Morgunblaðið - 07.09.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.09.1954, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 7. sept. 1954 J f 14 FramHaldssagan 35 látur fyrir að fá að snæða hádeg- isverð í návist yðar. Ég hringi til yðar í fyrramálið, og við ákveð- um tíma og stað, og ég verð ánægðasti maðurinn í allri liondon." Hann lyfti glasi sínu í þögulli skál. Þau horfðust í augu, og hún brosti. Það var erfitt að geta sér til um aldur hans — hann gat verið tuttugu og sex eða tuttugu og sjö, hugsaði hún, fyrst hann var í Cambridge með Richard. Þó leit hann út fyrir að vera eldri í samanburði við Richard. Hann var magur í andliti og áberandi ör var frá augabrúninni annari upp á enni og gaf honum dálítið kaldranalegan svip; hann var ljós hærður, en hár hans virtist nú dekkra vegna hárolíunnar sem í því var. Eitthvað stal athygli hans og hann leit yfir öxl hennar. „Sjáið Elanor gömlu. Hún er vafalaust búin að afla sér vitneskju um alla æfisögu þessa náunga, sem var svo óheppinn að gefa sig á tal við dóttur hennar. Hún hefur reynt í tíu ár að koma Millecent út, en ég er hræddur um að enn séu brúðkaupsklukkurnar fjarri." „Þekkið þér þær vel?“ „Eg hef þekkt þær árum sam- an“, svaraði hann. „Ég heimsæki þær af og til og masa þá við Bently. Hann er blindur. Hann hefur gaman af því, ef ég kem af og og til. Eleanor virðist heldur ekki á móti því að ég komi.“ „Eruð þér viss um, að það sé ekki Millecent vegna, sem hún vill að þér heimsækið þau? spurði hún stríðníslega. „Þér þekkið ekki Eleanor." sagði hann hlæjandi. „Þá mynd- uð þér ekki spyrja svona. Hverja ofurást sem hún kann að hafa á eignum mínum Millecent til handa, myndi hún alls ekki vilja lá mann eins og mig fyrir tengda son. Hún vill að dóttur hennar eignist eiginmann, en ég upp- fylli ekki allar þær mörgu kröf- ur, sem hún setur í þeim efnum.“ Nicole vissi ekki gjörla hvað hann átti við. Því skaut upp í huga hennar, að Iris væri kann- ske að hnýsast um hið sama vandamál varðandi Gerry Agar, og Eleanor Bently var að forvftn- ast um varðandi hinn unga mann- inn. Það var ekkert hlægilegt 'við þessar konur, ekkert undar- legt. Þeim fannst það heilög skylda sín, að sérhver maður, sem leitaði eftir félagsskap dætra þeirra eða frænku væri i;annsakaður og forvitnast væri um hagi hans og ætt — eins og þegar maður sækir um ákveðna stöðu. Henni var hugsað um þenn an litla, þrönga hring af fólki, sem var þarna umhverfis hana í hýbýlum frænku hennar — Iris hafði valið þetta fólk af handahófi Hún hugsaði um hvern gestinn af öðrum. Þarna var Derrick Greeson .... Hún brosti. Hann var aðlaðandi mað- en þó harðneskjulegur eins og sér hver ábyrgur maður í konung- lega enska flotanum varð að vera. Hann var miklu eldri en hún, fimmtán árum að minnsta kosti, en hann var fríður maður — grannvaxinn en virðulegur í framkomu. Ættmenni hans höfðu mann fram af manni verið í flot- anum — og hann var alltaf að halda því á lofti. Hún ypti öxlum — nóg um Derrick Greeson Þó að hún væri þess næstum fullviss, að hann væri efstur á lista Irisar um líkleg mannsefni fyrir hana, þá var hann neðstur á hennar cigin lista. Og Alec R Randsome. Hún gat ekkert fundið leiðinlegt í fari hans — það var ógæfan; hann var svo vingjarnlegur og alúðlegur. Hann var fjölhæfur — en svo virðist sem hann hefði ekki áhuga á neinu öðru. Henni fannst að líf með honum yrði tilbreytingarlaust og einhæft, þó I hann yrði góður eiginmaður. Þá i var það Jonnie Gardiner. Hann hafði hitt hana í fyrsta sam- kvæminu, sem hún f ór til.... En nú var hún að hugsa um þá er Iris virtist vilja helzt sem biðla hennar var hún trufluð. Hún heyrði rödd frænku sinnar að baki sér. Hún var að tala við Lloyd. Nicole lagði við hlust- irnar og furðaði sig á því, hvort Lloyd væri meðal þeirra sem Iris myndi mæla með. Iris var alltaf jafn vingjarnleg við hann ÚTBREIDDUST Utbreiddusta og þrautreyndustu flugvélar heimsins eru „D C“ flugvélar, framleiddar af Douglas. Þér getið ferðast með risastórri nytízku D C—6 eða D C — 6 B á öllum helztu flugleiðum, hvar sem er. Magnús Konráðsson verkfræðingur, cand, polyt, Drápuhlíð 29. — Sími 1287» Tek að mér alls konar verkfræðistörf. Geri uppdrætti, áætlanir og útboðslýsingar, Sérgrein: Jámbent steypa og hafnarmannvirki. ■••■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■aB 4ra manna bífll óskast til kaups. Má vera í ógangfæru og slæmu ástandi. Eldra model en ’46, kemur helzt ekki til greina. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir hádegi á laugardag, merkt: „Ódýr bíll —270“. ■9'M ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ mmmjuOi ajCO.aJia ■MMOHHMPji ■!•«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••••••••■■■■► 3 eða 4 herbergja íbúð óskast nú þegar. Tvennt fullorðið í heimili. Fyrir fram greiðsla eftir samkomulagi. Uppl. í síma 81031 í dag. 3 Þegar kóínar í veðri koma kostir MAGIRUS- bifreiðarinnar vel í Ijós. Enginn vatnskassi, : enginn frostlögur. Hiti í stýrishúsi eftir vild. Vélarnar eru loftkældar dieselvélar af hinni heimsfrægu DUETZ gerð. 5% tonns bifreið kostar í útsölu hér kr. 79.700,00. — Allar nánari upplýsingar fúslega í té látnar. Kynnið yðtir kosti þessara bifreiða. Einkaumboðsmenn á íslandi: Vélar & Skip h.f. Hafnarhvoli — Sími 81140 ELEKJRdUJX hrærivélar Nýkomnar: Elektrolux-hrærivélar með berjapressu Ryksugur — Bónvélar Einnig mikið úrval af varahlutum. Einkaumboðsmenn: Hannes Þorsteinsson & Co. W»i ■ faa«>nm Íbúð — iðnaðarhúsnæði 135 ferm. hæð er til leigu gegn standsetningu. Málflutningsskrifstofa JÓNS BJARNASONAR Lækjargötu 2 — Sími 1344 fwwmnm STÚLKA óskast til afgreiðslu í kjölbúð, helzt vön. — Uppl. í síma 6488 eða á Klömbrum, Rauðarárstíg klukkan 7—9 e. h. ■■■■innM ■ Reykvíkingar! Fólk, sem hefði áhuga á dvöl í Hveragerði, sér til ] heilsubóta og hvíldar, og vildi stunda leirböð frá 1. okt. « til 14. maí, gæti fengið góða íbúð með öllum þægindum, ■ hitaveitu og síma í leiguskiptum fyrir 2 herbergi og eld- hús í Reykjavík eða nágrenni. Upplýsingar í síma 9435 frá kl. 6—8 e. h. unn Tvær starfsstúlkur vantar í eldhús Vífilsstaðahælis strax. — Upplýs- ingar hjá matráðskonunni I síma 9332 kl. 1,30—4 og eftir kl. 7. SKRIFSTOFA RIKISSPITALANNA 13 ... •■■•■>■■■■ « • • ,■■■■■■■■•■■■■■■. na>..i.-winn<.inn«a« mMMM mmj, ■•■«■■■■■■ * ■ ■ ■ i ■ ■M'jocmm £ % !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.