Morgunblaðið - 11.11.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.1954, Blaðsíða 16
Yeðurútlil í dagr NA-kaldi og léttskýjað. 258. tbl. — Fimmtudagur 11. nóvcmber 1954 ! Kaupmannahafnarbréf I er á blaðsiðu 9. BifresðainnfEutningur aðeins 3 prés. af heiidarinnftutningi Skúli Guðmundsson er enn posiuli haffafargansins. INGÓLFUR JÓNSSON, viskiptamálaráðherra upplýsti það við umræður á þingi í gær, að þær 1300 bifreiðar, sem fluttar verða til landsins í ár, mundu kosta í gjaldeyri rúmlega 30 milljón krón- ur, en það er aðeins 3% af heildarinnflutningi landsmanna. Þetta þýðir aðeins það, að 73% af innflutningi Iandsmanna yrði á frílista, ef bifreiðar yrðu gefnar frjálsar, í stað þeirra 70% sem nú eru. --- * —T Þetta upplýsti ráðherrann til að sýna hve fráleit breytingar- tillaga Skúla Guðmundssonar er við tillögu Sjálfstæðisþingmann- anna um að bifreiðainnflutningur verði gefinn frjáls. En breyt- ingartillaga Skúla gengur út á að krefjast þess að bankarnir gefi loforð um að selja á hverjum tíma öllum er þess óska, erlendan gjaldeyri til bílakaupa. Ingólfur sagði að ekki væri rétt að krefjast slíks loforðs frá hönkunum, því að með því væri bifreiðainnflutningur látinn njóta forgangs gagnvart öðrum frílistavörum. --- ★ ---- Nú þegar hefur 70% alls innflutnings landsmanna verið gefinn frjáls, sagði Ingólfur. Hversvegna krafðist þingmaður Vestur- Húnvetninga þess ekki á sínum tíma, þegar rætt var um fyrri frílista, að bankarnir gæfu fyrirheit um að hafa alltaf við hendina gjaldeyri til þeirra kaupa. Ingólfur sýndi þingheimi fram á það, að bifreiðainnflutningur- Inn væri minni hluti af heildarinnflutningnum en almennt væri talið. Ef bifreiðar yrðu gefnar frjálsar, vildi hann að innflutningur þeirra hefði sama rétt til yfirfærslu og innflutningur annarra frí- listavara, en ekki meiri. --- ★ ---- Breytingartillaga Skúla Guðmundssonar sýnir því það eitt, að hann hjakkar í sama farinu. Hann er enn forgöngumaður haft- anna í viðskiptamálum þjóðarinnar. Vetur v/ð Reykjavikurtjörn NEI, fólk ætti ekki að gleyma fuglunum á Tjörninni. Þó vetur sé genginn í garð, þá yfirgefa end- urnar ekki Reykjavíkurtjörn fyrr en í fulla hnefana. — Jafnvel áll'tahjónin eru enn á Tjörninnl suður í Hljómskálagarði. Þau voru orðin allsvöng í gærdag, er strætisvagnastjórinn á myndinni kom til þeirra með mikið af brauði. — Nokkru eftir að þessi mynd var tekin í gærdag af öndunum og álftunum, komu þær svo nærri manninum, að hann gaf álftunum úr lófa sínum. — Hélt hann I annan enda hveitibrauðsins, en álftirnar kroppuðu úr hinum enda þess. — Stundum heyrir maður því hreyft, hvort ekki sé hægt að halda vök opinni fyrir fuglana á Tjörninni, en því er þá m. a. borið við, að slíkt gæti haft slysahættu í för með sér, en um það munu þó vera skiptar skoðanir, (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) ísl. sjómaður bjargar rnanni 1 New York liöfn Fjörugar umræður voru á þingfundum i gær Ung hjén á Seyðisfirði missa ðiEar eigur sínar í eidsvoða SEYÐISFIRÐI, 10. nóv. JGÆRKVÖLDI kom eldur upp í húsi hér á Seyðisfirði og urðu skemmdir allmiklar. Tókst slökkviliðinu að kæfa eldinn, sem kom upp í efri hæð hússins, en allir innanstokksmunir gjöreyði- lögðust á hæðinni. ENGIN HEIMA Eigandi hússins er Sigurjón Pálsson sjómaður, og býr hann á neðri hæðinni. Á efri hæðinni bjó Hörður Jónsson og kona hans. Mun eldurinn hafa komið upp um 12-leytið í gærkvöldi, en þá var enginn heima á efri hæðinni þar sem eldurinn kom upp. SLÖKKVILIÐINU GERT VIÐVART Strax og eldsins varð vart, var slökkviliðinu gert viðvart, en er þaú kom á staðinn, var efri hæð hússins nær alelda. Tókst mjög fljótlega að slökkva eld- ínn, en innanstokksmunir brunnu allir. Skemmdist neðri hæð húss- ins ejnnig mjög mikið af vatni. I Er tjón þeirra Harðar og konu hans, sem eru ung hjón, mjög tilfinnanlegur, þar sem innan- stokksmunir þeirra vou lítið eða ekkert vátryggðir. — B. Flogið um land allt UNDANFARNA daga hafa flug- samgöngur hér innanlands tafizt vegna veðurs, en óveðursdaginn var engin flugferð héðan út á land. — í gærmorgun, eftir að snjóplógurinn hafði þeytt snjón- um af brautum Reykjavíkurflug- vallar, tóku flugvélarnar í innan- landsfluginu sig upp og fóru þær vestur á land, norður og austur, og til Vestmannaeyja. í NÝKOMNU sendibréfi frá New York, er sagt frá því, að einn af yfirmönnum á Tungufossi, Hannes Hafstein, stýrimaður, hafi er skip hans var þar ytra, fyrir um tveim vikum síðan, bjargað manni frá drukknum í höfninni í New York. Hafði maðurinn, sem mun hafa verið verkamaður, fallið niður milli skipsins og bryggjunnar, sem Tungfoss lá við. Hannes Haf- stein var á þiljum uppi ,er þetta gerðist og stakk hann sér tafar- laust í höfnina. Gat náð mann- inum lifandi og voru þeir síðan teknir upp í skipið. 1 bréfinu er þess getið, að Hannes Hafstein hafi sýnt mikið þrek og karl-1 mennsku, því erfitt sé að bjarga manni sem þannig fellur milli skips og hinna yfirbyggðu hafn- j argarða New York hafnar. Ekki varð Hannesi meint af volkinu, | en svalt var þennan dag. Aftur ( á móti fékk maðurinn svo heift- ' arlega lungnabólgu, að hann lézt í sjúkrahúsi daginn eftir. Áheyrendur fylgdusf með af áhuga. MARGT bar á góma á fundi Sameinaðs þings í gær. Þingmenn fjölsóttu fundinn. Voru umræður víða fjörugar og á köflum nokkuð snarpar. Kom þá fyrir að þingmenn, sem margir eru góðir ræðumenn, sprettu úr spori og var auðséð að áheyrendur á pöll- um undu sér hið bezta og fylgdust af áhuga með því sem fram fór. Tveggja mánaða vinna við viðgerð á Haíliða n NÚ E R Siglufjarðartogar- inn Hafliði kominn í Slipp hér í Reykjavík og mun óhætt að fullyrða, að skemmdirnar á botni togarans eru miklu meiri en menn munu hafa búizt við, m. a. af því að skipið lak lítið. Það eru einkum botn- plötur stjórnborðsmeg- in sem skemmzt hafa, en einn- ig nokkrar plötur bakborðs- megin og kjölurinn lítilshátt- ar. — Mjög gott stál er í plöt- unum, því sumar eru svo illa farnar, að merkilegt má telj- ast að þær skyldu ekki rifna. Við lauslega athugun á botnplötum kom í Ijós að rífa verður burtu allt að sextíu plötur. — Er það mikið verk að rífa þær og smíða nýjar. . Það mun ekki fjarri lægi að ætla að verkið muni taka allt að tvo mánuði. Hnitbjörg opnuð Á SUNNUDAGINN verður safn Einars Jónssonar myndhöggvara í Hnitbjörgum, opnað almenningi á ný og mun það verða opið hvern sunnudag fram að jólum milli kl. 1,30 og 3,30. — Hefur safnið verið lokað undanfarið. Hæstu vinningar í GÆR var dregið í 11. flokki Happdrættis Háskóla íslands, en í þessum flokki eru nú alls 952 vinningar. Hæsti vinningurinn 50,000 krónur. kom á fjórðungs- miða nr. 11,750, og eru tveir þeirra í umboði P. Ármann í Varðarhúsinu, einn á ísafirði og annar í Stykkishólmi. — Næst hæsti vinningurinn 10.000 kr., kom á miða nr. 537 og er það hálfmiði og er annar á Akureyri, en hinn hjá V. Long í Hafnarfirði. 5000 kr. vinningurinn kom á nr. 5047 og er það heilmiði í Vest- mannaeyjum. Á bls. 6 í blaðinu í dag eru birtir 500 kr. og hærri vinning- arnir. Stjórnmálansmskeið Heimdaíb MÁLFUNDUR verður i kvöld kl. 8,30 í Vonarstræti 4. — Þátttakendur eru beðnir um að mæta stundvíslega. Holtavörðuheiðin f ær? en Hellisheiði ekki ALLIR vöru- og mjólkurflutn- ingar austan frá Selfossi fara nú um Krísuvíkurveg, þar eð Hell- isheiðin er með öllu ófær. Það er meira að segja mjög erfitt fyrir stóra bíla að komast upp í Skíða- skálann í Hveradölum. — í gær var orðið snjóþungt inn við Fossá í Hvalfirði. — Nokkur snjór er á Mosfellsheiði og þar fyrir aust- an og blint að aka þar. Stórir bílar komast enn milli Reykja- víkur og Akureyrar. Á Holta- vörðuheiðinni er ekið eftir troð- inni slóð eftir stóru bílana. FRJÁLS INNFLUTNINGUR BIFREIÐA Án efa er óhætt að segja, að í gær vöktu umræðurnar um frumvarp nokkurra Sjálf- stæðisþingmanna um að inn- flutningur bifreiða verði gef- inn frjáls, mesta athygli. Þar héldu þeir Jóhann Hafstein og Ingólfur Jónsson snjallar ræður og Skúli Guðmundsson kom fraiu fyrii' hönd Fram- sóknarflokksins og virtist eiga bágt með að sætta sig við að höft yrðu afnumin. I I MIKLAR ANNIR Einnig urðu allmiklar umræð- ur í sambandi við fyrirspurnir og lauk þingfundi ekki fyrr en kl. 4. Þá munu þingmenn aðeins hafa fengið stutt hlé, því að flokksfundir voru haldnir á eftir og nefndarfundir. Er nefndarálit um farið að rigna yfir þingsali. T. d. komu 10 þingskjöl frá nefndum í gær. A Ð AKUREYRI C D E F G H ’ A B C D E F G 1 HEYKJAVÍK 19. leikur Akureyringa: Dd6—b4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.