Morgunblaðið - 22.09.1954, Page 7
Miðvikudagur 22. sept. 1954
MORGUHBLABIÐ
7
i
Sinfóníuhl jómsveitin og Sovét-
FYRSTU tónleikar Sinfóníu-
hl j óms vcitarinnar á þessu
hausti voru í Þjóðleikhúsinu 14.
þ.m. Stjórnandi var nú aftur dr.
Victor Urbancic, en hann hafði
eins og kunnugt er beðið um frí
frá störfum við hljómsveitina um
tíma. Hið geysimikla verk er
hann vann hér á frumbýlisárum
sveitarinnar hefir engum
gleymst, sem fylgdist með þeim
málum frá öndverðu, enda var
honum fagnað núna eins og hin»
um glataða syni í Ritningunni, og
færð blóm eins og í gamla daga
er hann var hér allt í öllu — í
músikkinni.
Sinfóníuhljómsveitin er nú
sannarlega orðinn óhagganlegur
liður í menningar- og skemmtana
lífi bæjarins engu síður en Þjóð-
leikhúsið, og gerist nú enginn
lengur svo djarfur að kalla hana
„lúxus“ þó-hún sé vitanlega lang-
dýrasta skemmtun borgaranna.
Þeim sem kynnu' að vilja beita
sér fyrir því á ný að fá hana
lagða niður mun í allri vinsemd
verða bent á ýmislegt, sem fyrst
mætti spara, áður en höggvið er
á eina af líftaugum menningar-
innar. Þeir menn munu ekki fá
sjö dagana sæla, sem það óþrifa-
verk hyggðust að vinna á þjóð
sinni. Jafnskjótt og við berum
gæfu til að fá Þjóðleikhúsi okkar
þá andlegu forustu, sem skilur
til hlýtar hvílík driffjöður og
orkugjafi slík stofnun á að vera
og gæti verið í menningarlífi
þjóðarinnar, fær Sinfóníuhljóm-
sveitin fyrst skilað sinu hlutverki
til fulls. í svipinn bíður hún að
nokkru leyti eftir verkefni við
hennar hæfi. Þegar söngleikir
haust og voru eru orðnir eins
sjálfsagður hlutur og sinfóníu-
tónleikarnir, verða ekki lengur
taldar eftir þær krónur sem hún
fær frá þeirri stofnun.
Á þessum fyrstu tónleikum
Sinfóníuhlj ómsveitarinnar gætti
þess vitanlega mjög að hljóð-
færaleikararnir fengu ekki nægi-
legan tíma til samæfinga eftir
sumarfríið, enda munu margir
þeirra hafa stundað aðra vinnu
síðan í vor. Yfirleitt var samleik-
urinn ekki góður, enda í fyllsta
máta ósanngjarnt að ætlast til
þess eftir jafnfáar æfingar.
Fyrsta verkið sem leikið var. for-
leikurinn að „Seldu brúðurinni"
eftir þjóðtónskáld Tékka, Fried-
rich Smetana, var varla meira en
hálfæft, enda fékk þetta meist-
araverk í slavneskum arkitektúr
heldur slæma útreið. f stað log-
andi neistaflugs eldmóðs og skap
ofsa varð úr verkinu meiningar-
laus þvæla. Það nálgast sovét-
fjandskap að bjóða „verndurum"
Tékkanna upp á þvílíka meðferð
á skjólstæðingi þeirra.
Dansar Jóns Leifs misstu líka
alla remmu og safa í hinum lé-
lega flutningi.
TVeir rússneskir sólistar, sem
hér eru staddir á vegum félags-
ins MÍR aðstoðuðu á þessum tón-
leikum og gáfu þeim mikinn
glæsibrag. Einleikararnir voru
cellosnillingurinn Mstislav Ros-
tropovitsj og píanóleikarinn
Tamara Guséva. Ungfrúin lék
annan pianókonsert Rachmanin-
offs op. 18 og er það í annað sinn
á tiltölulega stuttum tíma, sem
rússneskir listamenn flytja hér
þetta verk, og munu margir kalla
það einu sinni um of, er tillit er
tekið til þess, hve hinir rússnesku
listamenn hafa lítið flutt hér af
rússneskri nútímatónlist. Konsert
inn er að vísu saminn af miklum
dugnaði og kunnáttu og er víða
skemmtilegur, og meðan tón-
skáldsins sjálfs naut við til að
fara með einleikshlutverkið, var
það á sinn hátt ævintýralegur
viðburður, því tónskáldið var
afburða píanóleikari, en verkið
er fremur snautt af rismikiili
hugsun og djúpri andagift og
tveir síðari kaflarnir næstum því
þreytandi. Leikur ungfrúarinnar
var með köflum stórglæsilegur
iistamennirnir
og hrífandi, en hvorttveggja var,
að hljómsveitin var oft alltof
sterk og flýgillinn hljómlaus og
harður og því erfitt að átta sig
til fulls á því hvað í hinni ungu
listakonu kann að búa af há-
leitri skynjun og tærri poesi.
Henni var ákaft fagnað og hún
virtist ná sterkum tökum á áheyr
endunum, enda fer ekki milli
mála að hún er afburða píanisti.
Tónleikarnir enduðu á cello-
konsert Dvoraks op. 104 í h moil.
Er konsertinn eitt fegursta verk
sinnar tegundar sem til er. Var
mjög eðlilegt að marga fýsti að
heyra listamann með siavneskt
blóð í æðum túlka hér þet+a önd-
vegisverk. En margir hafa orðið
fyrir nokkrum vonbrigðum, því
cellóleikarinn virtist ekki hafa
tileinkað sér fullkomlega þann
skilning á tékknesku „tempera-
menti“, sem þetta verk lýsir svo
fagurlega, eða náði ekki að beita
honum í hinu erfiða samstarfi
við hljómsveitina. Listamaðurinn
kann að vera alinn upp í öðrum
anda en þeim, sem Dvorak lét sér
svo annt um að halda á lofti. og
er það útaf fyrir sig síður en svo
ámælisvert', aðeins ný sönnun
þess, að mannssálin er marg-
brotnari og þjóðareinkenni tor-
skildari en svo að unnt sé fyrir
ólíkar þjóðir að lifa fullkomlega
lífi hver annarrar, hvað þá að
setja hver annarri lög og reglur.
í konsert þeim eftir Vivaldi, er
cellóleikarinn spilaði hér fyrir
nokkrum dögum, virtist hann
alveg í essinu sínu. Var sá leikur
hárfínn og þrunginn sannfærandi
lífi og boðskap, sem gekk beint
til hjartans. Það vill svo til, að á
síðustu tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í vor, lék hér einnig
sem sólisti ungur cellóleikari,
Erling Blöndal Bengtson. Þó þessi
cellóleikari sé að ýmsu leyti
þroskaðri listamaður en hinn
ungi Bengtson, er hann varla
jafnoki hans að leikni á þetta
erfiða hljóðfæri. Bengtson er ís-
lenzkur í aðra ætt og ættu þeir
MÍR-menn að fá því komið til
leiðar að hann fengi að kynna
sig þar eystra, svo sanna mætti
hvort hér er um oflof að ræða.
Það er ekki unnt að skrifa svo
um þessa tónleika að geta ekki
eins manns úr hljómsveitinni.
Það er Egill Jónsson fyrsti
klarinettisti. Nokkrir. einleikstón-
ar hans á konsertinum voru ef til
viil það eítirminnilegasta er
þessir tónleikar skildu áheyrend-
unum eftir og ætti honum sem
fyrst að gefast kostur á að leika
einleikshlutverk með sveitinni.
Það er tvennt sem mjög vekur
undrun manns í sambandi við
þessa tónleika, hin gífurlega að-
sókn fólks. sem annars sést ekki
oft á Sinfóníutónleikum, og hitt
hversvegna hinir rússnesku lista-
menn nota ekki tækifærið til þess
að kynna okkur eitthvað nýtt úr
heimi sovétlistarinnar.
Sinfóníuhljómsveitin hefir und-
anfarin ár barist harðri baráttu
til viðurkenningar á tilveru sinni,
og oft legið nærri að gefist væri
upp, en fjandmenn hennar hælzt
um, því aðsókn hefir oft og tíð-
um ekki verið mikil. Hversvegna
hefir þetta ágæta fólk farið í
felur á undanförnum árum, og
það þegar allt útlit var fyrir að
þessir landvarnarmenn íslenzkr-
ar mepningar og frelsis yrðu of-
urliði bornir af þeim. sem ekkert
sjá fyrir óseðjandi kröfum munns
og maga? Því skal hvort sem er
ekki að óreyndu trúað, að sumt
af þessu fólki komi í Þjóðleikhús
íslands til þess að klappa fyrir
rússneskum sendinefndum. Ætti
þvi að véra óþarft að óttast um
aðsókn að tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í framtiðinni.
Mikill fjöldi listamanna hefir
komið hingað á undanförnum ár-
um frá ýmsum löndum og álfum.
Þó prógrömm listamanna um all-
an heim séu í höfuðatriðum hin
sömu, Bach, Beethoven, Brahms,
mundi fólk jafnvel hætta að njóta
listar þessara öndvegistónskálda,
ef ekkert nýtt kæmi fram til þess
að halda eldinum lifandi. í viss-
um skilningi er það einungis
framleiðsla hverrar kynslóðar,
sem er hin „lifandi fæða“ hennar.
Sá sem ekki lifir í samtíð sinni
lifir ekki fremur í fortíðinni,
hann er fyrir fullt og allt dauður.
Það hefir um allar aldir verið
eitt af dauðameinum hins þreytta
borgara, að hann vill láta sér
nægja „það sem hann þekkir“, en
sá sem þannig hefir gefizt upp, á
venjulega skammt ólifað með
sinni þjóð. Ef samtíðin nær ekki
lengur hjarta hans eða hann ótt-
ast hana eða hatar er hann úr
sögunni. Þó til séu nokkur tón-
skáld, sem varla er lengur hægt
að láta einni þjóð eftir að eigna
sér, og eru orðin í víðtækustu
merkingu alþjóðleg, eiga flestar
þjóðir tónskáld, sem eru samt
fyrst og fremst þjóðleg. Það sama
gildir um túlkandi listamenn, því
hver er sínum hnútum kunnug-
astur. Þetta hafa fjölmargir lista-
menn, sem hingað hafa komið,
skilið fullkomlega. Því spyrja
margir, er hingað kemur hópur
frábærra rússneskra listamanna
og landkynningarmanna, hvers-
vegna við fáum ekki að sjá og
heyra eitthvað nýtt úr þeirra list-
auðuga landj og þjóðlífi. Það er
ekki vegna þess að við efumst útaf
fyrir sig um sannleiksgildi þeirra
fullyrðinga sendimannanna, að
listamenn í Sovét þekki engar
mannlegar áhyggjur og að allt sé
fyrir þá gert, sem hjarta þeirra
finni uppá að óska sér, en okkur
langar bara til að heyra og sjá og
finna með eigin skilningarvitum
áhrif þessa dásamlega atlætis á
hinar holdi og blóði gæddu
mannverur. Og svo í hreinskilni
sagt, við erum sum okkar orðin
dálítið langeygð eftir ýmsum
þeim hlutum, sem okkur var á
sínum tíma boðað að mundu
sigla í kjölfar alræðis öreiganna.
Eða erum við aftur orðin of sein,
öreigarnir aftur orðnir of ríkir.
Fyrir tveimur áratugum lásum
við, sem þá vorum ung ög
rómantísk eftirfarandi setningar-
í Rauðum pennum: „Samtímis
því aS vonleysi gagnsýrir bók-
menntir auðvaldslandanna,
semja Rússar máttugar land-
náms- eða nýbyggingarsögur,
ólgandi af krafti og bjartsýni."
Af þvi að við þykjumst vita að
sama kraftaverkið hafi einnig
gerst í tónlistinni þar eystra, er.
okkur forvitni 4 að kynnast þess-
um verkum er víðfrægir sovét-
listamenn koma hingað í heim-
sókn.
R. J.
íbúð — húshjálp
2—3 herb. íbúð í risi til
leigu gegn húshjálp hálfan
daginn. Aðeins barnlaust
fólk kemur til greina. Tilboð
sendist afgr. Mbl. fyrir
laugard., merkt: „Miðbær
RÞ — 640“.
ATVINNA
Tvær stúlkur geta fengið
kennslu í raf- og logsuðu,
með áframhaldandi atvinnu
fyrir augum. Hátt kaup. —
Tilboð sendist afgr. Mbl.
fyrir 27. þ. m., merkt „641“.
BEZT AÐ AIGLÝSA
1 MORG LJN BLAÐIISV
$ E N DI SVEfN N
— i
Eöskur sejndísveinn óskast.
. íillisUZldL
Hringbraut.
Þakjórnið er komið
Pantanir óskast sóttar strax
Þakgluggar, 3 gerðir;
þakkjölur, þaksaumur,
pappasaumur,
fyrirliggjandi
^JJeiai Waamíuon &Co.
lCfi r v facjnuóson
Hafnarstræti 19 — Sími 3184
Sendisveism
Röskur og áreiðanlegur piltur óskast til sendiferða.
Upplýsingar í skrifslofunni.
\JélómiÁjan ^JJéÍinri h.j.
Þýzkar
Poplin kvenregnkápur
í glæsilegu úrvali
Verð kr.: 575,00 — 775,00 — 855.00 — 975,00
\Jerzinnin ÁJai (UacoL
cjLU ^acobóen
Austurstræti 9.
Blúndur og MiEliverk
fyrirliggjandi.
iír. Þorvaldsson Co.
Þingholtsstræti 11 — Sími 81400.
Sendisveinn
Röskan og ábyggilegan sendisvein vantar í utanríkis-
ráðuneytið nú þegar eða frá 1. okt. n. k. — Nánari
uppl. í utanríkisráðuneytinu.
Búðardiskur
V^ndaður búðardiskur með mörgum skúffum og
tilheyrandi hillum, til sölu. — Tækifærisverð.
Uþpl.
í sípi
a 3245.