Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 1
16 síður 41. árgangur. 297. tbl. — Fimmtudagur 30. desember 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsins □-------□ Nýiizku Leikhús Atkvæðagreiðslan í franska þinginu í dag Póstur verður úti Fannst örendur á Kleifaheiði, en hestamir stóðu yfir hcnum Patreksfirði 29. des. SÁ sorglegi atburður gerðist hér á mánudaginn 27. des. að maður varð úti á Kleífaheiði. Var það Þorsteinn Þorsteinsson póstur, sem var á leið með jólapóst inn á Barðaströnd. Lík Þorsteins heitins fannst í gærdag um þrjúleytið á svonefndum Hjallaenda og var það um 200 metra frá réttri leið. Mikil eftirvænting í París París 29. des. FítANSKA þingið ákvað í kvöld að fresta atkvæðagreiðslunni um Parísarsamningana þar til síðdegis á morgun. Atkvæði verða þá greidd um endurhervæðingu Þjóðverja, en þingið felldi á að- fangadagskvöld jóla með 21 atkvæða mun að leyfa endurhervæð- inguna. í öðru lagi verða greidd atkvæði um staðfestingu á Parísar- samningunum í heild. Mikil eftirvænting ríkti í París í allan dag. Er þingfundur hófst var fullskipað á áhorfendasvölum. Fyrir utan þinghúsið var saman kominn mikill mannfjöldi. --------------------------«s> SÁST TIL HANS FRÁ BOTNI Þorsteinn heitinn lagði af stað frá Patreksfirði eldsnemma á mánudagsmorguninn. Var hann með tvo hesta og mikinn póst. Síðasti maðurinn sem hafði tal af honum var bóndinn að Hlaðs- eyri, Magnús Jónsson, en þar kom Þorsteinn við. Hlaðseyri ligg ur innarlega í firðinum. Síðan sást til hans frá Botni innsta bæ fjarðarins um 11 leytið um morg- uninn og var hann þó að leggja á Kleifaheiði, en yfir hana á Barða- strönd er um 4—5 tíma leið gang- andi manni KOM EKKI TIL BYGGÐA Barðstrendingar óttu von á póstinum þennan dag, og er Þor- steinn heit. var ekki kominn um kvöldið, var hringt frá Haga að Miðhlíð, til þess að spyrjast fyr- ir um hann. Var þaðan sent út að Brekkuvelli, en það er fyrsti bærinn er pósturinn átti að koma á, en enginn sími mun vera þar. Að Brekkuvelli hafði Þorsteinn þá ekki komið. Var þegar gert viðvart til Patreksfjarðar, en þar sem myrkur var komið og hríð talsverð á Kleifaheiði, sem verið hafði allan daginn var ekki hafin leit að Þorsteini fyrr en morgun- inn eftir. FANNST Á HJALLAENDA Strax morguninn eftir fóru menn frá Patreksfirði og af Barðaströnd á jeppum og fót- gangandi að leita Þorsteins. Var veður þá allsæmilegt á heiðinni. Tók fjöldi manna þátt í leitinni. Um kl. þrjú þann dag fannst lík Þorsteins á svonefndum Hjalla- enda, sem er á Kleifaheiði þar sem skömmu síðar fer að halla niður á Barðaströnd. HESTARNIR STÓÐU YFIR IIONUM Þarna hafði Þorsteinn heit. búið um sig með póstpokunum um 200 metra frá réttri leið. Stóðu hestarnir yfir honum og hafði hann bundið beizli þeirra saman áður en hann lagðist fyrir. Var líkið flutt niður á Barða- strönd. Þorsteinn heitinn hefur gegnt póstsstarfinu síðan 1930. Var hann þaulkunnugur á þessari leið. Hann var 53 ára að aldri og lætur eftir sig konu, Sæbjörgu Þorgrímsdóttur, og þriggja ára gamlan son. Hann var búsettur á Patreksfirði. —Karl. ÞANNIG lítur út nýja söng- leikahúsið í Hamborg. Er það ólíkt öðrum leikhúsum, enda í nýtízku stíl. Undir „gólfinu ‘ eru fatageymslur. Mendes France. Franco rœðsr við Spánarprins MADRID, 29. des. — Don Júan, sonur Alfonssos er síðast var kon ungur á Spáni, sat á ráðstefnu með Franco hershöfðingja í hálfa aðra klukkustund í dag. — Don Júan og Franco hittust á Spáni í kastala nokkrum nálægt landa- mærum Portugals. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1936 að Don Júan kemur til Spánar. Fréttaritarar herma að rætt hafi verið um námsdvöl Júan Carlos, sonar Don Júan, en hann hefur dvalið í Madrid und- anfarið. ■ r > . , > . Ráðstefna Aseurikja JOGARTA, 29. des. — 25 Asíu- ríkjum hefur verið boðið til ráð- stefnu hér í Indónesíu í apríl n.k. Meðal ríkjanna, sem boðið hefur verið til ráðstefnunnar, eru Norður og Suður Viet Nam, en hvorki þjóðernissinnastjórn Chi- ang Kai Sheks, né Kóreustjórn hefur verið boðið. Fundarboðendur eru Colombo- ríkin svokölluðu, en forustu þar hefur Indland. — Kommúnista- stjórninni í Kína hefur verið boðið til ráðstefnunnar. Fiimn ára við- skiptasamningur Spánar oo Islainls enditniýjaSur UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ til- kynnti í gær, að viðskiptasamn- ingur íslands og Spánar, sem átti úr gildi að falla um áramótin, var með erindaskiptum í Madrid hinn 23. þ. m., framlengdur ó- breyttur til ársloka 1955. Pétur Benediktsson, sendi- herra, annaðist framlenginguna fyrir Islands hönd. Viðskiptasamningur þessi er frá því á árinu 1949. Er hér um svonefndan clearing-samning að ræða og hefur hann síðan verið framlengdur frá ári til árs. Út- flutningur okkar þangað er svo til eingöngu saltfiskur. Á síðast- liðnum fimm árum hefur saltfisk- útflutningurinn þangað orðið mestur árið 1951 er hann nam 5300 lestum. í ár mun útflutning- urinn nema nær 4000 lestum. Frá Spáni höfum við aftur á móti keypt ýmsar vörur svo sem ávexti, trjá- og korkvörur. áburð, vefnaðarvöru, fatnað og skó- fatnað. Bezta Wikmyndin NEW YORK 29. des. — Japanska litfilman „Hlið helvítis" hefur verið dæmd bezta erlenda kvik- myndin, sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum á þessu ári. Það eru kvikmyndagagnrýnendur vestra, sem fellt hafa þenna úr- skurð. Franska myndin „Leyfis- dagar Mr. Hulots“ er talin næst bezt og þriðja í röðinni er ítalska kvikmyndin „Brauð, ást og draumar". Fyrstur tók til máls Herriot, forseti þingsins. Herriot hefur frá upphafi verið andvígur samn- ingum um endurhervæðingu Þjóðverja og var einn þeirra þingmanna, sem á sínum tíma barðist hatramlega gegn Evrópu- hernum. í dag flutti hann harða ádeilu á Parísarsamningana. Gerði hann m. a. þá kröfu að Frakkar byrjuðu nú þegar samn- inga við Sovétríkin. Tveir aðrir þingmenn tóku undir þessa kröfu og stóð Mendés-France þá upp og lýsti yfir því, að stjórn hans hefði hvað eftir annað lýst yfir þeim vilja sínum að hefja samn- inga við Sovétríkin og kvaðst hann vonast til þess að samning- ar gætu hafizt næsta vor. RÆÐA MOLETS Er þingfundur hafði staðið í þrjár klst. var fundi frestað og hófst hann að nýju á tíunda tím- anum í kvöld. Þá höfðu allir forustumenn þingflokkanna tekið til 'máls og gert grein fyrir at- kvæði sínu og flokka sinna. —• Helzt vakti athygli ræða Mollets, leiðtoga jafnaðarmanna. Benti hann á að Bretar og Bandaríkja- menn hefðu unnið að endurher- væðingu Þýzkalands til þess eins að hamla gegn útþenslupólitík Sovétríkjanna. Þessi útþenslu- pólitík hafi byrjað strax að lok- inni síðustu heimsstyrjöld. Var ræðu Mollets vel fagnað af öllum þingheimi nema komm- únistum og nokkrum flokks- mönnum Bidaults. Fafh-líika PARÍS, 9. des.: — Fvrir nokkrum dögum tók við stjórn í stóru tízkuhúsi hér kona, sem hlotið hefir þá lýsingu hjá manni sín- um að hún væri sambland af Gretu Garbo, Marlene Dietrich og Carole Lombard. Kona þessi heitir Mme Genevieve Fath, ekkja tízkuteiknarans Jacques Fath, sem lc zt í síðastl. nóv. Hún ætlar að taka sjálf við stjórn firmans, sem hefir í þjón- ustu sinni 600 starfsmenn víðs- vegar um heim. Næsta vor fær tízkufólk að skera úr því hvort Fath sé enn Fath, þótt skípt hafi verið um fornafn stjórnandans. BELGRAD, 29. des. — Hermála- ráðherra Júgóslafa birti í dag grein í Borba, aðalmálgagni Titos, og skýrir frá því að um- hverfis Djilas og Dedijer, þing- manninn, sem sviptur var þing- mennskuumboði í gser, hafi myndazt andstöðuhreyfing, sem stefnt hafi verið gegn Tito.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.