Morgunblaðið - 07.09.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.1954, Blaðsíða 8
8 MORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. sept. 1954 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.) Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigtur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. E*eir, sem Bsókum nnna eru tengd ir bræðrubandi Úr ræðum brezka sendiherrans og formanns Angliu við opnun brezku bókasýningarinnar Vlálefnalaus glundroðaflokkur FYRIR síðustu alþingiskosning- ar mynduðu nokkrir menn með sér samtök, sem þeir kölluðu „þj óðvarnarflokk“ Flestir þeirra komu rakleitt úr röðum komm- únista en aðrir úr svonefndum „vinstra armi“ Framsóknar. — Nokkrir menn, sem verið hafa á hlaupum milli allra flokka töldu sig nú einnig hafa himinn hönd- um tekið er nýr flokkur var stofnaður. Loks settust þar að fáeinir menn, sem ævinlega eru á móti öllu og halda uppi nei- kvæðu nuddi og nöldri. Af þessu liði var hinn nýi flokkur stofnaður. Hann fékk tvo fulltrúa kjörna á þing og þar með tækifæri til þess að sýna svart á hvítu, hvaða mál og hug- sjónir honum lægju á hjarta. Á Alþingi kom það í Ijós, sem að vísu var fyrirfram vit- að, að flokkurinn var gersam- lega snauður að málefnum. — Andstaðan gegn vörnum og öryggi landsins var han> eina „hugsjón". Við hlið hálf- bræðra sinna, kommúnistanna, tók hann upp harða baráttu gegn þeirri utanríkisstefnu, sem Iýðræðisflokkarnir hafa mótað á undanförnum árum. Hann hjálpaði kommúnistum ennfremur til þess að fá full- trúa kjörna í útvárpsráð og menntamálaráð. Þar með eru afrek „Þjóð- varnarflokks íslands" öll upp- talin. „Þjóðvarnir“ hans hafa með öðrum orðum verið fólgn ar í því til þessa, að elta kommúnista og hjálpa þeim til þess að halda áhrifum í nokkrum menningarstofnun- um. Til þess er fyllsta ástæða, að íslenzka þjóðdn hugleiði það með sjálfri sér, hvort líkur séu til þess að stjórnmálalíf hennar verði heilbrigðara við það að halda lífi í slíkum flokki. — Reynsla allra annara lýðræðis- þjóða er sú, að þess fleiri sem stjórnmálaflokkar þeirra eru, þeim mun glundroðakenndara og verra verði stjórnarfar þeirra. í þeim löndum, þar sem flokkarn- ir eu fæstir er stjórnarfarið hins vegar heilbrigðast og lýðræðið fullkomnast. Að sjálfsögðu er hér ekki átt við þau lönd, sem banna alla flokka nema einn, eins og kommúnistar gera þar sem þeir hafa sölsað undir sig völdin með blóðugu ofbeldi og svikráðum. Til þess að fólkið eigi kost á að velja og hafna þurfa flokkarnir að vera a.m.k. tveir, eins og t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að eðlilegasta flokkaskiptingin hér á landi væri, að hér væru aðeins tveir flokkar, frjálslyndur borgaraleg- ur lýðræðisflokkur eins og Sjálf- stæðisflokkurinn er annars veg- ar, og lýðræðissinnaður sósíal- istaflokkur hins vegar. Kommún- istar hafa sjálfir haslað sér völl uta garðs í íslenzkum stjórnmál- um og þjóðlífi með skilyrðis- lausri Rússadýrkun sinni og of- beldisstefnu. Það fólk, sem fyllir Framsóknarflokkinn á langsam- lega flest heima annað hvort í Sjálfstæðisflokknum eða Alþýðu- flokknum. En hvernig, sem þjóðin kýs að skipa sér í flokka í framtíðinni er það þó víst, að það samrýmist engan veginn hagsmunum henn- ar og lýðræðisskipulagsins að flokkunum fjölgi. — íslendingar hafa ekkert að gera með málefna lausa flokka eins og hinn svo- kallaða „þjóðvarnarflokk", sem skortir alla hugsjónalega undir- stöðu. Á því fer þess vegna bezt að hann koðni niður og hverfi við næstu kosningar. Benda og allar líkur til þess að svo fari. Hann hefur sjálfur kveðið upp sinn eiginn dauðadóm. fslendingar verða einnig að gera sér það ljóst, að þeir verða að kunna sér hóf í deil- um og átökum milli flokka. Gagnrýni á stjórnvöldin er að vísu sjálfsögð og nauðsynleg á hverjum tíma. En sú gagn- rýni verður að byggjast á á- byrgðartilfinningu og trúnaði við þjóðarhag. Ef hún gerir það þá ber þeim, sem með völdin fara að taka tillit til hennar. Gagnrýni stjórnar- andstöðunnar á með öðrum orðum að vera trygging þess að valdhafarnir misbeiti ekki valdi sínu. íslendingar vilja að lýðræð- isskipulag þeirra standi sem traustustum fótum, sé heil- brigt og óspillt. Eðlileg flokka skipting er einn af hyrningar- steinum þess. Þess vegna er það mjög þýðingarmikið að málefnalausir glundroðaflokk ar nái ekki fótfestu i landinu. IVfoskvuför Einars NEMMA í sumar hélt Einar Olgeirsson til Moskvu. Þar hef- ur hann dvalið síðan. Um svipað leyti h'urfu kommúnistaleiðtog- ar annara landa í Vestur-Evrópu þangað austur og eru sumir enn- þá í Moskvu. Auðsætt er, að Sovétstjórnin hefur stefnt riðilsstjórum sínum í hinum ýmsu löndum til fundar við sig. Um fundarefni verður að sjálfsögðu ékkert fullyrt á þessu stigi málsins. En ekki er ólíklegt, að það sé Moskvumönnum nokk- urt áhyggjuefni, hversu fylgi kommúnistaflokka Evrópu hefur farið hraðminnkandi undanfarin ár. Mun því nokkuð þykja við liggja, að finna úrræði til þess að stöðva skriðuna. Það er því engan vegin ólíklegt að Einar Olgeirsson og félagar hans frá öðrum löndum komi með nýja „línu“ frá fundinum í Moskvu. Það er ómaksins vert, að rifja það lauslega upp, að í stefnuskrá „Sameiningarflokks alþýðu, sós- íalistaflokksins" segir svo, að flokkurinn sé engum háður nema kjósendum sínum, „íslenzkri al- þýðu“. Þrátt fyrir þessa fögru yfirlýsingu hefur leiðtogum flokksins hvað eftir annað verið stefnt til Moskvu til þess að taka þar við fyrirskipunum „félag- anna“ í Kreml. Auðvitað er þetta í full- komnu samræmi við eðli og uppbyggingu hins íslenzka kommúnistaflokks. Hann er aðeins deild í hinum alþjóð- Iega kommúnistaflokki. Þess vegna verður Einar að fara til Moskvu þegar hann er kall aður þangað, til þess að taka við nýrri „línu“. Þessi mynd var tekin við opnun brezku bókasýningarinnar s.l. laugardag. Til vinstri sést menntamálaráðherra Islands Bjarni Benediktsson og brezki sendiherrann Mr. J. T. Henderson. VeU avicli óhripar: Tvær sýningar í Þjóðminjasafninu. KRUMMI skrifar: „Ég var einn hinna mörgu, sem röltu upp í - Þjóðminjasafn um helgina til að skoða sýning- arnar tvær, sem þar standa yfir um þessar mundir, norsku list- sýninguna og brezku bókasýn- inguna. Það fer að líða að þeim tíma ársins, þegar fólkið hugsar sér ekki lengur til hreyfings til ferðalaga á frídögum sínum eins . og yfir sumarið, þegar helzt er ] góðra veðra von. Það heldur sér . heima við, skoðar listsýningar j eða aðrar sýningar af einhverju tagi — Þeir sem áhuga hafa á því I sviði. Aðrir fara í leikhús, í bíó eða á ball — hver eftir því sem hugurinn stefnir helzt til — og svo eru líka hinir, sem una sér bezt heima í þægilegum stól með góða bók. Eitt sameiginlegt. EN mér datt í hug, þarna er ég rölti um norsku listsýning- j una í Listasafni ríkisins, að það er eiginlega alveg sérstök tilfinn- ing sem maður verður gripinn undir slíkum kringumstæðum — andrúmsloftið er með dálítið sér- stökum hætti. Þarna er saman komið ýmislegt og alla vega fólk. Ég þekki máske ekki eina sálu meðal þess, ég veit það eitt, að mér og öllu þessu fólki er einn hlutur sameiginlegur: að það er hingað komið af því að það hef- ir langað til að sjá. það sem hér er til sýnis. Hvernig stendur á því? EN svo getur það verið dæma- laust misjafnt og margvíslegt hvaða afstöðu — hvað tilfinning- ingar allir þessir sýningargestir hafa gagnvart því, sem þeir eru að skoða. Mig hefir oft langað til að víkja mér að þeim, sem ég sé, að stendur mér næstur og 1 spyrja hann hreinlega: Af hverju 1 staldraðirðu svona lengi við þessa mynd hérna — eða svona st|utt við þessa þarna? hvað er það, sem þú ert að leita að? — og hvernig stendur á því, að mynd, sem ég ætlaði aldrei að geta slitið mig frá þykir verð aðeins augnabliks- athugunar þín og annarra sýning- argesta? Mennirnir eru misjafnir. EN hverskonar grillur — og hnýsni er þetta? Eins og við vitum ekki allir, hve furðulega ólíkar mannskepnurnar eru sín á milli. Sumir eru með uppbrett nef, aðrir með króknef, enn aðrir með kartöflunef — eða brenni- vínsnef! Sumir vilja eggið lin- soðið, aðrir grjóthart, sumir eru mogunsvæfir, aðrir upp með hröfnunum á hverjum degi. Alveg eins er þetta vafalaust með okkar innri mann og tilfinningar. Frammi fyrir listaverki. JÁ, það er einmitt þetta með til- finningarnar, það er ákaflega misjafnt, hve tilfinninganæmir menn eru, hve gjarnt þeim er að láta hrífast — snertast af því, sem orkar á okkur utan frá og af hverju helzt þeir láta hrífast. Ein mitt hér er fólgin skýringin á þvi, hve afstaða okkar gagnvart listaverkum er misjöfn, hvort heldur sem um er að ræða mál- verk, tónverk eða ritverk. Sami litur eða lína í málverkinu, sami tónn eða tónheild í tónsmíðinni, sama setning eða kafli í bókinni snertir mismunandi strengi í hin- um mismunandi einstaklingum — já, er það ekki auðséð — og auðfundið, þegar við erum stödd á listsýningu — eða bara hvar sem er? Krummi." Enginn sundbolur til. UNG stúlka, stödc( austur í Hverðagerði, ætlaði að taka rögg á sig og synda þar 200 metr- ana. Hún lagði leið sína í því skyni upp í sundlaugina. Var hægt að fá þar sundbol lán aðan eða leigðan? Nei, sundbolur var ekki til, en hún gat fengið handklæði og skýlu. „Hvað er að tarna?“ — varð stúlkunni að orði — „var sund- laugin aðeins ætluð karlmönnum eða eru þeir þarna austur frá þessu frjálslyndari en almennt gerist? — En, nei takk — stúlkan afþakkaði boðið og fór heim án þess að synda 200 metrana. — „Mestu vandræði“ — sagði hún — „ég var svo ljómandi upplögð þarna fyrir austan — og það er bara eftir ein vika af sundkeppn- inni“, ___ VIÐ opnun brezku bókasýningar- innar s.l. laugardag flutti meðal annars brezki sendiherrann í Reykjavík, Mr. J.T. Henderson, ræðu. Fórust honum m.a. orð á þessa leið: -------Þeir, sem bókum unna eru tengdir bræðrabandi. Þeir eru aldrei einmana vegna þess, hve þeir eiga marga vini sameig- inlega. Ef manni þykir vænt um eina bók og hann mætir öðrum manni, sem eins er farið, þá er hann honum ekki ókunnur, þeir eru innan sama hringsins, þeir eiga eitthvað sameiginlegt — eitthvað, sem þeir báðir eiga hlut deild í. Bókin er sameiginlegur og gagnkvæmur vinur þeirra og það, að þeir báðir njóta hennar, leiðir þá hvern fyrir sig í sann- leika um, að þeir hafa hitt fyrir mann, sem hefur til að bera góð- an smekk og heilbrigða hugsun. Þekki þeir báðir höfund bókar- innar verður það til að styrkja enn frekar sambandið þeirra á milli. — — — Þessar bækur koma hingað frá Bretlandi, ásamt hlýj- um óskum frá brezku þjóðinni, þar sem Íslendingar eiga margt vina. Öll vinátta á sér bæði skin og skugga og oft er það svo, að skýið, sem dregur í bili fyrir sól- ina, gerir skin hennar enn bjart- ara eftir á. Og við vitum að á skýjuðum degi er sólin samt sem áður á bak við skýin og ef við notum töfratjald ímyndunarafls- ins þá getum við hafið okkur til flugs upp fyrir þessi ský í hina sólbjörtu heima, sem ofar eru öllum áhyggjuskuggum hinna daglegu anna. Þessar bækur munu hjálpa yður í þessu efni. Þær eru töfra- tjald, sem við þurfum allir á að halda til þess að flytja okkur inn í land þekkingar, frama og and- Íegrar frjósemi — og einnig til að fræðast um heimkynni okkar og hina venjulegu hluti í kring- um okkur. Og það er rúm fyrir bæði íslendinga og Breta á töfra- tjaldinu, því að við erum allir samferðamenn í þessum heimi og við njótum ferðarinnar í rík- ari mæli, ef við gefum meiri gaum þeim hlutum, sem við get- um verið óskiptir um, heldur en hinum, sem við erum deildir um. Heiðruðu gestir — sagði sendi- herrann að lokum — Við færum ykkur þessa vini okkar í þeirri von, að þeir megi verða vinir ykkar einnig og megi gera sitt til að styrkja vináttuna milli Breta og íslendinga. FORMAÐUR ANGLIA ÞAKKAÐI Formaður Anglia, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, flutti og ávarp og þakkaði hann fyrir hönd fé- lagsins þeim aðilum, sem stutt hafa starfsemi þess. Sérstakar þakkir færði hann og brezka sendiherranum, Mr. Henderson, fyrir frumkvæði hans og stuðn- ing við þessa bókasýningu og British Council fyrir prýðilega samvinnu og hina veglegu bóka- gjöf þess til bókasafns Anglia í sambandi við sýninguna. „Félagið“, sagði Hallgrímur, „metur mikils þessa höfðinglegu gjöf og fagnar því að mega nú gefa félagsmönnum sínum, jafnt sem öllum almenningi, sem þess óskar frjálsan aðgang að þessu glæsilega safni, sem ég tel, að muni vera bæði fróðlegt og skemmtilegt til lestrar". Höfðingleg gjöf iil Dvalarheimilis DVALARHEIMILI aldraðra sjó- manna barst 10 þús. kr. gjöf til minningar um hjónin Helgu Haf- liðadóttur og Bergþór Þorsteins- son á 100 ára ártíð hans þ. 4. sept. Gjöfin er frá börnum þeirra hjóna. Byggingarnefndin þakkar. þeim þessa höfðinglegu gjöf, j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.