Morgunblaðið - 12.09.1954, Side 14

Morgunblaðið - 12.09.1954, Side 14
r 14 MORGVNBLAÐIB Sunnudagur 12. sept. 1954 FramKaldssagan 40 Gerry eða Richard að gera slíkt hið sama.“ „Nei! Lloyd! Nei!“ „Jú“, sagði hann hranalega. „Eina kvöldstund lofar þú þeim, Jem þú ert með, að halda að hann sé hinn útvaldi — og í þeirri villu gengur hans, unz skynsemi hans segir honum, að þú metur hann ekki meir en hvern hinna.“ Ilarkan hvarf úr rödd hans og síðan sagði hann haégt: „Eg elska þig, Nick. Þú ert mér allt; ég hugsa svo mikið um þig, að ann- að kemst ekki að í huga mínum. Ég veit ekki sjálfur, af hverju ég elska þig svona heitt, vegna þess að ég veit að það er tilgangs- laust. Ef þú aðeins létir mig íinna, að tilgangslaust væri fyrir mig að vera sífellt að sníglast í kringum þig, þá væri þetta allt saman mikið betra; ég mundi að minnsta kosti vita hvar ég stæði. En það vilt þú ekki — þú villt heldur að ég dingli í enda þess strengs, sem allir er elska þig, hanga í“. Hann bandaði óþolin- móður með hendinni. „Hvers vegna getur þú ekki komið lireint fram? Ég get vel tekið því. Ég hverf ekki af sjónar- sviðinu né dey af hjartakvölum“, sagði hann þurrlega. „Ég er ekki þannig gerður". Hann leit af henni og starði á snjóinn fram- undan, sem þyrlaðist til undan gjóstinum. Hún horfði á hann. Varir hans voru samanbitnar. „Þú hefur aldrei elskað, Nick — er það?“ spurði hann skyndilega. „Hefur þú nokkurn tíma velt því fyrir þér til hvers þú fæddist, til hvers þú lifir eða hvað það er, sem gefur lífinu gildi. Ég held að ég sé orðinn eitthvað verri — en þannig hugsa ég Þú skilur þetta kannski ekki?“ „Ég skil þig, Lloyd“. „Þú skilur mig ekki! Ef þú skildir mig, þá mundir þú vita, hvað það er að elska. Og ég held, Áð einasta manneskjan, sem þú hefur nokkru sinni elskað sért þú sjálf“. „Lloyd!“ „Er það ekki satt? Þú ert eig- ingjörn. Þú ert hégómagjörn. — Allt, sem þú hugsar um er: að þú skemmtir þér vel. Þér er ná- kvæmlega sama um hvers hjarta þú særir, svo lengi sem þitt eigið hjarta gleðst. Sjáðu Brendan O’Faolain! Þið áttuð oft skemmti- legar samverustundir á liðnum vikum. Þær enduðu skyndilega — og sorglega — þegar hann tjáði þér ást sína“. „Hvernig veizt þú það?“ „Ég er læknir, og það er starf læknanna, að taka eftir því sem rniður fer. Þar að auki þurfti enga sérstaka hæfileika til að sjá það. Maðurinn dáði þig; þú þurftir ekki nema að horfa á hann til þess að sjá það. — Þú teymdir hann á asnaeyrunum, unz hann elskaði þig út af lífinu. Þá sendir þú hann heim til ír- lands — hjartalausan". „Eg bað ekki um ást hans“, sagði hún örvæntingarfull. „Nei, þú baðst ekki um hana; þú bara tókst hana. Ég hef aldrei þekkt nokkurn kvenmann jafn tilfinningalausa og þú ert. Judy til dæmis. Hún mundi frekar úeyja, en að særa nokkurn mann. Hún mundi....“ „Lloyd, hættu! Þú veizt ekki, hvað þú ert að segja. Ég á hjarta. Og ég á mínar tilfinningar alveg eins og allir aðrir. Lloyd....“ Rödd hennar breyttist í kjökuri Hún hallaði sér að honum, og þrýsti andlitinu að öxl hans‘‘. „Hérna", sagði hann hugg- andi um leið og hann tók vasa- klút upp úr vasa sínum. „Ég átti kannski ekki að segja allt þetta. Fyrirgefðu mér, Nick“. Hún lét vasaklútinn falla í keltu sína, lyfti handleggnum og dró hann niður að sér. „Ég elska þig, Lloyd“, hvíslði hún. „Elskarðu.... hvað! Segðu það aftur“. „Ég elska þig“. „Ekki að gera það erfiðara, Nick. Segðu það ekki, ef þú mein- ar ekkert með því“. „Ég meina það! Ó, Lloyd, þú verður að trúá mér“. Hann lyfti höfði hennar frá öxl sér og horfði á hann rann- sakandi augnaráði. „Hugsaðhðu eins um mig á þeirri stundu. er þú sendir O’Faolain frá þér?“ Hún kinkaði kolli. Hann þrýsti henni að sér aftur. „Ó, Nicky, ég skammast mín. Hvers vegna sagðir þú mér það ekki? Það hefði breytt öllu“. „Ég hélt, að þú mundir endi- lega vilja að við giftumst strax, ef ég segði þér frá því“. Hann leit snögglega á hana. „Að við giftumst? Auðvitað vil ég að við giftumst! Þegar piltur og stúlka elska hvort annað, þá er það venjulega það, sem þau grípa til bragðs, er það ekki?“ Hann hló. „Ég hef ekki trú á löng um trúlofunum; en þú? Við.... Hvað elskan. Hvað er að?“ „Lloyd, ég vil ekki giftast .... ekki strax“. „Ja, ég átti ekki við að við giftum okkur á morgun eða í næstu viku. Ertu ánægð með mánaðar frest eða sex vikur?“ „Þú skilur mig ekki. Það, sem ég er að reyna að segja þér, er það að ég vil jafnvel ekki trúlof- ast strax. Ég vil vera frjáls enn um hríð. Vertu sanngjarn, Lloyd. Ég hef varla haft tækifæri til að líta í kringum mig, ennþá. Ég hef aðeins fundið bragð lífsins. Ég vil meira. En það gæti ég ekki fengið, ef ég væri bundin í báða skó“. „Þú yrðir ekki bundin í báða skó, Nicky“. Rödd hans var'biðj- andi. „Ég veit, að þú elskar lífið, en biddu mig ekki um að bíða, elskan. Það er svo mikil tíma- sóun — tími, sem við gætum verið saman“. „En hvað um starf þitt á spít- alanum?“ „Ja, ég veit það ekki“, sagði hann hægt. „Ég gæti vel sagt því lausu“. „Hlustaðu nú á mig, Lloyd“, sagði hún dálítið æst. „Þú ert bú- inn að vera tvö ár á spítalanum; þú átt aðeins eftir eitt ár. Þú ; mátt ekki gefast upp núna. — 1 Ljúktu við námið og síðan gift- umst við. Þú tapar öllu, ef þú hættir á spítalanum núna. Það er bókstaflega ekkert vit í því“. „Eitt ár er langur tími, Nicky“, sagði hann. „Eins og heild öld, þegar þú elskai „Ekki svo mjög langur, elsk- an“. „Það er ekki biðin, sem mér er verst við. Það eru þessir duttlungar þínir, að vilja ekki trúlofast. Mér geðjast alls ekki að því. Það þýðir að þú ert frjáls þinna ferða algjörlega, eins og þú ert nána — á stefnumótum með hinum og þessum og farir allt sem þér dettur í hug. Þar að auki er það alveg víst, að ég hef starfsins vegna ekki tækifæri til að sjá þig oftar en ég hef gert fram að þessu og ef til vill sjaldn- ar. Ég vildi, að ég gæti verið viss um þig“. „Ertu það ekki núna?“ Jóhann handfasli ENSK SAGA 22. „Jóhann, þakkaðu konunginíim fyrir góðvild hans, dreng- ur minn.“ Og þannig gekk ég í þjónustu Ríkarðar konungs og þó að ég réði mér ekki sjálfur nema að litlu leyti, var ég samt undir niðri ánægður yfir því sem fyrir mig hafði komið. | — Nú mun ég sjá mikil afrek og taka þátt í undarlegum og óvanalegum ævintýrum, hugsaði ég með mér, því að eg var þegar íarinn að fá nokkurn skilning á eðli manns þess, er ég átti að þjóna. IV. KAPÍTULI Um fycstu umsát Jóhanns og hvernig hann fékk krossinn á eftir. Þegar ég, Jóhann de la Lande, gekk í þjónustu konungs, vissi ég, að slæpingsdagar mínir voru á enda. Riddaraþjónninn á ekki náðuga daga. Við máltíðir verður hann að þjóna húsbónda sínum, skera kjöt hans og fylla bikar hans. Hann er skyldugur til að bera hjálm hans og skjöld þegar hann þrammar á eftir honum á þjóðveginum. Ef hann kastast af baki í harðri orrustu, verður hann að draga hann undan hinum glymjandi hófum hestanna og koma honum á óhultan stað. Jafnframt þessu verður hann að æfa sjáifan sig í vopnaburði og reiðlist og búa sig undir það að verða sjálfur riddari. Algengur riddaraþjónn þarf líka að vera fljótur að sjá og öruggur í handtökum. En þjónar Ríkarðar konungs þurftu á guðs hjálp að halda að auki, því að Ríarður af Englandi leiftraði gegn um lífið eins og stjörnuhröp leiftra um him- inn og allir, sem hann hafði í kring um sig, urðu að fylgja honum með sama hraða og hann viðhafði sjálfur. um Gardínustengur Nýkomnar patent-gardínustengur (messing) með hjólum Einnig: KIRSCH-gardínustengur (sundurdregnar) Kappabönd, krókar, gardínugorn7.ur (plasthúðcður) o. fl. s LUDVaS STÖStR & CO. Atvinna Stúlkur vantar nú þegar til vinnu í verksmiðjunni. 'Uinnujatac^erc) ~3$lancls li.j'. Þverholti 17 I s ■ 4 Kvenkápur Erlendar kvenkápur nýkomnar. — Nýjasta tízka. Kápuefni — Kápufóður og tillegg. MANCHESTER Skólavörðustíg 4 í buðherbergi: Hillur Tannburstahengi Glasahöld Handklæðahengi Krókar Pappírshöld fyrir W. C. pappír Sápuskálar Burstar fyrir W. C. skálar Rakspeglar o. fl. Fyrirliggjandi ]DorláLó$on Yjorkmann lif. Bankastræti 11 — Sími 1280 ■•«*■■■■•***4 Gólfdúkur (linóleum) B- og C þykkt f Laugavegi 62 — Sími 3858

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.