Morgunblaðið - 22.09.1954, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.09.1954, Qupperneq 2
2 MORGUHBLABIB Miðvikudagur 22. sept. 195Í lnnritun hafin í Námsffokka Reykjavíkur ^•. . Nýjum námsgreinum bætt við: norsku, latínu, leikfangagerð og erlendum bók- menntum. — Kvikmyndir og segulbands- tæki verða notuð við kennsluna NÁMSFLOKKAR Reykjavíkur bæta nýjum námsgreinum við í haust. Einnig taka þeir í notkun kvikmyndatæki og segulband sem hjálpargögn við tungumálakennslu. Námsflokkar Reykjavíkur eru íyrir löngu orðnir þekkt mennta- stofnun hér í bænum og þátttak- «ndafjöldi þeirra hefur aukizt ár írá ári. Síðastliðinn vetur stund- uðu um 850 manns nám þar í rúmlega 40 námsflokkum. Náms- greinar voru þá 15. NÝJAR NÁMSGREINAR í haust verður bætt við nokkr- um nýjum námsgreinum: norsku, latínu, leikfangagerð (úr pappír o. fl.) og erlendum bókmenntum. Náminu í erlendum bókmenntum verður hagað þannig, að lesnir verða nokkrir valdir kaflar á ensku, þýzku og einhverju norð- urlandamálanna. Kaflarnir verða skýrðir og stutt erindi verða flutt um höfundana og þá bókmennta- stefnu, sem þeir tilheyra. Flokkar þessir eru ætlaðir menntuðu fólki, sem kynni að hafa gaman af að njóta leiðsagn- ar bókmenntafróðra manna við lestur örfárra úrvalsrita. Nánari tilhögun verður ákveðin í sam- ráði við væntanlega þátttakend- ur. SEGULBANDSTÆKI OG KVIKMYNDIR Segulbandstækið er notað þannig við tungumálakennslu, að nemendur tala sjálfir inn á segul- band og geta strax á eítir hlustað á sinn eigin framburð og heyra þá betur en annars hvað betur mætti fara. Áformað er að sýna stuttar kvikmyndir í kennslu- stundunum. Kennarinn sl myndirnar á því máli, sem verið 1 er að kenna á svo einfaldan hátt, að þátttakendur í námsflokknum eigi auðvelt með að tengja sam- an myndir og orð. X-FLOKKARNIR Námsflokkurinn í latínu og X- flokkarnir í ensku, þýzku og frönsku eru ætlaðir þeim, sem háfa nokkra þjálfun í tungumála námi (a. m. k. landspróf eða hlið stæða menntun) og vilja leggja áherzlu á að læra málfræði þess ara tungumála og skrifa stíla. — Auk þess er einn flokkur í ensku (5. fl.) þar sem kennslan fer ein- göngu fram á ensku. Aðrar námsgreinar eru: íslenzkar bókmenntir, íslenzka, danska, spænska, vélritun, (hægt er að fá vélar leigðar til afnota í skólanum) bókfærsla, reikning- ur, sálarfræði, kjólasaumur, barnafatasaumur, útsaumur og upplestur. INNRITUN HEFST I DAG í flestum þessum námsgrein- um (ásamt ensku, sem áður er getið) eru flokkar bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. Innritun fer fram í dag og næstu daga í Miðbæjarskólanum kl. 5,20—7 og kl. 8—9 síðdegis (gengið inn um norðurdyr). Kennsla hefst 4. okt. Kennt verð- ur í Miðbæjarskólanum á kvöld- in á tímanum 7.45—10.20. GETRAIASPÁ TÆPLEGA fjórðungi ensku deildakeppninnar er nú lokið og taka nú við eingöngu laugardags- leikir, er skammdegið færist yfir og ekki er hægt að leika í miðri viku. Drengjaliðið í Manch. Utd, eða Baby-United eins og það er kallað í Englandi nú, er nú orðið efst og talið hafa mestar líkur til þess að vinna keppnina í ár. WBA er nú aftur komið í form og á laugardag skoraði miðfrh Allen bæði mörkin í Burnley. Á eftir þessum koma síðan 4 félög með 12 stig, og er Sunderland nú að skera upp árangur af öllum kaupum sínum á landsliðsleik- mönnum. Skilaréff fyrir 12 jiús. fjár við Laufskálaholf í HjaHada! Staðan er nú í efstu deildun- ; um: Manch. Utd 9 6 2 1 20-11 14 WBA 9 6 1 2 20-15 13 Wolves 9 5 2 2 17-10 12 1 Everton 9 5 2 2 17-11 12 Sunderland 9 4 4 1 13- 8 12 . Manch. City 9 5 2 2 15-14 12 Preston 9 5 1 3 25-12 11 ’ Newcastle 9 5 1 3 23-18 11 Bolton 9 5 1 3 17-13 11 Chelsea 9 3 4 2 10-10 10 Portsmouth 9 3 3 3 13-12 9 Cardiff 9 3 3 3 14-18 9 Huddersfield 9 3 2 4 14-16 8 Charlton 8 3 1 4 14-17 r* i Burnley 9 2 3 4 8-11 7 Leicester 9 2 3 4 12-16 7 Arsenal 9 3 0 6 14-15 6 Tottenham 9 2 2 5 13-17 6 Aston Villa 9 2 2 5 14-21 6 Sheff. Wedn 9 2 1 6 16-22 5 Sheff. Utd 9 2 1 6 10-23 5 Blackpool 8 1 1 6 10-18 3 II. DEILD 1 Luton 9 7 0 2 18-10 14 Fulham 9 6 1 2 25-14 13 Rotherham 8 6 0 2 22-13 12 Hull City 9 5 2 2 12- 6 12 j Blackburn 9 6 0 3 29-20 12 1 Birmingham 9 4 3 2 14- 8 11 Stoke City 9 5 1 3 12- 8 11 Notts Co 9 4 2 3 15-14 10 West Ham 9 4 2 3 19-20 10 Doncaster 8 4 1 3 17-17 9 Port Vale 8 3 3 2 8-10 9 Lincoln 9 4 1 4 16-16 9 Bristol Rov. 9 4 1 4 19-20 9 Bury 8 4 0 4 19-20 8 Swansea 9 3 1 5 22-19 7 Liverpool 9 3 1 5 21-22 7 Leeds 9 3 1 5 16-19 7 Ipswich 9 3 0 6 17-19 6 Plymouth 9 1 4 4 11-16 6 Nott. Forest 9 2 1 6 12-18 5 Derby Co 9 2 1 6 14-25 5 Middlesbro 9 0 1 8 7-26 1 Um næstu helgi verða nokkrir tvísýnir og erfiðir leikir, að gizka Bæ, Höfðaströnd, 21. sept. ÁNUDAGINN 20. þ. m. var vígð myndarleg sfeilarétt á Laufskálaholti í Hjaltadal. Ber hún vott um framsýni og stórhug bænda er hana byggja, en að byggingu hennar standa 50 bænd ur í Hóla- og Viðvíkurhreppum. KOSTAR 150 ÞÚS. KR. Þeir Sigurmon Hartmannsson Kolkuósi, Friðbjörn Traustason, Hólum, og Pétur Runólfsson Efra-Ási, höfðu á hendi forust- una um byggingu réttarinnar. — Hún mun rúma um 12000 fjár og kostar um 150 þúsund krónur. Er áætlað að kostnaðurinn verði tekinn af fjórðungi landverði jarðar, fjórðungi af afréttarpen- ingi og afgangurinn tekinn að láni. 23 DILKAR Réttin er öll steinsteypt, byggð á stólpum, en annars holt undir alla veggi. Almenningur er lág- Téttur en dilkar 23 að tölu halla lítillega frá miðju. Flestir bænd- ur hafa lagt hönd að bygging- unni,. og elztu bændurnir, sem þar hafa unnið, eru þeir: Pétur Pálssón á Kjarvalsstöðum og Sig- urður Sigurðsson, Efra-Ási, en þeir eru nú um sjötugt báðir. VÍGSLUHÁTÍÐIN Á vígsluhátíðinni komu bænd- ur saman og drukku full vel lieppnaðs fyrirtækis, ásamt fjölda annarra nær og fjær, sem hylltu þetta myndarlega framtak. Kvenfélag Hólahrepps sá um all- ar veitingar við vígslu réttarinn- ar af mikilli rausn. — Hún er sem fyrr greinir, hið myndarleg- asta mannvirki og öllum er að henni standa til mikils sóma. — Björn. Aihogasemd frá hljéðfæraleikurym VEGNA fréttagreinar í dagblað- inu Tímanum laugardaginn 18. sept., undir fyrirsögninni: Frumsýningarverð í Þjóðleikhús- inu hækkar“, vill stjórn félags okkar taka eftirfarandi fram: Kauptaxtar hljóðfæraleikara fyr- ir vinnu í leikhúsum hafa alls ekkert hækkað, eins og skilja má af áðurnefndri grein. Núgildandi kauptaxtar eru nákvæmlega sömu og á síðastl. leikári, 1953— 1954. Reykjavík 21. sept. 1954. F. h. stjórnar Félags ísl. hljóðfæraleikara Þorvaldur Steingrímsson. Hvað kostar undir bréfin? Einföld flugpÓ3tbréf (20 gr.), Danmörk, Noregur, Svíþjóð kr 2,05; Finnland kr. 2,50; Englano og N.-lrland kr. 2,45; Austurríki, Þýzkaland, Frakkland og Svisa kr 8,00; Rússland, Ítalía, Spánn og Júgóslavía kr. 3,25. — Bandaríkir (10 gr.) kr.í 3,15; Canada (10 gr.) kr. 3,35. — Sjópóstur til Norður landa (20 gr.) k-r. 1,25 og til ann arra landa kr. 1,75. á. ,,Derby“-leikurinn, eins og Englendingar kalla leiki milli fé- laga úr einni og sömu borg, milli City og United í Manchester er einn sá erfiðasti á seðlinum. — Manch. City hefur komið á óvart með getu sinni í haust, en það hefur þó áður staðið grönnum sínum á sporði, þótt um 20 sæti hafi skilið þau að í töflunni. Charlton — Sunderland og Hudds — Wolves eru ekki auð- veldir, því síður Nott Forest og Nott Co. Leikirnir eru: Arsenal — Burnley 1 Blackpool — Tottenham 1 2 Bolton — Aston Villa 1 Charlton — Sunderland x Everton — Cardiff 1 Huddersfield — Wolves 1x2 Manch. City — Manch. Utd 1 2 Newcastle — Chelsea lx Portsmouth — Sheff. Wedn 1 Sheff. Utd — Preston 2 WBA —• Leicester 1 Nottm F — Notts Co 12 Hvaheiðivertð lýkur bráðlega SENN líður að lokum hvalveiði- vertíðarinnar hér við land og hefur afli verið mjög sæmilegur þegar gefið hefur. í gær var gott veiðiveður á djúpmiðunum, þar sem hvalfangararnir voru og veiddu þeir þá fjóra hvali. Nú er búið að veiða 331 hval á móti 332 um sama leyti í fyrra. Vestur-fslenzkar sysfur í heim- sókn fi! að fulfgera æffarfa! Frá vinstri: Esther Magðalena Olsen og Louise Frederica Stephenseni SÍÐASTLIÐINN fimmtudag komu hingað til landsins tvæiS vestur-íslenzkar systur, Louise Frederica Stephensen og Esthet! Magðalena Olsen, frá Chicago í Illinois í Bandaríkjunum, en þafl hafði faðir þeirra, sem var íslendingur, sezt að árið 1888. IíOFÐU ÆTTARTAL MEDFERÐIS Þær systur áttu hingað merki- legt erindi auk þess að kynnast af eigin reynd landi og þjóð ætt- feðra sinna. Höfðu þær með- ferðis ættartal mikið, þar sem rakin er ætt þeirra, en þær eiga ættingja bæði í Danmörku, Sví- þjóð, Noregi og á íslandi. Var elzta syni Louise mjög umhugað um að bæta inn í ættartalið þeim íslenzkum nöfnum, sem þar vantaði. Mun það vera talsvert verk, þar sem ætt þeirra systra hér á landi er mjög mannmörg. Ættar- talinu lýkur á börnum Louise, tveim dætrum og tveim soum, og fimm barnabörnum hennar. FÓR UNGUR AF LANDI BURT Faðir þeirra, Einar Guðbjarts- son, var sonur Magðalenu Hall- dórsdóttur og Guðbjarts Ólafs- sonar, sem bjuggu í Kollsvík í Rauðasandshreppi, og var þriðja barn þeirra hjóna, en alls voru systkinin 18 talsins. Fjögur eru enn á lífi, þrjár systur og einn bróðir. Einar var 24 ára, er hann fór af landi burt í siglingar og kom hér aðeins einu sinni eftir það. Áður en Einar fór eignaðist hann son, Davíð Einarsson, er lengi var verzlunarmaður í Flat- ey á Breiðafirði, en er nú bú- settur í Reykjavík. HAFA LENGI LANGAÐ TIL ÍSLANDS Einar, sem tók upp ættarnafn- ið Olsen, eftir að hann fluttist til Bandaríkjanna, kvæntist þar danskri konu, Harriet Nilson og bjó þar síðan. Esther, sem er end- urskoðandi, hefur búið lengstum í Chicago, en Louise fluttist til Cinncinnati í Ohio með manni sínum árið 1932. Þær systur kváðu sig lengi hafa langað til að heimsækja ís- land, en Esther hefur ekki getað horfið frá störfum sínum fyrr en nú. Hafði faðir þeirra oft rætt við þær um fegurð gamla lands- ins. Á þessari ferð sinni hafa systurnar einnig heimsótt Norð- urlöndin, þar sem þær eiga einnig ættingja. ÞEKKTU ÍSLAND AF KVIKMYNDUM OG FYRIRLESTRUM Louise og Esther hafa ferðast nokkuð u.m hér, t.d. til Þingvalla og að Gullfossi. Sögðust þær hafa þekkt landið nokkuð af sögnum föður síns og einnig af kvikmyndum og fyrirlestrum um ísland á íslendingamótum í ’Bandaríkjunum, og rómuðu þæí einkum íslandskvikmynd Hal Linkers. ,,En ísland kom okkur samt á óvart með öllum sínum fjallgörð- um“, segir Louise. „Og ekki sízt með traustleik bygginga sinna“. „Ég vona, að mér takist að telja mann minn á að koma hing- að í sumarleyfi“, bætir hún við. „Og þá ætla ég að koma aftup á þeim tíma, sem miðnætursólin sézt“. ÆTTSTOFNINN ER ORÐINN STÓR 1 Systurnar halda heim aftuí næstkomandi þriðjudag. „Það var mjög skemmtilegt að koma hingað og sjá alla ættingja okkar, þó að ættstofninn sé nú orðinn svo stór, að varla verði hægt að hitta þau öll“, segir Louise. „En við munum sannar- lega eiga ánægjulegar minning- ar um heimsókn okkar til ís- lands“. Systurnar dvelja hér hjá frænda sínum, Guðbjarti Ólafs- syni, hafnsögumanni. G. St. — Danir Framh. af bls. 1 ERIKSEN STJÓRN? Kvöld-Berlingur segir í dag að bráðlega verði .Tafnaðar- mannastjórnin sigld í strand og kosningar séu nær því ó- hjákvæmilegar. Og Extrablað- ið segir að menn séu þegaf farnir að stinga saman nefjuna um nýja ríkisstjórn andstöðu- flokkanna, sem Erik Erikseni veiti forsæti, Thorkil Christea sen sé utanríkisráðherra og Axel Möller fjármálaráðherra, — Þjéföaðnr Framh. af bls. 1 veitt eftirför kom einn maðun enn til sögunnar. Hann ók vöru- flutningabifreið þvert yfir stræt- ið, skildi hana þar eftir svo að hún lokaði allri umferð og hvarl á brott með ránsmönnunum. LlTILL ÁRANGUR Frú Maude Mitchell í Englandi sótti nýlega um skilnað frá manni sínum og lagði fram í réttinuni myndir af sjálfri sér, sem sönn- uðu, að á tveimur árum hafði húrt horazt um 13 kg. vegna slæmrat meðferðar af hálfu eiginmannsinst Dómarinn veitti konunni ekki skilnað vegna þess, að hann sagðia að henni færi miklu betur að vera, 13 kg léttari, heldur en hún var, fyrir tveimur áruml j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.