Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. des. 1954 * Agtísta Pétursdóttir — minning Fædd 10. ágúst 1885 Dáin 24. desember 1954. FORELDRAR hennar voru Júlí- ana Guðmundsdóttir og Pétur Oddsson sýsluskrifari og bóndi að Glaumbæ í Langadal. Oddur, faðir Péturs, var bóndi á Munka- þverá í Eyjafirði, sonur Magnús- ar sýslumanns á Geitaskarði, en hans faðir var Gísli Magnússon, biskup að Hólum. Pétur faðir Ágústu var tví- kvæntur og var Júlíana seinni kona hans. Eitthvað af hálf- systkinum Ágústu mun hafa flutzt til Ameríku. Einn bróður átti hún á lífi og er hann búsettur á Seyðisfirði. Átta ára gömul fór Ágústa að heiman og að Holtastöðum í Langadal. Þar dvaldist hún fram yfir tvítugsaldur. Hún gekk á kvennaskólann á Blönduósi og útskrifaðist þaðan með góðri einkunn. Á kvennaskólanum hóf- ust okkar fyrstu kynni, sem æ hafa varað síðan og munu vara, þótt leiðir skilji um stund. Telst mér svo til að liðin séu 46 ár frá því fundum okkar bar fyrst sam- an. Nokkru eftir skólaveruna veikt ist Ágústa hastarlega af barna- veiki. Var hún flutt suður mjög veik. Lá hún lengi á sjúkrahúsi hér í bæ. Þegar hún kom af sjúkrahúsinu dvaldist hún hjá fóstursystur sinni frú Jóhönnu Jósafatsdóttur, sem gift var Ingv- ari Pálssyni kaupmanni. Þeir bræður Andrés og hann verzluðu þá á Hverfisgötu 39 Þar kynnt- ust þau Andrés og hún. Þau gift- ust 1911 og bjuggu í nokkur ár á Hverfisgötunni í námunda við búðipa, sem þeir bræður ráku þá í sameiningu. S;ðan fluttust þau á Framnesveg 2. Þar reisti Andrés stórt og veglegt hús, hafði búð niðri en íbúð uppi. Var þetta mikið þægilegra. Auk heimilis- | starfa afgreiddi Ágústa stundum í búðinni. | Mann sinn missti Ágústa í marz 1951. Var þá skarð fyrir skildi. Andrés var mætur maður og kominn af sterkum stofni. Lang- afi hans í föðurætt var hinn víð- kunni bændahöfðingi Magnús Andrésson alþingismaður í Svðra Langholti í Hrunamannahreppi. Þau Ágústa og Andrés eignuð- ust þrjú börn. Elztur er Páll. Hann er kaupmaður og kvæntur Öldu Hannah. Ásta er gift Valdi- mar Stefánssyni, sakadómara, Pétur er yngstur. Hann er kvænt ur Þórunni Þorgrímsdóttur. Pét- ur rekur verzlun á Framnesveg 2. Ágústa var góð eiginkona og manni sínum samhent. Má áreið- anlega þakka henni það líka hve vel þeim búnaðist. Hún var smekkvís, stjórnsöm og hagsýn húsmóðir og mjög heimakær. Hún var með afbrigðum góð og umhyggjusöm móðir börnum sín- um. Þegar barnabörnin fæddust bar hún sömu umhyggju fyrir þeim. Hún var mjög prúð os hóg- vær í framgöngu og tillitssöm við samferðamennina, hlédræg að eðlisfari, en vinföst og trygg- lynd. Þegar við vorum á kvennaskól- anum, hafði Ágústa gljóbjart hár mikið og sítt. Hún var glæsileg hvar, sem á hana var litið, og hún hélt þessum glæsileik til hinztu stundar. Andlit hennar var enn bjart og fallegt og mótaði hvergi fyrir hrukkum. Hefði hún þó orðið sjötug á næsta ári. Fyrir einu ári varð hún fvrir áfalli og náði sér aldrei eftir það, þótt oftast hefði hún fótavist. En hún varð aldrei einmana. Börn hennar, tengdabörn og barna- börn umvöfðu hana ástúð og kær- leika. Þótt hún væri orðin ein sins liðs, hélt hún sínu heimili. Oft var hún hjá börnum sínum. Hjá Ástu og Valdimar andaðist hún á aðfangadag. Mitt í jólagleðinni var hún burtkölluð til enn veg- legri jólahelgi á himnum. Hún hafði stundum orð á því hve gott væri að mega hverfa snögglega af sviðinu. Hvort hana hefir órað fyrir að áfanginn væri á enda verður ekki vitað. En áður en hún fór að heiman á Þorláksdag, gekk hún um allt húsið bæði uppi og niðri og kvaddi alla En Páll son- ur hennar býr í húsinu. Ég votta börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum mína innilegustu samúð. Elínborg Eárusdóttir. Nýr hjörpnarúikún- aður lil slysavarna- sveilarinnar Vík í Mvrdal , JÖRGUNARSVEIT Slysa- £ varnafélagsins í Vík í Mýr- 1 dal hefir móttekið frá Slysa- I varnafélagi íslands nýjan fjall- ■ göngu- og útilegubúnað, þar á j meðal sérstaklega útbúið jökul- , tjald, er Slysavarnafélagið hefir látið búa til með þetta fyrir aug- um. Er þetta ferhyrnt topptjald, þar sem broddstafir leitarflokks- manna eru notaðir sem tjaldsúl- ur með sérstökum hætti, en göngustafir þessir gegna enn- fremur ýmsum öðrum hlutverk- um. Þeir eru jafnframt hakar, og útbúnaður fylgir til að nota þá sem sjúkrabörur, þeim fylgja einnig skóflublöð, sem festa má á hakana. Þá fylgir og ýmiskonar annar útbúnaður, nauðsynlegur til ferðalaga og útilegu í óbyggð- um í vondu veðri. Útbúnaður þessi er allur léttur og vel með- færilegur, þannig að tveir menn geta hæglega borið hann og björgunarflokksmenn þannig skipzt á um birgðina. i Björgunarsveitin í Vík í Mýr- dal hefur lengi verið útbúin góð- um tækjum til björgunar mönn- um úr sjávarháska og hefir sveit- in getið sér góðan orðstýr við björgun manna úr strönduðum skipum, en nú síðustu árin hefur orðið að leita til sveitarinnar á öðrum vettvangi, vegna leita að mönnum og týndum flugvélum og er skemmst að minnast þess, er leitað var til Vestur-Skaftfell- inga vegna bandarísku hernaðar- flugvélarinnar, sem týndist rétt fyrir hátíðarnar í fyrra og þeir brugðu svo vel við og lögðu út á hájökulinn í svartasta skamm- deginu, þegar allra veðra var von. Tilgangurinn með þessum nýja útbúnaði er að gera þeim slíka leit auðvelda og öruggari, ef til skyldi koma. Björgunarsveitin kom saman í Vík s. 1. sunnudag til að veita viðtöku þessum útbúnaði, en stjórn Slysavarnafélagsins hefir óskað þess, að þeir reyni þessi tæki í vondu veðri og láti síðan í ljósi álit sitt um notagildi þeirra. j Formaður Slysavarnadeildar- innar „VONIN“ í Vík í Mýrdal er sr. Jónas Gíslason sóknar- prestur, en form. björgunarsveit- arinnar er Ragnar Þorsteinsson bóndi að Höfðabrekku. Bréf: Brú á Tungnaá EINHVER, sem nefnir sig Þ. J., skrifar grein í Morgunblaðið 12. des. undir fyrirsögninni „Nauð- synlegt að byggja brú á Tungna- I á“. Mér datt í hug að skýra þetta mál lítillega, ef það gæti orðið til j þess, að það yrði frekar ljóst : þeim, sem ekki til þekkja. Ég vil byrja á að taka það fram, að ég tel ekki ráðlfegt að brúa Tungnaá að svo komnu máli, og skal ég nú geta þess helzta, sem þeirri skoðun er til fylgis. Það er þá fyrst til að taka, að yfir Tungnaá er nú ekið, og hefir verið gert s.l. 5 ár, öllum þeim bifreiðum, sem talist geta færar til aksturs norður yfir landið eins og leiðin er nú. Þeir sem eru ókunnugir gætu haldið eftir að hafa lesið grein Þ. J., að með því að brúa Tungnaá, væru allar leiðir færar norður yfir landið, en því fer fjarri. Tökum þá fyrst Sprengisandsleið frá Galtalæk að Mýri í Bárðardal. Frá Galtalæk að Tungnaá er um 33 km., en á þeirri leið er Leir- dalur, sem oft er illfær bifreiðum með drif á öllum hjólum, t. d. þegar sandurinn er ótroðinn, eða hvassviðri hefir skafið hann í skafla. í þessum sandstormum hefir það komið fyrir, að gler í bifreiðum hefir eyðilagzt og málning sópast af. Hitt gæti svo skeð þegar komin er vel troðin slóð, að jafnvel smábílum væri fært þessa leið að brúarstæði á Tungnaá. Frá Tungnaá um Búða- háls er fært aðeins þeim bifreið- um, sem eru háar undir öxul, en á Kjalöldum er grýtt mjög eins og víða á leiðinni norður yfir. Þá vil ég minnast á helztu vatnsföllin, sem eru Svartá, Þúfuverskvísl, Eyvindarkvísl, Hreysiskvísl og Fjórðungskvísl, svo að nokkuð sé talið. Allar þess- ar kvíslar eru mjög varasamar yfirferðar bifreiðum vegna sand- bleytu. Auk þess er Fjórðungs- kvísl, sem kemur úr Jökuldal og Tungnafellsjökli, oft vatnsmikil í hitum og rigningum og þá ill yfirferðar. Sprengisandur var varðaður um síðustu aldamót, sennilega af fjallvegasjóði, og var það þarft verk af þeim sem því hafa komið til leiðar. Nú eru biíreiðaslóðir úm sandinn þveran og endilang- an, gömlu vörðurnar flestar hrundar, og því ekki gott fyrir ókunnuga að rata þá leið sem þeir vildu fara. Þá er oft erfitt að sækja hjálp ef eitthvað ber útaf á um 240 km. leið frá Galtalæk að Mýri, mest um eyðisanda. Oft eru klakahlaup í söndunum, jafn- vel til júlíloka. Frá Bergvatns- kvísl og Kiðagili að Mýri er mik- ið af móleðju í jarðveginum og er það slæmt yfirferðar í rign- ingu og bleytu. Þetta er nú í stór- um dráttum lýsing á leiðinni í rigningu og slæmu færi. Þegar komin er góð slóð í þurrkum er leiðin sæmilega fær sterkum bif- reiðum. Það sem fyrst þyrfti að gera, eða jafnframt brú á Tungnaá, væri að merkja og lagfæra alla leiðina. Þá fyrst er tímabært að brúa hana. Það væri gott, að fleiri skrifuðu um þessi vegamál á öræfum, sér- staklega ferðafólk. því íslending- ar ættu að kynnast sínu eigin landi, tign og víðsýni á fjöllum, áður en þeir láta útþrána bera sig til annarra landa íslenzkt og erlent ferðafólk vill og þarf að hafa nokkra erfiðleika, sem þó er hægt að yfirstígi. Þá fyrst finnst mönnum skemmtilega og eftirminnilegt að ferðast. Guðmundur Jónasson. ^ • • I Oipunum Skíðahótel alpanna eru nú full um þessar mundir, en þangað leita nú margir sér til hressingar og ánægju. Myndin hér að ofan er frá ferðamannabæ í Ölpunum. Trúarofsóknir hafa aukizt í Rússlandi Dagskipnn gefin út um að koma á „vís- indalegu guðleysi44 - Eftir Crankshaw BEZT AÐ AUGLfSA I MORGUISBLAÐUW SIÐAN valdhafar Ráðstjórnar- ríkjanna hertu á ofsóknum gegn kirkjunni, eftir heimsstyrjöldina miklu, af knýjandi, stjórnmála- legum ástæðum, hafa þeir ekki aðeins átt í höggi við tregðu eldri kynslóðarinnar. sem ekki vill af- neita hefðbundinni trú sinni, heldur einnig við útbreiðslu trú- arlífs meðal yngri kynslóðanna, jafnvel þeirra sem tilheyra kommúnistaflokknum og æsku- lýðsfylkingu kommúnista. Þetta gerir va-ldhöfunum erfitt fyrir. Stalin-stjórnarskráin trygg ir þjóðinni trúfrelsi jöfnum hönd- um við frelsi til baráttu gegn trúarskoðunum. í áróðri sínum hafa Rússar haldið því fram sem tákn um umburðarlyndi í trú- málum, að kirkjur í Moskvu og öðrum stórborgum væru mikið sóttar. ★ NÁMSKEIÐ IIALDIN FYRIR ÆSINGAMENN Fram til þessa hafa meirihátt- ar málgögn og blöð Ráðstjórnar- innar leitt hjá sér að ræða þetta vandamál, en sérstakir bækling- ar og blöð, gefin út innan flokks- ins, hafa haldið uppi baráttu gegn trúnni. Síðastliðin tvö ár hefir talsvert borið á trúarandróðri, og sérstök námskeið hafa verið hald- in fyrir æsingamenn og prédikara sem síðan eru sendir um gervöll Ráðstjórnarríkin. Samt sem áður hefir þetta farið lágt, þar sem ekki einu sinni valdhafarnir vilja halda því á lofti, að kommúnismi og kristin trú séu ósamþýðanleg. Upp á síðkastið hefir trúar- andróður stjórnarinnar aukizt að mun. í fyrstunni kom þetta eink- um fram í árásum á einstakar borgir, eða jafnvel einstaka menn sem voru ásakaðir fyrir fram- taksleysi í að vinna að upplýsingu alþýðunnar, í hvert skipti var látið lita svo út sem um óvenju- legt fyrirbæri væri að ræða. En fólkinu, sem þekkti sitt eigið land, var Ijóst, að slíkt var langt frá því að vera óvenjulegt, held- ur öllu fremur mjög táknrænt, og trúarvakning hefir hafizt — einkum í sveitunum — sem ósjálf ráð andmæli gegn hinni ömur- legu efnishyggju. ★ VÍSINDALEG UPPLÝSING ALÞÝÐUNNAR Kommúnistar reyndu fyrst í stað að taka varlega á slíku vandamáli. Hinn nýi trúarbraða- andróður átti ekkert skylt við guðlastið sem Yaroslavsky og Fylking hinna guðlausu beitti. Æsingamenn og prédikarar fengu þau fyrirmæli að troða ekki um of á gömlum trúarhugmyndum, sem væru mönnum viðkvæmar. Það úrræði var tekið að læða þessu inn í alþýðufræðsluna. í útbreiðslustarfseminni var lögð áherzla á, að ekki væri ráðizt á trúarbrögð sem slík, heldur ætti að opna augu fólksins fyrir dýr- legum sannindum vísindanna og leyfa hverjum einstakling að „draga sínar ályktanir“. ★ HERFERÐ Á HENDUR TRÚARBRÖGÐUM Þessi langvarandi barátta virð- ist ekki hafa borið tilætlaðan ár- • angur. í fyrsta skipti hefir sjálft Pravda, aðalmálgagn kommún- , Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.