Morgunblaðið - 21.10.1954, Síða 16
Veðurútlif í dag:
Brcytileg átt og hægviðri.
Skýjað.
241. tbl. — Fimmtudagur 21. október 1954.
300 úthaídsdagar
togaranna. Sjá grein á bls. 9.
Bezta atvinnubótin er
kaup mýrra togara
MAGNÚS JÓNSSON, þingmaður Eyfirðinga, kvaðst ekki sjá aðra
leið líklegri til að bæta úr atvinnuörðugleikum ýmissa byggð-
arlaga út um land en að styðja þau til að hefja eða auka útgerð
logara. Kom þetta fram í ræðu hans í Sameinuðu þingi í gær, er
rædd var þingsályktunartillaga frá þm. Sjálfstæðismanna á Vest-
fjörðum.
BEZTA ATVINNUBOTIN
Hann gat þess að það væri að
vísu erfitt að reka togarana, væri
reksturshalli af þeim, eins og
komið hefði greinilega í ljós nú
1 sumar. En samt er það stað-
reynd að togaraútgerðin er víða
hin mikilvægasta atvinnubót.
ÓLAFSFJÖRÐUR OG DALVÍK
VILDU SAMEIGINLEGA
TOGARA .%.
Magnús Jónsson miníitist þess
að þegar nýsköpunartogurunum
10 var úthlutað hefðu Ölafsfjörð-
ur og Dalvík sótt eftir að fá einn
þeirra og boðið fram fulla byrj-
unargreiðslu. Þetta hefði ekki
verið talið fært. Aðrír hefðu feng
ið togarana.
ÞÝÐINGARMESTA
RÁÐSTÖFUN
En hann kvað þörfina fyrir
togaraútgerð enn hina sömu
í þessum bæjum. Þýðingar-
mesta ráðstöfunin væri að rík-
issjóður ábyrgðist kaup á tog-
ara. Sú ráðstöfun kæmi og til
greina víðar, ef ekki ætti að
verða landauðn í sumum
landshlutum.
Gekk með fvö Eömb 140 m
í Láfrabfargi
Víð sfáírun komu h.u.b, 1 mörk mörs á móti
hverju kíSéi kjöts fjárins
Látrum, 20. október.
SLÁTRUN á Látrum er nú lokið og var fé yfirleitt mjög vænt,
er það kom af fjalli, og heimtur góðar. Var meðalþyngd dilka
með bezta móti eða nokkuð yfir venjulega haustþyngd.
TVÍLEMBINGAR
SAMTALS 38 KG
Það má í frásögur færa, að í
fyrradag var slátrað hér tvílemb-
ingum, gimbrarlömbum, sem
vógu að skrokkvigt 17 og 20 kg.
Mörinn úr annarri gimbrinni vóg
17 merkur, en úr hinni 15 merk-
ur. Móðurinni var einnig slátrað
og vóg hún að skrokkvigt 27 kg
og mörinn úr henni 26 merkur.
GENGU 140 M
NIÐRI í LÁTRABJARGI
Ær þessi var eign Þórðar Jóns-
sonar bónda að Hvallátrum. Bar
hún heima í vor, en var rekin á
bjargið með öðru fé á sínum
tíma með bæði lömbin. Er smalað
var til réttar í haust sást kindin
með bæði lömbin í Látrabjargi
140 metra fyrir neðan brún. Var
hún látin' eiga sig þá í bili, því
að augljóst var að síga þyrfti
eftir henni og lömbunum.
I HVANNGJÁ
Þar, sem kindin gekk í bjarg-
inu, heitir Hvanngjá og hafði hún
aðsetur sitt í gjánni á svonefnd-
um Hælavöllum. Komst hún ekki
af þessum slóðum, en þar er beit
góð. Er talið að hún hafi smám
saman verið að bíta sig niður í
bjargið, en aldrei getað snúið til
baka. Eru þarna gróðurmiklar
syllur og kjarnmikill gróður.
SIGIÐ EFTIR KINDUNUM
í fyrradag var gerður út leið-
angur til þess að ná fénu úr
bjarginu, og var sigið eftir því.
Er aðstaða þarna öll fremur erf-
ið sem gefur að skilja, en giftu-
samlega tókst að ná ánni og
lömbunum.
ÞVÍ NÆR MÖRK MÖRS
Á MÓTI 1 KG KJÖTS
Látrabændur hafa gert það
einstöku sinnum að flytja kindur
á þennan stað á vorin, og hafa
æfinlega komið þaðan afbragðs-
dilkar. Þess eru þó varla dæmi að
dilkar hafi dafnað svo vel þarna,
að hver mörk mörs hafi komið á
móti hverju kílói skrokkþyngd-
ar, og þar að auki er hér um að
ræða tvílembinga, sem sjaldan
dafna eins vel og einlembingar.
-r* Fréttaritari.
Atkvæðin frá
Akureyri talin
í <lag?
í GÆRKVÖLDI skýrði Kristján
Sigurðsson, sóknarnefndarform.
á Akureyri, blaðinu svo frá, að
kjörseðlar fráprestskosningunum
þar á sunnudaginn var, myndu
verða sendir til biskupsskrifstof-
unnar í Reykjavík, með flugvél
í dag kl. 12,30 e.h., svo fremi
flugveður verði.
Kristján gat þess að kjörsókn
hefði verið mjög góð, þegar þess
er gætt að mikill fjöldi Akureyr-
inga var fjarverandi úr bænum
daginn sem kosningarnar fóru
fram. T.d. voru allir togararnir
úti á sjó og flest minni fiskiskip-
in, áuk allmargra, sem farið hafa
í atvinnuleit suður á Keflavíkur-
flugvöll.
Við prestkosningarnar greiddu
alls 3088 manns atkvæði, en á
kjörskrá voru 4555.
Ef atkvæðakassinn kemst hing
að til Reykjavíkur upp úr há-
deginu, er sennilegt að úrslitin
verði kunn í kvöld.
„NHouche" í síðasta
skipti í kvöld
í KVÖLD hefyr Þjóðleikhúsið
síðustu sýningu sína á óperett-
unni Nitouche. Þessi skemmtilegi
söngleikur hefur átt óskiptum
vinsældum að fagna meðal Reyk-
víkinga, eins og bezt má sjá af
því, að ekki færri en 9 þúsund
manns hafa séð hann síðan byrj-
að var að sýna hann s.l. vor.
Sýningin í kvöld hefst kl. 20
samkvæmt venju. Má búast við,
að margir verði til að nota þetta
síðasta tækifæri til að skemmta
sér við að horfa á Nitouche.
starfa hér í bæ
HÉR í bænum er tekið til starfa,
að Njálsgötu 40, sérstakt bílamat.
Vill það verða mönnum til ráðu-
neytis, er þeir ætla að gera kaup
á notuðum bílum. Til þessa hef-
ur slíkt verið undir kaupanda og
seljanda komið og hafa oft orðið
mála ferli út af slíkum bílakaup-
um, er gallar hafa komið fram á
bílnum í höndum hins nýja eig-
anda. Með því að fá hlutlaust
mat kunnáttumanna telja ráðá-
menn fyTÍrtækisins síður hættu
á að slíkir árekstrar eigi sér
stað, milli kaupanda og seljanda.
Hin nýja olíustöð að KIöpp. Innkeyrsla er fyrir 4 bifreiðar í smur-
stöðina, og 4 tankar eru Skúlagötu megin.
Stærsta smurstöð á
landinu opnuð í gær
Afgreiðir 6 bíia í senn
— reynir nýju&fu tœkni
KLUKKAN 6 í gærdag var stærsta smur- og benzínstöð landsins
opnuð. Er það ný smurstöð BP við Skúlagötu. Opnaði benzín- (
stöðin með því að fylla tank bifreiðar ekkju Héðins Valdimarssonar,
eins af aðalstofnendum Olíuverzlunar íslands. f dag tekur smur- 1
stöðin til starfa, en þar komast 4 bílar að í einu, auk tveggja við
þvott (inni), bónun og ræstingu. Úti fyrir er rúm fyrir 20—30
bíla á þvottastæði, auk fjögurra við benzíntanka. Eru á þessari
stöð teknar í notkun allar þær aðferðir, er beztar þekkjast við
þjónustu við bifreiðaeigendur og stöð þessi á, hvað sumt snertir,
enga sína líka hérlendis.
OLÍUSTOÐIN A KLOPP
Á svonefndri „Klöpp“ við
Skúlagötu — þeirri er Klappar-
stígur heitir eftir, hefur frá 1928
staðið þetta hús, sem nú glæsi-
legasta smurstöð landsins. Það
hefur löngum verið heldur óásjá-
legt, kámað í olíu og girt hárri
girðingu. Þar hafa nú miklar
umbætur farið fram — girðingin
tekin, húsið snyrt verulega að
utan eftir teikningu Þórs Sand-
holts arkitekts, og múrhúðað að
innan og málað og breytt í hólf
og gólf til bess að fullnægja
kröfum nútímar.s um smur- og
benzínstöð.
SJALFVIRKAR VELAR
Gólfflötur stöðvarinnar er
tæpir 300 fermetrar, þar er því
rúmgott og þó þar séu smurðir
fjórir bílar í senn, er hávaðalaust
þar inni, því vélar allar eru í
kjallara — aðeins leiðslur upp,
og því enginn hávaði og skot-
hvellir í þrýstiloftspumpum og
öðrum smurningstækjum eins og
menn eiga að venjast. Niðri í
kjallaranum eru tunnurnar og
þrýstiloftsdæiurnar og leiðslurn-
ar liggja upp og er hægt að fara
með þær um allan salinn, en falla
þar síðan sjálfkrafa niður um sitt
op niður í kjallara eftir notkun,
hverju sinni.
ALLT ÞAÐ BEZTA
Öllu er mjög haganlega fyrir
komið. Þarna er snyrtiklefi fyrir
viðskiptavini og þægileg biðstofa
meðan þeir bíða eftir að bílar
þeirra eru smurðir, fylltir, bón-
aðir, þvegnir, eða hreinsaðir að
innan.
Hreinn Pálsson framkvæmda-
sttjóri Olíuverziunar íslands
sýndi blaðamönnum hina nýju
stöð í gær. Við það tækifæri sagði
hann, m. a. „í náinni framtíð tel
ég hiklaust, að við bjóðum það
bezta, er við vitum að í notkun
er á Norðurlöndum og í New
York. Ég veit ekki um neina
þá nýjung, er máli skiptir, sem
við ekki höfum tekið hér með í
reikninginn við byggingu þessar-
ar nýju stöðvar. í dag, er við
opnum, bjóðum við upp á hið
nýja og sterka benzín — 87 oct-
ane í stað 79 áður — og full-
nægir það öllum þeim kröfum,
er til benzíns er sanngjarnt að
gera“.
----o-----
Og ekki verður því í móti mælt
að stöð BB við Skúlagötu, er
þægileg fyrir bifreiðaeigendur.
Þar er veitt utanhúss auk ben-
zíns að aðstöðu til þvotta og loft-
töku góð aðstaða til að fá frostlög
og hemlavökva. Innanhúss er öll
þjónusta. veitt og öll tækni notuð j
í því sambandi. Frá sjónarmiði
þeirra, sem ekki eru bifreiða-
eigendur, getur opnun þessarar
stöðvar talizt nokkur viðburður
líka, því að hér er um sanna bæj-
arprýði að ræða, á götu þeirri, er
við „föður Revkjavíkur1', Skúla
Magnússon er kennd og verður
sú gatá, ef áfram er á sömu braut
haldið, og farin hefur verið, ein
fegursta gata höfuðborgar ís-
lands.
Vissu ekki um eld-
inn fyrr eu slökkvi
starfið var hafið
í FYRRINÓTT kviknaði í litlum
timburkofa, serp stendur við Bók-
hlöðustíginn neðanverðan. Litlar
skemmdir urðu af völdum elds-
ins.
Kofi þessi hefur verið einn
helzti samkomustaður ýmiskonar
lausingjalýðs, er tíðum situr þar
að drykkju. Ýmsum hefur þótt
ástæða til að setja þessar hóp-
drykkjur umrenninganna í sam-
band við eiturlyfjasölu og nautn
slíkra lyf ja. En ekki munu neinar
sannanir fyrir því vera fyrirliggj-
andi, enda mun drykkjulýðurinn
tæpast hafa auraráð til slíks.
Er slökkviliðsmenn og lögreglu
menn komu að kofanum í fyrri-
nótt var farið að loga í þgki hans.
Þar inni sátu sex menn, og var
enginn þeirra ölvaður. — Ekki
höfðu þeir hugmynd um að
kviknað væri í kofanum fyrr en
slökkviliðsmenn og lögreglu-
menn birtust í stærsta herberg-
inu. Það er kynnt upp með ofni,
sem stendur í því miðju. Frá röri
hans hafði kviknað í. Enginn
mannanna sex átti heima í skúrn
um. Einn þeirra kvaðst hafa sofið
þar nokkra undanfarna daga og
hefðu hinir mennirnir fimm ver-
ið sínir gestir. Nokkuð mun vera
á reiki hver sé húsráðandi í kof-
anum, en síðast hafði hann á
leigu frá eigandanum, Sigurði
Berndsen, atomskáldið Stefán
Hörður Grímsson.
Fékk tæpl. 120 þíís. mörk
fyrir 175 tonn af nísa
TOGARINN Röðull frá Hafnar-
firði seldi í gærdag í Cux-
haven 175 tonn af ísvörðum fiski,
nær eingöngu upsa, fyrir 119,940
þýzk mörk. — Er þetta bezta
salan, sem náðzt hefur í ár á
Þýzkalandsmarkaðnum, að vísu
er Akureyrartogarinn Harðbak-
ur með hærri sölu, 123,000 mörk,
en hann var með miklu meiri
fisk.
FISK VANTAR
Markaðurinn í Þýzkalandi er
hagstæður um þessar mundir,
enda fiskþurrð, sem stafar m. a.
af mjög tregum afla hér við land.
— Aftur á móti er betra á Græn-
landsmiðum og einstaka skip
hafa fengið mikinn afla á skömm-
um tíma.
fjórir togarar, Surprise, Þorsteinn
Ingólfsson, Jón forseti og Skúli
Magnússon.
Ódýrari leið yfir norðurpólinn
FENEYJUM. — Alþ j óðasamband
flugfélaga hefur fallizt á, að verð
á farmiðum verði ódýrara á flug-
leiðinni yfir norðurpólinn heldur
en yfir Atlantshafið. Var þetta
ákveðið á fundi í Feneyjum.
AKUREYRI
23 SOLUFERÐIR
Nú hafa ísl. togarar farið 23
söluferðir til Þýzkalands, á móti
10 um þetta leyti í fyrra. — Næst
mun Austfirðingur selja þar,
væntanlega á laugardaginn. — I
næstu viku eiga að selja þar
8.
REYKJAVÍK
leikur Akureyringa:
a7—a6.
. i