Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 1
 Fimmttsdagur 21. ©kt. 1954 ATHAFNAFRELSI Hér fer á eftir ræða sú, sem Magnús Jónsson þm. Eyfirð- inga flutti við 1. umræðu fjár- laga á Alþingi s.l. föstudag: Herra forseti. TTJÁRLÖGIN eru tvímælalaust mikilvægasta málið, sem hvert Alþingi hefir til meðferðar. Þau grípa inn á öli svið þjóðlífsins og spegla ekki aðeins aðstöðu þióðarinnar í efnahagsmálum og fjármálum almennt, heldur sýna þau einnig afstöðuna til menn- ingarmála og framfaramála yfir- leitt, bæði í andlegum og ver- aldlegum efnum Þótt mörgum kunni að þykja fjáriög og fjár- lagaumræður leiðinlegur töluleg- ur lestur, þá fer ekki hjá bví, að þessar tölur snerta r.reira og minna hag hvers einasta þjóð- félagsborgara. Hallalaus "ikisbúskapur er óhjákvæmilegt skilyrði heil- brigðrar efnahagsþróunar í þjóð- félaginu. Miklar tekjur og góður efnahagur almennings eru undir- staða góðrar afkomu ríkissjóðs. Hins vegar getur verið góð af- koma hjá almenningi, þótt hagur ríkissjóðs sé slæmur, en slíkt ástand getur þó ekki blessast til lengdar. Hæstvirtur fjármálaráðherra gerði i frumræðu sinni glögga grein fyrir ástandi og horfum um fjárhag ríkissjóðs, bæði í ár og á næsta íjárhagsári. Hefir hann jafnframt gert grein fyrir öllum helztu breytingum frá fjárlögum þessa árs, sem fram koma í fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1955. Mun ég því ekki nema að mjög litlu leyti ræða um einstaka liði fjárlagafrumvarpsins, heldur verja þessum stutta tíma, sem ég hefi til umráða til þess að íhuga fjármálaþróunina síðustu árin og ge'ra grein fyrir þeirri megin- stefnu, sem við Sjálfstæðismenn teljum þurfa að fylgja í sambandi við afgreiðslu fjárlaga. FJÁRLÖGIN FARA SÍHÆKKANDI Niðurstöðutaia sjóðsyfirlits á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1955 eru rúmar 497 millj. króna, og skortir þá aðeins tæpar 3 millj. í Ms milljarð. Má telja fullvíst, að í meðförum þingsins hækki frumvarpið svo, að fjárlögin verði endanlega afgreidd með yfir Vz milliarð króna í heildar- útgjöld og tekjur. Er bað geysileg upphæð á íslenzkan mælikvarða, þótt að vísu viðskiptavelta þjóð- arinnar muni nú í ár nema rúmum 2 milljörðum króna eða 2000 milljónum Og þótt við séum að verða vön háum tölum ,er ekki að undra, þótt margan sundli við að heyra slíkar upphæðir, ekki sízt eldri kynslóðina. Síðustu árin hafa heildarniður- stöðutölur á sjóðsyfirliti fjár'laga verið sem hér segir: 1952 382 millj., 1953 423 millj., 1954 446 millj. og á fjárlagafrumvarpinu 1955 497 milij. 1953 hækkuðu fjár lögin um 41 millj. miðað við næsta ár á undan, 1954 var hækk- unin 23 millj. og 1955 er hækk- unin 51 millj. Raunveruleg hækk un fjárlagafrumvarpsins nú, mið- að við yfirstandandi ár, mun þó ekki vera nema um 35 millj. kr., því að teknar eru í frumvarpið sjálft nú a. m k. 7 millj. króna, sem í fjárlögum þessa árs eru í heimildargrein og auk þess er í útgjaldaáætlun fjárlagafrum- varpsins nú 10 millj. króna, sem ekki er eyðslufé, heldur gert ráð fyrir, að lagt verði til Fram- kvæmdasjóðs ríkisins. AUKNAR ÞARFIR Það er raunar ekkert nýtt fyrir brigði, að fjárlög hækki verulega FARA OG HAG Elliiíg atvisíi*.fi¥@S'!r!H*r cs og hallca- Eaus ErikiskáslcffRfH:? mo&'. §|árnfiálasteSEfimnar M jafnvæsi í byggS I svo stórkostlega ár frá ári, eins og þær hafa gert síðustu árin og verður þá ekki um annað að ræða, hvort sem mönnum er ljúft eða leitt, en að draga saman segl- in eða leggja ella á nýja skatta, sem flestum mun sýnast neyðar- urræði. Helztu útgjaldaliðir fjár- laga, sem stöðugt hækka ár frá ári, enda þótt ekki verði launa- breytingar, eru kennslumálin, sem hækka að meðaltali un> 3 milljónir á ári, félagsmálin, sem siðustu 4 árin hafa hækkað að meðaltali um rúmar 4 milljónir á ári, heiibrigðismálin rúma 1 milljón á ári og vegamálin, sem fara sífellt hækkandi, einkum við haldsfeð vegna lengingar þjóð- vegakerfisins, og mun þó skorta mjös á að hæet sé að halda veg- unum í viðunandi horfi. Allt eru þetta útgjaiaaJiðir. sem hæKKa af eðlilegum ástæðum og eru íiestiz a^veðnir með sérstakri löggjöf Magnús Jónsson alþingismaður. frá ári til árs. því að sú hefir jafnan verið þróunin. Nokkur hækkun er jafnan eðlileg, því að með vaxandi fólksfjölda vaxa þarfirnar og tekjurnar eiga þá einnig að vaxa, ef allt er með eðlilegum hætti. Verðbólgutíma- bil það, sem hófst upp úr 1940, hefir síðan valdið því, að fjár- lög hafa hækkað mjög ár frá ári; hefir mikið af þeirri hækk- un verið lítt viðráðanleg, en jafn framt hefir margvísleg umbóta- löggjöf lagt nýjar kvaðir á ríkis- sjóðinn. | Þótt mörgum hafi að vonum vaxið mjög í augum hin mikla aukning ríkisútgjalda og þá um leið ríkistekna, þá má þó ekki álykta út frá bessum tölum ein- um, heldur verður að íhuga, hversu kvaðirnar, sem ríkið legg- ur á þjóðfélagsborgarana eru þungar. Þótt ýmsar álögur ríkis- ins á þjóðfélagsborgarana hafi meira en 20-faIdast síðan 1939, er það engum efa bundið, að hag- ur alls almennings í landinu er miklu betri nú en var fyrir 15 ár- um jafnframt því, sem félagslegt öryggi og menntunarskilyrði eru nú miklum mun betri en þá. Engu að síður er því ekki að leyna, að boginn er nú svo hátt spennt- ur, að engu má muna, að hann bresti. STÖÐVUN VÍSITÖLUNNAR Ein helzta orsök útgjaldahækk- unar ríkissjóðs hefir fram á síð- ustu ár verið vísitöluhækkunin og þar af leiðandi hækkandi kaup gjald, því að laun í einu eða öðru formi eru mjög stór liður í út- gjöldum ríkissióðs. Nú hefir rík- istjórninni' hinsvegar tekiz* í rúmt hálft briðia ár að halda vísitölunni í skef'um, þannig að verðlag og kanpgja d hefir litið hækkað. Er þetta gleðilegur ár- angur af þeirri stefnu, r.em mörk- uð var með gengisbreytingunni árið 1950, þótt nýjar hættur steðji að v'su nú að. sem ósýnt er hvaða afleiðingar hafa. Þegar þess er gætt, að allt frá árinu 1952 hafa launaútgjöld rlkissjóðs tekið Utlum sem engum breytingum, þá verður því ekki neitað, að nokk- uð er uggvænlegt, hversu út- gjöld ríkissjóðs hafa samt stór- hækkað. í því sambandi er þó þess að gæta að baráttan fyrir þessu jafnvægi í efnahagsmál- unum hefir kostað ríkissjóð all- miklar fórnir, sem bæði koma fram I auknum : Uðurgreiðslum á verði innlendra afurða og oinnig á ;ýman annan hátt. Engu að s'ður er það alvarlegt íhugunar- efni. hvort ekki sé með einhverju móti auðið að draga ail veruiega úr hinni árlegu útgjaldahækkun rikissjóðs. Ég skal fúslega játa, að á þessu eru margvísleg vand- kvæoi og hægara um að tala en í að komast, eins og reynslan sýn- ir, því að á sínum t'ma var eitt helzta árásarefnið á fjármála- ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hin háu fjárlög, þótt fjárlög hafi þá verið miklu lægri en nú. Aftur á móti er það mikið efamál og raunar mjög ólíklegt, að tekjur rikissjóðs haldi áfram að vaxa RAFNA A. SJCÐUM í GÓDÆRI Hins vegar eru svo ýms- ir fjárfestingarliðir, sem árlega nema stórum fjárhæðum. Virðist það sjálfsögð stefna að haga op- inberum framkvæmdum nokkuð , eftir atvinnuástandi í landinu yfirleitt og ekki megi a. m. k. i draga vinnuafl frá framleiðslu- ! atvinnuvegunum til slíkra fram- kvæmda. Er það tvímælalaust rétt stefna, sem á sínum tíma var mörkuð með stofnun Fram- kvæmdasjóðs ríkisins og nú er aftur, þó að ; smáum stíl sé, far- ið inn á í þessu fjárlagafrum- varpi, að leggja til hliðar fé, þeg- ar atvinnuást.and er gott og tekj- ur ríkissjóðs miklar, til þess svo aftur að verja þessum varasjóði til framkvæmda ýmiskonar, þeg- ar að þrengir með atvinnu. Því miður hafa þarfirnar og kröf- urnar undanfarin ár verið svo miklar á hendur ríkissjóði, að enda þótt mikill tekjuafgangur hafi orðið hefir ekki reynzt auð- ið að leggja það fé til hliðar til framkvæmda síðar meir. í fjár- lagafrumvarpinu nú er gert rað íyrir miklum framkvæmdum á vegum ríkisins. Vafalaust er mikil þörf að hraða þessum fram- kvæmdum öllum af ýmsum á- stæðum, en nokkuð sýnist þó tví- sýnt, að hægt sé að vinna að þessu öllu, auk hinna. stórkost- legu byggingaframkvæmda ein- staklinga og atvinnufyrirtækja, án þess að það leiði til verðbólgu í byggingariðnaði, sem virðist nú þegar vera yfirvofandi vegna skorts á faglærðum byggingar- mönnum. UGGVÆNi.EG VANSKIL SVEITARFÉLAGA Einn útgjaldaliður ríkissjóðs hækkar uggvænlega ár frá ári, en það er greiðsla vaxta og af- borgana af ýmiskonar ríkisá- bvrgðarlánum, sem falla á ríkis- sjóð vegna vanskila sveitarfélag- anna. Samtals mun ríkissjóður eiga nú útistandandi hjá ýmsum sveitarfélögum yfir 34 millj. kr. vegna ábyrgðarskuldbindinga, sem fallið hafa á ríkissjóð, og á þessu ári mun ríkið hafa orðið að leggja út rúma 5 ¥2 millj. kr. vegna vanskila sveitarfélaganna. í fjárlagafrumvarpinu eru áætl- aðar 12 millj. króna á næsta ári FiiMI- í þessu skyni, og er það 4 millj. króna hækkun frá fjárlögum þessa árs. Þar sem þessi vanskil aukast stöðugt, verður ekki hjá því komizt að taka til rækilegr- ar athugunar, hvort ekki sé hægt að gera einhverjar ráðstafanir til þess að draga úr þessum van- skilum, því að það leiðir til ábyrgðarleysis hjá sveitarstjórn- um, ef þær venjast á það að geta átölulaust varpað öllum sínum áhyggjum á ríkið og látið það standa straum af sínum skuld- um. Á þessu máli eru þó fleiri hliðar og mun ég víkja að því síðar í ræðu minni í sambandi við atvinnuþróunina og hag sveit arfélaganna víðsvegar um land. í ræðu minni við fyrstu um- ræðu fjárlaga í fyrra gerði ég ítarlega grein fyrir þeirri ger- breyttu stefnu í efnahags- og fjáfmálum, sem tekin var upp árið 1950, í samræmi við tillög- ur, sem undirbúnar voru þá af minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins. Hirði ég ekki Um að endurtaka þau ummæli mín nú, enda hverjum manni auðvelt að gera samanburð á ástandinu í efnahagsmálum þjóðarinnar fyr- ir og eftir þann tíma. SJÁLFSTÆÐISMENN MÖRKUDU STE§NUNA Hagur ríkissjóðs hafði raunar farið mjög batnandi frá stríðs- byrjun, allt fram til ársins 1948. Erlendar skuldir, sem í stríðs- byrjun voru tæpar 50 millj. kr., | voru aðeins tæpar 6 millj. kr. árið 1947, en hafa síðan farið hækkandi vegna lána til marg- víslegra framkvæmda og voru um síðustu áramót rúmar 218 millj. kr. Innlendar skuldir höfðu hækkað dálítið og raun- verulega þó ekki miðað við verð- gildi peninganna þár til árið 1947, þegar dýrtíðin lagðist á rík- issjóð með meiri þunga og vegna sívaxandi útgjalda til uppbóta á útflutningsafurðir landsmanna voru innlendar skuldir ríkissjóðs orðnar tæpar 217 millj. kr 1949, en voru um síðustu áramót rúm- ar 180 millj. Þáverandi fjármála- ráðherra, Jóhann Þ. Jósefsson, hafði lagt á það ríka áherzlu, þing eftir þing, að breyta yrði um stefnu í efnahags- og fjár- málum, en það var ekki fyrr en 1950, að tókst að ná samkomu- lagi um nýja stefnu. Sú breytta stefna, sem þá var tekin upp í viðskiptamálum, hefir lagt grund völlinn að hinni ágætu afkomu ríkissjóðs síðan, því að aðalhækk- unin í tekjum ríkissjóðs stafar af ýmiskonar tollum, einkum verðtolli og söluskatti, jafnframt því sem blómlegra viðskipta- og athafnalíf hefir aukið tekjur rík- issjóðs á ýmsum öðrum sviðum. Það er því hinn síaukni inn- flutningur til landsins, sem hef- ir tryggt hina mjög góðu afkomu ríkissjóðs undanfarin ár, enda þótt fjárlög hafi verið afgreidd með svo að segja engum greiðslu- afgangi. í fyrra töldu menn lík- legt, að innflutningur hefði náð hámarki, enda bentu öll skyn- samleg rök til þess, og fjáfveit- inganefnd taldi tekjuáætlunina mjög óvarlega, en reyndin hefir orðið sú, að tolltekjur eru nú, þann 1. september, um 33 millj. krónum meiri en um sama leyti í fyrra, enda er innflutningurinn nú 111 millj. kr. meiri en 1. sept. í fyrra. Þessi mikli innflutning- ui sýnir ljóst, að kaupgeta al- mennings hefir vaxið mjög mik- ið, því að meginhluti innflutn- ingsins nú eru neyzluvörur og rekstrarvörur, en í innflutningi í fyrra var mikið af vélum til virkjananna og áburðarverk- smiðjunnar. Ber vissulega að fagna bættri afkomu alménn- ings, þótt áhrif hennar á við- skiptalífið hafi sínar skuggahlið- Frh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.