Morgunblaðið - 22.09.1954, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIB
Miðvikudagur 22. sept. 1951
ka
Framh’aldssagan 47
verjar höfði} einu sinni verið
sigraðir — þeir mundu ekki
reyna öðru sinni. En þó — stríðið
hafði endað með vopnahléi, eng-
inn lokasigur hafði verið unninn.
Var það mögulegt, að hann mælti
sannleika? Var þetta í undirbún-
ingi á meðan Evrópa svaf? Og
hafði hann þá líka rétt fyrir sér,
þegar hann sagði að ást væri ekki
til? Talaði hann af reynslu —
vissi hann hve lengi hún entist?
Hann hafði talað um ánægjutil-
íinningu. Hvað hafði hann í raun-
inni átt við með því? Hann hafði
lifað nær helmingi lengur en hún,
hann hafði gert allt, reynt allt,
séð allt, rannsakað mannseðlið og
þekkti lífið. Var það mögulegt að
þegar öllu væri á botninn hvolft
þá hefði hann rétt fyrir sér, en
hún hefði á röngu að standa?
11. kafli.
Charles fór ofurhljóðlega í
slopp sinn og leitaði í myrkrinu
að inniskónum sínum. Hann
kveikti á litla lampanum og gekk
hægt út úr herberginu. Um leið
og hann gekk niður stigann, velti
hann því fyrir sér, hvað Nicole
væri að gera þarna niðri ein all-
an þennan tíma. Fenton hafði
fylgt henni heim um tvöleytið.
Hann hafði heyrt bíl hans aka
frá húsinu skömmu síðar En
klukkan hafði slegið hjálf fjögur
áður en hann fór út úr herberg-
inu. Hann var hugsi er hann gekk
niður. Nicole var óútreiknanleg
kona. Hann efaðist um það, að
nokkur maður mundi skilja hana
rétt.
Var það nokkurn tima einhver
önnur en Iris frænka?“
Charles sneri við og gekk að
stól andspænis hægindastólnum,
sem hún sat í. „Hvers vegna
spyrðu, Nicole?“
„Mig langar að vita það.“
„Er það þýðingarmikið að ég
svari?“
„Já, mjög.“
„Þá skal ég segja þér það. Ég
var ástfanginn áður en ég gekk
að eiga Iris. Eh það varð ekkert
úr þeirri ást.“
„Hvers vegna ekki? Elskaði
hún þig ekki?“
„Jú, hún elskaði mig, að
minnsta kosti sagðist hún gera
það. Hún hefði gifzt mér, ef ég
hefði beðið hennar. En það fór nú
svona; ég bað hennar ekki.“
„En ef þú hefur elskað hana..“
„Já. Ég hugsaði mikið um það,
Nicole. Hún var það sem fólk
mitt kallaði „ópassandi". Mér var
það vel Ijóst að ég elskaði hana.
En ég vissi líka, að þegar hvers-
dagsleiki lífsins byrjar, þá hugs-
ar maður um það sem maður eitt
sinn átti. Ef þú hættir við eitt-
hvað, sem þú ætlaðir þér, aðeins
til þess að giftast ákveðnum
manni eða konu, þá held ég að
þú eyðir hálfri æfi þinni í bolla-
leggingar um það, hvað orðið
hefði um þig, ef þú hefðir ekki
gifzt. Það er venjulega það, sem
ræður úrslitum. Ég hefði til
dæmis orð.ið að hætta í utanrík-
isráðuneytinu, ef ég hefði kvænzt
I henni. Og því starfi vildi ég alls
ekki sleppa svo að ég ákvað að
kvænast henni ekki. Ég hef verið
mjög hamingjusamur með Iris.
1 Ég iðrast einskis. Ég fékk það út
úr lífi mínu, sem ég vildi og ég
er ánægður. Það getur verið að
öðrum finnist þetta viðhorf mitt
asnalegt — en það reyndist mér
ágætlega."
„Og þú telur það mjög mikil-
vægt að vera ánægður í lífinu?“
„Já“.
„Þakka þér fyrir, Charles. Ég
mun minnast þess, sem þú hefur
sagt mér.“
Charles stóð upp, leit á hana
og velti því fyrir sér, hvað væri
að brjótast um á bak við þessi
svörtu augu. Hann sá að hún var
áhyggjufull, en hann vissi líka,
að það myndi ekkert gott hafa í
för með sér, þó hann reyndi að
fara að hughreysta hana. „Þú
ferð upp bráðum?“ sagði hann. I
„Já, alveg strax. Góða nótt,
Charles frændi."
„Góða nótt, vina mín“ sagði
hann og hún var aftur ein. |
Nicole leit um herbergið í
skímu morgunsins. Aprílmorgun-J
inn var kaldur. Hún vissi að bezt
væri að fara upp að hátta en
rökkrið og hugsanir hennar gáfu
henni engan frið. Hún gæti ekki
frekar varizt þeim þar uppi. !
Henni varð hugsað aftur og aft-
ur um það, sem skeð hafði fyrr
þetta kvöld.
Það hafði allt byrjað svo vel.
Vörubílaleyf i
Kæliskápar
Næsta sending af Kelvinator kæliskápum verður vænt-
anlega til afgreiðslu um miðjan næsta naánuð.
I»eir sem voru búnir að panta og ekki var hægt að af-
greiða úr síðustu sendingu, verða látnir ganga fyrir.
Getum einnig bætt við nýjum pöntunum.
Verð kr.: 6490.00. — Hagstæðir greiðsluskilmálar.
JUL kf
AUSTURSTRÆTI 14 — SÍMI 1687.
Hann sá daufa birtu í gegnum
gætt bókaherbergisins. Teppin á
stiganum hafði komið í veg fyrir
að nokkur yrði var við komu
hans niður og hann stóð í dyra-
gættinni, án þess að Nncole veitti
honum eftirtekt. Hann sá þegar í
stað, að honum gafst ekki tæki-
færi til spurninga. Það var eitt-
hvað undarlegt við hana þessa
stundina. Hún sat svo hugsi í
stóra hægindastólnum. Skinið frá
leslampanum féll á hana. Varir
hennar voru samanbitnar og
augnaráð hennar starandi. Char-
les hafði aldrei áður séð hana
þannig.
„Nicole!“ '
Hún hrökk við. „Charles
frændi! Ég heyrði ekkert til þín.
Þú komst mér á óvart.“
„Fyrirgefðu, góða mín; ég ætl-
aði ekki að láta þér bregða. Er
nokkuð að? Get ég náð í eitthvað
fyrir þig?“
„Nei .. nei, mig vantar ekkert.
Ég sit bara hérna. Ég hef víst
gleymt hvað tímanum leið.“
Charles hristi sig. „Það er kalt
liérna. Aumingja þú, þér hlýtur
að vera helkalt. Á ég að kveikja
eld?“
Það lá við að Nicole segði já.
Hún vissi sem var, að henni yrði
ekki svefnsamt þó hún háttaði.
En þegar hún fór að hugsa um
það, að Charles yrði að leita að
eldivið um allt húsið, þá fannst
henni að það yrði jafnvel betra
að hún lægi andvaka í rúminu,
heldur en að Iris færi að spyrja
hana nærgöngulum spurningum
daginn eftir. Hún hafnaði því
boði hans.
„Þú ættir að fara að hvíla þig.
Þú ert þreytuleg á svip.. Þetta
hlýtur að hafa verið erfitt kvöld“.
Þegar Charles gekk til dyra
stöðvaði hún hann. „Charles!“
„Já, elskan.“
„Hefur þú nokkum tíma verið
ástfanginn? Ég á við, hefur nokk-
óskast. — Framboð ásamt verði, sendist í pósthólf
457. — Fullri þagmælsku heitið.
2—4 herbergi
og eldhús óskast sem fyrst. — Þrennt fullorðið í
heimili. Fyrirframgreiðsla. — Standsetning gæti
komið til greina. — Upplýsingar í síma 80533,
kl. 5—8 í dag og á morgun.
Hús í Sandgerði
Tilboð óskast í 84 ferm. fokhelt steinhús í Sandgerði.
Húsið er hæð og portbyggð rishæð og kjallari undir %
þess. í húsinu verða tvær íbúðir sérhitaðar, hvor þrjú
herbergi, bað og þvottahús. — Tilboð í hvora íbúð fyrir
sig óskast send til Aðalsteins Teitssonar. Skólastræti 1,
Sandgerði. Sími 36. Hann veitir og nánari upplýsingar.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Tilboð
óskast í Hverfisgötu 32, Hafnarfirði.
Semja ber við Siggeir Vilhjálmsson, Sólvallagötu
34, Reykjavík. Sími 6260.
Hefi kaupanda eð
3ja—5 herbergjo íbúð
Mikil útborgun, ef samið er strax.
Ingi R. Helgason, lögfr.
Skólavörðustíg 45 — Sími 82207.
Þýzkar
LJÓSAKRÓNUR
og L A M P A R fjölbreytt úrval.
HEKLA H.F.
Austurstræti 14
Vinnustundaklukkur
nýkomnar
S. Árnason & Co.
Sími 5206.
i ■ ■ • MiiaijaiJJJ ■_»> ■■■■■■ ■
nnnr if ■r ; i' ;; ) i 11
£ItUUIUIIIIIIIIIIIUIi .. | g.................