Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. okt. 1954 MORfíVNBLAÐI Ð 23 Lögreglon vinur og verndari Niðursuða d kjöti Eteimsókn á sferfsEeikvöEE é kaupmannahöfn MBL. hefur átt tal við frú Láru Sigurbjömsdóttur, en hún er fyrir nokkru komin heim frá Danmörku, þar sem hún sat, sem fulltrúi íslands, alþjóða kynning- armót kvenna, sem þar var hald- ið hinn 28. júlí—23. ágúst s.l. Frú Lára hefur margt að segja frá þessari Danmerkurför sinni og hefur hún þegar í tveimur út- varpserindum skýrt frá mótinu sjálfu en að því loknu fór hún eigin ferða og kynnti sér ýmislegt hjá frændum okkar, Dönum, sem henni fannst athyglisvert og ver- íð gæti lærdómsríkt fyrir okkur hér heima. ATHYGLISVERÐ LÖGREGLUSTARFSEMI — Það er aðallega tvennt, sem mig langar sérstaklega til að minnast á, segir frú Lára. — Ann- að er sú starfsemi innan lögregl- unnar í Kaupmannahöfn, sem þekkt er undir nafninu P U K (Politiets Ungdoms Klubber) og hefur með höndum rekstur tóm- stundaheimila fyrir drengi á aldr- inum allt frá 7 upp í 18 ára. Ég náði tali af öðrum aðal forstöðu- og umsjónarmanni þessarar starf semi, John Schwartzlose, og skýrði hann fyrir mér í aðal- dráttum tilganginn með starfsemi PUK — og þann árangur, sem þegar hefur komið í ljós. MIKIL AÐSÓKN PUK er enn mjög ungt að ár- um. Fyrsti klúbburinn eða tóm- Frú Lára Siprbjörnsdóllir sep frá ýisrsu úr Hér sjást nokkrir af fulltrúunum, sem sátu alþjóðakynningarmótið í Banmörku, frá ísrael, Tyrklandi, Grikklandi, Filippseyjum, Nigeríu (tvær), Hollandi, Frakklandi, Sviss, írlandi og Danmörku, — en á mótinu voru konur frá alls 29 löndum. bar sem nóg er af freistingunum til að falla í. Endirinn verður ó- sjaldan sá, að barnið er tekið frá foreldrunum, burt frá heimili sínu, sem dæmt hefur verið ó- hæft til að sjá fyrir heill og vel- ferð barnsins. MIKILVÆGI IIEIMILISINS Nú hallast menn æ meir að þeirri skoðun, að það orki mjög tvímælis að taka börnin burt af út á götuna og leiðist þar út á braut afbrota og glæpa. Og í þessu skyni hafa verið reist tóm- stundaheimilin, til að vera at- hvarf og griðastaður þessara ungu borgara þjóðfélagsins, þar sem áhuga þeirra er beint að hollum viðfangsefnum frá göt- unni og götulífinu. Þeim gefst þar tækifæri til að iðka íþróttir og leiki, fást við málun, mynda- mótun, tré- og járnsmíði, tónlist o. s. frv. eftir því sem áhugi hvers og eins segir til um. Fyrir hina eldri er efnt til dansæfinga og lansskemmtana á kvöldum — og er það mjög vel þakkað og vin- sælt. Á sumrin er og efnt til smá- ferðalaga um helgar, útileikja o. þ. u. 1. Allt þetta miðar á einn- eða annan hátt að því sama: bægja hættunni frá, áður en hún er skollin yfir, að byrgja brunn- inn áður en barnið er dottið of- an í. LÖGREGLAN SEM VINUR OG VERNDARI Lögreglunni í Kaupmannahöfn Frh. á bls. 27 NIÐURSUÐA er þekkt og við- urkennd geymsluaðferð. Bezt er að glösin séu jafnvíð, þá er auðvelt að láta niður í þau. Einnig er oft nauðsynlegt að geta náð mctnum, sem heil- legustum upp úr glasinu, t. d. buffi, sviðum, kæfu O. fl. Lok og hringir þurfa að fá.lla vel. Fyrsta skilyrði þess að niður- suðan geymist vel er sú, að kjöt- ið sé nýtt og hreint. Þess vegna er bezt að sjóða kjötið niður, sem allra fyrst eftir slátrunina. Kjöt- ið er meðhöndlað að mismunandi hátt, áður en það er lagt niður. Láta má það niður í glösin ýmist hrátt, brúnað, hálfsoðið eða soð- ið. — Hægt er að sjóða niður alls- konar kjöt, svo sem kinda-, nauta-" hrossa-, svínakjöt o. fl. KJÖT SETT BRÚNA í NIÐURSl Ðl GLÖSIN Buff, kótelettur, karbonaði og smásteik er ágætt að brúna áður en það er soðið niður í glös- in. Steikarfitan er þá látin með í glösin. Sjóðið pönnuna með svolitlu vatni. Látið kjötið jafn- óðum og sjóðandi heitt niður í volg og hrein niðursuðuglös, og hellið sjóðandi soðkraftinum af pönnunni yfir. Réttirnir eru búnir til eins og venjulega, nema að hveitinu er sleppt. Laukur með buffi er venjulega ekki hafð- ur með í glösunum. Hve mikið má láta í glösin fer eftir stærð glasanna og hita innihaldsins. Því heitara, sem það er því hærra má hafa í glasinu. KJÖT SETT HÁLFSOÐIÐ í NIÐURSUÐUGLÖSIN Til þess að kjötið ofsoðni ekki í glösunum getur það í mörgum tilfellum verið betra að hálf- sjóða aðeins kjötið, áður en það er látið í glösin. Kjötið verður safameira ef sneiðflötunum er brugðið í pönnuna áður en það er soðið. Sjóðið kjötið og lagið á það sósu, hún má þó ekki vera þykk, þar sem mjöljafningur er lélegur hitaleiðari. KJÖT SETT SOÐIÐ í NIÐURSUÐUGLÖSIN Kjötkökur, kjötbollur, pylsur o. fl. á að sjóða til fulls áður en það er látið í glösin. Soðið er haft með í glösunum og síðan notað í sósu. Soð er góður hita- leiðari. Pylsur og kökur hitna því fljótt í gegn. Soðið þarf að vera nýtt og helzt dálítið stíft. Það hefir ekkert að segja fyrir geymsluþol matarins að soðið sé stíft, en kjötið verður stinnara, safameira og heldur betur bragð- inu í soðhlaupi. Það eykur geymsluþol matar- ins ef fitulok er ofan á glasinu, en sé mikil fita í glasinu þarf að lengja suðutímann, þar sem fitan er lélegur hitaleiðari. GLÖSUNUM LOKAÐ Hafið alltaf svolítið borð á glösunum, a. m. k. 2—3 sm. —• Þurrkið barma glasanna vel og gætið þess að þurrka burtu soð og fitu. Leggið gúmmíhringinn á. (Hann á helzt að hafa legið í vatninu, sem hann var soðinn í). Lokið glösunum ekki mjög fast. Ef lokið er skrúfað á með málm- hring má ekki skrúfa hringinn alveg fastan, heldur skilja eftir svo sem 1 sm. Sé lokinu fest mjög fast getur glasið sprungið þegar það er soðið. Leggið bréf á botn- inn í niðursuðupottinum og vefj- ið einnig utan um glösin. Raðið þeim niður ,í pott með volgu vatni. Vatnið á að ná yfir glös- in, eða a. m. k. upp að hringj- unum. Ef glösin standa upp úr verður pottlokið að falla mjög vel. Bezt er að sjóða glösin í niðursuðupotti. SUÐUTÍMI Á NIÐURSUÐUMAT Kjötkökur, bollur, pylsur, karbónaði %—1 klst. Kótelettur, brúnaðar, með fitu og soðkrafti 1% klst. Buff, soðið áður í % klst. 1 klst. Kjötbúðingur IV2—2 klst. Lifrarkæfa 2—3 klst. Kindakæfa 1—IV2 klst. Súpukjöt %—1 klst. Kjötkraftur í flöskum eða glösum -% klst. Þessi suðutími er miðaður við það að glösin séu soðin einu sinni. Þegar búið er að sjóða glösin er potturinn tekinn af eldinum. Hellið í hann köldu vatni, svo að hægt sé að skrúfa málmhring- ina fasta. Það er höfuðatriði að glösin kólni fljótt. Kælið glösin með því að ausa af heita vatninu í pottinum og bæta síðan köldu Framh. á bls. 28. Frá lízkusýningu „Bezf í leikfimissal lýðháskólans í Helsingör gengust fulltrúar hinna ýmsu þjóða fyrir þjóðlegri kynningu, hver á sínu landi. Á mynd- inni sést fulltrúi íslands, frú Lára Sigurbjörnsdóttir við íslenzka borðið. Fulltrúinn frá Pakistan, í þjóðbúningi sinum — hún er kennari að atvinnu — blaðar i bókum og blöðum. stundaheimilið'var opnað á Vest- erbro árið 1952 — til reynslu og voru meðlimirnir þá 50 drengir, en 450 drengir, úr öllum hverf- um Kaupmannahafnar streymdu að til upptöku, svo að þá þegar urðu klúbbarnir á Vesterbro þrír talsins. PUK er starfsdeild innan götu- lögreglu Kaupmannahafnar, sem hefur það starf með höndum að halda uppi almennri reglu í borg- inni, og taka til meðferðar öll algeng götuafbrot, smærri inn- hrot og spellvirki unglinga á hús- um og öðrum mannvirkjum. — Margt slíkra afbrota má rekja til þess, að heimilislífi viðkomandi barna eða unglinga er meira eða minna ábótavant. Ástúðarleysi foreldranna, hverskonar sukk og óregla hrekja börnin út á götuna heimilum sínum, hversu slæmt sem ástandið er þar. Barnið er alltaf tengt fjölskyldu sinni bönd um, sem það biður tjón af, að séu slitin. Þess vegna er vaxandi á- herzla lögð á að koma heimilun- um til aðstoðar og laga það sem að er, og það má komast iangt í þeim efnum með góðu eftirliti og vilja til að hjálpa. Langsamlega oftast taka heimilin, sem í hlut eiga slíkri hjálp fegins hendi og sýna vinsemd og skilning þeim sem knýja dyra í þesskonar er- indagerðum. AÐ AFSTÝRA ÓGÆFUNNI ÁÐUR EN HÚN DYNUR YFIR Einmitt í þessu er starfsemi PUK fólgin: að reyna að koma í veg fyrir, að börn og unglingar hrekist frá ömurlegu heimilislífi Fyrir nokkru efndi Kjólaverzlunin „Bezt“ hér í bænum til tízkusýningar á Hótel Borg. — Sýnir myndin að ofan dálitið sýnishorn af því, sem þar kom fram. — Lengst til vinstri er brúðarkjóll úr Ijósbláu tafti með samlitri blúndu yfir. Höfuðbúnaðurinn, lítil hetta með slöri vakti athygli. — t miðið er öklasíður samkvæmiskjóll úr gulskyggðu silkibrokaði og samlitri kápu fóðraðri með svörtu við. Má vera í kjólnum ýmist með kápunni eða án hennar. Loks kemur svo hin vinsæla „Bezt-úlpa“ — vetrarúlpa úr þykku og mjúku efni — hvít á litinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.