Morgunblaðið - 12.09.1954, Side 9
Sunnudagur 12. sept. 1954
MORGIJTHBLAÐIÐ
9 1
Reyk ja vr kua’bréf:
Laugardagur 10. september
Vel horfir um reknetjaveiðarnar — Frjáls kaup og sala á
gjaldeyri — Haftastefnan hefur gengið sér til húðar — Þrótt-
mikil framleiðslustarfsemi grundvöllur verzlunarfrelsisins —
Færeyingar kúgaðir — Biskupssetur í Skálhoíti — Kommún-
Góðar horfur
með reknetjaveiðina
MJÖG góðar horfur eru á því
að reknetja veiðin hér sunnan-
lands og vestan muni verða sæmi
leg að þessu sinni. Síðustu viku
hefur afli verið ágætur hjá bát-
um við Faxaflóa og Breiðafjörð.
S.l. fimmtudag var húið að salta
rúmlega 23 þús. tunnur síldar í!
þessum landshlutum. Ennfremur
hafði verið saltað í nokkur
hundruð tunnur í Bolungarvík,
en um 30 bátar munu stunda
reknetjaveiðar fyrir Vestfjörðum
og norður í Húnaflóa. Ótið hefur
hindrað veiðarnar þar undan-
farið.
Hér syðra hefur tíðarfar hins
vegar verið sérstaklega hagstætt
þessa viku. Fimmtudagurínn var
bezti afladagur vertíðarinnar. Þá
mun hafa verið saltað í töluvert
á 4. þús. tunnur við Faxaflóa og
Breiðafjörð. Síldin, sem er' ó-
venjulega stór og feit, veiðist að-
allega í Jökuldjúpinu, í Miðness-
sjó og einnig sunnan Reykja-
ness.
Við Breiðafjörð hafði í fyrra-
dag verið saltað í rúmlega 3200
tunnur.
Mikið gagn hefur verið að
síldarleit varðskipsins Ægis
það, sem af er vertíðinni. En
hann er eins og kunnugt er
búinn hinum fullkomnustu
tækjum til síldarleitar. Hefur
hann aðallega fundið síldina
með dýptarmælum.
í fyrrahaust voru saltaðar
rúmlega 56 þús. tunnur á rek-
netjavertíðinni hér sunnanlands
og vestan. Árið 1950 nam söltun-
in hér hins vegar um 130 þús.
tunnum.
Mikill stuðningur gæti orðið
að því ef góður afli yrði í rek-
netin á þessu hausti. Útgerðar-
menn og sjómenn hafa orðið fyr-
ir miklu áfalli á vertíðinni fyi'ir
Norðurlandi. Þar voru nú í sum-
ar aðeins saltaðar rúmlega 55
þús. tunnur. Sumarið 1953 nam
síldarsöltunin nyrðra hins vegar
rúmlega 155 þús. tunnum.
Frjáls kaup og sala
á gjaldeyri
UNDANFAREÐ hefur dvalið hér
á iandi sænskur hagfræðingur,
Per Jacobsson að nafni. Kom
hann hingað í boði Háskóla ís-
lands og Landsbankans til þess
að flytja hér tvo fyrirlestra um
gjaldeyris- og efnahagsmál.
í samtali við blaðamenn hér
komst hinn sænski hagfræðing-
ur, sem er starfsmaður Alþjóða-
greiðslubankans í Basel, þannig
að orði, að útlitið væri nú gott
í efnahagsmálum Evrópu. Þjóð-
irnar hefðu safnað sjóðum og af
því leiddi jafnvægi í efnahags-
málum þeirra. Frjáls kaup og
sala á gjaldeyri væri nú orðin
framkvæmanleg og afleiðingin
af auknu viðskiptafrelsi væri
minni dollaraskortur en áður.
í fyrrí fyrirlestri sínum
ræddi Per Jacobsson m. a. um
innflutningshöft og áhrif
þeirra. Kvað hann reynsluna
alls staðar þá, að þau hefðu
gefizt illa og ekki náð þeim
tilgangi sínum að draga úr
viðskiptahalla landanna. Nið-
urstaðan hefði líka orðið sú,
að þjóðir Evrópu hefðu geíizt
upp á þeim. í stað innflutn-
ingshafta hefðu þjóðirnar gert
ýmsar aðrar ráðstafanir til
þess að koma jafnvægi á pen-
ingamál sín innanlands. Halla-
laus ríkisbúskapur og hófleg
fjárfesting, sparnaður, rétt
vaxtapólitík o. fl. væru þar
þýðingarmestu atriðin.
Athyglisvert
fyrir Islendinga
UM það þarf ekki að fara í nein-
ar grafgötur, að hið bætta ástand
í efnahags- og gjaldeyrismálum
Evrópuþjóðanna rekur að veru-
legu leyti rætur sínar til efna-
hagssamvinnu þeirra innbyrðis
• TOMWgjMjg HMM ' ‘ "■
istar hyggja á stórvirki
Síldarsöltun í Keflavík s.l. fimmtudag.
Ljósm. H. Teitsson.
annars vegar og samvinnu þeirra
við Bandaríkin hins vegar. —
Greiðslubandalagið og Marshall-
samvinnan hefur lyft Grettistök-
um á þessu sviði.
Kommúnistar héldu því fram,
að þessi samvinna miðaði öll að
:iWÍÍÍ« ngSBættggfógggj
Smíði hins nýja dráttarbáts Reykjavíkurhafnar i Stálsmiðjunni í Reykjavík miðar vel áfram. En
hann er fyrsta stálskip, sem smíðað er hér á landi. Þannig eru nýjar brautir ruddar í iðnaði lands-
manna. Ljósmynd þessa tók Ól. K. M. þar sem dráttarbáturinn liggur í skipasmíðastöðinni.
því, að gera þjóðirnar háðari
Bandaríkjunum og dollaranum.
Reynslan hefur sýnt hið gagn-
stæðí Viðskiptalíf Vestur-Ev-
rópu er nú stórum heilbrigðara
og óháðara viðskiptunum við
Bandaríkin en það var á fyrstu
árunum eftir stríðið.
Fyrir okkur íslendinga eru
ummæli hins sænska hag-
fræðings um innflutningshöft-
in sérstaklega athyglisverð.
Um langt skeið, bæði fyrir
síðustu heimstyrjöld og jafn-
vel um skeið eftir hána, hafði
ríkt hér þröngsýn og lamandi
haftastefna.
Framsóknarmenn og Al-
þýðuflokksmenn, sem stjórn-
uðu landinu árin 1934—1939
ríghéldu í innflutningshöftin
og töldu þau allra meina bót.
Afleiðing þeirra varð svo
vöruhungur svartur markað-
ur og alls konar brask og
spilling í viðskiptalífinu.
Þessi saga endurtók sig á ar-
unum 1947—1950 þegar Alþýðu-
flokkurinn myndaði fyrstn stjórn
sína og naut atbeina Framsókn-
| ar til þess að koma á nýju hafta-
j kerfi. Þá skapaðist svartamark-
: aðsástand, sem var verra en
| nokkru sinni fyrr.
I Framsókn og Alþýðuflokkur-
j inn reyndu að blekkja almenn-.
1 ing með verðlagseftirliti og alls
| konár skriffinnskukáki, sem kost
! aði off jár. Það átti að halda verð-
. laginu niðri. En að sjálfsögðu
j reyndist það óframkvæmanlegt.
Vöruskorturinn og eftirspurnin
sprengdu öll verðlagsákvæði.
Minnihlutastjórn Sjálfstæð-
isflokksins, sem mynduð var
haustið 1949 að afloknum
kosningum, markaði nýja
stefnu í þessum málum. Hiujt
lagði höfuðáherzluna á að efla
útflutningsframleiðsluna,
koma á hallalausum ríkisbú-
skap og skapa jafnvægi í
efnahagslíf þjóðarinnar. Jafn-
framt voru höftin smám sam-
an afnumin.
Síðan hefur meginhluti af inn-
flutningnum verið nokkurnveg-
inn frjáls. Hefúr það orðið þjóð-
inni í heild til ómetanlegs hag-
ræðis.
Nú er líka komið svo, að dreg-
ið hefur verulega niður í postul-
um haftastefnunnar leiðtogum
Framsóknar og Alþýðuflokksins.
Fólkið hefur sjálft fengið tæki-
færi til þess að velja á milli
frjálsrar verzlunar og hafta-
fargansins. Og það hefur hik-
laust valið frelsið. Að vísu er
það svo, að ennþá er ekki inn-
flutningur allra vara til lands-
ins frjáls. En flestar nauðsynja-
vörur almennings eru komnar á
frílista.
Stefna Sjálfstæðismanna er
greinilega mörkuð í þessnm
málum. Þeir berjast fyrir full-
komnu verzlunarfrelsi, af-
námi allra innflutningshafta.
Frumskilyrði þess, að það geli
tekizt er þróttmikil fram-
leiðslustarfsemi og heilbrigð-
ur atvinnurekstur í landinu.
Því meira, sem þjóðin fram-
leiðir og selur erlendis, því
meira getur hún keypt og not-
að til þess að bæta með lifs-
kjör sín, byggja hús og mann-
virki í landi sínu.
Færeyingar kúgaðir
FREGNIR hafa nú borizt af þvf,
að Lögþing Færeyinga hafi sam-
þykkt, að samið verði við Breta
um smávægilegar rýmkanir á
fiskveiðalandhelgi við Færeyjar.
En grundvöllurinn verði fram-
vegis þriggja mílna landhelgi.
Mikil andstaða hefur verið
gegn þessum samningum í Fær-
eyjum. Sjómenn og útvegsmenn
hafa flestir viljað fara sömu leið
í þessum málum og íslendingar.
En Danir hafa átt óhægt um vik
að beita sér fyrir því. Samning-
ar hafa undanfarið staðið yfir
milli þeirra og Breta um sölu
danskra landbúnaðarafurða til
Bretlands. Höfðu þeir um skeið
strandað. Bretar vildu ekki
borga það verð fyrir danskt
svínakjöt, sem danskir bændur
töldu sig þurfa að fá. Sjálfir
þurfa Færeyingar einnig að selja
fisk til Bretlands.
Lögþingið mun því eklii
hafa talið sér annað fært ent
að ganga til samninga við
Breta um landhelgismál sín
Niffurstaðan hefur orðið sú,
sem fyrr greinir. Færeyingar
hafa verið kúgaðir og brezkir,
togaraeigendur lirósa sigri.
Þannig heldur nýlendupóli-
tíkin áfram að þjarma að lít-
illi þjóð, sem á líf sitt og hags-
muni undir arði fiskimiða
sinna.
Endurbygging
Skálholtskirkju
ENDURREISN Skálholtskirkju
er á næstu grösum. Húsameistara
ríkisins hefur verið falið að gera
teikningu að nýrri kirkju. Veltur
nú mikið á að þar takist vel til
um gerð hennar og byggingar-
lag. Ný kirkja í Skálholti verður
fyrst og fremst að varðveita
forna „tradition“ staðarins og
Framh. á bls. 12
J