Morgunblaðið - 24.10.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. okt. 1954 ] bíla á fundi annaB kmíú FÉLAG ísl. bifreiðaeigenda hef- ur ákveðið að efna á mánu- •dagskvöldið til almenns fundar bílaeigenda hér í bænum, til að xæða skattamál bíla. — Telur fé- lagið mjög alvarlega gengið á hlut eigenda þeirra, einkum fólks bíla. — Að almenningur geri sér «kki ljóst að bílakaup og rekstur etandi orðið allverulega undir að- alatvinnugreinum þjóðarinnar. — Telur félagið því hugmyndina um frekari skattaálögur á bílaeigend- ur með öllu óverjandi. Fundur þessi verður haldinn í Breiðfirðingabúð og hefst kl. 8.30. Munu framsögu hafa í málinu l>eir Aron Guðbrandsson og Sig- xirður Helgason. NÝR SKATTUR ÓVERJANDI Stjórn Fl. ísl. bifreiðaeigenda átti í gær fund með blaðamönn- m, þar sem hún gerði stuttlega grein fyrir skattaálögunum. — lin fram er komið á Alþingi írumvarp um 5 aura álag á ben- zínlítrann er renna skal til brú- arsjóðs. — Jafnvel þó benzín sé lægra hér á landi, þá eru slíkar tölur ekki sambærilegar, vegna aðstæðna hér á landi. — Bílar eru miklu dýrari í innkaupum, benzíneyðslan margfalt meiri og viðhald allt á okkar vegum, en hinum steyptu vegum erlendis. SKATTARNIR Lagður hefur verið á fólksbíla 100% 'skattur vegna rekstrar tog- aranna, á sama tíma sem jeppar og vörubílar eru skattlausir. —1 Telur stjórn FÍB sjónarmiðið um skattfrjálsa jeppa út í hött, því þeir séu ekki vinnuvélar. Telur félagið að skattleggja beri alla bíla jafnt. k Varahlutir í alla bíla eru með 60% bátagjaldeyrisálagi vegna aðstoðar við bátaflotann. — Þá |greiða bílaeigendur 35% dýrtíð- argjald til niðurgreiðslu á land- búnaðarvörum. — Þeir greiða ár- lega hálfa milljón kr. til Ríkis- útvarpsihs í afhotagjald fyrir bíl- tækin og loks 35 aura vegáskatt af hverjum benzínlítra, en það er eini skatturinn sem bílaeig- endur fá notið. Þannig er skattamálum bíla-, eigenda háttað, sagði stjórn Fél. ísl. bifreiðaeigenda, og stjórnin telur eðlilegt að félagsmönnum,' sem eru um 1000 og utanfélags- menn, sé kynnt þessi mál og því boðað til fundar um þau. Frú Guðrún Branborg og ís- lenzka stndentoheimilið í 0slo SÍÐAN stríðinu lauk, hafa marg- ir íslenzkir námsmenn lagt leið sína til Noregs, einkum til Osló og sótt þangað margvíslega kunnáttu bæði stúdentar og aðr- ir. Er þangað gott að sækja fyrir íslendinga, en þó hefur hin síðari 6r reynzt nokkuð dýrt að dvelj- ast þar, enda örðugt um húsnæði í Osló, eins og víðar á Norður- löndum. Um allmörg undanfarin ár hef- ur frú Guðrún Brunborg frá Osló Framh. af bls. 1 hafnar að Tindum. Sagði Helgi svo frá að veruleg lyftistöng við tilraunirnar væri, að samizt hefði við Reykjavíkurbæ um kaup á 3000 tonnum af kolum til topp- stöðvarinnar við Elliðaár, en komið hefur í ljós af sýnishorn- um er send hafa verið til Amer- íku, að kolunum er auðveldlega hægt að brenna í toppstöðinni. HITAGILDI Þessi íslenzkn kol er grafin eru upp a3 Tindum, eru brún- kol. Hitagildi þeirra er 4—5000 hitaeiningar per kíló. Til sam- anburðar má geta þess, að hitagildi hinna brezku kola, er hingað hafa verið flutt er 7000 hitaeiningar per kíló. fsienzku brúnkolin eru svört ásýndum og mjög lík hinum brezku kolum. Boranir hafa sýnt að þar vestra liggja þau í tveimur lögum og þykir mjög sermilegt, að lögin séu það breið að vinnsla borgi sig, Milli þessarar tveggja laga er leirlag. Það er nú grafið út með kolalögunum og hreinsað frá er upp á yfirborð jarðar kemur. ÁRANGUR KEMIJR í VOR Þessar tiiraunir, sem gera út um það, hvort stórvinnsla verður hafin eða ekki, munu standa í vetur, að líkindum með smáhléi yfir háveturinn vegna þess að erfitt er að leggjast þar að og flytja kolin á brott. Að sjálfsögðu hefði ekki verið út í þessar til- raunir lágt, ef líkur þættu ekki benda til að möguleikar yrðu á stórvinnslu — en bað verður þó eklý fullreynt fyrr en í vor. unnið að því að koma upp styrkt- arsjóði fyrir íslenzka stúdenta í Noregí og norska stúdenta hér og orðið vel ágengt. Síðasta afrek hennar í þessum málum er að festa kaup á 10 íbúðarherbergj- um í stúdentagarði í Osló handa íslenzkum stúdentum. Er hér í mikið ráðizt, enda er þetta mikið hagræði fyrir íslenzka náms- menn. Frú Guðfún er nú stödd í Reykjavík og sýnir kvikmyndir, en allur ágóðinn af sýningum þessum gengur til greiðslu á and- virði þessara herbergja. Enn- fremur hefur hún í sama skyni látið prenta bókina Frumskógur og íshaf eftir Per Höst, í þýðingu Hjartar Halldórssonar, ágætt rit að allra dómi og fagurlega prent- að. . Þessar línur eru ritaðar í því skyni að vekja athygli á starfi frú Guðrúnar og hvetja menn til að gefa því gaurn. Bezt verður henni launað með því að kaupa bók hennar og sækja myndasýn- ingarnar, en um leið og menn gera það, veita þeir sjálfum sér góða skemmtun og styðja mál- efni, sem varðar hag íslenzkra námsmanna í Noregi um alla framtíð. Þorkell Jóhannesson. Dagur Sameinuðu þjóðanna Ávarp Dag Hammar- skjöld aðalritara S. Þ. EGAR vér höldum þjóðhátíð þá gerum vér það venjulega 1 til þess að hugfesta minningu um atburð, er markar tímamót í sögu fósturjarðarinnar. Slíkir atburð- j ir eru valdir með ýmsu móti, en jafnan verður það fyrr eða síðar sjálfur dagurinn, sem verður ein- ingartákn þjóðarinnar, dagur helgaður umhugsun um það, sem fyrr hefur við borið, og bolla- leggingum um framtíðina. I í dag er haldinn annars konar hátíðardagur — dagur Samein- uðu þjóðanna. Sá dagur hefur enn eigi f engið í meðvitund manna sama hátíðablæ og þjóð- hátíðardagurinn. Stofnskrá Sam- 1 einuðu þjóðanna er aðeins níu ára gömul. En að sínu leyti er þessi dagur einnig þjóðhátiðar-1 dagur — sameiginlegur öllum | þjóðum. Hann er tákn um sam- stöðu lands vors með öðrum löndum, um það hversu þjóðir heims eru hver annari tengdar. Dagur Sameinuðu þjóðanna1 markar söguieg tímamót. Sam- ! tök Sameinuðu þjóðanna urðu til, í • lok hræðilegustu styrjaldar, sem í heiminum hafði geisað. Á meðan stofnskráin hlaut fullgild- ingu hvers ríkisins á fætur öðru, kom fyrsta kjarnorkusprengjan fram og með henni möguleikji á útrýmingu allraf siðmenningar. Á degi Sameinuðu þjóðanna sam- einast allar þjóðir um þá ósk, að ávöxtur mannlegrar snilli og sköpunargáfu verði hagnýttur í þágu lífsins en ekki eyðilegging- arinnar. Sameinuðu þjóðirnar — ég á við samtökin sjálf — eru ekki fullkomnar. Þær standa til bóta. Stofnskráin hefur einnig sína galla. Hún stendur einnig til bóta. En sjálf hugsjónin um sam- starf allra þjóða heims — sú hugsjón, er um aldir hefur vak- að sem lokamark á leið mann- kynsins frá villimennsku til menningar — hún er nú loks að .verða að veruleika. Vér skulum því efla samtökin til þeirra átaka, er vér helzt kjósum — að efla samstarf allra þjóða fyrir friði og hagsæld. Það er skylda vor á því tíunda starfsári Sameinuðu þjóðanna, sem nú er að hefjast, að stefna að innilegri og vinsamlegri sam- skiptum allra þjóða. Vér skulum því halda þennan dag Samein- uðu þjóðanna hátíðlegan með sama hætti og þióðhátíðardaginn — sem tákn sameiginlegrar menn ingar mannkynsins, landvinninga hennar á liðnum öldum og vona þeirra, er vér bindum við ókom- in ár. Dag Hammarskjöld. — Háskólahátíðin Framh. af bls. 1 voru m.a. þrjár nýjar deildir stofnaðar við skólann, viðskipta- fræðideild, verkfræðideild og BA-deild. „Góðvild, bjartsýni, dugn- aður og óbilandi áræði hafa einkennt öll hans störf fyrir Háskólann“, sagði dr. Þorkell. KENNARALIÐ Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans á liðnu há- skólaári. Að undangengnu bisk- upskjöri var próf. Ásmundur Guð mundsson skipaður biskup ís- lands frá 1. febr. 1954, Þórir Kr. Þórðarson, cand. theol, var skip- aður dósent við guðfræðideild- ina 1. okt. — Þakkaði rektör dr. Ásmundi Guðmundssyni fyrir langt og vel unnið starf, en hann hefur gegnt störfum við skólann í fjórðung aldar. Theodór Lín- dal, hdl., var skipaður prófessor í lögfræði 1. júní 1954, en hann hefur kennt við deildina frá því árið 1942. Tveir háskólakennarar dvelj- ast erlendis, þeir próf. Ármann Snævarr og próf. Leifur Ásgeirs- son. Fyrir Leif er ráðinn próf. Bjarni Jónsson frá Brown Uni- versity, Rhode Island, Bandaríkj- unum. í lögfræðideild kenna í vetur vegna Ármanns Snævarrs þeir dr. Þórður Eyjólfsson, for- seti Hæstaréttar og cand. jur. Vilhjálmur Jónsson. Dr. med. Sigurður Samúelsson hefur verið settur til kennslu í læknadeild fýrst um sinn vegna veikindaforfalla próf. Jóhanns Sæmundssonar. Þá rakti rektor hverjir sendi- kennarar erlendir störfUðu við skólann, þeir sömu og í fyrra og minntist þeirra gesta, sem við Háskólann hefðu flutt fyrirlestra Þrjár Seiteýiiiiipr um helgar NÝUNG Leikfélagsins um laug- ardagssýningar mæltist vel fyrir; ! var troðfullt hús áhorfenda á ! fyrstu sýningunni í gær, en þá var Frænka Charleys sýnd í 41. ; sinn. í sambandi við laugardags- ! sýningar félagsins kl. 5 er rétt ! að vekja athygli á því, að með þeim skapast möguleikar fyrir utanbæjarmenn, sem hafa við- dvöl í bænum um helgar, að sjá þrjár leiksýningar, því að sýn- ingar Leikfélagsins eru úti fyrir kl. 8, en þá hefjast sýningar í Þjóðleikhúsinu, síðan er um tvær sýningar að velja hjá leikhúsun- ! um á sunnudagskvöldum. Blaðamannafétegið Munið fundinn á Hótel Borg kþ 1.30 í dag. Kvikmyndasýningar fyrir börn í DAG SÝNIR frú Guðrún Brunborg, hinar vinsælu barna- kvikmyndir sínar í Nýja Bíói, kl. 3. Myndirnar eru Marianne á sjúkrahúsinu, og Friðrik fiðlung- ur. Hin síðarnefnda er mjög skemmtileg barna og unglinga- mynd, og raunar einnig fyrir fullorðna, Leikendurnir í kvik- myndinni eru eintómar brúður. Ættu foreldrar ekki að láta hjá líða að leyfa börnum sínum að sjá hið skemmtilega og um leið fræðandi „program“ frú Brun- borg, en óvíst er hve sýningarnar verða margar. Aukamynd með Marianne á sjúkrahúsinu, er dýralíf á botni Óslófjarðar, íit- kvikmynd mjög falleg dg- Vel tej^n. ORÐABÓKINA SKORTIR FE Drap hann og á útgáfustarfsemi Háskólans, og þó einkum á orða- bókina, sem Háskólinn hefur kost að til hálfs á undanförnum árum á móti ríkissjóði. Eru nú 10 ár síðan skólinn veitti fyrstu fjár- veitingu til verksins og hafa þrír menn unnið við það að staðaldri. Hafa alls verið veittar 75.000 kr. til verksins. Hinsvegar er nú sýnt, að fjárveitingin til verksins er allt of lítil og brýn nauðsyn að úr verði bætt. Kvað rektor orða- bókarsamninguna merkasta verk, sem nú er unnið varðandi íslenzk fræði og þjóðmenningu, verk, sem ekki er unnið til dundurs fá- einum lær§um mönnum, grúsk- urum eða sérvitringum, heldur verk, sem verða mun öllum al- menningi þessa lands sístreym- andi fróðleiks- og menntunarlind um alla framtíð. NÝ HÁSKÓLABYGGING Húsakostur Háskólans er þeg- ar orðinn of lítill og sérstaklega vantar stofur fyrir verklegar æf- ingar og ýmis kennslutæki. Er því ljóst, að hef jast verð- ur brátt handa um stækkun Háskólans og kæmi þá helzt til greina að byggja nýtt hús fyrir læknadeildina. Yrði því að líkindum valinn staður í nánd við Landspítalann. Næst liggur þó fyrir að byggja náttúrugripasafn á háskólalóð- inni, en að þeirri framkvæmd lokinni verður hafizt handa um stækkun sjálfs Háskólans. Þá minntist rektor á endur- skoðun á reglugerð og lögum um Háskóla íslands, sem nú stendur yfir og verður væntanlega lokið á næsta ári. Frumvarp liggur nú fyrir þingi um fjölgun prófessora í læknadeild, en skólinn hefur verið mjög illa settur á undan- förnum árum með prófessora- jkost. DOKTORSKJÖR Þá lýsti dr. Einar Ólafur Sveins sOn, forseti heirhSpekideildar, 4oktorskjöri. Hefur deildin sæmt Árna Friðriksson ma. scient. nafn bótinni dr. phil. h.c. Er sagt frá doktorsútnefningunni nánar á öðrum stað hér í blaðinu í dag. Að því loknu tók rektor aftur til máls og ávarpaði nýstúdenta. Kvaðst hann vonast til þess aS þeir hefðu valið rétta leið til þess að feta í framtíðinni, eða a.m.k. færa leið. Takmarkið, sem fram- undan væri, væri það að ná svo föstum tökum á höfuð námsefn- inu, sérfræðinni, að hver og einn geti að námi loknu orðið liðtæk- ir, góðir og gildir starfsmenn í þjóðfélaginu, hver í sinni grein. Þá ræddi rektor nokkuð um akademiskt frelsi, sem hann kvað í meira lagi óskýrt hugtak. Sumir héldu, að í því væri það eitt fólgið að fylgjast illa með kennslunni og slá slöku við nám- ið, eftir eigin vild og geðþótta. Vart mætti við þá skýringu una. Hann kvaðst ætla að hugtakið akademiskt frelsi væri fram kom- ið til að tákna breytinguna á námstilhöguninni í menntaskól- unum, skyldunámsgreinunum, og frelsið til að velja sér námsefni og skipta um það I Háskóla. 1 Háskólanámið krefst vinnu, sem ekki verður af höndum leyst nema með ítrustu reglusemi og ástundun. En þjóðin þarf á að halda mönnum með fjölþætta menntun, auk sérfræðinnar. Skefjalaus efnishyggja og ströng sérhæfing er e.t.v. eitt mesta mein nútímans. Iðkið því bók- menntir, listir og þjóðleg fræði í frístundum ykkar, sagði rektor. í litlu þjóðfélagi, sem okkar, þarf hver maður í rauninni að vera margir menn. Engin þjóð á að gera ríkari kröfur um mann- dóm í öllum greinum til sona sinna og dætra en íslenzka þjóð- in. Minnist þess, að þið eruð hing- að komin til þess, ef svo mætti verða, að geta því betur innt af höndum skyldur ykkar við ætt- jörðina. Verið viðbúin. Það er mín síðasta ósk til ykk- ar hér í dag, sagði rektor að lok- um. Þá fékk hann nýstúdentum há- skólaborgarabréf sín, og fór sú athöfn nú í langan tíma í fyrsta sinn fram í hátíðasal. í haust hafa 170 nýir stúdentar innritast í Háskólann og skiptast þeir þannig milli deilda. Guð- fræðideild 9, Læknadeild 37, lög- fræðideild 11, Viðskiptafræði- deild 26, Heimspekideild 77 og V erkf ræðideild 10. Alls stunda um 750 stúdentaf nám við Háskólann í vetur. Kveð jiilióf fyrir Jón Arnason, bankastjóra Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ hél« bankaráð Landsbanka íslandS kveðjuhóf fyrir Jón Árnasoií bankastjóra, sem nú er á förum; vestur um haf, til að taka uppi störf sem bankastjóri við Alþjóðíl bankann. Hóf þetta, sem fram fór í Þjóð-* leikhúskjallaranum, sóttu um 200! manns, ráðherra, samstarfsmenrí hans í bankanum og viðskiptalíf- inu og vinir. Magnús Jónsson formaðull bankaráðs hélt stutta ræðu fyrif minni Jóns Árnasonar og þakkaðf honum 27 ára starf í þágu bank- ans, en hann hefur verið for- maður bankaráðs og bankastjórL Einnig hélt Ingólfur Jónssorí bankamálaráðherra ræðu, og gat um þann mikla heiður, sem ís- landi væri sýndur með því, að Islendingur tæki nú við störfurn bankastjóra Alþjóðabankans f Washington. — Forsætisráðherra mælti fyrir minni frú Sigríðaf Björnsdóttur. Að lokum þakkaði Jón Árna- son með nokkrum orðum. J uitiULitiiíiJtsíimii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.