Morgunblaðið - 29.09.1954, Síða 7

Morgunblaðið - 29.09.1954, Síða 7
Miðvikudagur 29. sept. 1954 MORGUNBLAÐIB 7 Frú Jóhanna K. Ólafson FRÚ JÓHANNA KRISTXN ÓLAFSSON andaðist af hjarta- slagi fimmtudaginn 23. þ. m., 58 ára að aldri. Hún var fædd í Stykkishólmi 22. maí 1896, dótt- ir hjónanna Lárusar K. I. H. Bjarnasonar, þá sýslumanns þar, síðar hæstaréttardómara, og konu hans, Elínar Pétursdóttur Havstein, systur Hannesar Haf- Stein ráðherra. Jóhanna ólst upp hjá foreldrum sínum í Stykkishólmi þar til móðir hennar dó, árið 1899, og síðan hjá föður sínum og flutt- ist með honum til Reykjavíkur érið 1908, þegar hann tók við forstöðu lagaskólans. Um ferm- ingU var hún látin fara í Mennta- skólann og lauk hún gagnfræða- prófi þaðan vorið 1913, en það vor lauk ég stúdentsprófi frá Menntaskólanum, og sömuleiðis Páll Ólafsson, sonur Jóns Ólafs- sonar skálds og ritstjóra, er síð- ar kvæntist Jóhönnu (22. maí 1918), eftir að hafa lokið prófi í tannlækningum í Ameríku. Ég minnist þess að okkur skóla- félögum Jóhönnu þótti hún táp- mikil og glæsileg ung stúlka. Veturinn 1916—17 stundaði Jóhanna nám í Statens Telegraf- skole í Kaupmannahöfn og lauk þar prófi um vorið. Vann síðan eitt ár í Landssímastöðinni í Reykjavík þar til hún giftist, eins og áður er sagt vorið 1918, Páli Ólafssyni tannlækni. Eignuðust þau 5 börn og eru 3 þeirra á lífi: Gísli, forstjóri í Vátrygg ingafélaginu h.f., Elín Helga, gift Gísla Þorkelssyni, efnafræðingi og Lára Kristiana, gift Jóhanni Jakobssyni, efnafræðingi. Sumarið 1933 missti Jóhanna mann sinn og voru þá öll börn- in í ómegð. Stóð hún þá uppi með þungt heimili fyrirvinnu- laust og sjálf óvön vinnu. Reyndi nú á táp hennar og manndóm. En lífsskoðun hennar var alla tíð sú, að hverjum og einum bæri skylda til að reyna að bjarga sér og sínum, eftir því sem hann hafði vit og krafta til, og þeirri lífsskoðun var hún trú þegar mest á reyndi. Hún rak tann lækningastofu manns síns áfram næsta vetur, og mun það hafa hjálpað henni í þeim efnum, að hún hafði stundum aðstoðað mann sinn á stofunni, og var því ekki ókunnug störfum þar. Eftir það seldi hún stofuna og hafði það fé, sem fyrir hana fékkst til uppeldis og undirbúnings undir síðari starfsemi. En þótt erfitt væri á marga lund, leitaði hún ekki styrks og sá heimili sínu farborða á eigin spýtur. Haustið 1937 sigldi hún til Kaupmannahafnar með börnin og gekk í kennaradeild Háskól ans. Lauk hún vorið eft.ir prófi í uppeldisfræði (sálarfræði) og skrift og hélt síðan heim aftur. Gerðist hún síðan skriftarkenn- ari í Iðnskólanum og Gagnfræða- 'skóla Reykvíkinga, og hefur kennt við þá skóla siðan, og einnig lengst af við Samvinnu skólann og einn vetur við Verzl- unarskólann. Var hún í surriar ráðin fastur kennari við Iðn- skólann, en andaðist áður en hún tæki við því embætti. Jóhanna var ötul og sam vizkusöm sem kennari og hafði gott lag á nemenduifi sínum Fannst þó sumum nemendum annað nauðsynlegra, en að bæta um skriftina sína. En þegar fór að líða á námstímann og þeir sáu hvílíkum stakkaskiptum skriftin hafði tekið, voru þeir henni þakklátir og þægir. Jóhanna samdi árið 1947 kennslubók í teikniskrift, sem Iðnskólann gaf út og hefur hún verið notuð síðan. Ég þakka henni ágæta við- kynningu í 40 ár og samstarf í 16 ár, og mun æ minnast Jó- hönnu sem heilsteyptrar konu með heilbrigða lífsskoðun og þróttmikla skapgerð. Helgi H. Eiríksson. HIÐ skyndilega andlát frú Jó- hönnu Ólafsson kom okkur göml- um vinum hennar á óvart, enda Minning hrakaði, en jafnframt var hún sem fyrr stoð og stytta barna sinna og barnabarna, og athvarf vinum sínum. Jóhanna var kona há vexti, mjög fríð og göfugmannleg, varð ung hvít fyrir hærum, svipmikil og fyrirmannleg. Hún var ör í lund, hreinlynd og ákveðin í skoðunum og ákaflega örlát ,og tryggð hennar þekkjum við bezt. sem áttum vináttu hennar að fagna um áratuga skeið. Hún var ein af okkar göfugustu vin- um. Við munum því sakna hennar sárt, en sárast þó ættfólk henn- ar, börn, tengdabörn og barna- börn, sem hún hugsaði um og hlúði að hverja stund, allt til hinnar síðustu. Blessuð sé minning hennar. E. M. þótt við vissum, að hún hefði um nokkur ár átt við vanheilsu að stríða. Nokkrum klukku- stundum áður höfðum við átt tal við hana, hressa og létta í skapi, er hún var að fara til vinnu sinnar um kvöldið. Og vinnu sinni lauk hún það kvöld- ið, eins og ævinlega. En stundu síðar var hún liðið lík. Við höfð- um ráðgert að hittast næsta dag, en þeir fundir urðu með öðrum hætti en við höfðum vænzt. En endurminningarnar lifa um áratuga kynni og trygga vináttu. Við minnumst hinnar ungu fögru og tiginmannlegu stúlku, sem ung giftist stórglæsilegum og góðum manni, Páli Ólafssyni tannlækni. Hvar sem þau komu vöktu þau athygli með glæsileik sínum, prúðmennsku og höfðings- skap, eins og þau bæði áttu kyn til. Þau voru samhent og vin- sæl af öllum sem kynntust þeim og lífið brosti við þeim. En erfiðleikarnir komu og ung að árum missti Jóhanna mann sinn frá þremur ungum börnum þeirra. En Jóhanna lét ekki bug- ast. Hún harðnaði ævinlega við hverja raun. Ættardugurinn sagði til sín. Hún fór til útlanda og á fertugsaldri settist hún á skóla- bekk og lærði og tók próf í skriftarkennslu og vann síðan fyrir sér og börnum sínum með kennslu og sýndi mikinn dugn- að og óvenjulega skyldurækni í starfi sínu. Börnin uxu upp og komust til manns, giftust og stofnuðu sín heimili, en Jóhanna hélt áfram vinnu sinni með harð- fylgi, enda þótt heilsu hennar „Samlök herskála- búa" ræöa um raðhúsin Allir verða ánægðir, ef OXYDOL er notað við þvottinn — því þá verður tauið Ijómandi hreint. Revnið því FÆST ALLSSTAÐAR AIR VVÍCK - MCK Lykteyðandi — Lofthreinsandi Undraefni Njótið fcrska loftsins innan húss allt árið NOTIÐ AIR-WICK — AIR WICK !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ • ■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■•■■■■■■■B■B■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■m »•* : : | Olíugeymar Til sölu er olíugeymir, er liggur á Grandagarði. — ; • r » ; Menn snúi sér til T. J. Júlíussonar, skipstjóra, á : ■ Z skrifstofu vorri, er gefur allar upplýsingar. — ■ ■ : Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora eigi síðar en > næstkomandi mánudag 4. október. ; ■ : : . ■ m j • j i Sjóvátrjjjpgarfélag Islands h.f. FYRSTI fundur „samtaka her- skálabúa" á þessum vetri var haldinn i Breiðfirðingabúð mánu- daginn 13. sept. 1954 og gengu í félagið 80 nýjir meðlimir. Á fundinum voru eftirfarandi ályktanir samþykktar einróma: 1. „Fundur „Samtaka herskála- búa“ haldinn 13. sept. 1954 skor- ar á háttvirta bæjarstjórn Reykja víkur að hafa afhendingar- og greiðslukjör á raðhúsunum svo hagkvæm, sem kostur er. Fund- urinn telur, að hús þessi verði að öðrum kosti algjörlega ofviða því fólki, sem þau eru ætluð.“ Fundurinn skorar því á hátt- virta bæjarstjórn Reykjavíkur: a. Að krefjast engrar trygg- ingar við afhendingu raðhúsanna. b. Sjái hójttvirt bæjarstjórn sér ! ekki fært að afhenda húsin án I þess að trygging sé sett, skorar [fundurinn fastlega á bæjarstjóm- I ina að hafa tryggingarupphæðina sem lægsta. c. Fundurinn beinir því til bæj- arstjórnarinnar að taka bragga- innréttingar gildar sem trygg- ingu. d. Fundurinn telur jafnframt óhjákvæmilegt, að húsum þessum fylgi smáíbúðalán og skorar á borgarstjóra og bæjarstjórn að fryggja slík lán ó húsin. húsmæður nota því ávallt OXYDOL það gerir þvottinn tandur hreinan og hlífir höndum og horundi. Til sölu í Gutunesi er eftirfarandi: Svartar pípur frá %” til 3” Galv. pípur %” og ’A” Plötujárn, ýmsar þykktir U-járn og I-járn, ýmsar stærðir. Áburðarverksmiðjan H.F. Eími: 82000. Sendisveinn Duglegur og greinargóður piltur óskast til sendi- og innheimtustarfa. Almenna Byggingafélagið H.F. Borgartúni 7 HUSNÆÐI _ JARNSMIÐI « • : Húsnæðislaus járnsmiður vill ráða sig í vinnu hjá þeim, • sem útvegað getur 2—3 herbergi og eldhús. Fyrirfram- ; greiðsla eftir samkomulagi. Er vanur verkstjórn og sjálf- • • stæðri vinnu. — Uppl. gefur Jón Ingimarsson, hdl., • Vitastíg 8A, sími 6205. ATVINNA ; Duglegar og reglusamar stúlkur vantar nú þegar til á afgreiðslu- og eldhússtarfa á veitingastofu í Keflavík. ; Gott kaup. Frítt fæði og húsnæði. Uppl. í síma • 4288 í dag. ■«■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■ ■ ■■•■■■■•■■■■■■■■■■■■•■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■p•■■■■■■■■•■■■■•> a■■■»•] BAHMCI S0YR SÓSi!UfliE Ileild ífölubirgðir Sími 1—2—3—4 - Morgunblaðið með morgunkaffina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.