Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 8
24 M O R G V NB L 4 Ð I Ð Fimmtudagur 21. okt. 1954 ENDA ÞÓTT íslenzki bóndinn, eins og raunar bændur allra landa, eigi marga áhyggjustund þá fylgir líka starfi hans mikil ánægja. Þeirrar ánægju nýtur hann ekki sízt á haustin þegar góður heyfengur er kominn í garð eða þegar hann er að reka fallega og frjálslega kindahjörð- ina sína heim úr réttunum. Undanfarin ár hafa margir ís- lenzkir bændur farið á fnis við ánægjuna af því síðarnefnda. Því hafa sauðf’árpestirnar vald- ið. Ekki hafa þær þó komið nið- ur á Vestur-Skaítfellingum aust- an Mýrdalssands. Þar liafa tor- færurnar bjargað. Stórvötnin á Skeiðarár- og Mýrdalssandi hafa reynzt þarna örugg vörn. Varn- argirðing var líka sett við Hafurs- ey á lVlýrdalssandi frá jökli og fram í sjó, begar mæðiveikin kom upp í Mýrdal. HRAUST FÉ Bændurnir ..rnilli sanda“ hafa þess vegna ailtaf notið hinnar hollu gleði, sem því fylgir að sjá féð koma feitt og hraust og fal legt heim af afréttinum á hausti hverju. Þess vegna hafa þeir líka getað selt bændunum á fjár- skiptasvæðunum þær gimbrar, sem þeir hafa ekki þurft að setja á til viðhalds fjárstofninum. Þar sem fé úr Landbroti og af Síðu gengur á sumrin heitir Síðumannaafréttur. Hann skipt- ist í þrennt: Austur-afrétt, hann tilheyrir Hörgslandshreppi og af honum er rekið til Fossréttar, Miðaírétt, hann er smalaður af þeim bændum í Kirkjubæjar- hreppi ofan Skaftár, sem á af- rétt leggja. Vestast er Vesturaf- réttur. Þar smala Landbrots- bændur. Af Mið- og Vesturafrétti er féð rekið til Heiðarréttar. Hún stendur á slr-ttum eyrum við Skaftá, vestan við bæinn Heiði á Út-Síðu, undir ávölum, grösug- um hæðum Síðuheiðarinnar. Rétt in, sem er hlaðin, er nokkuð stór og gerð fyrir aldamót. Áður var réttað inn á Kiaustursheiði og stóð réttin þar á allháu holti, sem ber nafnið Almennmgur. EINN MESTI VIÐBURÐUR ÆSKUNNAR í Heiðarrétt kemur fleira fé heldur en í nokkra aðra rétt „milli sanda“ enda er það úr þremur hreppum, Hörglands-, Kirkjubæjar- og Leiðvallarhrepp um. Ekki er gctt að giska á hve féð er margt þar að jafnaði, það er mjög misjafnt og fer eftir því hvernig tekizt hefur að smala af- réttinn, hvernig tíðarfarið hefur verið fram að göngum o. s. frv. Samanborið við fjárfjölda í rétt um, þar sem eru stórar sveitir og fjárríkar, eru ekki margar kindur í heiðarétt. En Heiðarétt- ardagurinn er samt aðalréttar- dagurinn „milli sanda" og fyrir börnin er það einn af mestu við- burðum bernskurmar, þegar þau koma í Heiðarrétt í fyrsta sinn. Vafalaust hefir margur aldraður maður eða korta iljað sér við kcmtsr fé úv tSörs £9æ]&G>a a HeiSari’éít á Slðu er gömul og hlaðin rétt, en þó ekki óheppilega gcrð. (Ljósm.: Har. Teits.) kærar r.-.inningar um sinn fyrsta Jag í ileiðarrétt Þar scrn göngur eru langar og 'rfiðar mun það ekki þykja mik- i íð verk að r.maia Síðumannaaf- rétt. Mið- og Vestur afréttur eru j ;maði.aðir af 2S mönnum á tvcim- ■ ur dögurn. Tvær nætur er legið _ í afréttarkofum •— ryri 1 Móitina | í Hrossatungu.n cg Bl.ágiljurn, þá j síðari við Leiðólfsfjall og i Ein-j túnaháisi, þar var býli, sem fór strákar að fara á afrétt árið sem þeir fermast, sumir fyrr. Þykir piltunum þetta eftirsóknarvert íerðalag fyrir margra hluta sak- ir svo sem geíur að skilja, í haust var Heiðarrétt haldin sunnudaginn 3. okt. i fögru haustveðri, sem hélst lengi fram eftir deginum. Féð í rétíinni var óveniiífátt að þessu sinni (eitt- hvað yfir 2000 fjár), en hvort- tveggja var að illa hafði tekist til um sm.ölun í heiðunum dag- inn áður vegna þoku og rigning- ar og svo var 1-ka margt fé kom- ið í heimahaga, því snjór og kuldi hafði verið á afréttinum undan- farnar vikur. balda þessir tilvonandi bændur áfram að ræða sín mál. UN’GMÉYJAH ’.ATRAR og MYN3ATÖKUR Uppi á :.-eítarveggjununi eru stúikurnar. Þetta eru ungar stúlk . ur, eiginlega ekki nema telpur ! ennþá sumar hverjar. Það er ekki svo gott að átta sig á því hvað þær eru að tala um. Allt • tal beirra er svo blandað hlátr- um, flissi cg allskyns smiskrækj- urn og svo benda þær í aílar átíir og halda fyrir munninn, þegar ! þær hlægja alveg eins og hvítu faiiegu tennurnar þeirra séu eitt- h /aö ' hrcðalegt. sem náunginn FjaÚkóngamir ióhaim cg Skúli. í eyði árið 1934. Kofarnir eru allreisu eg liis með lofti. A lofí- ir.u sofa sma'.arni- : r/efnpokum með hnakkana undir höfði nér, I en niðri eru hestarnir geymdir.1 FARA UNGIR ILNGUR Smc'unin er "remur hæg, yfir leitt hægt að sinala allt á hest- um nerna þar sem þarf að smala hraur.in. Víðast hvar er afréttur- ír.n grösugur stóri,- nýrarflák- ar, lág feil og holt — allt grasi gróið upp á topp. j A5 fara í göngur í fyrsta sinn er merkur viðburður unglinga í Sveitum landsins og þeir eim ekki allir háir í loftinu, sem sendir eru til smaiamennsku í Siðu- mannaafrétt. Venjulega byrja FJOT.m AF FOUKI OG FE Fn bennan dac var margt fólk í Heiðarrétt, bæði ungt og aldrað g al'ir voru í sólskinsskapi, kinkuðu kolli, brcstu og heilsuðu. Þegar féð var komið í aðalbyrgið var hluti af því rekið í almenn- inginn cg s'ðan farið að draga í dilka. Þarna var yfir að líta eins og allt félli í eina kös: menn» fé, hundar. í almenningnum stóðu aldnir og virðulegir bændur, struku skeggið og tóicust vinsamlega í hendur. Þeir köstúðu kveðjum hver á annan. spurðu tiðinda og skimuðu í kringum sig. Svo snúa þeir sér kannski skyndilega við, gamansamir á svip og segja við kunningja sinn: — HefUrðu séð mark? — Líta í kringum sig og grípa eldsnöggt um horn á kind, sem þeir draga síðan í dilk sinn. Og synir þessara bænda, upp- komnir myndarlegir menn, virtu féð fyrir sér glöggum búmanns- augum. Þarna var margt af þeirra eigin fé. Þetta voru þeirra auð- æfi, fé á vöxtum. Svo gripu þeir ef til vill laglega gimbur, þreif- uðú á eyrum hennar til þess að glöggva sig á markinu, bukluðu á hrygg hennar og drógu hana að hliðinu á dilknum sem þeirra bær hafði aðgang að, afkræktu hiiðinu og ýttu lambinu innfyrir. Ekkt óinyndarlegur þessi! muni ekki þola að sjá. Þær gera ekke. t aí því að draga íé, þeirra virðist öllu fre.nur vera að standa . á réítarveggjunum og skrafa saman, þegar þær eru eltki að Jtaka viyndir á kassavélarnar cín- ar af piiiunum. — Aiiir úr réttinni! hrópar rdttarstjórinn, og allir að reka inn! AlmenningUiinn er tómur og nú á að reka næsta holl inn í hann. Hundarnir eru ekki seinir á sér fremur en vant er um góða fjárhunda. Þeir Cinna svo fljótt á sér hvað er í vændum í göng- um og réttum Þetta er þeirra dagur exki siður en .nannanna og fjárins. Þeirra þáítur í smala- mennskunni er alls ekki ininnst- ur, það er nú eitthvað annað! Og flestir eru þeir reiðubúnir til þess að gelta og glefsa í féð hvenær sem er. Þó er til einstaka hundur sem gerir ætt sinni skömm til og þykir ekki mikið til þess komá að fá að aðhafast slikt. Finnst það þá meira virði að liggja heima útundir vegg og sóla sig. En hvað um það, hund- arnir á Síðunni voru hundaætt- inni til hins mesta sóma, að því er rnér virtist. TVEIR FJALLKÓNGAR Það eru tveir fjallakóngar í Heiðarrétt. Annar heitinn Jóhann Jónsson og er frá Seglbúðum. Hann stjórnar smöiun á Vestur- afrétt. Skúli Valtýsson frá Hunku bökkum er fjailkóngur á Mið- afrétt. Þetta eru hörkuduglegir menn og vanir volkinu í göngum. Það var ekki meir en svo, að þeir gæfu sér tíma til þess að leyfa mér að taka mynd af sér. En úr því svo varð að vera þá setti Skúli upp loðhúfuna, sem hann hafði tekið af sér á meðan hann var að draga. — Ætli ég hafi hana ekki á hausnum fyrst ég er nú með hana hér, sagði Skúli og vatt sér niður af réttarveggn- um. — Og svo var myndin tekin . og birtist hér í blaðinu nú. Og þannig leið dagurinn i Heiðarrétt. Ekki varð ég var við nein drykkjulæti eða drykkju- skap yfirleitt. Aðeins einn mann sá ég ölvaðan. en nokkra sá ég vera að snafsa sig hér og þar, bæði utan og innan réttar. En þó hef ég einhverja hugmynd um að íappar hafi verið teknir úr ! nokkrum fiöskum síðar þennan dag eða um kvöldið. : ÆVINTÝRALEIT Á VÖRUBÍL Skömmu fyrir miðaftan ók vörubíll framhjá þar sem ég var. Á palli bílsins var margt ungt fóik, glöð æska sveitarinnar að leita sér ævintýra aftan á vöru- bíl á réttardegi. En þá hafði veðrið breitzt og yfir sveitinni ! hvíldi hjúpur haustsins. Skúra- ; leiðingar liðu eins og grátt þil ; yfir sölnaða grasklædda hólana, i og lauf trjánna þyrluðust í húsa- 1 garðinum, máluð gulbrúnum i haustlitum. Þannig er réttarbragurinn í dag og verður svona unz réttarmenft- ingin hefur aukist og reist dans- pall við réttina og pantað harmó- nikkuleikara frá Reykjavík! —ht. Tólf nýjar ijésmæður HÚFURBU FUNDIÐ MARGT? ^ W inn hleypur til og tekur við kind " " í almenningnum er nóg að gera. Þarna keppast bændurnir við að af föður sinum og dregur hana Ungtir og efnilegur Skaftfelling- draga og ekki vilja unglingarnir heláur vera iðjulausir. j að hliðinu cg ýtir innfyrir, svour að draga. HINN 30. sept. brautskráðust 12 nýjar ljósmæður úr Ljósmæðra- skóla íslands, og að starfi og í umdæmi, sem hér segir: i Arnheiður Guðfinnsdóttir til Patreksfjarðar; Agnes Engilberts dóttir vinnur áfram á Fæðinga- d.eild Landspítalans; Arnhildur H. Reynis vinnur áfram á Fæð- : ingadeild Landsspítalans; Dísa R. . Magnúsdóttir að Hólum, Reyk- hóla- og Geiríidalshéruð; GUð- i finna Jónsdóttir Þistilfjarðarum- dæmi; Guðríður H. Árnadóttir Myrká, Skriðu- og Öxnadalsum- ; dæmi og Þelamörk í Hörgárdal; Guðný Jónsdóttir, heimili Efsta- sund 60, Reykjavik; Ingveldur Gunnarsdóttir Hríseyjarumdæmi í Eyjafjarðarsýsiu; Margrét Þór- hallsdóttir vinnur á Fæðingadeild Landsspitalans; Gunnvör Rósa Hallgrímsdóttir Sætúni, Grunna- víkurhreppi, ísafjarðar; Sigríð- ur Sigurðardóttir Ártúni, Köldu- kinn, Ljósavatnsumdæmi S.- Þingeyjarsýslu, og Vilborg Ein- arsdóttir Geithellum, Búlandshr.- umdæmi og Djúpavog. BF.ZT AÐ AUGLÝSA í MOBGUNBLA&im

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.