Morgunblaðið - 12.09.1954, Side 6

Morgunblaðið - 12.09.1954, Side 6
6 MORGVNBLAÐIÍ> Sunnudagur 12. sept. 1954 : Nyrzta leikför heimsins Tópaz“ til Raufarhafnar MBL ÁTTI í fyrradag samtal við Harald Björnsson leikara, en hann hafði með höndum farar- stjórn leikflokks Þjóðleikhússins, sem s. 1. miðvikudag kom úr leikför sinni um Austfirði með metstykkið „Tópaz.“ „Hann er nú búinn að fara hringinn í kringum landið“, sagði Haraldur, „og allstaðar hefir honum verið tekið með jafn miklum kostum og kynjum. Reyrldar hefir hann enn ekki verið sýndur á Akranesi né í Vestmannaeyjum, en í ráði er að sýna hann á báðum þess- um stöðum nú á næstunni.“ 15 SÝNINGAR Á 16 DÖGUM — Hvað voruð þið lengi fyrir austan? — Við vorum 16 daga í förinni og sýndum „Tópaz“ 15 sinnum á þeim tíma. Fórum flugleiðis 23. ágúst til Hornafj arðar og höfðum þar stvær sýningar í fé- lagsheimili héraðsins innan við Höfn. Það var okkur sérstök ánægja að hafa sem heiðursgest á frumsýningunni öldunginn Þor- leif á Hólum, sem nú stendur á níræðu. Hann sat sína fjóra tíma og skemmti sér hið bezta, rétt eins og hver annar. HUNDVOT OG KORTÉRI OF SEINT A SVIÐIÐ! Næst sýndum við á Djúpavogi, í skólahúsinu þar. Þar bilaði bíllinn á leiðinni frá búningsher- berginu á leiksviðið! Þetta kann að láta nokkuð skrítilega í eyr- um en svona var það nú samt. Á ferðum okkar voru mjög óvíða fyrir hendi búningsherbergi, svo að leikendur urðu að jafnaði að búa sig utan leikhússins og fara 1 bifreiðum á milli, því að ekki var sólskininu að heilsa, einn sólskinsdag fengum við, annars stöðugar rigningar og sudda og í þetta skipti, á meðan við biðum eftir jeppanum á leiðinni til leik- hússins í Djúpavogi, vildi ekki bet ur til en svo, að við lentum í dynj andi slagviðri, Inga Þórðardóttir, einn aðalleikarinn, sveipaði næf- urþunnum nylonslopp, sem hún var í, upp fyrir höfuðið til að bjarga „frísúrunni“ — en ekkert dugði til og við komum hundvot — og kortéri of seint á leiksviðið í öðrum þætti — en það tjáði nú lítið að fárast um hlutina, þegar út í það var komið. í BRAGGÁ með götum A ÞAKINU Næsta sýning var á Breiðdals- vík, í félagsheimili inn af þorp- inu. Þaðan var haldið til Fá- skrúðsfjarðar og síðan til Reyð- arfjarðar. Þar lékum við í stór- um Breta-bragga með götum á þakinu — en rúmið var þar nóg. Reyðfirðingar hafa í smíðum Ijómandi félagsheimili, mjög fullkomið, sem vonazt er til að fullgert verði og tilbúið til notk- unar á komandi vetri. Mun þar vel rætast úr brýnni nauðsyn byggðarlagsins á nýju samkomu- húsi. Næst komum við á Norðfjörð og höfðum þar 2 sýningar. Hús var þar lítið og lélegt. Við hefð- um getað haft þar fjórar sýn- ingar en tíminn var of naumur til þess, áætlun okkar all ströng, þar eð æfingar biðu eftir okk- ur heima. Svo var það Eskifjörður. Þar var stærsti salurinn, sem við lék-! um í á ferðalaginu en bættum samt við 90 stólum, til að reyna að fullnægja eftirspurninni. Á Eskifirði er ekkert gistihús, þar sem gestir geti átt höfði sínu að að halla. Við dvöldum þarna dag- langt, þeir, sem áttu kunningja, fóru til þeirra, hinir gengu um regnblautar göturnar, þangað til um kvöldið, að þeir kaldir og hálfhásir fóru inn á leiksviðið — og til Reyðarfjarðar urðum við að fara um nóttina til gistingar. Næsta dag komum við til Egils- við Harald Björnsson leikara, um Þjéðleikhússins !il Ausffjarða staða og gistum þar næstu nótt. Mótttökur og aðbúnaður allur var þar með miklum ágætum, svo að ekki varð á betra kosið. í ráði er að þar verði reist félagsheimili í náinni framtíð. ÞÆGILEGUR BLÆR YFIR SEYÐISFIRÐI Á Seyðisfirði höfðum við tvær sýningar — í bragga. Annars er þar svo að segja fullgert, að ég hygg, hið_ glæsilegasta félags- heimili á íslandi, í stíl Þjóðleik- hússins. Yfir Seyðisfirði hvílir alltaf einhver þægilegur blær, sem and- ar á móti manni. Bærinn ber enn merki gamallar velgengni, gamallar menningar, sem ekki verður af honum skafinn. Frá Seyðisfirði var farið til Eiða og leikið þar í leikfimissal héraðsskólans. Salurinn var 'stór en leiksviðið því minna. Næsta sýning var á Vopnafirði. Þar er nýtt félagsheimili, stórt en ófull- gert. Þannig er engin upphitun í húsinu enn, enda fljótandi í raka og er augsýnilega aðkall- andi að bæta hér úr fyrr en seinna, áður en húsið bíður skemmdir af. Næst var farið til Þórshafnar og leikið þar einu sinni. Húsið er þar lítið og voru þeir jafn margir, sem komust að og hinir, sem urðu frá að hverfa. Var sár- grætilegt til þess að vita, þar eð margt af fólkinu hafði lagt á sig langa ferð til að sjá leikinn. f HRÍÐ Á RAUFARKÖFN Þá var það Raufarhöfn — þar höfðum við síðustu sýninguna. Það var kuldalegt þar norður frá, hríð og vonzkuveður, enda allmikið í nálægð við sjálfan heimskautsbauginn. Þessi leikför Þjóðleikhússins mun sú nyrzta, sem farin hefir verið í heimin- um — það er nokkuð út af fyr- ir sig. — Frá Raufarhöfn fórum við til Kópaskers, heldur Haraldur áfram — þaðan flugleiðis til Akureyrar. Þar bilaði flugvélin, en til Reykjavíkur komumst við þann áttunda. ! f LOFTI Á LANDI OG SJÓ — Og yfirleitt gekk ferðin sæmilega, slysalaust að minnsta kosti? — Já, þetta gekk allt ágætlega, eftir því sem hægt er að búast við um slíkt fyrirtaski, en ekki er það fyrir neinar beygjur að takast það á hendur. Veðrið var okkur mjög óhagstætt, að ekki sé meira sagt, og má heita gott, að ferðalangarnir skuli hafa sloppið með smávegis kvef og hæsi. Þessi för var að nokkru leyti reynsluför, sem segja má að tekizt hafi vel, þó að mikla erfiðleika væri við að etja, bæði hvað yiðvíkur sjálfum ferðalög- unum. við fórum ýmist í lofti, á landi eða sjó, og svo leikhúskost- inum, sem víða var mjög ófuil- kominn, svo sem áður er sagt, viðvíkjandi búningsherbergjun- um. Einnig gerðu hin litlu og þröngu leiksvið mjög erfitt fyrir með leik og sviðshreyfingar, ekki sízt þar sem svo stórt og um- fangsmikið leikrit var annars vegar. sem auðvitað gat fyrir þá sök með engu móti notið sín neitt nálægt því, sem skyldi, svo að stundum stappaði nærri, fannst mér, að Tópaz yrði ekki annað en hálfgerð skrípamynd af sjálfum sér. FRÁBÆR GESTRISNI En það er nú sama, segir Har- aldur, fólkið virtist hafa ó- blandna ánægju af „Tópaz“, eins og hann birtist á hverjum stað. Leiknum var alls staðar skínandi. vel tekið, fólkið var ánægt og' skemmti sér Ijómandi vel og bað var fyrir mestu. Þá vildi ég, einnig fyrir hönd alls leikflokks- I ins þakka hina frábæru gestrisni og vinsemd, sem við mættum hvarvetna á ferðinni. Aðeins á 3—4 stöðum, sem við komum á, j voru gistihús fyrir hendi ann- j ars staðar bjuggum við á einka- j heimilum. Fólkið var þægilegt og elskulegt og vildi allt fyrir okkur gera. „TOPAZ“ 91 SINNUM — Hvað var þetta fjölmennur flokkur frá Þjóðleikhúsinu? — Við vorum 18 leikendur og ' aðstoðarmenn og auk þess æfð- um við á hverjum stað 6 drengi, skóladrengina í fyrsta þætti. Leikstjórinn, Indriði Waage, gat því miður ekki verið með í för- inni. Aðalleikendur voru allir , þeir sömu, nema að Inga Þórðar- dóttir fór með hlutverk Souzy, sem Erna Sigurleifsdóttir hafði farið með áður en hún dvelur nú erlendis. Tópas hefir nú verið sýndur 91 sinnum og nær vafalaust hundraðinu. er farið verður til Akraness og Vestmannaeyja, auk þess, sem hann verður sýndur hér í Reykjavík nokkrum sinn- um. —■ SJÖTTA. LEIKFÖR ÞJÓÐLEIKHÚSSINS — Leikfarir Þjóðleikhússins út á land eru orðnar nokkuð marg- ar? | — Þetta var sjötta leikför þess, sú þriðja með Töpaz. Er óhætt að segja að þessí síðasta hefir verið 1 stórkostlegur vinningur fyrir Þjóðleikhúsið og leikmennt í landinu. Hinsvegar tel ég hæpið ■ að leggja upp í lei'kför svo síðla ! sumars, þar sem miklar líkur eru j til að veður séu farin að spill- ast, svo sem raun varð á í þess- I ari ferð. | ! Tópaz-ferðin um Vestfirði var ■ farin 10. júní til 10. júlí og var það miklu hreppilegri og í senn rýmri tími. | — Að lokum, segir Haraldur Björnsson, vil ég segja, að ég 1 og aðrir leikarar, sem tókum þátt í þessári Austfjarðarför, eig- , um um hana aðeins góðar end- ' urminningar og við vonum að geta sótt Austfirðinga heim aftur — sem fyrst. sib. . Aðalfundur Hallgrims- deildar Prestafélagsins AÐALFUNDUR Hallgrímsdeild- á Akranesi 15. Og 16. maí s.l., ar Prestafélags íslands var hald- og lýsir yfir því, að þær eru í inn á Akranesi og Saurbæ á fullu samræmi við skoðanir Og Hvalfjarðarströnd dagana 4. og vilja deildarinnar um kirkju- og 5. sept. Fundinn sóttu 10 prestar í kristindómsmál. Ennfremur lýs- af félagssvæðinu og 2 leikmenn. ir fundurinn stuðningi sínum við Heiðursfélagi deildarinnar, séra tillögur félagsins í sjúkrahúsmál- um“. (Ályktanir fundar stúdentafé- lagsins voru þessar: „Aðalfundur Stúdentafélags Miðvesturlands haldinn á Akra- nesi dagana 15. og 16. maí 1954, ályktar að lýsa því yfir: I. a. Að hann telur hina kristnu lífsskoðun vera örugga undir- stöðu undir menningu og siðgæði í þjóðlífinu, b. Að hann af þessari ástæðu vill stuðla að viðgangi kirkjunn- ar í landi voru. c. Að hann telur að ríkinu beri að styðja kirkjubyggingar með fjárframlögum, sem ekki séu minni en það veitir til skóla Og félagsheimila, og vill vinna að því fyrir sitt leyti. II. a. Að hann telur nauðsyn- legt, að séð sé sem bezt fyrir sjúkrahúsþörf úti um landið. b. Að tryggður verði öruggur tekjustofn til þess að standa undir byggmgu og rekstri sjúkra húsa). Ragnar Jóhannesson, skóla- stjóri heimsótti. fundinn og flutti honum frumort kvæði um Skál- holt og Hóla. Áætlun var gerð um messu- skipti presta á félagssvæðinu Og flutning erinda í framhaldsskól- unum. Biskup íslands sendi deildinni kveðju sína og árnaðaróskir. Formaður Hallgrímsnefndar, séra Sigurjón Guðjónsson, pró- fastur í Saurbæ stjórnaði fund- inum. í upphafi fundar las hann 1. Pét. 1, 3—12 a. Fundi lauk á heimili prófastshjónanna í Saur- bæ. Sr. Friðrik Friðriksson las að skilnaði I. Pét. 2,4 nn og flutti bæn. Aðrir í stiórn deildarinnar eru: sr. Jón M. Guðjónsson, ritari, sr. Þorsteinn L. Jónsson, gjald- keri. Hallgrímsdeild biður blaðið að Friðrik Frikxiðsson, dr. theol., sat fundinn. Aðalmál fundarins var: Heim- sóknir til sjúkra og gamalla, og var séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík málshefjandi. Séra Magnús Guðmundsson á Setbergi* flutti erindi í Akranes- kirkju um Valdensakirkjuna. Á sunnudag messuðu prestar, tveir og tveir, í kirkjum sunnan Skarðsheiðar. Endurreisn Skálholts var rædd á fundinum. Eftirfarandi ályktanir voru gerðar og samþykktar samhljóða: 1. „Aðalfundur Hallgrímsdeild- ar Prestafélags íslands, haldinn á Akranesi og Saurbæ á Hval- fjarðarströnd 4. og 5. sept. 1954, fagnar þeim mikla áhuga, sem hvarvetna gætir um endurreisn Skálholts, og því lífi, sem er að færast í framkvæmd þess máls. a) í því sambandi vill fund- urinn — fyrir sitt leyti — mega vænta þess, að mjög verði vand- að til Skálholtskirkju hinnar nýju og henni fengin sú reisn, er hæfi heilbrigðum þjóðarmetn- aði, tengdum helgi hins söguríka Skálholtsstaðar. Með tilliti til þess og hins órofna samhengis, sem vitað er að hafi verið í stíl Skálholtskirkju frá fyrstu tíð, vill fundurinn jafnframt leggja ríka áherzlu á framkomið álit sunnlenzkra presta, að hin nýja kirkja beri í megindráttum mót eldri Skálholtskirkna, eftir því, sem næst verður komist. b) Ennfremur lítur fundurinn svo á, að æskilegt sé að Skálholt heimti aftur fyrri virðingu með því að það verði gert að biskups- setri, enda hljóti Hólar sömu sæmd. c) Hvað snertir búnað líkams- leifa Skálholtskiskupa, sem upp hafa verið teknar og kunna að verða teknar upp við uppgröft færa innilegar þakkir öllum, sem í Skálholti, styður fundurinn ein sýnt hafa henni stuðning á liðn- dregið þá hugmynd, er fram hef- um starfsárum Og gestrisni og ur komið, að sérstök kapella margskonar fyrirgreiðslu fund- verði gjörð í Skálholtskirkju og ardagana. geymi hún þessar leifar, jafn-| --------------------- framt því, að vera minningarkap- | ella allra Skálholtsbiskupa, og á það minnt með því t. d. að varð- veita þar alla muni, sem fund- ist hafa og finnast og beinlínis falla undir nafn þeirra og minn- AABERNAA, 31. ágúst: — Eins ing. Það er álit fundarins og ein- 0g allir vita, eru menn oft sekt- dreginn vilji, að steinkistan með ag;r fyrir óleyfilega hraðan akst- beinum Páls biskups verði ekki ur, en það hefur einnig komið flutt frá Skálholti. j fyrir að menn eru sektaðir fyrir d) Fundurinn laetur í ljós þakk 0f hægan akstur, þótt það verði læti sitt til Skálholtsfélagsins ag teljast sjaldgæft. Þannig fór sig fyrir farsæla forgöngu um end- urreisn Skálholts, og annarra, fyrir manni nokkrum sem var að aka ásamt fjölskyldu sinni sunnu- sem með vakandi áhuga vilja ! dag einn í sumar kring um Flens borg fjörðinn. Hann ók mjög gæti lega, en sú varúð varð til þess, að langferðabifreið sem ætlaði að komast fram fyrir hann, þurfti að hægja ferðina svo mjög, að bif- reiðin valt á hliðina. Bifreiðar- stjóri langferðabifreiðarinnar var sektaður um 150 kr. fyrir ógæti- legan akstur, en hann kærði manninn sem á undan var einnig, fyrir ógætilega hægan akstur, og kvað hann hafa orsakað slysið. ganga undir merki viðreisnar- starfsins". 2. „Um leið og Hallgrímsdeild Prestafélagsins þakkar innilega stuðning við byggingu Hallgríms kirkju í Saurbæ, sem nú er í smíðum og verður væntanlega fokheld í haust, heitir hún á alla landsmenn, og þá einkum fólk á starfssvæði Hallgrímsdeildar, að styðja þetta mál, svo að kirkj- an megi verða fullger sem fyrst“. 3. „Hallgrímsdeild skorar á Kirkjuráð, og felur einum félaga sinna, sr. Þorgrími V. Sigurðs- syni, kirkjuráðsmanni, að bera Malik heimsækir rauða kardínálann. Malik, rússneski sendiherrann fram, að það styrki með fjár- í London, og frú hans, sóttu ný- Blóðsjúkdómur læknaður. LONDON — Maður nokkur, 52 ára að aldri, hafði þjáðst af leukemia — hinum illræmda blóðsjúkdómi — síðan 1946. — Hann læknaðist fullkomlega af hinu brezka lyfi, myleran. framlagi, fyrirlestrahald deildar- manna við framhaldsskóla á fé- lagssvæðinu“. 4. „Hallgrímsdeild þakkar af alhug aðsendar tillögur Stúdenta félags Mið-Vesturlands, er sam- lega heim rauða kardír.álann 1 Kantaraborg og borðuðu með honum hádegisverð. Rauði kardínálinn, Dr. Hewitt Johnson, lét svo um mælt, að þessi heimsókn boðaði ekkert þykktar voru á fundi félagsinsmikilvægt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.