Morgunblaðið - 12.09.1954, Side 11

Morgunblaðið - 12.09.1954, Side 11
: Sunnudagur 12. sept. 1954 MORGUNBLAÐIB II 1 r Sigurður S. Olafsson 50 ára ÉG HAFÐI fastlega búizt við því að sjá dagblöðin birta afmælis- greinar 31. ágúst s. 1. um vin minn, Sigurð S. Ólafsson fimm- tugan, en þar eð sú von brást, get ég ekki látið hjá líða að minnast þessa merkisdags með nokkrum orðum, enda þótt mér sé ljóst að hann kæri sig lítt um að þessu sé á lofti haldið. Sigurður nam ungur prentiðn iog er af kunnugum talinn með beztu og vandvirkustu vélsetjur- íum landsins, enda búinn að stunda þá iðn á 4. tug ára, lengst af í Félagsprentsmiðjunni, en nú síðustu árin í prentsmiðju Leift- urs. Annars er Sigurður fyrst og fremst kunnur fyrir störf sín í Jþágu íþróttamálanna og þá eink- lim frjálsíþróttamálanna. Keppti Ihann um mörg ár í flestum grein- iim frjálsíþrótta, varð m. a. ís- landsmeistari í þrístöltki 1929 og 1930 og íslandsmethafi í 4x100 m boðhlaupi 1932, á 47,3 sek. Þegar Sigurður setti gadda- skóna á hil'una, einbeitti hann sér þeim mun meira við félags- starfsemina og hefur síðan gefið Eþróttastarfseminni og þá fyrst rog fremst frjálsíþróttunum allar sínar frístundir. Hlóðust snemrna á hann allskonar trúnaðarstörf, ffyrst í þágu KR og síðar og jafn- fframt í þágu frjálsíþróttamál- anna almennt. Hann var í stjórn KR í mörg ár og ritstjóri KR- blaðsins um skeið og leysti öll þau störf af hendi með svo mik- álli prýði að stjórn KR heiðraði hann sérstaklega, er hann lét af stjórnarstörl'um. í stjórn íþróttaráðs (nú Frjáls- íþróttaráðs) Reykjavíkur var hann allt frá stofnun þess (1932) rog fram til ársloka 1944 og form. þess síðasta árið. Þegar Frjáls- íþróttadómarafélag Reykjavíkur (FDR) var stofnað 1947, var hann að sjálfsögðu kosinn í ffyrstu stjórn þess, enda haíði ihann helgað sig dómarastörfum í mörg ár og gerðist snemma manna fróðastur í öllum dóm- ara- og leikreglnamálum. Árið 1948 var hann kosinn fform. Frjálsíþróttadómarafélags Reykjavíkur og jafnframt í Btjórn Frjálsíþróttasambands ís- lands (FRÍ), sem hann hafði átt mikinn þátt í að koma á lagg- jrnar. Vann hann þar mikið og gott starf, en sagði af sér haust- ið 1950, þótt stjórn FRÍ hafi síð- an notið góðs af hans störfum. Sigurður fór snemma að fylgj- ast með íþróttalífi annara þjóða, ýmist gegnum útvarp og blöð eða með því að sækja stórmót er- lendis. Fór hann t. d. sem frétta- íitari á Olympíuleikana í Berlín 2936 og London 1948, svo og á keppni Norðurlanda gegn Banda- jríkjamönnum í Osló 1949, þar sem hann var í fararstjórn ís- lenzka flokksins. Á þennan hátt aflaði Sigurður feér snemma yfirgripsmikillar þekkingar á íþróttamenningu annara þjóða og hefur jafnan ver Sð sérlega fróður um öll erlend afrek í frjálsíþróttum. , Þá mun hann og hafa verið með þeim fyrstu, ef ekki sá ffyrsti, hér á landi, sem hóf söfn- un og rannsókn á afrekum ís- lendinga í frjálsíþróttum og vann þar hið þarfasta verk. Eru í því sambandi ótaldar allar þær fróð- legu greinar, sem hann hefur ritað í blöð og tímarit um ísl. ffrjálsíþróttamót og frjálsíþrótta- afrek — og þá oftast undir dul- nefninu „Sólon“, sem margir kannast við. Vegna sinnar alhliða þekking- Sr á frjálsíþróttamálum almennt, hefur Sigurður jafnan verið tal- inn ómissandi leiðbeinandi í öllu, er snertir þessa íþróttagrein. — Hann hefur átt mikinn þátt í undirbúningi og framkvæmd fflestra frjálsíþróttamóta, sem haldin hafa verið hér í Reykja- vík síðustu 20—30 árin, ýmist sem framkvæmdanefndarmaður eða dómari eða hvorttveggja. 'Átti hann á sínum tíma mikinn þátt í því að við tækjum upp, keppni við aðrar þjóðir, t. d. með því að bjóða heim erlend- um frjálsíþróttamönnum, sam- anber Svíaheimsóknina 1937, sem markaði vissulega tímamót í sögu frjálsíþrótta á íslandi. Að öllu samanlögðu er óhætt að fullyrða, að Sigurður S. Ólafs- son hafi verið ómissandi maður fyrir íslenzka frjálsíþróttamenn og unnið þeim svo mikið gagn beint og óbeint að það verði seint fullþakkað. Vil ég ljúka þessum orðum mínum með þeirri ósk, að ís- lenzkir frjálsíþróttamenn megi jafnan verða þeirrar gæfu að- njótandi að eiga slíka velgerðar- menn, sem Sigurð S. Ólafsson innan sinna vébanda. Menn, sem berast lítt á hið ytra, en gera þeim mun meira gagn með sín- um óslökkvandi áhuga, þekkingu sinni, ósérplægni og raunhæfum störfum. Heill sér þér fimmtugurol Rvík, 3. sept. 1954. Jóh. Bernhard. Aðalfundur Guðbrandsstjémar SAUÐÁRKRÓKI, 24. ágúst. — Aðalfundur Guðbrandsdeildar Prestafélags íslands var haldinn á Blönduósi sunnudaginn 22. ágúst að lokinni messu, þar sem sr. Lárus Arnórsson í Miklubæ prédikaði en sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ þjónaði fyrir altari, Einnig var messað á Holtastöð- um. Þar prédikaði sr. Ragnar Fjalar á Hofsósi og sr. Bjartmar Kristjánsson þjónaði fyrir altari og á Höskuldsstöðum messaði sr. Björn Björnsson, Hólum. Sr. Þorsteinn B. Gíslason pró- fastur í Steinnesi setti fundinn og stýrði honum. Minntist hann hins látna biskups, dr. Sigurgeirs Sigurðssonar, en fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni. Þá bauð hann velkomna fundar- menn, alla 10 presta af félags- svæðinu og þó sérstaklega gesti fundarins og formælendur, þá sr. Magnús Guðmundsson í Olafs- vík og Pál Kolka héraðslækni á Blönduósi. Síðan hófu þeir fram- söguerindi sín um aðalmál fund- arins, sem var samstarf presta og lækna. Þá urðu nokkrar um- ræður um þetta nauðsynjamál, og hnigu í þá átt, að ekki væri aðeins mikils virði, að prestar og læknar störfuðu saman, held- ur og allir þeir, sem vinna að menningarmálum, uppeldi og trúrækni með þjóðinni. Að loknum þessum almennu umræðum sátu skagfirzkir prest- ar kvöldverðarboð húnvetnskra presta í hóteli staðarins, en síð- an komu prestar saman og ræddu félagsmál sín. í stjórn voru kosn- ir sr. Iielgi Konráðsson, prófast- ur á Sauðárkróki, formaður, sr. Þorsteinn B. Gíslason prófastur í Steinnesi og sr. Ragnar Fjalar á Hofsósi. Fundurinn sendi bisk- upi landsins kveðju, einnig fyrrvérandi formanni félagsins, sr. Gunnari Árnasyni og fyrrv. prófasti, sr. Guðbrandi Björns- syni í tilefni af nýafstöðnu sjö- Knattspyrnufél. Akureyrar til .. tugsafmæli hans. — jón. Sækja um ríkisstyrk Atvinnuvegirnir eru víðar styrktir en á íslandi. Hollenzkir bændur fara nú fram á að ríkis- stjórnin greiði þeim uppbætur vegna hinna óvenjulegu rigninga í sumar. Rafnemar! Rafnemar! ] : Áríðandi fundur verður í Rafnemafélai Reykjavíkur í dag, J ■ , . - - . .. *< I sunnudaginn 12. þ. m. á skrifstofu INSI, Oðinsgötu 17. STJÓRNIN Wíllys Qverland og líaiser-Frazer samsteypan framleiðir: Henry J. Ódýrasti bíllinn í Ameríku, sterkur og öruggur, sparneytinn í rekstri. 2ja dyra, 4 og 6 cvlindra, ■,,Hurricane“ hreyílar. Útsöluverð hér frá ca. kr. 65.900 00. Aero Willys ,,Lark, Ace og Eagle“ hafa bæði í Ameriku og Evrópu hlotið fyrstu verðlaun fyrir öryggi í akstri. Framleiddir bæði 2ja og 4ra dvra. — ,,Hurricane og Super Hurricane“ 6 cyl. hreyflar. Útsöluverð hér frá ca. kr. 78,800.00. Kaiser ,,De Luxe og Manhattan“ hafa síðan 1951 hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna, sem fegurstu bíl- arnir. Hér á landi heíir álit þeirra farið sívaxandi. Útsöluverð hér frá ca. kr. 101.100.00. Einkaumboð á íslandi fvrir Kaiser-Frazer og Willys Overland fólksbíla J laóon, i^ílauerzlan ncfOifar Einkasími um Brúarland. Söluumboð: QíA J/ónóóon A/ Co. Lf Ægisgötu 10, Reykjavík, Sími: 1744 og 82868.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.