Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 2
MORGUMJLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. okt. 1954
18
Athafnafrelsi hornsteinn framfnrn cg hagssidor
Frh. af bls. 17
IIALLALAUS REKSTUR
MIKII.VÆGUR
Með gengisbreytingunni 1950
var stefnt að því, sem við Sjálf-
stæðismenn teljum höfuðnauð-
syn, að auðið sé að starfrækja
atvinnuvegi þjóðarinnar halla-
og styrkjalaust í meðalárferði.
3>að tókst með þessari ráðstöfun
að létta af ríkissjóði útflutnings-
uppbótum, sem voru orðnar al-
gjörlega óbærilegar fyrir ríkis-
sjóð. Þótt gengisbreytingin bætti
mjög hag útflutningsframleiðsl-
unnar, fór samt svo, að þessi ráð-
stöfun nægði ekki bátaútvegin-
um og varð því að grípa til hins
.svokallaða bátagjaldeyrisskipu-
LÆKKUN SKATTA
Þegar minnihlutastjórn Sjálf-
stæðismanna lagði fram tiilögur
sínar um breytta stefnu í efna-
hags- og fjármálum snemma árs
1950, var eitt grundvallaratriði
þeirrar stefnu að tryggja halla-
lausan rekstur ríkissjóðs. En án
breyttrar stefnu var þetta óger-
legt. Um þetta varð samkomulag
við Framsóknarflokkinn ög hefir
Sjálfstæðisflokkurinn æ síðan
stutt fjármálaráðherra dyggilega
í því að íylgja þessari stefnu.Með
þessari nýju stefnu var jafnframt
lagður grundvöllur að frjálsræði
í viðskiptum og framkvæmdum
í stað hafta og ríkisafskipta af
öllum högum borgaranna. Hin
lags, til þess að tryggja áfram- stórbætta afkoma ríkissjóðs leiddi
lialdandi útgerð bátanna, en rík- j einnig til þess, sem við Sjálf-
issjóður var þó eftir sem áður stæðismenn töldum mikla nauð-
laus við útgjöld vegna útvegsins. j syn, að auðið reyndist á þessu
2\iú hins vegar hefir það gerzt,' ári að lækka beina skatta mjög
að stórvirkustu framleiðslutæki verulega eða um 30% á einstakl-
þjóðarinnar, togararnir, geta nú ' ingum og 20% á félögum.
ekki lengur gengið, án þess að
íá háan styrk. Flestir munu nú
hafa talið, að afkoma þessara
mikil virkustu framleiðslutækja
sjávarútvegsins hlyti að vera
mælik\'arðinn á það, hvenær yrði
að segja hingað og ekki lengra,
því að útilokað væri að taka
togarana á ríkisframfæri. En það
sannast hér sem oftar, að allt
er á hverfandi hveli, og tímarn-
ir breytast og einnig mat manna
á öllum aðstæðum, og því hefir
ii ú ríkið byrjað að greiða rekstr-
arstyrki til togaraflotans, til þess
að koma í veg fyrir stöðvun hans.
iEnginn ágreiningur hefir verið
Tim það, að togararnir þyrftu á
þessum styrk að halda, og eng-
inn ágreiningur hefir heldur ver-
ið um það, að ekki mætti til þess
koma, að togararnir stöðvuðust,
svo alvarlegar afleiðingar mundi
það hafa fyrir þjóðina. Út á þessa
braut varð því að fara, hvort sem
mönnum líkaði betur eða verr
og jafnframt varð verulegur
hluti af þessum styrk að ganga
til launahækkunar skipverja á
togurunum, því að þótt launakjör
togarasjómanna væru á sínum
tíma talin sérstaklega góð, þá var
nú hlutfallið milli launa þeirra
og launa í landi orðið svo óhag-
stætt, að ógjörlegt var orðið að
fá menn á togarana.
MIKLAR
DÝRTÍÐARGREIÐSLUR
Þótt
góður,
hagur
ríkissjóðs
FRAMLEIÐSLAN
FRAMAR ÖLLTJ
Það hefir ætíð verið meginsjón
armið Sjálfstæðismanna í skatta-
málum, að skattarnir væru ekki
atvinnurpkstri og framleiðslu-
starfsemi í landinu fjötur um fót
og drægju ekki úr framtaki og
sj álfsbj argarviðleitni þj óðfélags-
borgaranna. Við höfum jafnan
talið, að atvinnuvegirnir yrðu að
bera sig, ef ekki kæmu óvænt
óhöpp fyrir og það hlyti að leiða
til ófarnaðar, ef þeir væru til
langframa reknir með ríkisstyrkj
um. Okkur er þó ljóst, að hvað
sem líður þessari meginstefnu,
þá geti ríkisvaldið þó aldrei skot-
ið sér undan þeirri skyldu að
reyna með öllum tiltækilegum
ráðum að örfa framleiðsluna í
landinu og jafnframt koma í veg
fyrir það, að mikilvæg fram-
leiðslustarfsemi stöðvist. Með
þetta sjónarmið í huga höfum
við Sjálfstæðismenn fallizt á að
gripið væri til þess neyðarúr-
ræðis að styrkja togaraútgerðina,
því að án starfrækslu togaranna
væri ógerlegt að tryggja sæmi-
lega afkomu þjóðarinnar. Sjálf-
stæðismenn telja mikilvægt að
hafa við ríkisframkvæmdir svo
hagkvæm vinnubrögð, sem kost-
u err á. Jafnhliða því, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn telur nauðsyn-
legt, að ríkisvaldið stuðli að sem
fjölþættustu atvinnulífi og fram-
leiðslu í landinu, telur flokkurinn
mikilvægt, að rikisvaldið styrki
þá horfir því sem bezt andlega menningu þjóð-
miður ekki sérlega vel með at
vinnuvegina, þar sem bæði báta
útvegurinn og togaraútgerðin er
rekin með miklum halla og
styrkjum. Enn sem komið er, hef-
ir ríkissjóður ekki sjálfur þurft
að leggja fram fé til styrktar
togaraútgerðinni, þar sem sú leið
var farin að skattleggja bifreiða-
innflutning til þess að standa
straum af þessum útgjöldum. Sú
ráðstöfun var þó aðeins til næstu
áramóta. Er ósýnt enn, hverjar
ráðstafanir þá verða gerðar, því
að naumast mun togaraútgerðin
hafa þá rétt svo við, að hún kom-
ist af án styrks á næsta ári. Aðal-
bagginn, sem á ríkissjóð hefir
lagzt síðustu árin vegna dýrtíð-
arráðstafana, eru niðurgreiðslur
ATVINNUJÖFNUN
OG JAFNVÆGI
BYGGÐARINNAR
Eg gat þess áðan, að vafasamt
gæti verið, hvort ekki væri rétt,
að ríkið takmarkaði framkv.
sinar á þeim tímum, þegar næg
atvinna er í landinu. í sambandi
við þetta rís einnig önnur spurn-
ing: Hvort ekki sé a. m. k. sjálf-
sagt, að ríkið hægi framkvæmd-
um sínum svo, að þær verði til
atvinnujöfnunar. Þótt almenn
velmegun sé nú. í landinu og
á innlendar afurðir. Hafa þau út- vinnuafl skorti hér suðvestan-
gjöld farið vaxandi og eru áætl- ! lands og einnig í ýmsum iðn-
Tið í fjárlagafrumvarpinu 51 greihum, þá er ástandið því mið-
jmillj. kr., ef með eru taldar 21 ur ekki svo gott um allt land.
millj. kr. til bóta á útflutta Suð- , Síldveiði fyrir Norðurlandi hefir
urlandssíld. Þetta er mikið fé og nú brugðizt í heilan áratug, en
armnar og félagslegt öryggi. Allt
verður þetta þó vitanlega að vera
innan þess ramma, sem fjárgeta
ríkissjóðs hveriu sinni levfir.
mikil nauðsyn að losna við þessi
útgjöld, en hins ber þó að gæta,
að með þessum ráðstöfunum hef-
ir tekizt á þriðja ár, að halda
■vísitölunni nokkurn veginn stöð-
ugri og hefir þannig verið létt af
rikissjóði öðrum óhjákvæmileg-
um útgjöldum.
Ég hefi nú drepið á ýms helztu
atriðin, sem snerta fjárhagsaf-
komu ríkissjóðs nú og þróunina
í efnahags- og fjármálum síðustu
árin. Ætla ég nú í stuttu máli
að gera grein fyrir viðhorfi Sjálf-
stæðisflokksins til þessara mála,
og ræða í því sambandi nánar
nokkur einstök atriði.
ýmsir kaupstaðir og kauptún
hafa að verulegu leyti byggt af-
komu sína á sumarsíldveiðum.
Þegar þetta aflaleysi bætist við
hið árstíðabundna atvinnuleysi,
sem jafnan fylgir útgerðinni, þá |
er ekki von, að atvinnuástand sé
gott á ýmsum stöðum í landinu.
Jöfnun atvinnunnar er tvímæla-
laust eitt mikilvægasta viðfangs-
efni ríkisstjórnarinnar. Það leið-
ir af eðli útgerðar, að oft verða
menn að vera á vertíð fjærri
heimkynnum sínum, en alvarlega
horfir þegar fólk þarf að stað-
aldri að leita sér atvinnu fjærri
sínu byggðarlagi. Þetta er það
ástánd, sem víð stöndum nú and-
spænis, og ef ekki er auðið að
finna einhverjar úrbætur, er
hætt við að fólk streymi úr ýms-
um sjávarplássum út um land
hingað suður að Faxaflóa og sést
þegar alvarlegt merki þessarar
þróunar. Eitt atriði í málefna-
samningi ríkisstjórnarinnar var
að stuðla að jafnvægi í byggð
landsins. Hinar miklu fram-
kvæmdir í raforkumálunum er
mikilvægur þáttur í þeirri stefnu.
Arlega hefir einnig verið varið
úr ríkissjóði um 5 millj. kr. til
atvinnuaukningar í þeim byggð-
arlögum, sem skort hefir atvinnu
tæki og búið við atvinnuleysi.
Þessi hjálp hefir víða komið að
mjög góðum notum, en þetta út
af fyrir sig nægir þó ekki. Það,
sem vantar, er meira hráefni til
r.ýtingar í landi á þeim stöðum
í landinu, þar sem ekki er um
aðra atvinnu að ræða og meðan
bátarnir verða að leita til veiða
fjærri sinni heimahöfn, þá verð-
ur þetta vandamál naumast leyst,
nema með útgerð togara. En þótt
sumsstaðar sé erfitt um atvinnu
í sjávarplássunum, þá er þó mjög
alvarlegur skortur á vinnuafli í
I sveitunum, svo að sumsstaðar
| horfir til stórvandræða. At-
| vinnumálin almennt eru ekki
| viðfangsefni þessarar umræðu,
| þótt það að vísu varði afkomu
þjóðarbúsins mjög að tryggja
jafnvægi á því sviði sem öðrum.
SVEITARFELOGIN
ÞURFA AB VERA
SJÁLFBJARGA
Ég gat áðan um hinar sívax-
andi vanskilaskuldir ýmissa
sveitarfélaga. E. t. v. stafa þessi
vanskil að einhverju leyti af því,
að sum sveitafélög ekki leggja
nógu mikið að sér að standa í
skilum, en meginástæðan mun
þó vera miklir fjárhagsörðug-
leikar sveitarfélaganna. Þeirra
tekjur eru svo að segja eingöngu
útsvör og þegar illa árar og at-
vinna er lítil, gengur erfiðlega
með innheimtu útsvara. Ríkis-
sjóður á að ýmsu leyti auðveldar
með tekjuöflun. Tekjuskipting
ríkis- og sveitarfélaga var eitt
þeirra viðfangsefna, sem milli-
þinganefndin í skattamálum fékk,
en því miður virðist starf þeirr-
ar nefndar ganga ótrúlega seint.
Brýna nauðsyn ber til að taka
til rækilegrar athugunar fjár-
reiður og afkomumöguleika
þeirra sveitarfélaga, sem stöðugt
eru í vanskilum og reyna að
finna leiðir til þess að þau geti
að sjálfsdáðum staðið undir sín-
um skuldbindingum. í þessu
sambandi verður að geta þess,
að mörg sveitaríélög eiga einn-
ig fjárkröfur á ríkissjóð, vegna
vanskila á ýmsum framlögum,
sem gert er ráð fyrir í lögum.
Er mikil nauðsyn, að breyting
til batnaðar geti einnig orðið í
því efni.
Ríkisstjórnin hefir nú skipað
tvo þingmenn til þess að gera til-
lögur um ráðstafanir til að auka
jafnvægi í byggð landsins. Er
hér um að ræða eitt hið mikil-
vægasta atriði fyrir afkomu
þj óðarheildarinnar.
Þótt við atvinnuörðugleika sé
að stríða á ýmsum stöðum á land-
inu, hefir afkoma þjóðarinnar
almennt sennilega aldrei verið
betri en nú. Er það vissulega
gleðiefni og stefnan í fjármál-
um og efnahagsmálum hlýtur
jafnan að beinast að því, að af-
koma alls almennings geti verið
sem bezt. Hinu er ekki að leyna,
að hin mikla peningavelta skap-
ar hættu á nýrri verðbólgu, ef
peningarnir verða aðallega
eyðslueyrir, en þeir ekki lagðir
fyrir. Vantrúin á gildi pening-
anna hefir á undanförnum árum
leitt til óeðlilegrar eyðslu. Einn
sterkasti þátturinn í baráttunni
gegn verðbólgu er að auka sem
mest sparnaðinn. Stöðvun vísi-
tölunnar tvö síðustu árin hefir
haft þau heillavænlegu áhrif, að
trú rnanna á gildi peninga hefir
aftur aukizt.
^ krafti að því að koma upp sem-
inni- ' entsverksmiðju. Bæði þessi fyr-
spari- | irtæki hafa mjög mikla þýðingu
fyrir afkomu þjóðarinnar, en þau
hafa einnig fært oss heim sann-
inn um það, að án erlends fjár-
magns er erfitt að nýta ýmsar
auðlindir landsins. Það er engin,
minnkun fyrir okkur íslendinga
að þurfa að fá erlent fjármagn
til uppbyggingar atvinnuvegum
okkar, því að það hafa miklu
stærri þjóðir orðið að gera. Þes3
eins verður að gæta, að hinu
erlenda fjármagni sé varið til
raunverulegrar framleiðsluaukn-
ingar og vitanlega má ekki ganga
um það, að ný gengislækkun sé lengra í lántökum erlendis en
AUKINN SPARNAÐUR
Á árinu 1953 uxu
stæður i bönkum og
sjóðum um 192 millj. kr. og á 8
fyrstu mánuðum þessa árs nem-
ur sparifjáraukningin 170 millj.
króna. Er mjög líklegt, að sú
ráðstöfun að gera sparifé skatt-
frjálst, muni hafa heillavænleg
áhrif og auka sparnaðarviljann.
Nú hefir hins vegar hættan á
nýrri verðbólgu, vegna hinnar
miklu peningaveltu og miklu
eftirspurnar eftir vinnuafli, jafn-
hliða vaxandi erfiðleikum út-
flutningsframleiðslunnar, vakið
manna á meðal bollaleggingar
í aðsígi, og þar af leiðandi verð-
rýrnun peninganna. Þessar hug-
leiðingar geta haft mjög slæm
áhvif og aukið á erfiðleikana við
að halda uppi verðgildi pening-
anna. Sannleikurinn er líka sá,
að ekki er sjáanlegt, að gengis-
lækkun gæti með nokkru móti
j levst vandann nú, enda fer því
víðs fjarri, að nokkur áfovm séu
uppi um það, að framkvæma nýja
gengislækkun. En þessar ástæðu-
I lausu bollaleggingar geta orkað
I til ills á sama hátt og flugufregn-
, ir, sem bornar eru út um það
i að taka eigi upp innflutningshöft
| að nýju. Hafa slíkar fullyrðingar
i jafnvel verið settar í blaðaaug-
: lýsingar, sýnilega í því skyni
einu að örfa kaup almennings á
neyzluvörum. Allt slíkt tal er í
þágu upplausnarinnar.
Ég hefi nú í stórum dráttum
rætt nakkuð um þau helztu
vandamál, sem við er að stríða.
Það er ljóst, að afkoma þjóðar-
innar almennt hefir aldrei verið
betri en nú, og hagur ríkissjóðs
er einnig mjög góður. Þrátt fyrir
þetta eru ýms váleg ský á lofti,
þannig að sýna verður fulla að-
gætni. Þótt allt hafi til þessa
gengið vel að segja má, þá eru
j kröfusjónarmiðin ískyggilega rík
I með þjóðinni. Allir sameinast um
það að gera kröfur á hendur
ríkinu, því að þegar atvinnuveg-
irnir ekki geta staðið undir þeim
kröfum, sem til þeirra eru gerð-
ir, þá þykir sjálfsagt að ríkið
hlaupi undir bagga. Reynslan
hefir þó ótvírætt sannað það, að
tilgangslaust er að ganga fram
hjá þeirri staðreynd, að lífskjör
þjóðarinnar hljóta alltaf að tak-
markast af framleiðsluverðmæti
hennar, ef hún ekki vill verða
öðrum háð efnahagslega. Fram-
leiðslan hlýtur alltaf að verða
mælikvarðinn á afkomu þjóðar.
innar og eina leiðin til bættra
lifskjara er að auka framleiðsl-
una. Þetta virðist vera einföld
staðreynd, en þó sýnist hún oft
gleymast mönnum.
FJÖLÞÆTT ATVINNULÍF
Undirstaðan að efna-
hagsafkomu þjóðarinnar
nú er hin mikla uppbygging at-
vinnulífsins, sem hófst í stríðs-
lokin og síðan hefir verið haldið
áfram, eftir því, sem getan hefir
leyft. Án fullkominna fram-
leiðslutækja og fjölþætts at-
vinnulífs, getum við ekki hald-
ið uppi þeim lífskjörum, sem
þjóðin nú býr við. Það er því
höfuðnauðsyn, að framleiðslan
sé efld sem mest og auðlindir
lands og sjávar hagnýttar eftir
beztu getu, til þess bæði að afla
gjaldeyris og spara gjaldeyri. Því
fer fjarri, að andvirði fram-
leiðslu þjóðarinnar nú fullnægi
kröfum hennar um ýmiss konar
nauðsynjar erlendis frá, þótt
framleiðslan hafi aukizt veru-
lega, og þegar hverfa þær ó-
venjulegu gjaldeyristekjur, sem
svo, að þjóðin fái auðveldlega
undir þeim risið.
ÖRUGG FRAMFARASTEFNA
Fjárlagafrumvarpið fyrir árið
1955 er í megin atriðum í sam-
ræmi við þá stefnu ríkisstjórn-
arinnar að stuðla að sem blóm-
legustu athafna- og menningar-
lífi í landinu, innan þeirra marka,
sem gjaldgetan leyfir. Þá stefnu
styður Sjálfstæðisflokkurinn ein-
huga. Framlög til raforkumála
eru í samræmi við hina stórhuga
stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim
mikilvægu framfaramálum. Mik-
ill minni hluti þess kostnaðar
mun raunar lenda á ríkissjóði,
ef allt fer að vonum, en ríkis-
stj órninni hefir giftusamlega
tekizt að afla fjár til raforku-
framkvæmdanna. Tillögur til
frambúðarlausnar á lánsþörf til
íbúðabygginga, annað af mikil-
vægustu stefnumálum ríkis-
stjórnarinnar, munu væntanlegar
á þessu þingi, en þær munu senni
lega heldur ekki kosta framlög
úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin mun
einnig vera að vinna að því að
leysa með viðunandi móti láns-
fjárþörf útvegsins og stofnlána-
deilda landbúnaðarins og auk
þess vinna að útvegun rekstrar-
fjár handa Iðnaðarbankanum.
Það er því með engu móti hægt
að segja, að ekki sé af mikilli
atorku og framfarahug unnið að
hinum fjölþættustu umbótamál-
um.
FRELSIÐ AFLGJAFI
FRAMFARA
Sjálfstæðisflokkurinn mun núí
sem fyrr leggja áherzlu á það, að
fjárlög verði afgreidd greiðslu-
hallalaust. Hann telur reynsluná
hafa staðfest það ótvírætt, að
frjálsræði í framkvæmdum og
viðskiptum sé farsælasta leiðin
til þess að örfa framtak, fram-
leiðslu og aukningu verðmæta,
er tryggt geti góða efnahagslega
afkomu þjóðarinnar og jafnhliða
góða afkomu ríkisjóðs. Það er
engin ástæða til svartsýni vegna
þeirra erfiðleika, sem nú er við
að' stríða, ef af heilindum og
drengskap er unnið saman að
lausn vandamálanna og kröfun-
um á hendur atvinnuvegunum'
og ríkisvaldinu er stillt í hóf.
Alvarlegasta hættan er sú, að
menn neiti að viðurkenna stað-
reyndir og þjóðin af skammsýni
kalli yfir sig nýja skriðu verð-
bólgu og dýrtíðar, sem ekki verð-
ur hægt undir að rísa. Vonandi
reynist gifta þjóðarinnar næg til
þess að forða henni frá því
óláni. .
Sjglufjarfcrskarð
SIGLUFIRÐI, 18. okt. — Togar-
þjóðiri^ fær^nií^þá er"ekki um ! inf, E,liði kom hér 1 morRun með
annað að ræða en draga úr kröf-
unum eða stórauka framleiðsl-
una. Sem betur fer horfir nú vel
um sölu sjávarafurða, þótt fram-
leiðslan aukist verulega frá því
sem nú er. Miklir möguleikar til
fullfermi af karfa af Jónsmið-
um. Áætlað er að aflinn sé rúrr!
300 tonn. Verður hann unninn
hér í frystihúsi SR og ísafold.
Siglufjarðarskarð er nú ófært
og hefur verið það undanfarið.
aukinnar framleiðslu og nýrrar, Er nú trúlegt, að ekki verði lagt
framleiðslu á ýmsum sviðum eru í að moka aftur í vetur.
enn ónotaðir. Stærsta iðnfyrir-1 M.s. Drangur hefur nú tekið
tæki á íslandi, Áburðarverk- j upp sínar föstu ferðir til Sauðár-
smiðjan, hefir nú hafið starfsemi króks og annast mjólkurflutninga
sína og unnið er af fullum frá Skagafirði. — Guðjón.