Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 16
297. tbl. — Fimmtudagur 30. desember 1954 Víkurþankar grein á bls. 9. Endurminningar og ævisögur seldust bezt íyrir jólin Bókasaia var og almenn! miki! BÓKASALA var mikil fyrir jólin, sagði Ólíver Steinn. Jóhannesson, verzlunarstjóri Bókaverzlunar ísafoldar, er blaðið innti hann eftir bókasölunni í gær. Bókaútgáfa var óvenjulega mikil að þessu sinni, og salan miklu jafnari en seldist áberandi mest, en margar BÆKUR INNLENDRA HÖFUNDA Endurminningar og ævisögur ;seldust áberandi vel. Má þar til dæmis nefna: Endurminningar Thors Jensen, eftir Valtý Stef- ánsson, Hér er kominn Hoffinn, eftir Hagalín, Tak hnakk þinn og liest, endurminningar Páls á Hjálmsstöðum, eftir V.S.V., Só'l- arsýn, minningar Ara Arnalds, Konan í dalnum, eftir Hagalín, Einn á ferð, eftir Sig. Jónsson frá Brún og Skyggnzt um af heimahlaði, eftir Þorbjörn i Geitaskarði. Af öðrum bókum innlendra höfunda má nefna: Tengdadótt- nrina, eftir Guðrúnu frá Lundi, Væringja Sigfúsar Blöndals, Þjóðsögur Þorsteins Erlingssonar, Sálminn og blómið eftir Þórberg, Bergljótu eftir Jón Björnsson og Sól í fullu suðri eftir Kjartan Ólafsson og Dóra í dag, eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Af einstökum höfundum hafa oft áður, þar sem engin ein bók prýðilega. flestar bækur sefzt eftir Guðm G. Hagalín, en þrjár bækur komu út eftir hann núna fyxir jólin. ÞÝDDAR BÆKUR Af þýddum bókom virtist mér seljast bezt Undraheimar undir- djúpanna, Brimaldan stríða, Líknandi hc>nd, Læknir huldu höfði, Töfrar tvwgja heima (Cronin), Vinnan göfgar mann- inn og Syngur í rá og reiða. BAKNABÆKUK Af innlendum barnabókum var áberandi mest sala í Týndu flug- vélinni eftir Ármann Kr. Einars- son. Þá seldust og vel: Yfir holt og hæðir eftir Nonna, Todda kveður ísland eftir Margréti Jónsdóttur. Af þýddum bamabókum má nefna bækur eins og Sigmundur (bláa bókin), Vala (rauða bókin), Ævintýrafjallið, Feröin til tungls ins, Pvósa Bennett og Dvergurinn Rauðgrani. María Markan í hktverki Santuzzu á tveii sýmn: nmi • r r ® í fyrsta skipii i óperu héiiendis AKVEÐIÐ hefur verið að María Markan óperusöngkona muni fara með hlutverk Santuzzu í óperunni Kavaleria Rusticana í Þjóðleikhúsinu á tveimur sýningum á næstunni, í stað Guðrúnar Á. Símonar, sem annars fer með þetta hiutverk. Þetta verða óperu- «ýningarnar 2. og 5. janúar. n.k. SVO ÁNÆGJULEGA STENDUR Á í samtali fréttamanna í gær Við þjóðleikhússtjóra Guðlaug Rósinkranz og óperusöngkonuna ■Maríu Markan, lét hinn fyrr- Iiefndi í ljós ánægju sína yfir að ■6vo skemmtilega stæði á að Þjóð- leikhúsið hefði getað komizt að fcamningum og samkomulagi um að María Markan kæmi fram ■fcem gestur á þessum óperusýn- ingum Þjóðleikhússins áður en liún hverfur héðan að sinni, en «ins og kunnugt er hefur söng- konan dvalið hér síðan í haust •<>g komið hér fram á allmörgum ■söngskemmtunum, í útvarp og á ýmsum samkomum. Það er óþarfi að kynna Maríu Markan fyrir lesendum. Hinn glæsilegi listferill hennar er þeg- ar fyrir löngu kunnur öllum ís- lendingum, sem sönglist unna. 1 FYRSTA SINN í ÓPERU HÉR Á LANDI „Persónulega er ég“, segir hún, „ákaflega ánægð yfir að fá nú að syngja í íslenzkri óperu í fyrsta skipti á ævinni. Það hefur lengi verið minn draumur, draumur, sem nú er loksins orðinn að veru- leika. Ég hef fylgzt af miklum áhuga með æfingum á þessum óperum í Þjóðleikhúsinu og mér íinnst ég geta sagt með góðri samvizku, að árangurinn stend- ur ekki að baki þvl bezta, sem íg hef séð og heyrt á þessu sviði. Það er bæði, að vel hefur verið unnið, vel stjórnað og raddirnar, sem þar koma fram eru mjög góðar — á heimsmæ!ikvarða“. María Markan hefur ekki leik- ið hlutverk Santuzzu á sviði áður en sungið haíur hún allmargar ar'ur úr óperunni „Cavalleria rusticana" fyrr og srðar. — Er það leikhúsgestum tilhlökkunar- efni að fá nú að sjá hina mikil- hæfu söngkonu koma fram í ís- lenzkri óperu í fyrsta sinn. María Markan í hlutverki greifynjunnar í óperunni „Fugia- salinn“ eftir IVÍillöcker. Mynd þessi er tekin á Eáðhústorginu á Akureyri, er kveikt var á jólatré því, sem Álasund sendi Akureyri að gjöf. Sverrir Ragnars, vararæðismaður Norðmanna, afhenti tréð, en Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar veitti því móttöku og þakkaði fyrir hönd bæjarins. Rarnakór Akureyrar söng undir stjórn Rjörgvins Jörgens- sonar, m. a. þjóðsöngva landanna. Fjcldi fólks var viðstaddur og athöínin hin hátiðlegasta. Jólatréð er 11 m að hæð og á því loga 200 mislitar perur. — Ljósm. V. Guðin. Aidrei þvíSskur fgöSdi óskilabréfa í Pósthúsinu Kærdeyjijiegur fráiangiir sendgBÍa orsökin SVO tugþúsundum skiptir voru jólabréf borin um allan hæinn á aðfangadagskvöld. En samt sem áður, eru enn í pósthúsinu r.okkrar þús. jólabréfa, sem ýmissa orsaka vegna, hafa ekki komizt í hendur viðtakenda og undantekningarlaust mun það sendendum að kenna. í gær fór tlðindamaður fré Morpunbleðinu í stutta kynnis- för út í Pósthúsið, að gefnu til- e±ni, því að í uaiKum Vexvak- anda var vixið að því í gær, að einhver hexði fengið jólabréfií sitt í seinna lagi. ÓFULLNÆ G J ANÐI UXANASKRIFTIR í bréfapóststofunni voru nokki ar allstórar körfur troðnar a. óskilabrcfum, en póstmenn önn- um kafnir við að leita að viðtak- anda þeirra. Utanáskriftir voru sitthvað á þessa leið: Jón Jóns- son og íjölskvida Laugaveg (ekk- ert númer) Reykjavjk. Eða Jón /ónsson Reykjavík og jafnvel á jölmörgum stóð Jón Jónsson og ikki tiigreint hvort hann ætti reima í Reykjavxk eða einhverj- um öðrum kaupstað, aðcins 75 aura frlmerkið gaf til kynna að rann muni eiga heima í Reykja- vík. Þá sýndu póstmenn tíðinda- nanninum fjöida bréfa, sem jendandi virðist hafa skrifað utan á eftir minni og þá ruglað saman götunöfnum, ruglað götu- íúmeri eða hvoru tveggja. Loks er svo fjöldi bréfa, er viðtakandi átti ekki heima í því húsi sem bréfberarnir komu með jóla- bréfin í. Þannig er ástatt um kringum 5000 jólabréf í Póstliúsinu, sem ekki hafa komizi íil skila ennþá, en póstmenn leggja mikla vinnu í aS reyna að hafa tippi á við- takendum bréfanna. Almenningur á sannarlega kröfu á því að póstþjónustan sé í lagi og okkur þykir leitt þegar mistökin eiga sér stað. F.n eins "g sjá má af öllum óskilabréf- unum og slæmum frágangi send- enda, þá er það ekki alltaf að því hlaupið fyrir okkpr að koma bréfunum án tafa til viðtakenda. 7>g hversu miklar tafir verða >kki við póststörfin, þegar slík Sskilabréf skipta þúsundum. — Mun aldrei annar eins fjöldi ó- ’.kilabréfa hafa safnazt hér fyrir > iafn skömmum tr'ma. "inn póstmannanna, sem blaðið átti ial við. Tveir héraSs!æ!«nar HEILBEIGÐISMÁLARÁÐ- HERRA hefur skipað Hannes Finnbogason, iækni, til þess að vera héraðslæknir í Patreks- fjarðarhéraði frá 1. nóv. 1955 að telja. Þá hefur heiibrigðismálaráðu- neytíð skipað Karl A. Maríasson, lækni, til þess að vera héraðs- læknir í Djúpavogshéraði frá 4. des. s.l. að telja. Ósennilegt að bátasjómenn við j Faxaflóa segi upp saiaiiiiigum ÓSENNILEGT þykir að bátasjó- menn muni almennt segja upp samning-um nú um áramótin, ea í helztu verstöðvum hér við Faxaflóa hafa sjómenn sam- þykkt að segja ekki upp samn- ingum, nema um almennar upp- sagnir verði að ræða. Var þetta samþykkt á fundi sem Sjómanna- félag Revkjavskur efndi til í fyrrakvöM með bátasjómönnum. Áður höfðu bátasjómenn í Hafn- arfirði og á Akranesi gert hlið- stæðar samþykktir. — í hinni miklu verstöð Suðurnesja Kefla- vík, var uppsögn samninga báta- sjómanna kolfelld. í Vestmanna- eyjum hafa bátasjómenn aftur á móti sart samningum upp. Upsi fyrir 70 þús. kr» á tveirn sólar- ; hrmgum í líeflav. Keflavík, 29. des. BÁTARNIR, sem verið hafa á ýsuveiðum undanfarið, hafa nú snúið sér að upsaveiðum hér í sjálfri Keflavíkurhöfn, sem fyllt- ist af upsa í fyrradag. Síðan hef- ur ekkert lát verið á upsavéið- inni. Hafa þessir litlu bátar, sem eru yfirleitt ekki stærri en 20 lestir, fyllt sig og svo dregið smáriðna loðnunót, sem þeir nota til veiðanna, að bryggju og hefur verið háfað þar beint upp á bílana. Upsinn er um 40 sm langur og fer allur til bræðslu, en bátarnir fá 350 kr. fyrir lest- ina. Um hádegi í dag voru komnar á land 200 lestir af upsa og var þá verið að landa. Einn bátanna, sem Ver heitir, lá utan á öðrum bátum, sem bundnir eru við bryggju og var hann langt kom- inn með að fá fullfermi af upsa, Einn stærri bátanna er nú að bú- ast á þessar veiðar. Er það Dux. ____________— Ingvar. Hðfðingleg giöf til BaritaspííaiasjéSs Hringsins HINN 29. desember var barna- spítalasjóði Hringsins færð minningargjöf að upphæð krónur 14.479.12. Gjöf þessi er til minn- ingar um Helgu Helgadóttur frá Hamri, Gaulver j abæ j ar hreppi, gefin af náustu ættingjum henn- ar. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf þakkar Kvenfélagið Hringurinn innilega og óskar gefendum far- sæls komandi árs. Ingibjörg CI. Þorláksson, formaður. AKUREYRI ABCDEFGH ' RiKYKJAVÍK , j 42. leikur Akureyringa: h6—h5. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.