Morgunblaðið - 16.11.1954, Page 2

Morgunblaðið - 16.11.1954, Page 2
 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. nóv. 1954 Ræða Gu nnars Gunnarssonar Framh. af hls. J | margfaldað höfðatöluna. Friðar- af Vesturveldunum frelsist til j hjali þeirra og dúfnageri fylgir fullkomnari skilnings og hljóti,! annars engu minna uggvæni en sem fyrst að verða má, hlutdeild j herópunum, hvort tveggja er í hamingjuríkinu gerzka og helgi- siðum hreinsuðum af goðsögn- iim og hjátrú, eingöngu bundn- Tum við menn og mannvit, krist- ölluðum um smurðlingana við Kremlarmúra. FARALDUF, SEM LOSARALÝÐUR OG ÓREYNDIR UNGLINGAR ÁNETJAST Eða víkur þessu öðru vísi við? Það skyldi þó ekki vera, að dýrð- •arskikkja manndýrkunarinnar fengi á sig velkjaðan blæ og jafnvel blóðlit um leið og trú og fjálgleik þrýtur? Spyrjum Silone, Koestler og aðra þá, er fengið skammtað nákvæmt og vísinda- lega, á sér ákveðinn tilgang og markmið, tilgang, sem aldrei er vikið eitt fet frá, né mun verða. MISTÖK — EN SAMT ERU VESTRÆNAR ÞJÓÐIE. STERKAR Dómbærir menn um þau efni telja óhikað, að á dögum loft- brúarinnar milli hernámssvæða Vesturveldanna og Vestur- Berlínar mundi hafa verið látið til skarar skríðá um heimsyfir- ráð, ef ekki hefði staðið svo á að Vestmenn, þeir þeirra, sem enn þá voru óþrælkaðir, snerust snúðugt til varnar og áttu í fór- utan flokka alla sína tíð, og af sumum álitinn óþarflega opin- skár um það, er honum þykir miður fara um menn og málefni, — komið hér saman og sagt hver öðrum hug vorn allan, án þess að þurfa að óttast að það dragi dilk á eftir sér annan en orða- kast; það eitt er bezta sönnun þess, hve vel vér megum við una hag vorn, svo og til glöggvunar á því, hvort oss hentar betur, ís- lendingum, vestrænt lýðræði eða það, sem kommúnistar til að- greiningar gælunefna alþýðu- lýðveldi og mæla með fastlega, sem æðri eða jafnvel æðstu teg- und stjórnarfars. Gerum ráð fyr- ir, að þeir trúi því sjálfir. Og að þeim sé alvara. ERU MENNTAMENN JllHWWPniíH "g hafa sig fullsadda af fylgilaginu. um sínum vopn, sem björninn GINNINGAFIFL? ......I Annars er á orði haft um læri- Af lýsingum þeirra er augljóst, að fremur beri að líkja gleði- boðskap kommúnista til farald- urs en trúarbragða: losaralýður og óreyndir unglingar ánetjað- ir, raðað í sellur, sóttkveikjan skipulögð, bezt að gerlarnir viti um sem fæsta og sem minnst hver um annan, þeir smita frá sér laumulega og leyfist það. Flestir himja ánetjuðu sprikla í netinu til aldurtila, en þeir sem tekst að rifa sig lausa örkumlum hlaðnir og aðeins hálfir menn. Það hefur komið raunalega á daginn, að íslendingum hættir við að vera fljótfærum, enda ekki nágrennið til aðvörunar. Verða þó ekki allir afsakaðir með óvitahætti. Því miður er þannig komið, sem löngu var fyrirsjáanlegt, þótt færri sæi en ætla mætti, að vestræn menning nú þegar um miðbik aldarinnar er svo að- lineppt af veldi og viðgangi al- jþjóðakommúnismans, eða ættum vér heldur að segja: valdastefnu IRússa, sem nær einir þjóða — hin þjóðin er Kínverjar — hafa fært út umráðasvæði sitt heldur enn ekki síðan árið 1939, að þeir með illræmdum hlutleysissamn- ingi hófust handa um skipting Póllands rétt einu sinni, að bresti oss Vestmenn viljann til sjálfs- varnar, en að því er stefnt ötul- lega og öllum brögðum beitt til að tortryggja og gráfa undan samlyndi og samheldni frelsis- unnandi þjóða, geta sögulokin okki orðið nema á eina lund. "Vilji vor eða viljaleysi í þeim efnum mun að endingu úrslit- um ráða. "VARNARLEYSI VESTRÆNNA ÞJÓÐA, ÞAR TIL BANDALAG VAR • STOFNAÐ Sá er í einvígi illa settur, sem áttar sig ekki á aðstöðu sinni fyrr en á hólminn er komið, tnætir þar vopnlaus og ber- skjalda hertygjuðum óvini hajð- snúnum. En einmitt þannig stóð á um Vesturveldin þá er loks liafizt var handa um bandalag það, sem kennt er við Atlants- ála og vér íslendingar, óherská- astir þjóða, en fornvígðir hug- sjónum mannúðar, mannhelgi og mannréttinda, njótum þess heið- urs og trausts að eiga hlutdeild að. Það bandalag er eins og allir vita, sem vita vilja, þannig til orðið, að Rússar, að sameiginleg- um óvini felldum héldu herjum sínum albúnum til atlögu fyrir- varalaust, á meðan grunlausir samherjar afklæddust ákaflega vopnum og verjum, svo frægt er orðið sem varnaðardæmi um al- veg sérstakt fyrirhyggjuleysi og flónstraust. Fór nú sem vænta t matti, að þá loks snúið var við blaðí, ætluðu kommúnistar allra landa og þjóða að ærast, töldu Ráðstjórnarríkin svikin og þeim ógnað hatramlega með því einu, að girt var fyrir að þau fengi í i»æði að einoka herstyrk og vopnabúnað veraldar. Harma- grátí þeim, er þá reis, hefur síð- an ekki linnt. Virðist þó, sem kommúnistar mættu við una, að hafa nær tvöfaldað yfirráðasvæði sitt, en gugnaði á að mæta, enda þótt hlutföllin milli herjanna og víg- varnings hvers konar væri þá slík, að á fæti og floti töldust Rússar eiga í öllum höndum við fyrri bandamenn sína samanlagt; þar á meðal þjóð, sem þrátt fyrir undirferli Ráðstjórnarinnar, er hún vitaandi vits opnaði flóð- gáttir styrjaldarinnar og síðan blóðgróða á skiptum við fjand- mennina, meðan til vannst, hafði mokað í hopandi herdeildir þeirra árum saman vopnum og varningi, og á þá lund afstýrt algeru hruni kúgunarkerfisins, síðan í meinfrægu vitfirringsof- boði látið þeim eftir til yfir- drottnunar ekki aðeins væna skák af óvinaheimkynnum, held- ur og langhrjáðar lendur við Eystrasalt, byggðar alsaklausu fólki, þar á ofan í þokkabót ör- ugga vopnabræður svikna í tryggðum, allt eldfornar stöðvar valinna þjóða og vestrænnar mennjngar. Hve háskasamlegt afspurnar slíkt athæfi muni reynast um aldir fram, er enn óséð; skuldabaggi sá, er Vestur- veldin ófyrirsynju bundu oss öll- um með því að bregðast svo hraparlega vítalausum vinum, kynni að síga í svo um munar á skógargötunum framundan. Fláræðið gegn feðrum og mæðr- um mun reynast vandbætt og raunar óbætanlegt börnum og barnabörnum, nema með því einu, að ala með sér — og þá um leið þeim — örugga von og viljaþrek. Það verður að sjást og vitn- ast, svo ekki verði um villzt, að þrátt fyrir aldaforn og æ ný víxlspor og blóðug mis- grip, er vestræn menning enginn aukvisi. En á því sviði erum vér íslendingar, gæfu vorrar vegna og gamals menn- ingar- og mannúðararfs, á- byrgari flestum þjóðum; harmar vorir síðustu aldirnar hafa verið smáir eða engir, samanborið við það, sem milljónir manna hafa orðið og verða að þola enn i dag. Hér hafa enn engar þær hörmungar yfir dunið, að af- saki sljófgaða dómgreind eða samvizku svefnþorni stungna. VESTRÆN MENNING — AÐ VIÐ GETUM KOMIÐ SAMAN Að skilgreina nákvæmlega, í hverju vestræn menning sé fólg- in, ætti að vera óþarfi, vér vit- um það öll nokkúrn veginn, á meðan njótum, og þó mun betur þeir, er sviftir hafa verið sjálf- sögðustu mannréttindum, — þeir eru þegar of margir. Sá maður er annars varla í heiminn bor- inn, er meta kunni að verðugu, fyrr en misst hefur, frjálsræði það í orðum og athöfnum, og þá vernd líkama og sálar, er mannúðarskipulag veitir, þar sem það hefur fengið að þró- ast eðlilega og er lengst á veg komið, en á því sviði standa Norðurlöndin framarlega, sumir álíta einna fremst. Það eitt út af fyrir sig, að vér getum komið hér saman um há- bjartan dag, menn af ýmsum flokkum, og frummælandi enda feður og listamenn þjóðar vorr- ! ar, eða eins og það er orðið: j ,,Intelligensen“, að þeir, mennta- (mennirnir, gáfnaljósin, fylgi kenningum kommúnismans und- antekningarlítið og heilhuga. Þetta er óspart borið út úr land- inu og um leið vísað til atkvæða- magns flokksins yfirleitt. Sé rétt frá hermt um and- legu forystuna, mun sumum finnast, að lítið leggist fyrir arfa Sturlu og Snorra á tutt- ugustu öldinni, að tveir einir sé nefndir af þeim forfeðrum vorum, er af frábærum heið- arleik, gagnrýni og glögg- skyggni tömdu sér hlutlægni í frásögn, hver sem í hlut átti, og jafnvel um sjálfa sig, að hafa gerzt handbendi og gjallarhorn argvítugasta aft- urhaldsins, er sögur fara af á kringlu heims. Sé svo, að þeir viti og skynji ekki betur — en því verðum vér nauðug viljug að gera ráð fyrir — er hætt við, að dómur framtíð- arinnar um sjálfrómaða vits- muni þeirra verði nokkuð á aðra lund. Það kynni að verða sagt, að um hugarfar ís- lenzku þjóðarinnar á upp- gangstímabilinu mesta væri ýmislegt á huldu, þar sem lýg- in hefði skipað öndvegissess. Ilins vegar augljóst mál, að verulegur hluti framarfa Njáls og Snorra goða hafi reynzt auðtrúa um skör fram, og annálaðir gáfumenn ginn- ingarfífl. VESTRÆN MENNING EKKI MISBRESTALAUS Að telja vestræna menningu vítalausa væri óðs manns æði. Hún er enn á gelgjuskeiði. Vér vorum farin að treysta því í aldarbyrjun, að trúvillingadóm- ar og galdrabrennur, Sturlunga- öld hverskonar, væri úr sögunni, villimennskan látið endanlega í minni pokann fyrir mannúðar- viðleitni beztu sona og dætra sundurleitustu þjóða. Reyndin varð á annan veg, og engin þjóð skyldi treysta taumhaldi andans á trufluðu holdi, fái djöfulæðið innrás í einhverri mynd. Það er ævaforn reynsla, að hægara er í að rata en úr að komast. Fleiri hættur, fleiri óvini er þó að varast en þá, er vaða uppi ófrið- lega. í skjóli frjálsræðisins þró- ast ómenning ýmiss konar. Ann- ars óháðir menn gerast unnvörp- um sjálfkúgaðir þrælar véla, tækni og auðvirðilegasta stund- argamans. Mér hefur löngum fundizt eitt- hvað kunnuglegt við að sjá menn af eindæma fjálgleik knékrjúpa einkabifreiðum sínum á laugar- dagskvöldum, önnum kafna við að snurfusa þær undir helgi- hald hvíldardagsins í rykmekki íslenzkra þjóðvega, enda áttaði ég mig á því fljótlega, að um atavist- íska endurminningu mundi vera að ræða: gamlir goðar forsjálir hafa óefað á líkan hátt lýsisborið Hlórriða sína og Hörgabrúðir, er þeir bjuggu til blótveizlna, svo og til betri endingar efniviðn- um. Nefna mætti annað undarlegt dæmi úr daglega lífinu, svo sem það, að langvinnir lófaskellir og tröllahlátrar virðast orðin einna vinsælustu dagskrárliðirnir í út- varpi vor íslendinga, og mætti þó við una, ef með því móti væri hægt að fá garg og gæliviðbjóð anarra hávaðaframleiðenda eitt- hvað takmarkaðan. En hvað skal segja um oss fáa og smáa, afvegaleidda af risa- þjóðum, er mega betur við að' ýmisskonar illgresi njóti sín á vitazgjöfulum akurflæmum, en vér á harðhnjóskum eyjunnar hvítu. Ætti að dæma ameríska menningu af Keflavíkurútvarp- inu, sem er báðum þjóðnum til jafnmikillar skammar, virðist einsætt, að ekki sé hollrar leið- sögu að leita vestur um haf, en kvikmyndaslepjan og glæparitin þó verri, og slík vaða nú einnig uppi heima hér, eitra ungar sálir og ef til vill gamlar líka, og ekki svo vel að þau séu skattlögð sér- staklega, svo sem brennivín og tóbak, sem hvorttveggja mun óskaðlegra: eiturbyrlararnir þurfa ekki einu sinni að segja til nafns. Fleira smátt mætti telja og mun talið verða, er tækifæri gefst. En slíkt eru breizkleika- syndir fremur en ásetnings, og engan veginn örvænt, að þjóðin og þjóðirnar bæti ráð sitt; telji sér skylt, að vera á verði um andlega heilbrigði þegna sinna eigi síður en líkamlega. Alvarlegar horfir um ofstjórn þá og skriffinnsku, sem allt ætl- ar að sliga, en gífurþróun fram- kvæmdavaldsins leiðir rökrétt til lögregluríkisins í einhverri mynd. Það fyrirbæri er jafn- óþólandi, hvern lit sem það vel- ur sér. Það, sem allt um gildir, er, að valdið aldrei verði þegn- unum ofjarl. VALDIÐ ER HÆTTULEGT EINS OG ELDURINN Vald er í mannheimum sams konar fyrirbæri og eldurinn: ómetanleg blessun og bráðnauð- synlegt til viðhalds friði og vel- farnaði, en má engu sinni lenda óskorað í hendur neinseinsmanns og því síður flokks samvizku- liðugra samsærismanna. Eitt- hvert mesta vandamál allra tíma er einmitt tilhneiging valdsins til samdráttar; hvernig nota beri það og þó um leið girða fyrir, að nokkur fái misbeitt því, er einhver mesta vitraun mann- kynsins, vitraun, sem verður að leysast og leysast með hófsemi og hugkvæmni. Fái vestræn menning að þróast eðlilega og verði ekki enn einu sinni glæfra- mennsku og byltingaröflum að bráð, mun tæpast ástæða til að efa, að lausnin verði fundin. Hverjum einstökum ber skylda til að vinna að því örugglega, að það megi lánast og helzt sem fyrst. SJÁLFSTÆDI ÞJÓÐA í SAMLYNDI OG VELVILJA EN EKKl ÞJÖÐARREMBINGI Venjan mun, að rekja rætur vestrænnar menningar til Grikkja hinna fornu og Róm- verja, en vitanlega er hún mikl- um mun eldri, enda þótt þær þjóðir hafi hvor um sig auðgað hana ómetanlega, ívöf og uppi- staða bæði víðar að fengin og nær tekin, síðan mótuð í deiglu heimahaga, hugarfars og um- hverfis: þann veg myndast þjóð- tungur og þjóðarsálir, og hættir hinum síðar nefndu þá stundum til að afmyndast. Sjálfsbjargarviðleitnin fer ó- sjaldan út í öfgar; fáir sjúkdóm- ar eru jafnbráðsmitandi og þjóð- arrembingur. Fullur skilningur á þeirri staðreynd, að tæknin í sviphending hefur breytt hálf- ókönnuðum hnetti vorum í smá- ríki í himingeimnum, á enn langt í land. Rétt athugað hjá Ráð- stjórninni er það, að sjálfstæði lands og þjóða í þeirri mynd, sem enn er oss flestum í minni og einkar kær, er úrelt fyrir- bæri og fær ekki sameinast sam- gönguhraðanum og því undri, að það er tæknilegur möguleiki að tala til alls mannkyns án milli- liða og samstundis. Sjálfstæði hvers konar er nú undir samlyndi og velvilja komið, og eigi það að verða samningsatriði, en þann einn veg verður leifum þess bjarg- að, er eiria leiðin sú, að mæta ofbeldi hvers konár og valda- brölti einhuga og af þeirrl alúð, sem telur árvekni, erfiði og jafnvel lífið sjálft auðvelda fórn á altari manntignar og til menningarvarna. Hnöttur- inn mun áður varir lenda und- ir eina stjórn, sem vér öll vonum verði samstjórn og bræðralag. KOMMÚNISTAP, VILJA FELA SAMSÆRISMÖNNUM HEIMSYFIRRÁÐ Kommúnistar nota ef til vill sömu orðmyndina, en þar er ein- beittum og harðsnúnum samsær- ismönnum ætlað að fara einum með völd. Þetta eru annars góðir menn, eða svo segja þeir, beztu, gáfuðustu og velviljuðustu menn veraldar; þeir munu ekki rengja mig um það. Fyrirheitna landinu, er af einstæðri göfgi ætlað að ná til vor allra. Kommúnistar eru meira að segja svo vænir, að vilja ótilneyddir létta af fáfróð- um almenningi öllum áhyggj- um af landsstjórn og álíka ver- aldarvafstri. Frelsið þar eystra er ekki í því fólgið, að mega velja á milli ólikra sjónarmiða, held- ur hinu, að vera laus við öll heilabrot, — eins og einn á- gætur sovétbroddborgari eigi alls fyrir löngu lagði niður fyrir Atla enum brezka. Öðl- ingsskapurinn yfirgnæfir, nema helzt í því, að þeir telja hvern þann vanþakklátann bófa og ekki á vetur setjandi, er leyfir sér að amast við sæluríkinu og efast um hvort tveggja: málefnið og mennina að baki. HLUTDEILD ÍSLENDINGA í VESTRÆNNI MENNINGU Mikið megum vér Íslendingaí annars vera forsjóninni þakklát- ir fyrir vorn deildan skammt vestrænnar menningar, og lang- feðgum vorum fyrir skerf þeirra ósmáan: engu líkara en almættið hafi metið það við oss og meti enn, að áar vorir sýndu þanri drengskap, að gerast landflótta, heldur en þola grimmd og ger- ræði. Hljóta þó Noregskonungar að teljast tómstundaföndrar f samanburði við böðla og brask- ara vorra tíma á valdasviðinu. Að himnafaðirinn á liðnum öldum hefur miðlar islenzku þjóðinni súru með sætu, svo sem hollast er talið, væri smámunasemi um að fárast: kjör alls, sem lifir; er þeim annmarka bundið, að eitt sinn skal hver deyja. Vera kann raunar, að sá sýnd- arannmarki sé ábatinn mesti. Það er áreiðanlega heilræði hverjum sem er, að ofmeta ekki lífið f holdinu. Það er sígild regla, að sá verður gagnlegastur samtíð og framörfum er metur sálina meir. ÞAÐ SEM SKILUR MILLI MANNÚÐAR OG OFBELDIS* Það er svo um menn og hesta, að skapið skiptir mestu, sé tamningin í lagi eða sjálftamn ingin, og kjmni hvorir tveggja. fótum sínum forráð. En iim þá hluti bættist oss fyrir þús- und árum aðalstoðin, og hafði verið önnur þúsund ár á leið- inni frá Gyðingalandi til Garð arshólma. Er þá komið að að- almálinu, er í milli skilur mannúðar og ofbeldis, Baldurs hvíta og Fenrisúlfsins f jötrum svifta: á vorum dögum vest- rænnar menningar og vald- kommúnismans, en það er trú- argrögðin, kristinn dómur: op- Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.