Morgunblaðið - 07.09.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1954, Blaðsíða 2
a MORGUNBLAÐIÐ Sovét-iistameiui í Þjóðleikhúsinu ÞAÐ er orðinn fastur liður í tón- j listarlífi okkar að hingað komi j listamenn frá Sovétríkjunum. J i>eir koma hingað á vegum ,,Mír“ og halda árlega nokkra tónleika. í>ar er af nógu að taka, þar sem eru rússneskir tónlistarmenn, og þá ekki síður þar sem um er að xæða hinn rússneska ballett. — Músík og dans er þessari miklu þjóð (sem raunar er margar þjóðir) í blóð borin, og enda þótt tónlistin sé tiltölulega ung þar í landi (nema þjóðlög) þá er líkast því sem Rússar séu að verða arftakar Þjóðverja, sem hingað til hafa, sem kunnugt er, h’aft forystuna og átt mestu meist arana. Frægð margra hinna ungu rússnesku tónskálda hefur borizt um víða veröld og verk þeirra eru flutt um heim allan. Því miður höfum við háft of lítil kynni af þessum höfundum og list þeirra til þessa, þó nokkur séu. Þess mætti vænta, að savét- distamenn flyttu tónlist síns lands — og þá einkum nútíma- iónlist — er þeir gefa öðrum þjóðum kost á að heyra sig og sjá. Það voru mér nokkur von- brigði nú, að fá ekki að heyra meira af nútímatónlist frá Sovét, þegar jafn stórbrotnir listamenn og þéir sem hér eru á ferðinni, létu til sín heyra í Þjóðleikhús- inu, síðastl. miðvikudagskvöld. Hér var um að ræða tónleika ®g dans. Fyrst lék Tamara Gúséva á píanó verk eftir Rachmaninoff (cis-moll prelúdíuna), Khasja- túrían (tokkötuna), Chopin og Liszt. Það er skemmst af að segja, að leikur ungfrúarinnar var framúrskarandi, sannfærandi og þrunginn af lífi og krafti. Chopin túlkaði hún á mjög skáldlegan hátt, en í Tokkötu Khatsjatúrí- ans og Mefistó-valti Liszts var lík ast því sem eldglæringar færu um salinn. Celloleikarinn Rostropovitsj er íullkominn á sínu sviði. Leikur lians í verkum eftir Glasunov, Grieg (fyrsti þáttur hinnar förgu cellosónötu), Borodin, Skrjabin og Popper va rsvo meistaralegur, að vart verður lengra komizt. Hér er það ekki tæknin (sem er þó eins og fis í höndum hans) sem athyglina .vekur. Maður gleymir henni, því sjálf músíkin býr í þessum listamanni í óvenju ríkum mæli og verður leikur has ógleymanlegur öllum sem á Irlýddu. Rostropovitsj til „aðstoðar" var Abram Markov. Einnig hann vakti sérstaka athygli sem píanó- leikari. Var samleikur þeirra fé- Iaga hinn fullkomnasti og kom „Fós!bræ?ur" fá égslar mótlðkur í Þýzkalandi HAMBORG, 5. sept. — Fóstfræð- ur héldu fyrstu hljómleika sína í utanferðinni í Liibeck við mjög góðar undirtektir og fagnaðar- læti áheyrenda, sem voru 600. — -Árni Siemsen, ræðismaður, tók á móti kórnum, en einnig var móttaka hjá borgarstjóra Liibeck Og var honum þar afhentur heið- nrsskjöldur borgarinnar. Frá Liibeck var haldið til IHamborgar, þar sem kórinn hélt næstu söngskemmtun sína í okemmtigarðinum „Planten und Blummen“. Áheyrendur voru 3500 og hlaut kórinn og ein- söngvari glæsilegar móttökur. Hlaðaummæli voru mjög lofsam- Jeg í báðum borgum. í Hamborg var móttaka hjá borgarstjóran- um. Hijómleikar verða í Kiel á morgun. Við förum til Hollands á þriðjudag. Líður öllum vel. —Ágúst. skírast og bczt í ljós i sónötu- þætti Griegs. Þriðja aðalpersóna kvöldsins var dansmærin Írína Tíkhomérn- óva, en dansfélagi hennar var Germadi Ledjakks. Hér ætti Sig- urður Grímsson að taka við, því hann dansar miklu betur en ég, og hefur meira vit á slíku. En mér fannst sem sjálf músíkin væri þarna holdi klædd, svo listi- lega dansaði Írína, og hef ég aldrei séð þvílíkan dans, síðan ég sá sjálfa Karsavínu í Berlín á árunum. Milli dansþáttanna lék Gísli Magnússon af mikilli prýði og nákvæmni „Slátter" eftir Grieg og „Kjempeviseslátten" eftir Læverud, en Guðmundur Jóns- son söng nokkur íslenzk lög með aðstoð Fritz Weisshappels. Naut söngur þessa mikla söngvara sín ekki fyllilega að þessu sinni vegna lasleika hans. Þorvaldur Steingrímsson og Abram Makarov léku undir dans- inum. Salurinn var þéttskipaður og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Margir blómvendir bárust. P. í. Síld dfúpt út a! Isafjarðardjúp! ÍSAFIRÐI, 6. sept. — Síðast- liðinn laugardag fékk vélbát- urinn Einar Hálfdáns frá Bol- ungarvík 50 tunnur af síld í reknet djúpt út af ísafjarðar- djúpi. í gær fengu nokkur skip einnig ágæta veiði, 114 —2 tunnur í hvert net. Ver lagði upp 60 tunnur í fryst- ingu hér á ísafirði og Mímir lagði upp 88 tunnur í Hnífs- dal. í Bolungarvík lögðu 4 bátar upp. Voru það þeir Stíg- andi 85 tunnur, Smári frá Hnífsdal 99 tunnur, Pétur Jónsson 53 tunnur og Flosi 80 tunnur. Var veiðin bæði fryst og söltuð. í nótt var hvasst á miðun- um og fengu aðeins 3 skip veiði. Hagbarður 70 tunnur, Sæunn 25 tunnur og Mímir 40 tunnur. Sildin var yfirleitt jöfn og góð. Stendur hún mjög djúpt, svo að erfitt er að eiga við veiði nema í góðu veðri. Keilir méð 217 hinn- ur síldar í róðri AKRANESI, 6. sept.: — í gær komu hingað 17 reknetjabátar með samtals 1700 tunnur síldar. Aflahæstur var Keilir með 217 tunnur. í dag voru reknetjabátarnir 12, sem hingað komu og höfðu þeir alls 1218 tunnur síldar. Mestan afla hafði Farsæll 138 tunnur. Báða þessa daga hefur síldin verið miklu betri en undanfarið, enda var öll sildin í gær söltuð og mestallur síldarfengurinn í dag. — Oddur, Dregíð í vöruhepp- dræfli SÍBS í GÆR var dregið í 9. flokki vöruhappdrættis SÍBS. Vinning- ar voru 540, að upphæð kr. 234 þús. Hæsti vinningurinn 50 þús. kr. kom upp á miða nr. 37115 (í um- boði Austurstræti 9). Tveir 10 þús. kr. vinningar, nr. 26544 (í umboði Votamýri á Skeiðum) og 40563 (í umboði Austurstræti 9). Þá voru 5 vinningar á 5 þús. kr. sem komu upp á eftirtöld númer. 3035 (Grettisgötu 26) 11337 (Eskifjörður) 13818 (Dalvík); 35164 (Austurstræti 9) og 44585 (Austurstræti 9). Þriðjudagur 7. sept. 1954 r ...... j,; j Okennilegt 1 LAUGARDAGSKVOLDIÐ bárust af því fréttir hingað til Reykjavíkur, að austur á Fljótsdalshéraði hefðu menn nokkrum dögum áður orðið var- ir við ókennilegan hlut á lofti, er hefði þotið yfir sveitir með hvin miklum og lent skammt frá Lagarfljóti. Vakti þessi atburður að von- um nokkra furðu manna, bárust fregnir af honum brátt út um allt Hérað og gerði hreppstjórinn á Fljótsdal sýslumanninum á Seyðisfirði skjótt aðvart um at- burð þennan. Símaði hann frétt- ina hingað suður og stendur nú ’ fyrir dyrum rannsókn máls þessa og mun liðssveit úr varnarlið- inu á Keflavíkurvelli halda aust- ur einhvern næstu daga með leit- artæki og mæliáhöld til þess að kanna það hvað hafi hér verið um að vera, og hvers eðlis send- ing þessi hafi verið. Á sunnudaginn kom blaða- maður Mbl. ásamt fréttaritara' þess og Ijósmyndara á Akureyri,' Vigni Guðmund.ssyni austur og leituðu sér fregna um málið. Við komum austur að Lagarfljóti að áliðnum degi, ókum fram Fellin og heimsóttum Vigfús G. Þormar bónda í Geitagerði og hrepp- stjóra í Fljótsdalshreppi. Inntum við hann eftir því með hvaða hætti atburður þessi hefði gerzt, og hvað menn héldu um hann þar í sveitinni. Skýrði hann svo frá, að þriðjudaginn 24. ágúst s. 1. hefði heimilisfólkið á Hjarð- arbóli í Fljótsdalshreppi orð- ið vart við „sendingu“ nokkra þjóta um loftið skammt fyrir ofan bæinn og falla niður á eyrarnar fyrir botni Lagarins. Hjarðarból er nýbýli og er það fyrsti bærinn fyrir innan Brekku þar sem héraðslæknirinn sat áð- ur. Þetta er vestan megin við fljót- ið, nokkru innar en Hallorms- staðaskógur, sem liggur austan megin fljótsins. ÞAUT YFIR BÆINN f Hjarðarholti er tvíbýli og búa þeir þar Þórarinn Bjarna- son og Pétur Gunnarsson. Hitt- um við Þórarin að máli og fer frásogn hans af undri þessu hér á eftir: — Það var þriðjudaginn 24. ágúst um kl. 8,30 að ég, Snorri mágur minn og Ingibjörg Gunnarsdóttir kona mín vor- um að koma heim af engjum og vorum stödd úti á hlaði. Heyrðum við þá skyndilega mikinn hvin og litum upp. Sáum við þá hvar svartan hlut bar við himininn, er kom þjótandi úr norðvestri. Svo háttar til í landi Hjarðarbóls, að fyrir ofan bæinn er nokk- urt fell og steypist Hengi- foss þar fram af hömrum, 110 m. á hæð. Það sáu þau Þórarinn fyrst til hlutar þessa, að hann bar í fells- brúnina skammt frá fossinum. Þaut hann síðan yfir bæinn og fór skáhallt niður á við í loft- inu, allt niður á sandeyrarnar, sem eru í ósum Jökulsár, þar sem hún hennur í Löginn. Fylgdi „sending" þessari mikill hvinur, sagði Þórarinn, svo hár, að konur, sem voru inni í bæn- um heyrðu hann greinilega. LENTI Á SANDLEIRUM — Hvernig var hlutur þessi útlits? — Hann var gráleitur eða svartur að lit, ílangur að sjá og væri hægt að gizka á, að hann hefði verið 50—80 cm. að lengd, en annars er mjög erfitt að ákveða um stærð hans. Virtist okkur sumum, að hann væri dálítið frammjór, en ekki vil ég fullyrða neitt um það að svo stöddu. Virtist hann sléttur leiilr j 6 leirum Lagorins Sveit úr Varnarliðinu flýg ur austurtil rannsókna og einbíur, án ráka eða gára eða J annarra afbrigða. Þegar hluturinn var kominn yfir hlíðina, var eins og að hann missti ferðina, en hann hafði þotið mjög hratt yfir, og steypt- ist hann niður í leirurnar fyrir botni Lagarins. Lenti hann þar, að því er þau sáu greinilega, á sandeyri, um 40 m. frá bakkan- um. Var að sjá eins og sandurinn þyrlaðist upp þegar hluturinn Þórarinn Bjarnason bóndi á Hjarðarbóli í Fljótsdal. Hann sá himinflaugina, ásamt konu sinni og mági, þjóta með hvin miklum yfir himininn og hafna í sand- eyrinni. (Ljósm. Mbl. Vignir Guðm.) kom niður og er þeir komu á bakkann, en bærinn stendur spölkorn uppi í hlíðinni, sáu þeir móta fyrir í sandinum, þar sem h^nn hafði komið en hann sjálfur var horfinn. Tóku þeir þá mið á staðinn og gerðu sér ljósa grein fyrir, hvar sending þessi hafði snert jörðu. Milli eyrarinnar og lands rennur kvísl úr ánni og var hún ekki væð þennan dag. Héidu þeir Þórarinn og Pétur því heim við svo búið og undruðust hver himnasending þessi gæti verið. STAÐURINN SJÁLFUR EKKI RANNSAKAÐUR ENN Hreppstjórinn frétti af fyrir- brigði þessu á laugardaginn í sömu viku. Tilkynnti hann þá þegar sýslumanninum á Seyðis- firði um málið og hélt fram í Hjarðarból Hafði áin þá breytt sér allmikið að því er virtist, en Þórarinn skýrir svo frá, að eyrarnar séu sjaldnast þær sömu dag frá degi heldur taki sífelld- um breytingum eftir rennsli ár- innar. Sá Vigfús hreppstjóri engin ummerki á sandinum, en komst ekki út á sjálfa eyrina. Hélt hann heim við svo búið. Hjarðarholtsmenn gerðu held- ur enga tilraun til þess að kanna hvað fallið hefði niður á eyrina töldu að af því gæti e. t. v. stafað sprengjuhætta. Hefur áin síðan flætt tvisvar yfir sandeyrarnar og hefur ekki enn verið fundið hvert fyrirbæri það var, sem barna lenti þriðju- daginn 24. ágúst. Sýslumaður sendi fregn þessa samdægurs, laugardaginn 28. ágúst suður til stjórnarráðs, sem kom henni áleiðis til yfirvalda varnarjiðsins á Keflavikurvelli. LEIÐANGUR Á STAÐINN Á sunnudag kom herflugvél austur og lenti á vellinum við Egilsstaði. Með henni var höfuðs maður í bandaríska hernum, James Driscoll að nafni. Hélt hann rakleitt til fundar við Vigfús G. Þormar hreppstjóra og innti hann eftir atburði þessum. Mun væntanleg austur önnur flugvél á morgun eða miðviku- dag og verða þá með í förinni ýmis tæki til þess gerð að finna málmhluti í jörðu og undir vatni. Er þá ætlunin að sann- reyna hvað hér hefur verið á ferðinni. Á sunnudaginn er við kömurra að Iljarðarbóli var kvíslin milli lands og eyrarinnar væð og var þá gerð tilraun til þess að stinga niður í sandinn og leita að hlutn- um, en sú leit bar engan árangur. Er ekki að vænta að svo verði, fyrr en fullkomnari tæki geíasfc til rannsóknanna. LOFTSTEINN? Er við inntum Þórarin eftir því, hvað hann héldi, að hér heföi verið um að vera Og hverí! fyrirbæri þetta hefði verið, kvaðst hann enga skýringu hafa á reiðum höndum. Gott veður var þetta kvöld, skyggni ágætí og útilokað, að um missýningu hafi hér getað verið að ræða. Helzt kvaðst Þórarinn geta látið sér detta í hug„að hér hefði verið um loftstein að ræða, en varla gæti það þó verið, þar sem hluturinn fór skáhalt um loft- ið, í allmikilli hæð yfir banum. Aldrei hefur slíkt fyrirbrigði sézt á lofti í Fljótsdalnum áður svo menn muni og skortir enra allar skýringar á því hvað hér hafi verið á ferðinni. Hugsan- legt væri að sending þessi hafi komið ~úr flugvél, en eftir upp- lýsingum Flugumferðastjórnar- innar á Reykjavíkurflugvelli var henni ekki kunnugt um neina flugvél á þessum slóðum er þetta bar við. Er því sú gáta enn óráðiit hver himnasending þessi hafi verið og hvert eðli hennar er. Ævintýragjarnari mönnum gæti jafnvel til hugar komið, að hér væri um hina alræmdtt og alkunnu fljúgandi diska að ræða, og er lýsing þeirra Hjarðarbólsbænda ekki ósvip uð útliti þeirra, cliska, sem menn hafa talið sig sjá utan- lands á himni. Hvað sem lausn málsins líður, hvort hér er um eitthvert slíki geimfar að ræða eða loftstein einn saman, þá hefur fyrirbrigði þetta vakið hina mestu eftirtekt og umtal austur í Fljótsdal og Héraði og bíða menn með nokk- urri óþreyju nánari rannsókna af himinflauginni. ggs. Sepfembermólið í s. I. simnudag HAFNARFIRÐI. — Síðastliðinn sunnudag hófst hér í Sjálfstæðis- húsinu svokallað septembermót i skák. Hófst það kl. 2 e. h. og var margt áhorfenda. — í fyrstu um- ferð vann Arinbjörn Guðmunds- son Sigurð T. Sigurðsson, Jón Pálsson vann Jón Kristjánsson, Sigurgeir Gíslason Jón Jóhann- esson. Biðskákir urðu hjá þeim Baldri Möller og Eggerti Gilfer og hjá Ólafi Sigurðssyni og Trausta Þórðarsyni. í kvöld kl. 8 heldur mótið áfram og keppa þá Sigurður T. og Jón Pálsson, Jón Kristjánsson og Trausti, Ólafur og Jón Jó- hannesson, Sigurgeir og Baldur, Arinbjörn og Eggert. Mjög vel er til mótsins vandað. — Skákstjðri er Einar Mathiesen. — G. S,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.