Morgunblaðið - 16.11.1954, Page 7

Morgunblaðið - 16.11.1954, Page 7
Þriðjudagur 16. nóv. 1954 MORGUNBLAÐIÐ 7 Ræða liunnars GMnnarssonar Framh. af bls. 2 inberun andans helga í göfug- asta holdi heims, sem varð reikulu mannkyni náðargjöfin mesta, enda nýtur þess heið- urs, að vera svívirt alveg sér- staklega af manndýrkendum myrkviðarins villigjarna, þar sem haldin er til sálubóta sí- sýning á holdgoðum: vesölum líkamsleifum andvana afvega- leiðenda. Kenningar smurð- linganna við Kremlarmúra hafa sem sé skákað guðspjöll- unum um set, ekki einu sinni almættið þolir samanburð við þá Stalín og Lenín. Hvernig mundi yður lítast á góðir hálsar, að eiga fúavarið j hold Jóns forseta í grafhýsi á Austurvelli, í staðinn fyrir eir- líkneskið? Ætli það væri ekki' einhver munur. Víst væri það munur: munur sá, er skil- Ur á milli menningar og villi- mennsku. Ef svo ólíklega skyldi fara, að maður af íslenzku kyni yrði með tíð og tíma álíka um- bunar aðnjótandi, má sá hinn eami hrósa happi, að Snorri j Sturluson er genginn. Lýsingin á j því, er Haraldur konungur lét smyrja og hafði sér áfram til | augnagamans Snæfríði ástvinu i sína andvana, þangað til Þorleifi Bpaka tókst að koma fyrir hann I Vitinu, hermir svo glögglega frá' Um hug söguritarans, að enginn1 fær um villzt. Þar koma fram eðli I leg viðbrögð norræns anda gegn! athæfi, er mundi vekia undrun í i Bvæluskógum suðurhvelsins,! hvað þá svalara loftslagi. En það er fleira en smurð-1 Jingafarganið, er vekja hlýtur ugg 1 um, að vel mætti svo fara, að ekki aðeins mannsandinn, heldur og sá andi heilagur, er mannkyn. inu hefur verið fyrir trúað, kynni ófyrirsynju að lúta í lægra haldi. Tækni og menning eru gerólík hugtök, og enda oft hvort öðru fjandsamleg, sem þegar var lítil- lega að vikið. Eitt af bókmennta- afrekum allra tíma, Fást, eftir Goethe, fjallar um vandann, er af i því rís, að leysa úr læðingi öfl, ' Bem siðmenningin er ekki kominn , á nógu hátt stig til að ráða fylli- lega við. Tæknitilbeiðslan mætti i Vel verða mannkyninu annar við- j Bjálasti óvinurinn; hættan er ekki afmáð með því að loka augunum fyrir henni, því síður með því að leggja hendur í-skaut. SIÐFRÆDI KOMMÚNISTA: SÖKKTU ÞÉR í FENEÐ OG FAÐMAÐU BÖDULINN Það þarf ekki annað en bera Vestræna menningu, með öllum hennar annmörkum, lauslega Eaman við siðfræði kommúnista til að átta sig á því, að sæluríkið eystra þar er sjónhverfingar ein- ar, svo að hógværlega sé að orði kveðið. Flóttamannastraumurinn úr öllum Ráðstjórnarríkjunum, fyrirbæri, er varla gefur eftir þjóðfiutningum myrkustu mið alda, nema síður sé, sýnir ómótmælanlega að vankunn- andi fólk afþakkar sovétham- ingjuna unnvörpum, nema því sé varnað þess með vopnavaldi og enda þótt. Kommúnistar eru þeir mann- Vinir, að þeir vilja ólíkt heldur Vita menn undir sverði en utan tjalds. Margir þeir, sem af ein- hverjum ástæðum vilja eða geta Ekki yfirgefið heimkynni sín, draga enga dul á það í viðræðum Við menn, er þeir treysta, að þeir vonsviknir eða vonlausir bíði þess eins, að dauðinn leysi þa undan ánauð og óyndi, sem engin fær leið er til að fjarlægjast. Enda þótt sól skíni í heiði austan tjalds sem annars staðar, þá er svo viðr- ar, mun flestum farið sem Axlar- Birni, að þeim sýnist sólarlitlir dagar í landi, þar sem ein aðal- dyggðin er að ljósta upp um for- eldra og aðra ástvini, og aðal- markmiðið iðkan tvíhyggju. Smá- borgaraleg sjónarmið hvers kon- ar eiga og verða að víkja fyrir tryggðinni við flokkinn, eina sálu hjálparatriðinu, gerviflokkinn, er siglir undir fölsku flaggi al- þj óðasósíalisma. Undir ógnarvaldi Ráðstjórnar- ríkjanna er vináttuþörf grunsam- legt fyrirbæri. Og að mönnum beri, þar sem annars staðar, að skilgreina fyrir sjálfum sér og öðrum skoðanir sínar, og segja rétt frá staðreyndum, er fordæmt sem hégilja. Öfugt við staðreyndir á ekki að skýra, heldur burtskýra eða eyða því hjali að öðrum kosti. Koestler segir frá því í síðustu bók sinni, hversu örðugþræddir honum reyndust krákustígarnir sitt á hvað; öðru máli gegndi um Bert Brecht, félaga hans. Eink- unnarorð Brechts segir hann verið hafa og vera enn í dag: „Sökktu þér í fenið og faðmaðu böðulinn!“ Engum skyldi blöskra slík óheyrileg orð í umhverfi, þar sem lýgin er til hásætis leidd blygðunarlaust og látin þjóna sýndarhugsjónum, en viðsjárverð asta kennisetning fornaldar til vegsemdar hafin, sú, að til- gangurinn helgi meðalið. FÖGNUÐUR ER ÁTTI SÉR SKAMMAN ALDUR Vér erum enn nokkur ofan foldar, sem munum þá tíð, að telja mátti Rússland til vest- rænnar menningar, að vísu ekki að stjórnarháttum, alþýða manna var þrælkúguð og þó ekki sem nú. En á ísbreiðu tsarveldisins þróuðust listir, einkum áttu Rússar ódauðleg skáld; bókmennt ir þeirra báru um hríð ægishjálm yfir Vesturálfu og víðar þó. Það var meira að segja hægt að und- irbúa byltingu, sem um munaði. Samúðin með rússnesku þjóð- inni var svo einiæg og almenn, að það vakti alheimsfögnuð, þá er loks fjötrarnir hrukku af þjóð, er mun hafa verið mörgum list- unnanda kærkomnari en flestar aðrar. Sá fögnuður átti sér að vísu skamman aldur. Skugga brá á, er séð varð, að tsarveidinu mundi drekkt í blóðflóði því, er var látið fossa í skírnarfont al- ræðis öreiganna. Sem þó aðeins átti að verða stundarfyrirbrigði. Skuggi sá varð síðar að ægi- myrkri, sem eldmgar gerræðisins eru nær einar um að rjúfa. Vest- rænum áhrifum og menningu hef- ur Rússlahd hið héilaga, eins og það stundum var kallað síðan, verið lokað land, enda listir og bókmenntir ördeyða. HVENÆR VERÐUR ÖLL SAGAN SÖGD Óvinir rússnesku þjóðarinnar verða þó engir fundnir vestan tjalds. Ekki vestan tjalds. Hver heilvita maður með nokkurn snefil af þekkingu, lífsreynzlu og heilbrigðum tilfinningum ann Rússum fyrir afrek þeirra .hin fornu, en þeim lauk á flestum sviðum m^ð byltingunni. og af öllum dögum bíður hann þess heilladags með einna mestri óþreyju, er þeim lánast að hrista af sér okið og mæta öðrum þjóð- um alfrjálsir og sem bróðir bróð- ur. Þá fyrst verður hægt að segja sanna sögu af ofbeldis- seggjunum, er létu sér svo annt um Öreigana og annað vérkafólk, að þeir óðfúsir léítu af þeim öllu ómaki, nema erfiðisvinnunni. Haná þyngclu þeir aftur á móti svo um mun- ar. Og verkfallsréttinn, sem þeir áfergastir allra heimta og skaðnota ''estan tjalds, gerðu þeir sér lítið fyrir og innbvrtu. Eystra þar er hyskni hvers konar talin skemmdarstarf- semi eg jjeir menn þrælkaðir, er skila ekki fyllstu afköstum og heízt ofurlítið framyfir það. Stundum er þeim styttur ald- ur. Að til skuli vera frjálsir ís- lenzkir verkamenn, er láti blind- ast af fagurgala, sem á sér eng- an stað í neinum raunhæfum veruleika, láta teymast á eyrun- um af tyllivon, ber óneitanlega vitni um gáfnakröm, sem þó von- andi er ekki ólæknandi. ÓGURI EGT FALL AF ÆÐRA STIGI Á LÆGRA Kommúnisminn, eins og hann er starfræktur austan tjalds, hefur reynzt þjóðum þeim, sem honum hefur tekizt að sölsa undir sig og enn sem óðast er önnum kafinn við að sölsa undir sig, ógurlegt fall af æðra stigi á lægra, enda ásamt með öðru gerræði svart- asta afturhaldið. sem skotið hefur upp kolli síðan sögur fara af og eitt hið illvígasta, undirförulasta og viðsjárverð- asta. Sem betur fer mun hann aldrei geta sigrað allan hnött- inn af eigin rammleik. Hingað til hefur hann aðeins unnið á og mun framv^gis því aðeins ná undirtökunum, að veilt sé fyrir eða rotið, með öðrum orðum: aðeins þar, sem hann fyrir andvaraleysi andstæðing- anna, heigulskap eða hörmung- arástand kemur við valdbeitingu ofstopans. Sé hugsjónum frelsis, mann- helgi og mannúðar þjónað af al- uð og þær í heiðri haldnar, þarf enginn að óttast né örvænta, þó því aðeins, að fyrir hendi sé ör- ugg fylking að mæta með árás- arliðinu og enginn bilbugur á viljanum til verndar einföldustu mannréttindum, en þau eru oss Vestmönnum jafn ómissandi og andrúmsloftið, er vér fyllum með lungu vor. „FRÍSARSÓKN“ KOMMÚNISTA Hættulegastur er björninn, þá er hann bregður á sig skrýfðri sauðargæru sakleysis og friðar. Hins vegar geta kommúnistar stundum verið fyndnir, svo gam- an sé að, svo sem þá er Vishinsky nýverið reyndi að telja heimin- um trú um, að Ráðstjórnin ætti alls enga hlutdeild að kalda stríð- inu né öðrum alþjóðaskráveifum, þeir væru þar fórnarlambið. Ilættulegir eru kommúnistar þó sérstaklega. er þeir taka oss undurbl-tt við hönd sér á förn- um vegi og bjóða oss friðsamlega sambúð skógargöturnar fram. Friðsamlega sambúð er sjálfsagt að rækja, enda stendur ekki á Iýðræðisríkjunum í þvi efni. Hér að vestan mun aldrei árásar að vænta, meðal annars vegna þess, að árás fengi aldrei fylgi frið- elskandi þjóða vesíursins. Þessu treysta Rússar, þótt þeir telji sér henta, að láta annað í veðri vaka. Um hug Ráðstjórnarinnar er hins vegar öruggastrar fræðslu að leita og hún ekki vandfundin í guðspjallum smurðlinganna. Manuilsky gat vitnað bæði í Lenín og Stalín, er hann árið 1930 talaði yfir lærisveinum Len- ínskólans í stjórnmálaværingum sem hér segir: ,.í áiökunum milli kommún- isma og auðvalds" — þannig skýrgreina þeir alla stjórnar- hætti utan sovétskipulagsins — „er óhjákvæmilegt að fvrr eða síðar sverfi til stáls. Það getur varla gerzí fyrr en eftir ein 20—30 ár. Sicuirven cigum vér því aðeins, að oss takist að koma óvininum á óvart. Vér verðum að svæfa borgara- stéttina. Það munum vér gera þann veg, að hleypa af stokk- unum mestu friðarsókn. er um getur. Mun þá rísa hrifningar- alda, og í hinu og þessu hljót- um vér áð hliðra til. Auðvalds- ríkin, rotin og sauðheimsk, munu hlakkandi samstarfa oss við eýðiieggingu sjálfra sín. Þeim er tamt að fagna hverju vinarhóti. En um leið og slakað er á vörnunum, munum vér láta reiddan hnefa mala þau mjölinu smærra.“ FJALLRÆÐAN EÐA FEIGÐARGALDRAR GERRÆÐ- IS OG GRIMMDARÆBIS Þetta, góðir íslendingar, er trúarsetningin æðsta og ófrávíkj- anlegasta. Það mun hver sá sár- lega reyna og þó um seinan, er skortir vit eða afl til varnar. Leiðin til mannsæmandi sam- starfs og samstjórnar á hnetti vorum liggur áreiðanlega ekki um myrkvið kommúnismans. I ævintýri þeirra Grimmsbræðra gleypti úifurinn Rauðhettu litlu, en það undur skeði, að bæði hún og amman björguðust óskemmd- ar, er ger var kviðrista á óarga- dýrinu. Meltingarstarfsemi bjarn ar kynni að reynast drýgri en úlfs, og óráðlegt að treysta end- urlífgun, sé í vömbina komið. Eins og raunar dæmni sanna. Trú arsetningin, sem höfð var vfir áðan, ætti að vera ekki síður lesbókarefni yrigstu skólabörnum þjóðarinnar, ríkisfræddum, en níðkvæðið um Leif Ingólfsbróður með viðlaginu: drepum! — drep- um! Af hvoru tveggja og mörgu, sem hér verður að láta ótalfS, ætti það að vera öllum meðal- gáfuðum mönnum ljóst, að' kommúnisminn engan veginn. er sú alheimssól, er þeir sjálf- ir vilja vera Iáta, heldur ditmn ur hnöttur, næturvaði, en gerviljósið afskaplega óábyggi legt: tunglfylling og tungl- hvörf fara algerlega eftir hentugleikum. Enginn, sem eitt sinn hefur áttað sig á því, mun tilleiðan- legur að láta Fjallræðuna í skiptum fyrir feigðargaldra þeirra manna, sem á vorum dögum öllum öðrum fremur eru haldnir ergi gerræðis og grimmdaræðis. Gunnar Gunnarsson. Háskálafyrirlestur um skáldið Charles Peguy NÆSTK. fimmtudag kl. 6.15 MIKIL ÁHRIF í FRAKKLANDI mun sendikennarinn í írönsku við Háskólann, ungfrú Margue- rite Delahaye halda fyrirlestur í fyrstu kennslustofu háskóians um franska rithöfundinn Charles Péguy, (1873—1914). Péguy og verk hans hafa, sér- staklega á síðari árum notið óskipts og vaxandi álits og virð- ingar í Frakklandi, ekki sízt innan kaþólsku kirkjunnar, eem tekið hefir hann í helgra manna tölu, enda markaðist líf Péguys og verk þau, sem eftir hann liggja af hinni djúpkristnu trú- arskoðun hans. AF FÁTÆKU ALÞÝÐUFÓLKI Charles Péguy fæddist árið 1873 í borginni Orléans af fátækri alþýðufjölskyldu og var alþýðu- maður alla ævi, enda þótt hann sem ungur maður hlyti meiri menntun en 'gerist um alþýðu- fólk, fyrst í menntaskóla og síð- ar kennaraháskóla. Um skeið var hann ákafur sósíalisti — og trúlaus en snéri síðan aftur til hinnar kristnu lífsskoðunar, sem hann hafði ali/.t upp við. — Hann barðist kröftug- lega fyrir málstað Dreyfusar í Dreyfusarmálinu fræga og stofn- aði á þeim árum (1900) tímarit- sitt „Cahiers de la Quinzaine“ þar sem hann og vinir hans og sámherjar settu fram :frjálst og- óliikað skoðanir sínar um ýmis vandamál og viðhorf samtíðar j sinnar. Þessi útgáfustarfsemi | Péguys hafði hækistöð sina í | Rue des Ecoles, beint á móti Sor'oonne-háskólanum, en Péguy fór ekki dult með andúð sína á kerinisetningum þeim og heim- spekistefnum sem þessi forna menntastofnun var forsvari fyrir. I þessu riti Péguys birti hann sín helztu verk í bundnu og ó- bundnu máli, auk þess sem raddir margra hinna merkustu samtiðarmanna meðal rithöfunda komu þar iðulega fram. Hafði rit þetta allveruleg áhrif í Frakk- landi allt fram að fyrstu heims- styrjöldinni. Péguy kemur alls staðar fram sem einlægur ættjarðarvinur, sannur Frakki, stundum upp- reisnarsinni og ávalt sem hinn djúpskyggni kristni maður, oft á öndverðum meiði við kirkju og guðfræðinga samtíðar sinnar, sem hann ásakaði um yfirborðs- hátt og grunnhyggju. Hann er hinn óháði maður, sjájfum sér samkvæmur í öllum. hlutum. Einmitt þess vegna á hann fylgi og samúð innan allra flokka. PÉGUY SEM RITHÖFUNDUR Hann var gæddur í' senn mikl- um og óvenjulegum hæfileikum, sem rithöfundur og skáld: óþrot- legri hugkvæmni í stíl og fram- setningu, sköpunargáfu i lýsing- um sínum og líkingum, hárfínni viðkvæmni, brennandi og ólgandi lífskrafti. Charles Péguy dó hinn 5. sept. 1914 af skotsári í orustunni við Marne. Vafalaust mun marga fýsa að hlusta á erindi franska sendi- kennarans um þennan stórmerka og dáða andans manp, sem kall- aður hefir verið postuli og spá- maður samtíðar sinnar. Vinningar í getraununum. 1. vinningur: 917 kr. fyrir 10 rétta (1). 2. vinmngur: 152 kr. fyrir 9 rétta (6). 3. vinningur: 110 kr. fyrir 8 rétta (85). 1. vipn- 'ingur: 502 (1/10, 1/8). 2. vipn- lingur: 613 (1/9, 1/8)', 3661, 3933 1(1/9, G/8), 3973 (1/9, 6/8)’ 5000 '(1/9, 6/8), 14074 (1/9, 4/8). — 908, 912, 996. 999, 1053, 1118, 3. vinningur: 21 (4/8) 66. 373 : (4/8), 516, 732, 774, 801, 803, SÖ7, 1119, 1293, 1297, 1347, 1710, 1835, 2154, 2155 2494, 2496 (2/8), 3268, 3279, 3280, 3363, 3428, 3468, 3494, 3625, 3635 (2/8), 3880. 3921, 3926, 13927, 3935, 3951, 10617 (2/8), 12353, 13513, 13515 (2/8). 13814 (2/8), 14184 (2/8), 14266 (2/8), 14285. Orðsending frá Landsmála- félaginu Verði. Þeir þátttakendur í Rangár- vallaferð Varðarfélagsins, sem pantað hafa myndir úr ferðinhi, geta vitjað þeirra í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.