Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 6
22 M O K G V JV f* L A fí I Ð Fimmtudagur 21. okt. 1954 Kristmann Guðmundsson skrifar um LJÓÐASAFN TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR NÆ R jólum í fyrra kom út á forlagi Helgafells bók, sem mikil þörf var á, sem sé heildar- safn af ljóðum Tómasar Guð- mundssonar. Það hefur verið talsverðum erfiðleikum bundið að fá verk þessa öndvegisskálds, því bækur hans hafa jafnan selzt upp á fáum dögum, er þær komu út. Nú er væntanlega fyrir það byggt í bili, að fólk þurfi að vera án þeirra og er það vel. Tómas hefur gefið út alls fjór- ar ljóðabækur, er nefnast: „Við sundin blá“, „Fagra veröld“, „Stjömur vorsins“ og „Fljótið helga“. — Um frægð hans og vinsældir er óþarft að ræða. Hér á landi er hverju mannsbarni kunnugt, að hann og Davíð frá Fagraskógi eru miklu mestir nú- lifandi ljóðskálda okkar. — Að vísu hafa nokkrir litlir karlar og blaðrarar reynt að gera lítið úr Tómasi. En gjamm slíkra fogla getur þjóðskáldið Tómas Guð- mundsson látið sér í léttu rúmi liggja. Þeirra grútartýrur munu slokkna skjótt, en stjarna hans á eftir að hækka um langan ald- ur. —■_________________________ „Við sundin blá“ kom út þeg- ar Tómas var rúmlega tvítugur, og vakti ekki mikla athygli. Þó mátti bókmenntamönnum vera Ijóst, að þarna var óvenjulegt skáldefni á ferð. Þótt vinnu- brögðin séu að vonum nokkuð unggæðisleg, leiftra í hending- unum neistar frá gáfu hins verð- andi snillings. — Hver vildi ekki kveðið hafa þetta erindi: „Sumir leita þess alla ævi, sem aðra bindur í hlekki. Á harmanna náðir þau hjörtu flýja, sem hamingjan nægir ekki.“ Mörg falleg kvæði eru í þess- ari fyrstu bók Tómasar og myndi hún hafa vakið talsverð- an áhuga fyrir framtíð hins unga manns, ef fram hefði komið t. d. í Noregi. Þótt frumleiki hans sé þar ekki fullskapaður, líkist hann engum öðrum, og er það aílt nokkuð. Síðan liðu árin, án þess að fleiri bækur kæmu frá hendi höf. Þá var ekki glæsilegt að gerast skáld á íslandi, sízt Ijóð- skáld, og Tómas mun hafa átt aðrar framavonir í fyrstu. Hann varð lögfræðingur og „praktiser- aði“. En svo er forsjóninni fyrir þakkandi, að lítið var um „kúnn- ana“ á „kontórnum", og var það íslenzkum bókmenntum ómetan- legt happ. Hið bráðskemmtilega kvæði: „Þegar ég praktiseraði", fjallar um þetta tímaskeið í lífi skáldsins, en nú fékk það tíma til að snúa sér að kvæðagerð, þar eð tómstundir voru loks nægar, en pappír og blek fyrir hendi: „Á vandaðasta skjalapappír orkti ég öðru hvoru, en oftast nær á stefnur og víxil- tiikynningar.“ Tómas Guðmundsson. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Og árangurinn birtist haustið 1933, en þá kom „Fagra veröld“ út. í formála fjórðu útgáfu þeirr- ar bókar segir Tómas svo frá, að hann hafi upphaflega látið til- leiðast að gefa ljóð þau út á prenti fyrir fortölur vinar síns, en sjálfur hafi hann verið orð- inn afhuga því að yrkja fyrir aðra en sjálfan sig. — „Fögru veröld“ var forkunnar vel tekið og seldust upp af henni þrjár útgáfur á mjög skömmum tíma. Tómas varð þegar þjóðkunnur, og bæjarstjórn Reykjavíkur sæmdi hann heiðursfé nokkru til utan- farar. Síðar voru allmörg kvæð- anna þýdd á erlendar tungur, ensku, þýzku og norðurlanda- málin, en vönduð útgáfa af bók- inni kom út í franskri þýðingu, eftir Pierre Naert, vorið 1939. — Mun fáum íslenzkum ljóðskáld- um hafa hlotnazt jafnskjótur frami. Kemur „Fagra veröld" nú út hið fimmta sinn í ljóðasafninu, og enn les maður þessi dásam- legu kvæði með jafnferskri gleði ! og í fyrsta skiftið, en væntanlega með meiri skilningi. Það er ó- þarfi að telja upp heiti þeirra, sem eru hverjum sæmilega læs- um íslendingi kunn. Kvæði eins og ,,Endurfundir“, „Nú andar , nærblær“, „Daginn sem Júdas gekk út og hengdi sig“, „í Vest- urbænum", „Japanskt ljóð“, ' „Hvað er í pokanum?", „Jón Thoroddsen“, „Austurstræti", | „Boðun Maríu“, „Fjallganga", „Hótel Jörð“, „Fyrir átta árum“, „Fagra veröld“ o. fl. eru á hvers manns vörum í landinu, enda sí gild listaverk. Hefði ljóðabók slík sem þessi komið út á ensku frönsku eða þýzku, myndi hún hafa þótt viðburður í heimsbók- menntunum og gert höfund sinn kunnan um víða veröld. En Tómas yrkir fyrir eina af minnstu þjóðum heims, á tungu sem aðeins 150 þúsundir manna skilja og því getur litlum körl- um liðist að blaðra um gildi hans sem skálds, án þess að verða sér opinberlega til skammar. Næsta bók Tómasar kom ekki út fyrr en 1940, er hann var tæpt fertugur og var hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. — Hver var nú orðin þróun skálds- ins, hafði því tekizt að ávaxta hið mikla pund og ná enn hærra á listabrautinni, hafði það staðið í stað eða hafði því jafnframt far- ið aftur? „Stjörnur vorsins“ komu út í gífurlegu upplagi, miðað við ís- lenzka sölumöguleika, og seld- ist upp á svipstundu. Allir ábyrg- ir ritdómarar luku á bókina lofs- orði, en nokkrar hjáróma radd- ir heyrðust líka. Álit allra dóxn-, bærra manna mun þó hafa verið það, að um framfarir væri að ræða á ýmsum sviðum: hin tæknilega leikni orðin enn tær- ari og öruggari, töfrar málsins og hin ljóðræna snilld á hærra stígi en áður. Þarna er einnig hver perlan annari fegri: „Skóla- bræður“, „Við Laugaveginn", „Anadyomene“, „Við Miðjarðar- hafið“, „í klausturgarðinum" „Bæn til dauðans", „Ljóð um unga konu frá Súdan", „Ljóð um unga stúlku, sem háttar", „Eftir- máli“ og hin dásamlega „Þjóð- vísa“, sem er eitt af fegurstu kvæðum heimsbókmenntanna. — Frumleikinn, hinir ljóðrænu töfrar og hin sérstæða glitrandi orðsnilld Tómasar hafði vaxið og þroskast, á því lék enginn efi. Hinu verður svo ekki neitað, að lesandinn rakst á nokkra blá- þræði og eina eða tvær smekk- leysur, sem hefði verið vel fyrir- gefanlegar í fyrri bókum skálds- ins, en sem manni leiddist að finna þarna — („ — og rímsins vegna í peysum frá prjónastof- unni Malín“). — í fáeinum kvæðanna fannst manni jafnvel vera dálítið tóma- hljóð, — en að öllu samanlíigðu voru „Stjörnur vorsins“ stór- mikill bókmenntaviðburður. Tíu árum síðar, 1950, kom loks „Fljótið helga“ og þar eru vissu- lega engir bláþræðir á bandinu! — Með þeirri bók stígur Tómas feti framar öðrum íslenzkum Ijóðskáldum, núlifandi. Hún er verk háþroskaðs skálds og manns, en ber jafnframt vitni um vax- andi skáld og mann, sem hefur glímt við vandamál listarinnar og tilverunnar og unnið glæsi- legan sigur. Tómas Guðumndsson hafði að vísu áður verið mikið skáld, ljóðasmiður af náð guð- anna. En með „Fljótinu helga“ er stærra spor stígið en flestum auðnast. Eftir útkomu hennar verður ekki um það deilt, af Frh. á bls. 28 Danskt Ijóðskáld | af íslenzkum ættum Sigurður Madslund og bœkur hans IDANMÖRKU lifir og starfar ungt ljóðskáld af íslenzkum ættum og hefir þegar getið sér nafn meðal ungu skáldanna þar í landi. Hann er Sigurður Mads- lund, sonur Sigríðar Sigurðardótt ur Madslund, en þau voru syst- kini hún og Sigurgeir heitinn Sigurðsson biskup. Faðir Sigurð- ar var Hans A.L. Madslund, en hann lézt árið 1947. Starfaði hann sem yfirverkfræðingur við kon- unglegu dönsku postulínsverk- smiðjuna. Sigurður Madslund er fæddur og uppalinn í Danmörku, þar hefur hann sótt menntun sína, orkt ljóð sín og gefið út bækur sínar. En engu að síður er hann íslenzkur í lund og ljóð hans bera mörg hver svip íslenzkra braghátta og íslenzkrar hugsunar og hann sækir yrkisefni sín gjarnan hingað heim. í sumar dvaldist Sigurður hér á landi ásamt konu sinni Helgu, en hún er prestsdóttir frá Jót- landi.' Er það í fjórða sinn, sem hann kemur hingað heim og í þetta sinn var hann hér nær tvo mánuði. Meðan hann dvaldist hér ritaði hann nokkrar greinar í dönsk blöð um íslenzk málefni. Sigurður Madslund er í hópi þekktari ungu skáldanna í Dan- mörku í dag og hafa ljóð hans fengið lofsamlega dóma hjá gagn- rýnendum dönsku blaðanna. Tvær Ijóðabækur hefur hann gef- ið út, sú fyrri birtist árið 1950 og bar nafnið „Skaar“, sú seinni kom árið 1953 og nefnist „Foran en Dör“. Hann fylgir að nokkru hinni nýju stefnu í Ijóðagerð, sem rutt hefur sér til rúms í Danmörku, sem víðar eftir styrjöldina og hér heima verið nefndur „atomkveð- skapur“. En Sigurður á einnig hefðbundna strengi í ljóðahörpu sinni og tekst þar engu síður eri í formlausari kveðskap. Hér birtist eitt kvæða hans, en það nefnir hann „At ville“. Jeg vilde fatte, hvað ingen fatted, forstaa det Hjerte, der aldrig dör, gaa over Bjerget, der rörer Himlen, og smelte Sneen, der aldrig tör. Jeg vilde vise, hvor sandt jeg elsked, helt tolke det for að være sand mod den, jeg elsked helt dybest inde men jeg var bundet af min Forstand. Jeg vilde være, men det at ville er ikke nok og slaar ikke til. For det, der blomstrer, har aldrig I villet men bara gjort det som Livet vil. 1 frá menntamálaráðuneytinu danska til ritstarfa. J íslenzk skáld hafa löngum orkt ljóð sín og ritað sögur sínar á | danskri grund og þar hafa marg- ar perlur íslenzkra bókmennta orðið til. Sigurður Madslund Á seinni árum hafa flestir | þeirra haldið heim, en við taka I menn eins og Sigurður Madslund, I af dönsku bergi brotnir, en með 'íslenzka strengi í ljóðahörpu Eins og sakir standa vinnur hann að þremur bókum, en engin þeirra er enn fullgerð. Tvær . þeirra eru skáldsögur og eru þær | frumsmíð Sigurðar, þótt hann hafi áður ritað allmargar smá- sögur, en fyrsta sagan, sem hann ritaði var um líf íslenzka hests- ins í enskri kolanámu. I En Sigurður fæst einnig við léttari skáldskap. Hann hefur orkt danska texta við hin vin- sælu dægurlög Sigfúsar Halldórs- ' sonar „Litlu fluguna" og „Játn- 1 ingu“, en þau eru mjög þekkt í Danmörku. Þá hefur Sigurður og lagt stund á fleiri greinar listarinnar. Hann hefur um nokkurra ára skeið numið listmálun og átt myndir á dönskum yfirlitssýningum. En bókmenntirnar eiga þó hug hans allan, og hefur hann hlotið styrk Koi nræktiii enn meiri en sagt var í SAMTALINU við Klemenz Kristjánsson á Sámsstöðum um kornrækt á íslandi, var þess get- ið m. a. að Einar Eiríksson bóndi að Miklaholtshelli í Fióa hefði ræktað bygg og hafra á 6—7 dag- sláttum og tekizt vel. Blaðinu hefur nú borizt fregn um að þessi frásögn hafi verið síður en svo ofmælt, því að hið rétta mun vera, að ræktunin í Miklaholtshelli var 6—7 hektarar eða hvorki meira né minna en 20 dagsláttur og ætti þetta að verða bændum enn frekari sönnun þess að þeir geta sjálfir ræktað sitt fóðurkorn. Nýr skólastjéri v!ð bamasbólann r a AKRANESI, 13. okt.: — Barna- skóli Akraness var settur 1. okt. k'l. 6, í kirkjunni, af hinum nýja skólastjóra, Njáli Guðmundssyni. Flutti hann við þetta tækifæri ágæta ræðu. Lagði hann einkum áherzlu á þetta tvennt, kristindómsfræðslu og samstarf skólans og heimila. Barnaskólinn á Akranesi starfar nú í 17 deildum. Börnin sem þeg- ar eru komin í skólann eru 423 og munu fleiri bætast við. Kennarar við skólann eru nú 10 auk skólastjórans. Fyrrverandi skólastjóri, Friðrik Hjartar, kvaddi börnin í annað sinn og árnaði þeim, skólanum, nýja skólastjóranum og kennurunum allra heilla í starfi. — Oddur. Nurnbergákærand- inn fátinn WASHINGTON, 13. okt.: — Höf- uðákærandinn við stríðsglæpa- mannaréttarhöldin yfir nazista- foringjunum í Niirnberg, Róbert Jackson hæstaréttardómari, er látinn. Hann dó úr hjartaslagi, 62 ára gamall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.