Morgunblaðið - 22.09.1954, Síða 12
12
MORGV NBLAtílÐ
Miðvikudagur 22. sept. 1954
Hafnarf|arðar-bíó
— Sími 9249 —
Glaðar stundir
Bráðskemmtileg ný amerískj
gamanmynd. — Mynd þessi)
hefur verið talin ein bezta í
ameríska gamanmyndin, sem j
sýnd hefur verið á Norður- j
löndum.
Cliarles Boyer,
Louis Jourdan,
Linda Christian.
Sýnd kl. 7 og 9.
LISTDANSSKOLI
Þjóðleikhússins
tekur til starfa 1. okt. n. k.
Nemendur frá fyrra ári,
sem ætla að stunda nám
í skólanum í vetur, komi
til innritunar föstudaginn
24. sept. kl. 4 síðdegis. —
Nýir nemendur komi til inn-
ritunar mánudaginn 27.
sept. kl. 4 síðd. og hafi með
sér æfingabúninga. — Inn-
ritun aðeins á ofangreind-
um tíma og ekki í síma. —
Inngangur um austurdyr. —
Kennslugjald kr. 100,00 á
mánuði og greiðist fyrir-
fram.
Kennarar: Lisa og Erik
Bidsted ballettmeistari.
Kenwood
Hrærivélar
fyrirliggjandi.
HEKtA h.f.
Austurstræti 14. Sími 1687.
TIL SOLU
Nýleg 120 bassa Sabatini
harmonika með 4 skipting-
um á píanóborði og 2 í
bassa. Söluverð kr. 4800,00,
með góðum greiðsluskil-
málum. Uppl. í síma 2754
kl. 10—12 og 5—7 í dag og
næstu daga.
Hreingerningakona
óskast.
Bifreiðastöð Steindórs.
Sími 1588.
fjölritarar og
til
fjölritunar.
Einkaumboð Finnbogi Kjartansson
Austurstræti 12. — Sími 6544.
Vandamál skáldskapar
Framh. a'f bls. 9
í vandamálum skáldskaparins,
sem væru margvísleg og sannar-
lega tímabært að ræða þau. í
stað þess hefði hann tekið yfir-
borðslega í nokkur atriði og síð-
an tekið til við að flokka skáld-
skap í raunsæjan og óraunsæjan.
Svo liti út sem þar ætlaði Lax-
ness að draga strik og áliti að
það sem væri raunsætt væri hlut
gengt sem list, hitt, sem væri ó-
raunsætt væri ekki hlutgengt
Sem dæmi um eitt vandamál,
sem Laxness snerti á yfirborðinu,
en fór lítið nánar út í, nefndi
Þorsteinn viðhorf skálda og lista-
manna til stjórnmála. Þetta
væri eitt alvárlegasta vandamál
menningarinnar í dag, því að
víða gætti þess að ofstækisfullir
stjórnmálaflokkar reyndu að
þrælka skáldin og gera þau að
áróðurssprautum. f sambandi
við þetta væru skáld, sem vog-
uðu sér að hugsa sjálfstætt of-
sótt á alla lund. Nefndi hann sem
dæmi að McCarthyistar í Banda-
ríkjunum hefðu ofsótt leikrita-
skáld eitt, sem deildi á ofstækis-
stefnu þeirra og að einmitt um
þessar mundir stæðu yfir í Rúss
landi ofsóknir á listamenn. sem
voguðu sér að gagnrýna spill-
ingu Sovétrikjanna. — Ætlunin
væri að láta þá knékrúpa hin-
um ríkjandi stjórnmálamönnum.
Þessar ofsóknir gegn frjáls-
huga og sjálfstæðum rithöfund-
um og listamanna kvað Þorsteinn
vera eitt alvarlegasta vandamál
skáldskaparins á vorum dögum.
Þeirra væri jafnvel farið að gæta
hér á landi, þar sem rithöfundar
væru níddir niður, ef þeir ekki
beygðu sig eins og þrælar fyrir
ákveðnum stjórnmálastefnum.
Skáldin yrðu að slíta af sér fjötra
stjórnmálaofsóknanna.
NÚTÍMA ÞJÓÐFÉLAG
Næstur steig í pontuna Ólafur
Gunnarsson, sálfræðingur. Hánn
vakti athygli á því að í kringum
okkur í þessu þjóðfélagi væru
stöðugt að gerast þeir atburðir
að ástæða væri til fyrir rithöf-
unda að veita þeim athygli. Við
vitum, sagði hann, að okkar
gamla bændamenning er að
mestu horfin. Er ekki ástæða til
að rithöfundar lýsi þessu þjóð-
félagi og þeim þrekvirkjum, sem
hér eru unnin á öllum sviðum?
RÉTTMÆT GAGNRÝNI
Síðastur talaði dr. Björn Sig-
urðsson. Hann taldi að gagnrýni
Laxness á unga listamenn hefði
verið réttmæt og jákvæð og eng-
inn þyrfti að reiðast af 'henni.
Taldi hann að nýjungar þeirra
væru ekki framför, heldur nýj-
ungagirni. Taldi hann að listin
hefði á síðustu árum fjarlægzt
lífið og listamennirnir væru að
flýja eitthvað. Yngstu rithöfund-
ar hafa orðið eftir við veginn.
Þeir hafa ekki fylgt eftir þeim,
sem á undan hafa farið, sagði
dr. Björn.
ÞARF AÐ FARA í „PARTY“
Að lokum tók svo frummæl-
andi aftur til máls. Sagði hann
þar nokkra kiljanska brandara,
kvað hann alla hafa misskilið
allt, sem hann hefði sagt. Furð-
Óska eftir litlu
HERBERGI
Gæti látið af hendi málara-
vinnu. Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir helgi, merkt:
„Fagmaður — 642“.
Keflavík — Keflavík
3ja—4ra herb. íbúð óskast
strax í Keflavík eða ná-
grenni. Uppl. í Byggingar-
vöruverzlun Suðurnesja,
Keflavík.
Unglingsstúlka
óskast til að líta eftir
dreng á 5. ári. Upplýsingar
að Hjallavegi 23. Sími 80441
frá kl. 11—12 f. h. og 6—7
e. h.
Óska að taka
2—3 herbergja íbúc
á leigu nú þegar. Er einn í
heimili. Fyrirframgreiðsla.
Richard Eiriksson.
Sími 4260.
Afgreiðslustarf
Stúlka óskast til afgreiðslu-
starfa frá næstu mánaða-
mótum.
Bifreiðastöð Steindórs.
Sími 1588.
Ingólfscafé
Ingólfscafé
aði menn nokkuð á því að sjálfur
framsögumaður skyldi ekki
svara einni einustu spurningu,
sem fyrir hann var lögð, en þetta
afsakaði hann með því að hann
þyrfti að mæta í „party“! Er það
víst að menn urðu fyrir von-
þrigðum að lokaræðan skyldi
vera svo miklu lágkúrulegri en
framsöguræðan, að erfitt hefði
verið að trúa að sami maðurinn
hefði gert báðar. En stundum
kemur það fyrir að jafnvel sjálf-
um meisturunum tekst ekki upp.
Þ. Th.
Gömlu og* nyju dansarnir
í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9.
TVÆR HLJÓMSVEITIR
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Simi 2826.
- Skákbréf
Framh. af bls. 8
að magnast. Það er hrein ‘unun
að horfa á skák hans við Alex-
ander, svo erfið sem hún var
(við þykjumst nú reyndar vera
búnir að finna vinningaleið í
henni), en það hefir tekið lang-
ah tíma, svo að ekki er von að
Friðrik þyrði að hætta sér út í
þá sálma eins og á stóð: aðeins
15 mín. eftir af umhugsunartíma,
eða verja það, og jafnteflið hins
vegar öruggt og skákina við
Porath tefldi hann ágæta vel.
Vetrargarðurinn
Vetrargarðurinn
ANSLEIKUB
í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9
Hijómsveit Baldurs Kristjónssonar leikur.
Miðapantanir í síma 6710 eftir klukkan 8.
V, G,
DHISLEIEUS
að Þórscafé í kvöld klnkkan 9
K. K. sextettinn leikur.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7.
Kaharettinn
í KR-húsinu
Sýning kl. 7 fyrir börn og fullorðna.
Kl. 9 fyrir fullorðna.
Aðgöngumiðar seldir í bókabúð Sigfúsar Eymundssonar,
Verzl. Drangey og í KR-húsinu frá kl. 1.
Sími 81177.
BEZT AB AEGL'ÍSA
í MORGVTSBLAÐINV
Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu
------ MARKtS Ef«r IM IW*
1) Jonni: — Hlustaðu,
það er eins og riffilskot.
2) — Það verður að vera, það 3) — Svo það eru keyrishögg 4) — Það hlýtur að vera þrjót-
| verður að vera! manns með hundasleða. urinn hann Tommi Amotoktuk,