kastaðist Magnús út fyr- ir veginn og mun hafa látizt sam- stundis. Magnús var ókvæntur. — G. E. INorskir menntaskóla- nemendur í heimSóíoi hér IGÆRKVÖLDI komu til landsins góðir gestir með millilanda- flugvél I.oftleiða frá Stavanger í Noregi. Fimm norskir mennta- skólanemendur, tvær stúlkur og þrír piltar, komu hingað í boði. Morgunblaðsins og Loftleiða og munu dveljast hér í vikutíma. Á flugvellinum voru gestirnir boðnir velkomnir af blaðafull- trúa Loftleiða, Sigurði Magnús- syni, og fréttamanni Mbl. Var síðan haldið til veitingaskála Loftleiða á flugvellinum. Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða tók þar á móti ferðalöngunum. — Snæddu þau þar kvöldverð, en liéldu síðan að Hótel Vík, en þar munu þau dveljast. Boð þetta var í samráði við Stavanger Aftenbladet og í fylgd með unga fólkinu var blaðamaður frá Aftenbladet, John Storækre. Þessir rösklegu unglingar heita Torbjörn Sirevaag, Jo- hannes Östbo, Ole Hovland, Signe Berentsen og Anne Berit Meling. Þau urðu hlutskörpust í ritgerðasamkeppni um „Island i Norden“, sem haldin var meðal menntaskólanemenda frá Stav- anger, Haugasundi, og Rogalandi. Með þessari ferð gefst þeim tækifæri til að kynnast af eigin reynd landinu, sem þau rituðu um, og verður þeim sýnd Reykja vík og nágrenni hennar eftir því sem föng eru á. Á morgun munu þau skoða í boði Reykjavíkurbæjar, merk- ustu staði og stofnanir bæjarins, fræðast um sögu hans og sækja heim borgarstjórann. Vonum við, að dvölin hér verði þeim sem ánægjulegust og fróðlegust og verði til þess að efla þann bróðurhug, sem treyst geti þau frændsemisbönd, er tengja ísland og Noreg. Formannafundi kven- * félagasambanda Is- iands nýlokið DAGANA 1,—4. september 's.l. sátu formenn kvenfélagasambanda á íslandi fund í Hlégarði. Fundinn sátu um 20 konur, fulltrúar frá 15 kvenfélagasamböndum víðsvegar á landinu, en þau eru 19 ■talsins. SKIPULAGSMÁL Á fundinum voru rædd ýmis mál varðandi starfsemi kvenfé- laga og kvenfélagasambanda og stjórnaði fundinum og störfum hans frú Guðrún Pétursdóttir. Opinberar ályktanir voru engar gerðar þar sem fundurinn hafði ■til meðferðar fyrst og fremst inn- byrðis mál um félagastarfsemina Géð reknetjavelSi Keflavíkurbéta KEFLAVÍK, 6. september. — I Ágætur afli hefur verið hjá reknetjabátunum siðustu daga eða um og yfir 100 tunnur í lögn. í gær var Björgvin hæst- ur með 184 tunnur. Nokkrir bátar voru með frá 150—180 tunnur í dag. Mjög erfitt er að fá mann- skap á bátana og liggur til dæmis einn báturinn bundinn við bryggju vegna manneklu. [ — Ingvar. og skipulagsmál, svo sem áður er sagt. ANNAÐ HVORT ÁR Formannafundir kvenfélaga- sambanda íslands eru haldnir annað hvort ár til skiptis við landsþing kvenfélagasamband- anna, þar sem mættir eru full- trúar frá hverju sambandi í hlut- falli við tölu félagskvenna. Var það haldið s.l. ár hér í Reykja- vík. í stjórn Kvenfélagasambands íslands eiga sæti frú Guðrún Pétursdóttir, frú Aðalbjörg Sig- urðardóttir og Rannveig Þor- steinsdóttir lögfr. Sandgerðlsbáfar SANDGERÐI, 6. sept. — Ágæt síldveiði var hjá Sandgerðisbát- um s.l. viku, og þó sérstaklega í gær, en þá voru þeir með frá 100 tunnum og upp í 230. Sæmundur var þá með 230 tunnur, Hrönn 179 og Kári 159. Var landað hér 2513 tunnum í gær. Síldin er bæði fryst og söltuð. — Fréttar. í gærmorgun setti utanríkisráðherra Kristinn Guðmundsson, fund uorrænna blaðafulltrúa hér í Reykjavík, og er myndin tekin við- það tækifæri af fulltrúunum ásamt ráðherranum og skrifstofu- stjóra utanrikisráðuneytisins. Fulltrúarnir eru, talið frá vinstri: Stefán Hilmarsson fulltrúi, Sigvald Christensen Danmörku, Olof Rydbeck Svíþjóð, utanríkisráð’aerra, Oddvar Aas Noregi, Bjarni Guðmundsson blaðaíulítrúi, Ileikki Leppo Finnlandi og Magnús Vignir Magnússon skrifstofustjóri. Fundinum mun ljúka í dag, Fjallað er um upplýsingastarfsemi og útgáfu á sameiginlegu ritl’ um Norðurlönd, jafnvel sérstöku tímariti. — Ljósm. P. Thomsen. Það týndist engin kona á berjamó í Kjósinni Misskilningur írá upphafi ísland vann Ausfur- ríki í Aimferdam ÍSLAND vann Austurríki með 3 vinningum gegn 1 í 2. um- ferðinni á skákmótinu í Amst- erdam, en i fyrstu umferðinni töpuðu íslendingar fyrir IIoI- lendingum. — Nánar er sagt frá mótinu á bls. 9. Um 20 þús. tuímur Faxasíldar saltaðar SÖLTUN Faxaflóasí'dar nálgast nú óðum annan tug þúsunda tunna. En afli hefur glæðzt mjög nú um helgina. Á laugardags- kvöld var búið að salta í tæplega 13,670 tunnur. Á sunnudag mun hafa verið búið að salta í 2500 tunnur. Og í gær 'mun töltunin hafa numið milli 2500 og 3000 tunnur. Síldarútvegsnefnd skýrði blað- inu frá þessu í gær, og gat þess, áð aflinn hefði verið einna bezt- ur á sunnudag og mánudag. Söltunin er mest í Keflavík, þar sem á laugardagskvöld höfðu verið staltaðar 3800, í Sandgerði 2400, í Hafnarfirði 1800, Akra- nesi 1700, Grindavík 1500 og í Stykkishólmi 1400. Hæstar ein- stakar söltunarstöðvar er Miðnes í Sandgerði með 1538 tunnur, Söltunarstöð Sigurðar Ágústsson- ar í Stykkishólmi 1439 og þriðja er söltunarstöð Jóns Gíslasonar í Hafnarfirði með 930. Hafnfirðingur með metafla HAFNARFIRÐI. — Síldveiðibát- arnir öfluðu heldur vel í síðast- liðinni viku, — og ágætlega um helgina. Voru þá nokkrir þeirra með um og yfir 100 tunnur. — Hafnfirðingur hafði mestan afla eða 208 tunnur á sunnudag. Ann- ars fékk hann í síðastliðinni viku um 1000 tunnur síidar, og er það gífurlegur afli. Er hér um algert met að ræða. Skipstjóri á Hafn- firðingi er Sigurður Sigurjóns- son. — G. E. „Gulina hiið" Davíðs Siefánssonar leikið í Osióar- úfyarpinu HIÐ VINSÆLA leikrit Daviðs Stefánssonar „Guilna hliðið“ var leikið í Oslóarútvarpið í fyrri viku. Reynsla var áður fengin fyrir því, að leikrit þetta féll norskum leikhúsgestum vel í geð. Því svo mikil aðsókn var að leikritinu þegar það var leik- ið í Norska leikhúsinu í Oslo fyrir nokkrum árum, að það var leikið þar samtals 67 sinnum. Var leikritið að þessu sinni undirbúið sérstaklega fyrir flutning í útvarpi. Sömu leikend ur fóru með hlutverkin, einsog þegar það var sett á svið í Norska leikhúsinu. Fór Ragnhild Hald með hlutverk kerlingar- innar og Tvinde með hlutverk Jóns. Þessi útvarpsleikur heyrist prýðilega hér á landi. Vafalaust hefðu margir haft hug á, að hlusta á leikinn hér á landi ef þeir hefðu haft fregnir af þess- um flutningi. En vegna ein- hverra mistaka var þessa norska flutnings á leiknum ekki getið hérlendis hvorki í blöðum né útvarpi. EFTIR hádegi í gærdag var hafin dauðaleit að konu í landi Hækingdals í Kjós. En þegar leitin stóð sem hæst gaf konan sig fram við lögregl- una. — Allt eintómur mis- skilningur. Forsaga þessa undarlega máls, er sú, að fararstjórar í berjaferð Ferðaskrifstofu ríkisins í land Hækingdals í Kjós töldu víst, að ein kona hefði týnzt á berjamó, sem skrifstofan efndi til á sunnu- dag. Látlaust var lýst eftir konunni i útvarpinu, sem sögð var hafa verið í rauðri kápu. Er ekki að orðlengja það, að stúlka ein, sem vinnur í verk- smiðju hér í bæ, taldi sig hafa ástæðu til þess, er henni var sagt, að lýst væri eftir konu úr þessum berjaleiðangri, að átt myndi við sig. Gaf hún sig samstundis fram við lögregl- una. Hún hafði reyndar ekki farið í sama bíl hingað til bæj arins og hún fór í, vegna þess að henni fannst hann vera yfirfullur. Fór hún því í ann- an bíl Ferðaskrifstofunnar, þar sem rýmra var. Hún sagð- ist ekki hafa athugað það, þeg ar spurzt var fyrir um hvort þeir, sem í bílnum væru, hefðu komið í þeim sama bíl. Auk þess, sem henni var sagt, að saknað væri úr hópnum eldri konu á rauðri kápu. Sjálf var hún í grænni kápu, og tók það því ekki til sin, er henni var sagt, að það vant aði konu á rauðri kápu. Allt tómur misskilningur frá upphafi — en aðalatriðið er: enginn týndist. Um helgma syntia um 500 moxins 200 m 9 dagar efiir og við geftnn sigrað AFIMMTUDAG í næstu viku lýkur hinni samnorrænu sund- keppni. Málin standa nú þannig, að til þess að ísland sigri vantar aðeins nokkur þúsund þátttakendur, — eða með öðrum: orðum aðeins herzlumuninn. Með góðri lokasókn á ísland að geta sigrað öðru sinni í þessari keppni. Sá sigur vinnst hins vegar ekki, nema að allir leggist á eitt um að auka þátttökuna nú þessa síðustu 9 daga keppninnar. 500 SYNTU UM HELGINA Um helgina var þátttaka meiri hér í Reykjavík en um langt skeið. Munu um 500 hafa synt frá því á laugardagsmorgun. Ef svo heldur áfram ættum við að ná takmarkinu — sigrinum — en aðeins með því að svo haidi áfram. MARGAR STÚLKUR KOMU Það hefur verið bent á það, að þátttaka hefur verið lítil 1V stúlkum og skólabörnum. Um helgina komu margar stúlkur til sundsins og reyndist auðvelt að synda 200 metra. Víst er að margt fólk er enn hér í Reykjavík, sem heldur að það geti ekki synt 200 metrana, en ef það reynir veitist því það furðu auðvelt. Leggj-j umst því á eitt þessa síðustu j daga. Syndum 200 metrana og; fáum fleiri þátttakendur til sund- i staðanna. Þá getur ísland sigrað — en aðeins ef svo er gert. Hafnarverka- maður verður bráðkvaddur Á SKIPUM Eimskipafélagsins, sem lágu í höfninni í g;ærdag, svo og á byggingu félagsins, blakti fáni í hálfa stöng. Hafn- arverkamaður að nafni Þorsteinm Sigurðsson, til heimilis að Njáls- götu 17, hné niður víð vindu um borð I Brúarfossi um kl. 8,30 I gærmorgun. Var hann örendur er að honum var komið. Hafði hann verið við vinduna frá þvi vinna hófst um morguninn, en verið var að losa tunnur úr lest- inni. Þorsteinn heitinn lætur eftir sig konu. Hann var 74 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.