Morgunblaðið - 12.09.1954, Side 8
8
MORGUNBLÁÐIÐ
Sunnudagur 12. sept. 1954
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarni.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason feá VlfU?.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Atómorka í þágu friðarins
6
ÞAÐ þótti mikill viðburður
fyrir nær sjö árum þegar
George Marshall, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna lýsti því
yfir í ræðu, að Bandaríkin væru
fús til að veita öllum Evrópu-
þjóðum fjárhagslega aðstoð við
endurreisnina, eftir hinn ægilega
hildarleik heimsstyrjaldarinnar.
Það var ekki ljóst þá hvílíka
þýðingu sú aðstoð myndi hafa en
nú þegar litið er y4ir farinn veg
má sjá hve geysilegt átak
Marshall-hjálpin var. Það
hafði e.t.v. mesta þýðingu, að
með henni gátu Evrópuþjóðirnar
framkvæmt stórkostlega nýsköp-
un atvinnutækja, sem gera þær
efnahagslega styrkar og sjálf-
stæðar.
S.l. haust hélt Eisenhower
Bandaríkjaforseti ræðu, sem
stundum hefur verið líkt við
hina heimssögulegu ræðu
Marshalls utanríkisráðherra.
En aðalboðskapur forsetans
var, að Bandaríkin væru fús
til að taka upp alþjóðasam-
vinnu um friðsamlega notkun
atómorkunnar.
Það er sammerkt í báðum
þessum ræðum, að allur al-
menningur sér að um er að
ræða þýðingarmikil tilboð,
sem geta haft áhrif á lífskjör
allra þjóða. Hönd vináttu hef-
ur verið rétt fram í ósk eftir
samstarfi til að bæta hag
mannkynsins og skapa bjart-
ari framtíð.
En ennþá standa menn óvissir
gagnvart framtíðinni og eiga
erfitt með að mynda sér skoðanir
um það hve gífurlega breytingu
almenn notkun atómorkunnar til
friðsamlegra þarfa, getur haft á
heiminn. Við vitum það eitt, að
nýir tímar eru að renna upp, þar
sem mannkynið ræður yfir meiri
orku en nokkru sinni áður til
allra hluta, er gera þarf.
í tiilögum sínum lagði Eisen-
hower áherzlu á það, að allar
þjóðir heims ættu samstarf um
alþjóðlega atomorkustofnun á
vegum S.Þ. Þar yrði miðstöð
atómrannsókna og smámsaman
tæki hún upp eítirlit með atóm-
orkunni, þannig að hægt yrði að
útiloka að þessi mikli kynjakraft-
ur yrði notaður til eyðilegging-
ar í styrjöldum. Tók forsetinn
það sérstaklega fram að hann
vonaðist til að Rússar tækju nú
upp samstarf við aðrar þjóðir
heims á þessu sviði.
Samningaumræður hafa staðið
yfir við fulltrúa Moskvastjórnar-
innar, en því miður hafa þær að
mestu farið út um þúfur. Þetta
veldur því og að ekki hefur enn
tekizt að koma á fót atómorku-
stofnun S.Þ.
En framrás tímans verður
ekki stöðvuð. Það mun nú vera
ákveðið að vestrænar þjóðir
taki upp samstarf sín á milli
um að taka atómorkuna til
friðsamlegra nota. Mun á næst
unni verða undirritaður samn-
ingur þess efnis að komið
verði upp sameiginlégum
birgðum geislavirkra efna og
að Bandaríkjamenn láti í té
upplýsingar um ýmiskonar
atómleyndarmál, sem að gagni
kunna að koma við friðsamleg
störf.
Það vakti einnig athygli, að
fyrir nokkrum dögum tók til
starfa fyrsta atómknúna raf-
orkuver heimsins. Er það
Shippingport raforkuverið í
Bandaríkjunum. Að vísu hafa
áður verið reistar víðsvegar í
heiminum litlar atómstöðvar,
sem framleitt hafa raforku.
En þær hafa verið byggðar að-
ein í tilraunaskyni. Shipping-
port-stöðin er miklu stærri og
mun hún sjá 100 þúsund
manns fyrir nægilegri raf-
orku. Hafa rafalar hennar þeg
ar verið tengdir við rafveitu-
kerfi nágrennisins.
Þessvegna er það sem hægt er
að segja, að nýtt spor hefur verið
stigið. Tilraunirnar með atóm-
knúna raforkuframleiðslu eru nú
komnar á raunhæft stig. Hin nýja
atómstöð mun verða fyrirmynd
fjölda slíkra raforkuvera um víða
veröld.
Sérstaklega er þetta þýðingar-
mikið í hinum þéttbýlu' löndum
Evrópu, þar sem nær öll vatns-
orka hé’fur verið nýtt til fulln-
ustu. Hefur verið reiknað út að
framleiðsla raforku með atóm-
krafti sé litlu kostnaðarmeiri
heldur en rekstur raforkuvera
með brennsluolíu eða kolum.
Þetta hefur ekki litla þýðingu
þegar þess er gætt að víða geng-
| ur nú ískyggilega mikið á- kola-
{birgðir og kolalög þau sem vitað
er um, einkum í Evrópu.
Með atómsamstarfinu munu
vestrænar þjóðir fá allar þær
upplýsingar um rekstur og
byrjunarerfiðleikana í hinni
nýju atómstöð og mun verða
starfræktur við hana skóli, þar
sem menn af fjölda þjóðerna
fá tækifæri til að kynna sér
hina nýju tækni og færa hana
síðan heim hver til síns föð-
urlands.
Sundhæfni fijéðar-
innar eyks!
HINNI norrænu sundkeppni lýk-
ur 15. september, eftir fjóra daga.
Fregnir herma að í öllum sýslum
landsins nema þremur hafi fleiri
sýnt skeiðið heldur en í fyrstu
Norðurlandakeppninni fyrir
þremur árum, en þá urðu íslend-
ingar, hlutskarpastir.
Allt bendir því til þess að Islend-
ingar muni enn á ný sigra og geti
sótt út til Norðurlanda enn einn
silfurbikar.
Það skiptir að vísu ekki höfuð-
máli, hvort við eignumst fagran
skartgrip, danska konungsbikar-
inn að launum. Kjarninn bak við
samnorrænu sundkeppnina er
annar og meiri en sá að sýna
öðrum þjóðum að svona og svona
margir íslendingar kunni sund-
tökin.
Aðalatriðið er að í sambandi
við þessa keppni hefur fjöldi
manns tekið sér sundtíma og lært
að bjarga sér á floti. Er óhætt að
vona að sá áhugi og kraftur, sem
hefur færzt í sundíþróttina í sam-
bandi við þessa millilandakeppni
geri þjóðina miklu sundfærari og
einstaklingana hæfari til að
bjarga sér og öðrum úr lífsháska.
Er það sérstaklega þýðingarmikið
fyrir sjómennsku og fiskiveiða-
þjóð eins og okkur. Á sund-
kennsluna í sambandi við þessar
keppnir ætti e.t.v. að leggja rík-
ari áherzlu, heldur en það eitt
hvort silfurbikar verður sóttur
út til Kaupmannahafnar,
VÖLD. Ungt tónskáld fær
.ekki vinnufrið fyrir trufl-
andi skrölti utan af götunni. Um
svefnfrið er ekki að ræða. Úr-
vinda af þreytu dottar hann
stundarkorn í einu á ótrúlegustu
stöðum á daginn, þar sem næði
gefst. Áður en varir svífur hann
um dásamlegustu draumheima,
þar sem fólkið í nágrenninu tek-
ur á sig hin ólíklegustu og
skemmtilegustu gervi, allt frá
yndislegum, slæðuhuldum araba-
stúlkum til böðla á tímum stjórn-
arbyltingarinnar. En það er sama
hvert drauma-ártalið er. Alls-
staðar bíða hans ástmjúkir faðm-
ar ungra fegurðardísa, þar til svo
er komið, að hann má helzt ekki
sofna, því draumarnir halda
áfram, þar sem frá var horfið.
★
Þannig er hugmyndin í kvik-
myndinni „Fegurðardísir nætur-
innar“, snilldarverki meistarans
René Clair. Það er ánægjulegt,
þegar kvikmynd, sem látið hefur
verið mikið af, uppfyllir vonirn-
ar, og svo er sannarlega hér. Það
er auðséð, að hér er snillingur í
essinu sínu, hérna fær hugmynda
flugið að njóta sín ósvikið. í sam-
vinnu við tónskáldið Georges
Van Parys, hefur René Clair
Fegurðardísir næfurinuar
Franskl lislaverk í Tripélí
skapað listaverk, sem seint fyrn-
ist.
Leikur Gérard Philipe í hlut-
verki tónskáldsins verður áhorf-
andanum minnistæðastur allra
hlutverka, sem þessi ungi leikari
hefur haft með höndum. Hérna
er horfið þvingaða fasið, sem svo
oft hefur varpað skugga á ieik
hans, og hann ber myndina uppi.
með kátínu og eðlilegum leík
Enski textinn hjálpar til að ná
öllum skemmtilegu bröndurur,-
um, sem frá honum og kunningj-
um hans f júka. Gina Lollobrigida
er fögur, og það er séð fyrir því,
að fegurð hennar fái notið sín.
Martine Carol verður manni
einnig minnisstæð fyrir eðlilegan
VeU andi óhnpar:
Rabbað um umferðina.
MAÐUR, sem skrifar undir
nafninu „Ökumaður" hefir
skrifað mér langt og gott bréf um
umferðarmál. Hann byrjar á því
að vara við vélknúnu reið-
hjólunum og segir ófagra sögu af
dreng, sem hann hafði séð falla,
! undir mjög alvarlegum kringum-
stæðum af einu slíku hjóli, er
hann geysti á því um götur bæj-
arins — svo að við stórslysi lá.
Já, umfer.ðin er mikið vanda-
mál — segir ökúmaður, sem
krefst þess, að allt sem unnt er
sé gert til að afstýra slysum og
árekstrum. Umferðaljósin hafa
vafalaust aukið öryggið verulega
en mikið vantar á, að farið sé
eftir þeim, sem skyldi.
Gætni og lipurð sjálfsögð
fkANNIG nær það t.d. ekki
nokkurri átt, hvernig fólkið flan-
ar út á akbrautirnar, oft án þess
að líta til hægri né vinstri, þótt
rautt ljós gefi til kynna, að því
ber að nema staðar. Það er og
óafsakanlegt, hve margir bíl-
stjórar óhlýðnast því að nema
staðar fyrir gulu ljósi sem þeim
ber skylda til, sé bifreiðin ekki
komin út á gangbrautina, þegar
gula ljósið kviknar.
Að sjálfsögðu eru þeir. sem
aka á móti rauðu ljósi stórhættu-
legir, en það er all algengt hjá
hjólreiðarmönnum og einstaka
bílstjóra hefi ég séð gera sig seka
‘ um það sama.
Þá tel ég ástæðu til að minna á,
að það eru gangandi vegfarendur,
sem eiga réttinn á gangbrautun-
um á móti grænu ljósi, en ekki
bifreiðir, sem þurfa að beygja til
annarrar hvorrar handar á móti
rauðu Ijósi. Að sjálfsögðu er
bezt — og sjálfsagt að sýna gætni
og lipurð undir slíkum kringum-
stæðum, sem í allri umferð.
Óíöglegur hornablástur.
SVO er það eitt nýlegt fyrir-
brigði í umferðinni, sem ég er
hissa á, að skuli vera látið við-
gangast, en hér á ég við hin
hvellu horn hjólreiðarmanna,
sem þeir þeyta, stundum margir
samtímis svo ákaft, að liggur við
að menn fái hellu fyrir eyru. Það
virðist liggja í augum uppi,
hversu truflandi áhrif þetta hefir
á umferðina og hve mikið fát get-
ur gripið vegfarendur, þegar
þessi ósköp dynja yfir. I lög-
reglusamþykkt bæjarins segir svo
í kaflanum um reiðhjól á bls. 27,
liður b: „Á hverju reiðhjóli skal
vera bjalla, en ekki horn, né ann-
ar hljóðgjafi og skal hjólamaður
láta til hennar heyra, ef hætt er
við árekstri."
Svo mörg eru þau orð, en fram-
kvæmdin er önnur .
Hafa nautn af því
að flauta.
IÞESSU sambandi má og nefna
bílstjóra þá, sem virðast hafa
sérstaka nautn af því að flauta
í tíma og ótíma og mynda þá oft
heila flautuhljómsveit, ef smá-
vegis töf verður á umferðinni.
Eg læt hér staðar numið að
sinni, en heiti á alla, sem hlut
eiga að máli að gera sitt til að
afstýra siysum og bæta umferð-
ina. Virðingarfyllst,
— Ökumaður."
Ljósið sem hvarf.
HOFTEIGINGUR skrfar:
„Þegar sól tók að hækka á
lofti síðastliðið vor var komið
hér á Hofteiginn með miklum
fyrirgangi og allir ljósastaurarnir
felldir og á brott numdir. Það
átti að reisa aðra nýja — var
okkur sagt — sérstaklega glæsi-
lega staura alveg óviðjafnanlega
ofar öllu, sem þekkzt hafði áður.
Það er nú svo — sumarið leið,
september kom með dökk kvöld
og dimmar nætur og ekki bólar
enn á fínu staurunum. Hofteig-
ingar sveima nú um í niðamyrkri
um nætur og harma „Ijósið, sem
hvarf“. Hve lengi á við svo búið
að sitja? — Hofteigingur.“
Stór loforð
standa völtnm
fæti.
leik. En ógleymanlegt smáhlut-
verk er vinurinn, viðgerðamað-
urinn, sem eyðir heilli vökunótt
með tónskáldinu, þegar það má
alls ekki sofna, því að þá liggur
leiðin undir fallöxina! — bah.
Hafnarfjarðarbíó:
r
★ I oulhnöru
FRÆGUSTU skáld heimsins, tón
snillingar og rithöfundar hafa
löngum spreytt sig á að túlka
þjóðsöguna um Faust, vísinda-
manninn, sem seldi djöflinum sál
sína fyrir ótakmarkaða þekkingu,
auð, völd og munað, æsku og feg-
urð. Og upp á síðkastið hafa
kvikmyndatökustjórar beitt snilli
sinni og tækni nútímans til þess
að sýna okkur það á tjaldi, sem
skáldin dreymdi að lýsa í orðum..
★ Franski snillingurinn, leik-
sviðsstjórinn René Clair, hefur í
afburðavelgerðri kvikmynd,,sem
sýnd er nú í Hafnarfjarðarbíó,
tekizt þann vanda á hendur að
túika þessa tvo persónuleika
Faust og Mefistoteles; hvernig
þeir renna saman í einingu þá
er vér nefnum mannlega sál með
öllum giæsileik vitsmunanna, —
ásamt þeim djöfullegu tilhneig-
ingum og ástríðum er geyma hel
og glötun í þekkingarkrafti sín-
um.
Á- René Clair sýnir hér fram á,
— á tragi-komiskan hátt — sem
Fransmönnum er einum lagið,
hvernig Faust og Mefistoteles,
eru þau tvö öfl, sem berjast um
manninn og búa í honum sjálf-
um, og það sé undir því komið
þvort sigrar ástin eða gullþorst-
inn, atómsprengjan eða kær-
leikurinn, hvort maðurinn glatar
sjálfum sér í öskuhrúgu þeirri,
sem eitt sinn var Jörðin, eða
gengur fram á við til nýs lífs, sem
getur skapað þá einu sönnu
Paradís, — Paradís Jarðarinnar.
Enginn sem ann því bezta sem
evrópisk kvikmyndamenning hef
ur upp á að bjóða, ætti að láta
hjá líða að sjá þessa mynd. ej.
Mikil og góð síld
í Slykkishólmi
STYKKISHÓLMI, 11. sept. —
Mikið af ágætri síld hefur borizt
á land hér í dag. Aflazt hafa frá
60 upp í 100 tunnur á bát og
mun heildaraflinn á síðasta
dægri nema um 400—500 tunn-
um. Hefur hér ekki áður sézt
fallegri Og betri síld. Síldin hefir
veiðzt út af Breiðafirði og er
gert ráð fyrir, að megnið af henni
verði saltað og einnig fyrst til
beitu. —Fréttaritari Mbl.
Churchill segir ekki
af sér í bráð
LONDON, 11. sept. — Undan
farið hefur stöðugt gengið þrá
látur orðrómur um, að forsætis
ráðherra Breta, Sir Winsto:
Churchill, hefði í hyggju að segj
af sér vegna aldurs, en hinsvega
er líka álitið að gamla kempai
muni vilja halda í völdin
lengstu lög.
Núna um helgina hefur einn a
leiðtogum íhaldsmanna í Bret
landi, John Thirkell, lýst þ\
yfir í ræðu á sambandsþing
íhaldsmanna í Middlessex, a
hann hafi það eftir góðum heim
ildum að gamli maðurinn s
hvergi nærri því að láta a
störfum. — NTB-Reuter.