Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 3
: Fimmtudagur 21. okt. 1954 MORGVNBLAÐIÐ 19 £>SxS><j><$><í><í><í><í><íxíK^<M><í><í><S><3xS><í^Xt><í><»<í><$><í><«^^ <^»<s*$xí><$xs>A<«><**><í><^«><t><$*$-<í><i><.>^A><!><V$<^^ % - VEST MAN NAEYJABRÉ F - H*í><S><$xS>3*3*í*SKS*S*e*í*í*e*S*í*í*S*M><S^^^ EFTIR BJORN CUÐMUNDSSON MJÖG mikil atvinna var hér allan septembermánuð. Var atvinna mest í frystihúsunum, sem allan mánuðinn voru mjög upptekin við karfafrystingu. •— Barst þeim mjög mikið magn af karfa, og lönduðu oftast í viku hverri 3—4 togarar með full- fermi. Má fullvrða að aldrei fyrr hafi verið jafn mikið um atvinnu í septembermánuði og nú. Var marg oft unnið til miðnættis í frystihúsunum og alla jafnan til klukkan 7 síðd. Auk framleiðslu starfanna í fiskvinnslustöðvunum var mikið að gera við ýmsar fram kvæmdir á vegum hafnarsjóðs, við húsbyggingar o.fl. þess hátt- ar. Nokkrir stórir vélbátar hófu línuveiðar um mánaðamótin ág. —september. Var afli þeirra yfir leitt mjög góður og stórum betri en menn hafa átt að venjast áður ó þessum tíma árs. Tíðarfarið var mjög hagstætt, sérstaklega þó fyrrihluta mánaðarins. Róðra- hæstu bátarnir fóru í mánuðinum 20 róðra, og mestur afli á bát yar 90 tonn. Var aflinn venju- fremur notadrjúgur þar sem mikill hluti hans var ýsa og þorskur. Nokkrir bátar hafa stundað hér veiðar í sumar, misjafnlega tnargir þó. Hljóp mjög mikill fjörkippur í þessa útgerð í vor að vetrarvertíð lokinni. Komst tala þeirra þá upp í 25, en er Jíða tók á síldarvertíð fór þeim mjög fækkandi og að staðaldri í Eumar hafa stundað sjó 8 trillu- foátar. Afli hjá trillubátunum hefir verið yfirleitt mjög góður í sumar. Aflahæsta trillan hafði í september afla fyrir að Verðmæti 16 þús. kr. SÍLDVEIÐARNAR Hvað sem annars lá til grund- yallar, þá voru sjó- og útgerð- armenn hér í Eyjum óvenju bjart Býnir um síldveiðarnar fyrir Norð urlandi í sumar. Undirbúningur byrjaði því snemma og margir útgerðarmenn, sem aldrei höfðu „gert út á Norðurlandssíld“, keyptu nú allan útbúnað, báta og nætur. Þar að auki lögðu svo að segja allir stórfé í ýmsan ann- an undirbúning og lagfæringu á bátum sínum. Það var líka fall- egur og glæsilegur floti sem héð- an fór til síldveiðanna, hver bát- ur málaður hátt og lágt, og út- búnaður allur eins og bezt var á kosið. Flotinn hafði aldrei verið stærri, samtals 30 skip — og það kjarninn úr hinum myndarlega Eyjaflota. Var úr engri annari verstöð því líkc eins stór floti. Öllum er nú kunnugt um afla- brögðin á síldveiðunum í sum- ar. Enn eitt síldarleysissumarið með öllum þess vonbrigðum og tjóni, fyrir landið í heild og þó sérstaklega þau byggðarlög, sem nátengd eru þessum atvinnuvegi í einni eða annarri mynd. Og ekki fóru Vestm.eyingar varhluta af þessu slídarleysissumri. Allur floti þeirra aflaði liðlega 25 þúsund mál og tunnur. Mun ekki ofmælt að hver bátur hafi að meðaltali tapað um 100 þús. kr. á síldarútgerðinni eða allur flot- inn um 3 millj. króna. Hlutatrygg ingarsjóður mun að vísu hafa að einhverju takmörkuðu leyti hlaupið undir bagga en eigi að síður er tjónið mikið og stórt áfall fyrir byggðarlagið í heild og skapað útgerðinni hér mikla og sumum útgerðarmönnum jafn vel óyfirstíganlega erfiðleika. AUKNING BÁTAFLOTANS Þó að ekki hafi blásið byrlega1 við síldveiðarnai: fyrir Norður- landi sumar, þá má segja að mikil, gróska og stórhugur ríki hér I í öllu er útgerð varðar. Flotinn i i atvinna 1 september en nokkru sinni íyrr — Þriggja millj, k.r. tjón á slldveiðum — Stórar íiskvinnsl ustöðvar — Stöðugai hafnaríramkvæmdir — Ný bátabrYggjci '■'• S 2E 5 jgnssi! ssssse wrr?? sSkSS, 55555? JRtMiiKJKÍIRfÍR: | F»&KtSMN*f .....------- ,u. .... MÚMA. MKMW WMta, „X . er stöðugt að stækka. — Fyrir næstu vertíð bætast við 9 bátar, flestir um og yfir 50 smálestir. Þrír af þessum bátum hafa verið keyptir notaðir úr öðr- um verstöðum mnan lands, einn frá Danm., og fimm er um það bil verið að Ijúka við smíði á erlendis, og eiga þeir allir að vera komnir til landsins fyrir vertíð. Af þessum fimm bátum sem í smíðum eru erlendis, eru 4 smíð- aðir á Norðurlöndum, en einn er smíðaður í Hollandi. Er sá bátur byggður úr stáli og eru eigendur hans þeir Ólafur Sigurðsson frá Skuld og Þorsteinn Sigurðsson á Blátindi. Bátur þessi verður liðlega 60 smálestir að stærð og að vissu leyti nýjung, þar sem líklega aldrei áður hefur verið smíðað stálskip á vegum manna búsettum í Eyjum. Fyrir vertíð- ina í fyrra bættust einnig margir bátar við Vestmannaeyjaflotann og mun aukningin í ár og í fyrra líklegt langt til nema þeim fiota sem gerður er út frá Akranesi, einhverri myndarlegustu verstöð við Faxaflóa. FISKIÐNAÐURINN Á undanföraum árum hefur orðið hér í Eyjum mjög ánægju leg og farsæl þróun á sviði fisk- iðnaðar. Hér hafa risið upp mjög myndarleg fiskiðjuver og verður vart annað sagt en að Vestmanna eyingar séu all vel settir á þessu sviði. Hér eru nú fjórar stórar fiskvinnslustöðvar, ísfélag Vest- mannaeyja h.f., Hraðfrystistöðin, Vinnslustöðin og Fiskiðjan h.f., og eru þrjár þær seinast töldu með þeim stærstu á landinu. — Fyrirtæki þessi hafa misjafnlega langan starfsferil að baki, en það yngsta í hópnum er Fiskiðjan h.f. er tók til starfa 1952. Stofnendur og aðaleigendur þessa fyrirtækis eru þrír ungir menn héðan úr Eyjum, þeir Gísli Þorsteinsson, Ágúst Matthíasson og Þorsteinn Sigurðsson. Þeir félagar höfðu um nokkur ár leigt og rekið Hraðfrystistöð Einars Sigurðs- sinar, en er Einar tók aftur við rekstri Hraðfrystistöðvarinnar, stofnuðu þeir Fiskiðja h.f., og hófu byggingu á fiskvinnslustöð undir starfsemina árið 1951, á lóð er þeim hafði verið úthluta neðan Strandavegar milli Básaskers- og Bæjarbryggju. Má segja, að síð- an hafi stöðugt verið irnnið að byggingarframkvæmdum og er þeim ennþá ekki að fullu lokið, en gert er ráð fvrir að lokið verði við að steypa húsið upp á þessu ári. Strax á árinu 1952 var hafin fiskvinnsla í húsinu, þá að sjálf- sögðu í smáum stíl, en hefur síð- an aukist með ári hverju og nú er svo komið að fiskvinnslu- stöð Fiskiðjunnar er í hópi þeirra stærstu á landinu, og mun nú vera 4. eða 5. stærsta hraðfrysti- húsið hérlendis hvað freðfisk- framleiðslu snertir. Uppistaðan í framleiðslu fyrirtækisins er að sjálfsögðu hraðfrystur fiskur, en auk þess er þarna verkuð skreið, saltfiskur og dálítið er reykt af fiski, en sú verkunaraðferð er ennþá a.m.k. fyrirferðarminnst og á bvrjunarstigi. Það sem af er þessu ári eða til septembermánaðarloka, hefur Fiskiðjan h.f., framleitt 70 þús. heilkassa af freðfiski, 900 smá- lestir að fullstöðum saltfiski og 23 smálestir af fullhertri skreið, auk hrogna og þunnilda. Að staðaldri vinna hjá fyrirtækinu um 150 manns, en tala starfsmannakemst upp í 250 um mesta annatímann á vertíðinni. Vinnulaunagreiðslur hafa á sama tíma numið 4 millj. og eitt hundrað þúsundum króna eða um 450 þús. kr. á mánuði hverjum. Sést bezt á þessu hve mikla þýðingu fyrirtækið hefur fyrir atvinnulífið í bænum. Eins og ég gat um hér á undan er byggingu fiskvinnslustöðvar fyrirtækisins ekki að fullu lokið, en þegar húsið verður komið upp og fullsmíðað verður það með stærri húsum í bænum og bæj- arprýði. Er byggingin í tveim álmum, sem tengdar eru saman með nokkurskonar brú á milli 2. hæðar. Grunnflötur beggja álmanna er 2250 fermetrar og hver álma verður 3 hæðir, þann- ig að heildar grunnflötur bygg- ingarinnar verður tæpir 7 þús. ferm. Á götuhæð vestari álm- unnar er fiskmóttaka og þar fer fiskaðgerð fram. Þar er einnig til húsa járnsmíðaverkstæði er fyr- irtækið rekur. Á götuhæð eystri álmunnar er vélasalur, saltfisk- geymsla (kæld) og frystiklefar. Vestan megin 2. hæðar er flök- unarsalur og reyhús, en austan megin sömu hæðar er stór trysti klefi og frystitækin. Á 3. hæð j að vestan er svo fyrirhugað að verði kaffisalur, geymslur og reykklefar, en að austan stór geymsluklefi fyrir hraðfrystan fisk, umbúðageymsla og trésmíða verkstæði. í húsinu er öllu mjög! vel fyrir komið og vinnutilhögun j góð, fullkomið færibandakerfi notað bæði við fiskaðgerð og eins í flökunarsal og ýmis vinnuspar- andi tæki og vélar notað til hins ýtrasta. Frystikerfið í húsinu er mjög afkastamikið og fljótvirkt og segja eigendur að það sé að vissu leyti bylting frá því sem þe'ir áður þekktu í þessu efni. Hefur Vélsm. Héðinn í Reykja- vík srníðað og annast um uppsetn ingu á því. HAFNARFRAMKVÆMDIR Lega Eyjanna og atvinnulíf gerir það að verkum að góð höfn er lífæð Eyjanna. Hins- vegar eru aðstæður til hafnar- gerðar erfiðar frá náttúrunnar hendi og hafa kostað Vestmanna eyinga frá upphafi ógrynni fjár. Enda héfur allt frá byggingu hafnargarðanna í byrjun fyrri heimsstyrjaldar árlega verið var ið miklu fé til hafnargerðar og svo að segja látlaust unnið að bættri höfn. Átökin hafa að sjálf sögðu verið misjafnl. stór árl., en ávallt hefur þó miðað áfram og höfnin stækkuð og batnað. Á frumárum hafnargerðarinn- ar var fyrst og fremst miðað að því að gera hér vélbátahöfn, en eftir að lokið er byggingu Bása- skersbryggju 1934-35 má segja að farið sé að hugsa til þess að gera hér stórskipahöfn. Atvinnu- röskun stríðsáranna og breyttar verkunaraðferðir sjávaraflans gera þetta að knýjandi nauðsyn. Fram að þessum tíma hafa aðal framkvæmdirnar farið fram í austurhl. hafnarinnar, en nú er að vissu leyti brotið blað í sam- bandi við hafnarbætur inn og vestur. Nokkru fyrir seinustu heims- styrjöld höfðu Vestm.eyingar eignast sitt eigið dýkunarskip, Vestmannaey. Voru kaupin á því skipi einhver sú farsælasta ráð- stöfun sem gerð heíur verið í hafnarmálum Eyjanna. Með komu þess hingað sköpuðust möguleikar á stöðugri dýpkun hafnarinnar og stækkun. Og þeg- Séff yfir Vestmannaeyjahöfn og kaupstaðinn. ar skapa þurfti hér stórskipahöfn þá var það fyrst og fremst þetta dýpkunarskip sem gerði verkið mögulegt. Var svo.íibyrj- un síðari heimsstyrjaldar hafist handa um byggingu stórskipa- legu, svokallaðrar Friðarhafnar. Var sú hafnarbót framkvæmd á þann hátt að dýpkunarskipið Vest manney var látið grafa vík inn úr svokölluðum Botni, sem er sandbakki fyrir vesturhluta hafn arinnar, 270 m langur og 60 m breiður. í þessari vík var svo byggð úr timbri bryggja, sem nú er orðin 196 m á lerigd og 16 m breið. Má segja að dýpkun inn- siglingarinnar, sem framkv. hefir verið jöfnum höndum af dýpk- unarskipinu Gretti og Vestmanna ey, og bygging Friðarhafnar hafi verið þungamiðja hafnarfram- kvæmdanna frá 1940 til þessa dags. Framkv. í Friðarhöfn er hvergi nærri lokið, einkum er mikið verk óunnið í sambandi við fyriruhugaða bátakví, sem þar á að koma, en þó er svo langt kom- ið að öll skip íslenzku skipafélag- anna að einu skipi undanteknu, eru nú afgreidd við bryggjuna í Friðarhöfn, vísir kominn að báta kví fyrir hluta af vélbátaflotan- um og mikið athafna- og bryggju rými skapað fyrir vélbátana. NÝ BÁTABRYGGJA Þrátt fyrir þessar fniklu hafn- arbætur eru ennþá géysileg verk- efni óleyst í hafnarmálum. Hin mikla aukning vélbátaflotans á seinni árum með stækkun og fjölgun bátanna, hefur orsakað að bygging nýrrar bátabryggju og bátakvíar er mjög aðkallandi. Það var því eitt af fyrstu verkum þeirrar bæj arstjórnar, sem kosin var í byrjun þessa árs, að hefja þegar undirbúning að stóru á- taki í þessu efni. Hófust svo framkvæmdir að vertið lokinni. Er verkið nokkuð á veg komið og mikið undirbúningsstarf hefur verið unnið í sambandi við dýpkun við hina væntanlegu bryggju og festingu á járnþili því sem bryggjan verður byggð úr. Hin fvrirhugaða bátabryggja verður byggð 30—40 metra út frá Edinborgar-bryggju og lögð það- an í vestur í stefnu á Básaskers- bryggju. Verður vesturálma henn ar 135 metra löng og 20—24 m breið, en vesturendi bryggjunn- ar í 90 metra fjarlægð frá aust- urhlið Básaskersbryggjunnar. — Með smíði bryggjunnar fæst um. 400 metra bryggjupláss fyrir bátaflotann og innan bryggjunn- ar skapast um 15 þús. fermetra bátakví, þegar dýpkun þar er að fullu lokið. Eins og ég gat um hér að fram- an verður bryggja þessi byggð úr járnþili. Hafa þegar verið fest kaup á því og er það væntanlegt hingað til Eyja innan skamms. Er áætlað að þessar framkvæmd- ir kosti 4—5 milljónir króna. —• Auk þess, sem nú hefur verið talið, hefur dýpkunarskipið Vest- mannaey látlaust unnið að upp- greftri úr höfninni í sumar og í septemberbyrjun kom dýpkun- arskipið Grettir hingað. Hefur Grettir einkum unnið að dýpkun. og breikkun innsiglingarinnar. Lauk Grettir verkefni sínu að þessu sinni um seinustu mánaða- mót. Hafði Grettir þá breikkað 1 innsiglinguna 'um 30 metra og er innsiglingarrennan eða rásin nú orðin liðlega 70 metra breið og 22 feta djúp á stórstraumsfjöru. Auk þess sem innsiglingin í höfn- ina er öll beinni, hægari og ör- uggari umferðar með stórskip. Eins og fyrr er getið hafa hafn- arframkvæmdir á s.l. 15 árum einkum farið fram inni í Friðar- höfn —• innri hluta hafnarinnar. Frh. á bls. 28 ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.