Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. d«si. 0954 MORGVTSBLAÐ1Ð 9 Hafnleysi og e°mh œf afvinnuskilyrði standa ýrdal fyrir eðlilegum þrifum UM land allt hefur risið upp hinn mesti fjöldi lítílla sjáv- arþorpa við víkur og voga, þar sem atvinna manna jöfnum hönd- um hefur beinzt að ræktun jarð- argróðra og sókn sjávarafla. Þessi tvíbætta atvinna hefur gjört mönnum kleift að skapa sér og sínum viðunandi lífskjör. Þau hafa verið undirstaðan undir at- vinnulífi þorpanna. Einn er þó sá landshlut, sem snokkura sérstöðu hefur í þessu efni. Það er Suðurland. Alkunna er, hversu hafnleysið dró úr eðli- legri þróun hinna blómlegu hér- aða Suðurlands allt fram á síð- ustu áratugi, er gjörbylting varð í samgöngum á landi. Víðáttu- miklir sandar og aðgrynni hafa gjört mönnum illkleift að byggja lífsafkomu sína á hinum tvofalda atvinnuvegi. Fangbrögðín við Ægi hafa einatt reynzt of mikl- um erfiðleikum bundin. Því eru sjávarþorp á Suðurlandi bæði fá og smá. Eitt þessara fáu þorpa er Vík í Mýrdal, „höfuðstaður“ Vestur- Skaftafellssýslu. tFPPHAF VIKURKAHPTÚNS Vikurkauptún á sér hvorki langa né merkilega sögu. Aðeins munu liðin rúm sextíu ár, síðan fyrstu hús í kauptúninu byggð- ust. Upphaflega voru aðeins tvö býli í víkinni, hin fomu höfuð- ból, Suður-Vík og Norður-Vík. Þær jarðir hafa frá öndverðu ver ið í tölu beztu jarða í sýslunni og þar hafa því löngum búið fram takssamir dugnaðarbændur Með- al þeirra, er þar hafa verið, má nefna Svein Pálsson, landlækni. Höfuðerfiðelikar Víkurbænda sem og annarra Skaftfellinga, voru samgöngurnar. Langt var að sækja verzlun alla austur á Djúpavog eða út á Eyrarbakka. Var því ekki furða, þótt vörur yrðu dýrar og erfitt að nálgast þær. Hinar fjölmörgu stóru jök- ulár Suðurlands juku enn alla erfiðleika ferðalaga á landi. Höfuðerfiðleikar Víkurbænda ur í það stórvirki að hefja sjálfir verzlun. Þeir pöntuðu vömr beint frá útlöndum og fengu þær flutt- ar til Víkur þar sem þeim var skipað upp á sandinn, því að hvergi gátu skip lagzt þar að landi. Kunna enn margir Víkur- búar, sem og aðrir Mýrdælingar, imargar sögur að segja frá þeim uppskipunarferðum, sem einatt reyndust hinar mestu svaðilfarir. Fór þá stundum verr en skyldi, því að sandurinn hefur krafizt margra mannfórna Þetta upphaf verzlunar varð til þess, að farið var að reisa geymsluhús og síðar verzlunar- hús niðri á sandinum Brátt fyldu einnig íbúðarhús á eftir, hin fyrstu á síðasta tug 19. aldar. Vöxtur þorpsins var þó ekki mjög ör, enda atvinnuskilyrði lítil, nema helzt við þær verzlanir, sem brátt fór fjölgandi. Þó var aftir sr. Jónas Gíslason Hin fornu höfuðból, Suður-Vik og Norður-Vik. sjósókn nokkuð stunduð. þegar gaf, en við hin erfiðustu skilvrði, svo sem nærri má geta frá opn- um sandinum. Elzta verzlun í Vík er verzlun Halldórs Jónsscnar, sem stofn- sett var árið 1834. Árið 1950 var henni breytt í félagsverzlun und- ir nafninu Verzlunarfélag Vest- ur-Skaftfellinga. Verzlunarstjóri þess er Ragnar Jónsson frá Hellu. Kaupfélag Skaftfellinga var stofnað árið 1900 og starfar enn. Kaupfélagsstjóri þess er Oddur Sigurbergsson. Þá hófu ýmsir aðrir verzlun í Vík, en hættu all- ir aftur. Nú eru aðeins þessar tvær verzlanir starfandi. MEINLEGUR NAGRANNI Víkurkauptún býr í nábýli við meinvætt mikinn, sem einatt hef- ur hrellt Skaftfellinga, sem og raunar fleiri, og valdið þeim ýmissi skráveifu á liðnum ára- tugum og öldum. Það er Katla, austan til í Mýrdalsjökli. Hún er í aðeins 20 kílómet,'a f.jarlægð frá þorpinu í beina loftlínu. Við Kötlugos kemur geysimik- ið vatnshlaup fram undan jökl- inum og brunar fram Mýrdals- sand til sjávar. Hlaup þetta þevt- ir með sér stærðar ísjökum og flytur fram óhemju af sar.di til sjávar. Eftir s ðasta hlaup, árið 1918, myndaðist stór sandtangi í sjó fram austan Hjörleifshöfða. Var það svonefndur Kötlutangi, sem um leið varð syðsti tangi landsins, náði enn sunnar en Dyr- hóley. Við ströndina eru allharðir vestlægir straumar. Þeir hafa síð- an smábrotið af tanga þessum og borið sandinn vestur með landi. Hefur hann safnazt hér í víkina, sem hefur smáfvllzt af sandi. Mun nú orðið allt að því helm- ingi lengri sandur til sjávar í Vík en var fyrir gosið. Má því geta nærri, að lendingarskilyrði hafa enn versnað að stórum mun og gjört mönnum erfiðara fyrir um öflun sjávarfanga. Dró því smám saman úr sjósókn manna. Við hin ar bættu samgöngur á landi, er stórár Suðurlands voru brúaðar, hafa sjóflutningar einnig algjör- lega lagzt niður. Nú má heita svo, að aldrei sé á sjó farið hér í Vík. Er tæplega til sjófært skip hér, nema einn eða tveir smá- hátar, sem mest eru hreyfðir einu sinni til tvisvar á ári og þá í stillilogni, mest til gamans. ERFIÐ ATVINNUSKILYRÐI Þetta hefur leitt til þess, að at- vinnuskilyrði hafa enn versnað hér frá þvi sem áður var. Þar við bætist, að landrými er mjög af skornum skammti, svo að mönn- um er ókleift að snúa sér að land- búnaði eða aukinni ræktun, nema þá helzt með ræktun sandanna, sem hafizt hefur nú á seinni ár- um með ágætum árangri, þótt ekki sé til nytja enn. Þó er hér allmikil og vaxandi garðrækt, enda spretta hér afbragðskartöfl- ur í fyrsta flokks sandgörðum. Hafa verið gjörðar nokkurar til- raunir með kartöflurækt í stórum stíl, en árangur ekki orðið sem skjddi, enda þekkja allir erfið- leika kartöfluframleiðenda á sið- asta ári. Þar við bætist, að hnúð- ormasýki hefur komið upp í gömlum görðum, svo að orðið hefur að leggja þá niður. Atvinna manna snýst því mest um þær tvær verzlanir, sem hér Þar er miðstöð verzlunar í sýsl- unni, þar situr sýslumaðurinn, sömuleiðis héraðslæknir og sókn- arprestur Mýrdælinga. Sýslumað ur Skaftfellinga er nú Jón Kjart- ansson, fyrrum ritstjóri Morgun- blaðsins. Tók hann við embætti af Gísla Sveinssyni, er hann varð sendiherra í Noregi. Var Jón einnig kosinn alþingismaður sýsl unnar í fyrra, er Sjálfstæðisflokk urinn vann haná frá Framsókn- arflokknum. Gistihús hefur verið rekið hér í Vík um alllangt skeið. Gistihús- stjóri nú er Brandur Stefánsson, vegaverkstjóri, sem einnig ann- ast um sérleyfisferðir til Víkur frá Reykjavík. Hann og kona hans veita gistihúsinu forstöðu af mikilli rausn og myndarbrag, enda er mjög rómaður allur við- urgerningur þar. Er þó erfitt urn vik með slíka starfsemi í svo fá- mennu kauptúni og lítill gróða- vegur nú á tímum. FÉLAGSLÍF Félagslíf hefur löngum verið lauft hér í Vík hin síðari ár. Flest félög hafa átt erfitt upp- dráttar. Helzta undantekning þar' á hefur verið Kvenfélagið, sem um langt skeið hefur staðið með allmiklum blóma. Starfandi er einnig verkalýðsfélag og á síð- asta ári var endurreist Ungmenna félagið Skarphéðinn, serr. síðan hefur starfað allmikið. Hefur það ásamt Kvenfélaginu haldið uppi nokkurri leikstarfsemi. Nú hafa þau í sameiningu ákveðið að taka Skuggasvein til sýningar og eru Verzlunarfélag- Vestur-Skaftfellinga hefur aðsetur sitt í hinum gömlu verzlunarhúsum, sem Halldór Jónsson lét reisa. Hluti af sandgræðslunni sunnan og vestan Víkurkauptúns. Hinir sérkennilegu Reynisdrangar í baksýn, eru starfandi, auk vega- og brú- arvinnu á sumrum. Auk þess starfa nokkrir menn við ,,Loran“ stöð þá, sem starfrækt er á Reynisfjalli. ÍBÚAFJÖLDI íbúafjöldi í Vík er nú um 300 manns. Hefur hann lítið breytzt hin síðari ár. Ungt fólk neyðist til þess að fara að heiman í stór- um stíl í leit að atvinnu. Eru því litlar líkur til nokurrar fjölgun- ar fólks hér í náinni framtið, nema takast megi að auka fjöl- breytni atvinnulífsins. Allmörg íbúðarhús hafa þó verið byggð á síðari árum. Tvö voru fullgjörð á síðasta ári og eitt er nú í smíð- um, en fleiri munu nú í undir- búingi. Hús eru mörg orðin göm- ul og of lítil, því að fólk bjó mjög þröngt áður. Eru því margir að reyna að gjöra rýmra um sig. Ennfremur hafa á þessu ári staðið yfir bygging bílaverkstæð- is á vegum Verzlunarfélagsins, sláturhúss á vegum Sláturfélags Suðurlands og frystihús á vegum Kaupfélagsins. „HÖFUÐSTADUR“ SÝSLUNNAR Vík er samgöngu- og athafna- miðstöð Vestur-Skaftafellssýslu. æfingar þegar hafnar. Ætlunin mun vera að sýna hann eftir ára- mótin. En annað er það einnig, sem hamlað hefur félagslífi. Það er skortur á viðunandi samkomu- húsi. Hér hefur aldrei verið neitt samkomuhús. Eina athvarf manna um samkomuhöld hefur verið barnaskólahúsið, sem er þó, alls ófullnægjandi, bæði lítið og gamalt, byggt rétt fyrir 1910. Hefur verið nokkuð rætt um bygg ingu félagsheimilis, en ekkert orðið úr framkvæmdum enn. Hef ur Ungmennafélagið einkum beitt sér fyrir því máli. Standa vonir til þess, að unnt verði að hefjast handa um byggingu í mjög náinni framtið. Það mundi verða mikil lyftistöng öllu félags- og menningarlífi í kauptúninu. RAFORKUMÁL í Vík er starfrækt ein elzta raf- stöð á landinu, byggð árið 1913, Er hún nú orðin allsendis ófull- nægjandi, enda færra fólk í þorp- inu, er hún var byggð. Verður því að hafa rafmagnsmótor jafn- hliða vatnsstöðinni. Þess vegna er rafmagnið bæði dýrt og tak- markað. Binda menn því miklar vonir við það, að hingað verði Framh. á bls. ÍU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.