Morgunblaðið - 03.12.1954, Síða 2

Morgunblaðið - 03.12.1954, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 3 desember 1954 Þorvarður Steindórsson húsasmíðameistari píanólsikari fær | a o - góða dóma í Höfn tan Fæddur 24. okt. 1894. Dáinn 15. nóv. 1954. HANN bné niður við vinnu sína þ. 15. nóv. s.l. og nokkrum tímum síðar var þessi tápmikli maður liðið lík. Haft er eftir samverkamönnum iÞorvarðs, er fluttu hann í sjúkra liúSið, að á leiðinni þangað hafi liann mælt gamanyrði við þá, eins og hans var vani, því að hann var léttur í lund og gamansam- ■ur, en jafnfram alvörugefkm og trúrækinn maður, en „glaðr og reifr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana“. — Hann var jarð settur 18. nóv. s.l. Þorvarður fæddist að Egils- stöðum í Ölfusi, 24. okt. 1894, sonur Steindórs Steindórssonar, lireppstjóra, og konu hans Sig- xíðar Þorvarðardóttur. Hann missti móður sína 16 vikna gamall, en var þá tekinn í fóstur af ömmu sinni og afa, Svanhildi Þórðardóttur og Þorvarði Guð- mundssyni, hreppstjóra, Litlu- Sandvík í Flóa. Þorvarður kvæntist Dagbjörtu Þorsteinsdóttur, 28. nóv. 1917. Þau eignuðust tvær dætur og einn son. Sambúð þeirra varð ekki löng, því að Dagbjört and- aðist 28. okt. 1930. Nokkru síðar stofnaði Þorvarð- ur heimili með Sólveigu B. Sig- urðardóttur, og tveim kornung- um dætrum hennar, er hann ávallt reyndist sem bezti faðir. Þorvarður lærði trésmíði hjá Samúel Jónssyni, trésmiðameist- ara, föður próf. Guðjóns Sam- ■úelssonar, húsameistara, og út- skrifaðist rúmlega tvítugur að aldri. Þá sneri Þorvarður sér að skipasmíði, þar sem lítið var um húsbyggingar þér á landi, vegna lieimsstyrjaldarinnar 1914—18 og 'vann í Skipasmíðastöð Reykja- 'víkur og víðar. Árið 1917 fór hann utan, til Kolding í Dan- mörku, ásamt fimm skipasmiðum, til þess að smíða skonnortuna Njál, og dvaldi þar í rúmt ár. Eftir heimkomuna fékkst Þor- varður enn nokkuð við skipa- smíði, og varð því þaulvanur þeirri iðn, þótt hann útskrífaðist ekki sem skipasmiður. Hin fjölbreytta menntun Þor- varðs í trésmíði, kom hoTTum síð- ar góðum notum við verkstjórn, á margs konar mannvirkjum, sem hann gerði síðar að æfistarfi sínu. Nú blasti við hinum unga og vel menntaða trésmíðameistara, hin svonefnda „öld steinsteypu- húsanna“ hér á landi, en þá ger- breyttist byggingarmáti og venj- ur, er hingað til höfðu tíðkast, því að þá fyrst geta íslendingar, almennt, byggt hús úr varanlegu ■efni, og þá fyrst er hægt að tala um að stórhýsi séu reist hér, á okkar mælikvarða. Þau eru mörg stórhýsm hér í borg og önnur mannvirki, er Þor- varður var verkstjóri eða yfir- smiður við, og skulu nokkur þeirra upptalin hér á eftir. Um langan tíma var Þorvarður yfirsmiður hjá Kornelíusi heitn- um Sigmundssyni, múrarameist- ara, er var einn þekktasti og umsvifamesti byggingameistari í Reykjavík, meðal annars við smíði á verzlunarhúsi Marteins lEjnarssonar, Mjólkurfélagshús- inu og Þjóðleikhúsinu, er mun vera mesta stórhýsi hér í borg. Þá var hann yfirsmiður við mótasmíði, hjá Höjgaard & Schultz A.S., við fvrstú virkjun Sogsins og Hitaveitu Reykja- vikur. Mér er kunnugt um, að K. Lang vad, verkfræðingur, rómaði mjög verkhyggni hans og stjórn. Frá 1944 var hann yfirsmiður hjá byggingarfélaginu Brú h.t, Hinningarorð meðal annars við smíði á Fæð- ingardeild Landsspítalans, Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og Lang holtsskólanum. Ég kynntist Þorvarði árið 1949, er smíði Langholtsskólans hófst. Auðséð var strax, á skipulagn- ingu og fyrirkomulagi á vinnu- stað, að hér var reyndur og mik- ilhæfur byggingameistari að verki, og sjaldan hef ég séð jafn þrifalega umgengni á vinnustað. Öll verkefni sín krufði hann til mergjar, og ef honum virtist eitthvað mætti betur fara, að hans áliti, þá ræddi hann þau atriði, hreinskilnislega, við okkur húsameistarana, og er gott að vinna með slíkum mönnum. Þessi hugsunarháttur er enn mjög rík- ur meðal íslenzkra iðnaðar- manna, og er það aðalsmerki þeirra, að vera sjállfstæður í hugs un og verki, en það verður, því miður, ekki um alla sagt, nú á tímum. Ánægjulegt var að sjá Þorvarð stjórna vinnu, ávallt var hann að finna, þar sem vandasömustu verkefnin voru fyrir hendi, enda hæfðu þau bezt hugkvæmni hans, reiknisgáfu og reynslu. Hann var meistári við alla mótsmíði, og ég hygg, að fæstar þjóðir eigi eins góða trésmiði á því sviði og við íslendingar, enda höfum við byggt íbúðarhús úr steinsteypu mun lengur en aðrar þjóðir. Þorvarður var víðlesinn maður og hafði yndi af kvæðum, enda fóru samverkamenn hans ekki varhluta af þessari kunnáttu hans, því að ýmislegt var skrafað í kaffitímunum, og kunnu þeir vel að meta fróðleik hans og gam ansemi. Hið mikla traust, er forráða- menn byggingafél. Brú h.f., báru til Þorvarðs, sést bezt á því, að hann var yfirsmiður við flestar stórbyggingar, er það félag hefur reist, og þótt maður komi i manns stað, verður erfitt að skipa hans sess, að fullu. Engan grunaði, að Langholts- skólinn yrði síðasta stórhýsið, er Þorvarði auðnaðist að fullgera, en um örlög manna tjáir ekki að ræða, en þakka ber það, er vel er gert, og skal þess getið, að við húsameistararnir veittum því snemma athygli-, hversu annt hon um var um smíði þessi skólahúss, enda ber það órækan vott um vandvirkni hans sem bygginga- meistara. Fjölskyldu Þorvarðar vil ég votta mína fyllstu samúð við hið sviplega fráfall þessa mæta manns. Ég kveð þennan mikilhæfa byggingameístara og góða dreng, hinztu kveðju, með þakklæti fyr- ir samstarf okkar, þess fullviss, að hann muni skipa sess sinn, í hinum nýju heimkynnum sínum, með sömu prýði og hér á jörðu. Blessuð sé minning hans. Einar Sveinsson. Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl. í Kaupmannahöfn, 1. desember. GUÐRÚN Kristinsdóttir, Þor- steinssonar deildarstjóra á Akur- eyri, hefir lokið prófi við hljóm- listarskólann í Kaupmannahöfn eftir nokkurra ára nám. Guðrún hélt hljómleika í gærkvöldi í sal hljómlistarskólans og hlaut ágæta blaðadóma. Berlingske Aftenavis segir, að Guðrún hafi verið duglegur nem- andi í hljómlistarskólanum, hafi þó notið kennslu í fá ár, en hafi náð góðum árangri á stuttum tíma. Er Guðrún fer heim til ís- lands skilur hún eftir minningar um mjög sérstæða tónlistarhæfi- leika. Viðfangsefnin á hljómleik- unum gáfu henni tækifæri til að sýna hæfni sína í ýmgum mynd- um. Blaðið segir ennfremur, að athyglisverðust hafi verið hin ó- venju þroskaða hæfni hennar til hljómríkrar túlkunar, hafi hún spilað Bach með ríkri tilfinningu og Mozart með ljóðrænum hrein- leik, en bezt hafi henni þó tekist upp, er hún lék Beethoven. Is- lendingar geta verið mjög ánægð ir með þennan upprennandi píanóleikara. Poíitiken segir, að ekkert í leik hennar hafi borið þess vitni, að þetta væru hennar fyrstu hljómleikar að loknu námi. — Tækni hennar, tónlistargáfa og hversu eðlilega hún lék, ber vott um listamannseðli í grósku- miklum vexti. Hún á eftir að kom ast langt á listamannsbrautinni. — Páll. Hyndir og minning- ar frá fsiandi KOMIN er út myndabókin ís- land, myndir og minningar. Er bókin í allstóru broti með rúm- lega 100 ljósmyndum og ítarleg- um textum, sem Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, hefur samið, en þeim síðan snúið á dönsku og ensku. Langsamlega flestar mynd irnar eru landslagsmyndir, en einnig eru þar myndir frá at- vinnulífinu til sjávar og sveita. Jón Eyþórsson skrifar formála og segir þar m.a.: „Hún (bókin) kemur víða við eins og maður á langri vegferð. Hér eru myndir, sem minna á hugþekka skógar- lunda, sólglituð vötn, svipmikla tinda, gneypar fjallabrúnir, fall- andi fossa, lax í straumi, læk í gili. Hér eru annars vegar öldungar og húsakynni, sem þjóðin hefur búið við öldum saman. Hins veg- ar ung kynslóð, bjartari húsa- kynni og enn getur að líta vinnu- brögð feðra okkar með orf og Ijá á þýfðum sláttuteig og strit- andi vélar á sléttu og grasgefnu landi“. Frágangur bókarinnar er góð- ur, en bókaútgáfan Skjaldbreið gefur hana út. Sfúkan Þingey nr. 102 á Húsavík endurvakin HÚSAVÍK, 2. des. — Stúkan Þingey nr. 102, var endurvakin á Húsavík í gær. 70 manns gengu í stúkuna. Æðstitemplar var kos- inn séra Friðrik A. Friðriksson. Það var Guðmundur G. Hagalín rithöfundur, sem að undanförnu hefur verið hér, sem vann að endurvakningu stúkunnar. ]|ÖKLAMÆLINGAR, sem fram að allflestir þeir jöklar, sen undanhaldi, enda þótt veturinn 1 og jöklum. Jöklamælingarnar hófust hér á landi árið 1930 og hefur Jón Ey- þórsson veðurfræðingur, haft með höndum yfirumsjón með mælingum þessum. Eftir vetur- inn mældist sjónlagið á Vatna- jökli í júnímánuði síðastl. milli 6—7 metrar, er grafið var gegn- um vetrarsnjóinn. TVÖ DÆMI Jöklamælingar voru í sumar framkvæmdar á rúmlega 40 stöð- um. Hafa Jóni nú borizt skýrsl- ur um 40 staði. Þær sýna, að á 33 stöðum hafa jöklarnir eyðzt, en á sjö stöðum gengið fram og í einstaka tilfellum talsvert mik- ið. Einna mest mun Snæfellsjök- ull hafa eyðzt eða frá 30—260 m og er það mjög mikið. Aftur á móti hefur Breiðamerkurjökull á stöku stað gengið fram um 80 til 200 m á síðustu tveim árum, svo nefnd séu tvö dæmi frá mæl- ingunum. Á HOFSJÖKLI Mælingar á Hofsjökli, sem er eini jökullinn á miðhálendinu, sem mælingar hafa farið fram á, sýna að svonefndur Nauthaga- jökull, sem er vestan Arnarfells hefur staðið í stað, en Múlajökull aftur á móti ruðst fram af mikl- um ki'afti á síðastliðnu ári og hefur jökullinn lengzt um tæpl. 260 m. JÖKLARANNSÓKNAFÉLAGIÐ Sem fyrr segir, hefur Jón Ey- þórsson haft með höndum jökla- mælingar hér á landi frá því Gunnar Dal. „Þeir spóðn í stjörnnrnnr" Ný bók eftir Cunnar Dal GUNNAR DAL nefnir sig ungt skáld, sem þegar hefur getið sér frægðarorð fyrir Ijóðabækur og jafnframt fyrir bókina „Rödd Indlands", sem fjallar um ind- verska trú- og heimspeki, en þar eystra dvaldist skáldið um skeið. Nú hefur hið unga skáld sent frá sér enn eina bók: „Þeir spáðu í stjörnurnar“. Heldur hann þar áfram að segja frá mestu hugs- uðum mannkynsins, allt frá heilögupi Ágústínusi ti Hegels. Hann segir æfisögur þessara manna, sem svo mjög hafa mótað allan hinn andlega heim okkar, skýrir frá lífsviðhorfum þeirra og baráttu. Hér er um stórfróð- lega bók að ræða, skrifaða þannig að ungir sem gamlir geti haft bæði ánægju og fróðleik af lestr- inum. — Norðri gefur út. fóru í sumar, bera það með sér rannsakaðir voru, eru á hröðu afi verið snjóamikill í háfjöllum 1930. En nú mun taka við þeim athugunum- Jöklarannsóknafélag- ið, en þetta unga félag hefur á dagskrá sinni mörg verkefni í sambandi við rannsóknir á jökl- um landsins. — 11 milljónir Framh af bls. 1 fólki lætur alls ekki skrásetja sig hjá ábyrgum flóttamanna- stofnunum, heldur fara sína eigin leið, eftir að það kemur á frjálsa grund, er óhætt að fullyrða að tala þessi sé all- miklu hærri. Fróðustu menn um þessi efni hafa gizkað á, að þessi tala sé einhvers stað- ar á milli 9 og 11 milljónir manna. GEGNUM MIKLAR TÁLMANIR Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hefur 6,079 manns tekizt að flýja frá Sovétríkjunum og Aust- ur-Evrópu, að Austur-Þýzkalandi undanskildu, í gegn um jarð- sprengj ubelti, gaddavírsgirðingar og öflugan vörð, sem umlykur þessi lönd. f Þýzkalandi, þar sem flótti frá austri til vesturs er töluvert auðveldari, hafa meir en 800 menn flúið að jafnaði á degi hverjum það sem af er þessu ári. Þær 156 þúsundir manna, sem hafa verið skrásettar sem flótta- menn frá Sovétríkjunum og lepp ríkjum þeirra fyrstu níu mánuði þessa árs, skiptast niður eftir löndum eins og hér segir: Frá Sovétríkjunum 1,273; Albaníu 506; frá baltnesku löndunum (Eistlandi, Lettlandi og Litháen) 30; Búlgaríu 437; Tékkóslóvakíu 1,480; frá Ungverjalandi 1,021; Póllandi 1,001; Rúmeníu 331; frá Austur-Þýzkalandi 150.000. ENN FLÝR FÓLKIÐ Við þetta má svo bæta, að meir en 515.000 manna hafa flúið Norður-Vietnam síðan Viet-Minh stjórn kommúnista tók þar við völdum, og opinberir starfsmenn eru þeirrar skoðunar, að hundr- uðum þúsunda sé varnað að kom- ast þaðan. DAUÐADÓMUR VOFIR YFIR Stöðugt heldur áfram straum- ur flóttamannanna í Evrópu vestur á bóginn, enda þótt líf- lát liggi við, ef til þeirra næst, bæði í Sovétríkjunum sjálfum og flestum lcppríkjunum. — Þeir sem gera tilraun til flótta eru dæmdir sem landráða- menn. Árið 1952 voru gefini út ný lög í Búlgaríu, þar sen* svo er ákveðið að ekki liggi aðeins líflátsdómur við því að gera tilraun til flótta úr landi, heldur eigi þeir sem úr landi fara með leyfi stjórnarvald- anna og ekki koma aftur á til- settum tíma, einnig dauðadóm yfir höfði sér. Lögin, sem einnig ná til vina og ættingja þeirra, sem flýja eða gera til- raun til þess að flýja, eru jafnframt látin ná til þeirra* er farnir voru úr Iandi áður en kommúnistar tóku þar við stjórn og synjað er um leyfi til að hverfa heim aftur. SÝNIR HVERNIG STJÓRN KOMMÚNISTA ER Þrátt fyrir slík lög og svipað- ar tilraunir af hálfu Sovétstjórn- arinnar og leppríkja hennar til að koma í veg fyrir að fólk geti flúið þangað, sem það getur um frjálst höfuð strokið, vex tala flóttamanna stöðugt, og er húrj bezti vitnisburðurinn um þau kjör réttleysis og kúgunar, sem fólk í, þessum löndum verður að búa við. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.